Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 2

Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. SVIÐSLJÓS Hjörtur J. Guðmundsson hjorturj@mbl.is Hamfarirnar á Norðurlandi fyrr í vikunni voru ræðumönnum á Al- þingi ofarlega í huga í gærkvöldi þegar Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra flutti stefnuræðu rík- isstjórnar sinnar. Sagðist Jóhanna vilja fullvissa heimamenn um að rík- isstjórnin myndi tryggja að allur nauðsynlegur stuðningur yrði veitt- ur vegna þeirra. Ræða Jóhönnu snerist að öðru leyti fyrst og fremst um þann ár- angur sem hún sagði að hefði náðst í efnahagsmálum þjóðarinnar undir forystu ríkisstjórnar hennar. „Á liðnum mánuðum og misserum hafa Íslendingar í æ ríkari mæli fundið fyrir batnandi hag eftir þrengingar áranna eftir hrun. Aukin þjóðar- framleiðsla, fjölgun starfa, vaxandi kaupmáttur launa og jafnari lífskjör hafa gert það að verkum að sífellt fleiri hafa sannfærst um að sam- félag okkar sé nú á réttri leið og bjartari tíð sé í vændum.“ Jóhanna sagði ennfremur að fá lönd innan OECD byggju við minna atvinnuleysi í dag en Ísland og að engu ríki hefði tekist að minnka at- vinnuleysi eins hratt og eins mikið á undanförnum árum. „Á þessu ári hafa orðið til um 4.600 ný störf og ekkert bendir til annars en að fram- hald verði á lífskjarasókn Íslendinga á komandi árum, ef áfram verður haldið á sömu braut,“ sagði hún og bætti við að fyrir vikið væri fullt til- efni til bjartsýni og sóknar í íslensku samfélagi. Vísaði hún í nýlega sam- evrópska könnun sem sýndi að hvergi teldi jafn stór hluti þjóðar, að Svíþjóð undanskilinni, að land sitt væri á réttri leið og hér á landi. Náðst hefði mikill árangur Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- vegaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi í kjölfar stefnuræðu for- sætisráðherra að tekist hefði að endurheimta efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar í kjölfar banka- hrunsins og hún stæði nú á eigin fót- um. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn væri farinn af landi brott, Ísland hefði aftur aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og nyti nú virð- ingar út á þann árangur sem náðst hefði. Þetta hefði þó ekki tekist án fórna og það hefði reynt á þanþolið. Geng- ið hefði mun betur hér að koma böndum á hallarekstur ríkisins og auka hagvöxt en í öðrum ríkjum sem glímdu við efnahagserfiðleika. Við lok ræðu sinnar kallaði hann eft- ir því að aðrir flokkar sameinuðust um að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá landstjórninni í það minnsta eitt kjörtímabil í viðbót. „Enginn efast um að það hafi ver- ið markmið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að skapa störf og vinna vel í þágu þjóðarinnar, finna leiðir út úr vandanum og hefja nýtt endurreisnartímabil. Án vafa hafa þau ætlað að gera sitt besta. Gallinn er bara sá að það dugar ekki til og hvorki leikur að tölum né orðum brauðfæðir nokkurn mann,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinni í gærkvöldi. Hann sagði þess beðið að Alþingi setti stefnuna á mál sem skiptu sköpum fyrir almenning og að blásið yrði lífi í vinnumarkaðinn. Sömuleiðis að stjórnvöld létu af skattpíningarstefnu sinni og eltu ekki uppi þær atvinnugreinar sem fælu í sér vaxtarbrodd og legðu á þær þungar byrðar. Þá væri þess líka beðið að fá að gera upp reikn- inginn við ríkisstjórnina í kosning- unum næsta vor. Leitað skynsamlegra lausna „Vandi okkar hverfur ekki bara við að nokkrir hagfræðingar ríkis- stjórnarinnar segi efnahagstölur hafa batnað. Vandi íslensku þjóð- arinnar er ekki leystur fyrr en al- menningur finnur það í sínu daglega lífi, heimili geta náð endum saman um mánaðamót, og aldraðir og ör- yrkjar geta lifað mannsæmandi og áhyggjulausu lífi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni. Þá hafnaði hann því að einhver ein hugmyndafræði byggi yfir öllum svörunum í ljósi umræðu undanfarið um það hvort frjálshyggjan eða sósí- alisminn væru betur til þess fallin að bæta hag landsmanna. Þess í stað ætti að leita skynsamlegustu lausn- arinnar hverju sinni. Morgunblaðið/Kristinn Stefnuræða Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðustól. Hamfarir ofarlega í huga  Forsætisráðherra lagði áherslu á árangur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum  Stjórnin reynt sitt besta en það hefur ekki verið nóg, segir Bjarni Benediktsson Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Dregist hefur að ljúka lánasamningi vegna gerðar Vaðlaheiðarganga. Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, stjórn- arformaður Vaðlaheiðarganga hf., segir að það sem standi út af sé að ganga frá hlutafjáraukningu í Vaðla- heiðargöngum hf. Í viðtali við Morgunblaðið 9. ágúst sagðist Kristín vonast til að gengið yrði frá hlutafjáraukningunni um miðjan ágústmánuð og að samið yrði um lán í sama mánuði. Kristín sagði í gær að flest væri komið á hreint varðandi lánasamning- inn en eftir væri að ganga frá hluta- fjáraukningunni. Meiningarmunur væri á milli Greiðrar leiðar ehf. sem á 49% hlut í Vaðlaheiðargöngum hf. og fjármálaráðuneytisins. Greið leið hefði samþykkt að leggja 200 milljónir til viðbótar inn í félagið. Af hálfu Greiðrar leiðar væri litið svo á að hlutaféð þyrfti að leggja fram áð- ur en sjö ára skammtímalán fyrir stofnkostnaðinum og fyrstu þremur rekstrarárunum yrði endurfjármagn- að. Í fjármálaráðuneytinu væri á hinn bóginn litið svo á að ganga þyrfti frá hlutafjáraukningunni áður en skrifað væri undir lánasamninginn. Kristín sagði að á meðan lánasamn- ingur lægi ekki fyrir yrði ekki samið við stærri verktaka um gerð jarð- ganganna. Hún telur að stutt sé í að samningar takist en of snemmt sé að ræða um dagsetningar í því sam- bandi. „En það má ekki tefjast mikið lengur með þennan lánasamning,“ bætti hún við. Lánasamningur jarð- ganganna dregst enn Ljósmynd/Vegagerðin Göng Undirbúningsframkvæmdir eru hafnar við Vaðlaheiðina. Miklu skiptir fyrir Ísland hvernig vinnst úr efnahagserfiðleikum inn- an Evrópusambandsins og mik- ilvægt er að fram fari málefnaleg og uppbyggileg umræða í þeim efnum. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Steingríms J. Sigfús- sonar atvinnuvegaráðherra á Al- þingi í gærkvöld í kjölfar stefnu- ræðu forsætisráðherra. Þá væri einnig mikilvægt að slíkt umræða færi fram um stöðu viðræðnanna um inn- göngu í Evrópusambandið líkt og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefði kallað eftir. Það þýddi þó ekki að ekki yrði staðið á rétti Íslands til að mynda varðandi fiskveiðihags- muni. Vill umræðu um erfiðleika ESB RÆÐA ATVINNUVEGARÁÐHERRA OG FORMANNS VG Morgunblaðið/Kristinn Viðbrögð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. ’Óskapleg gæfaværi að bjóða Sjálf-stæðisflokknum upp áað minnsta kosti fjögurár í viðbót til endurhæf- ingar og sjálfsskoðunar sem enn virðist ekki hafa farið fram. Ég mæli með því að við veitum Sjálfstæð- isflokknum skjól til að finna fjölina sína, einhvern tímann verður hann þá aftur stjórntækur flokkur og meira að segja hugsanlega aftur fær um að bera ábyrgð á efnahagsmálum án þess að stofna okkur í stórhættu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG ’Hvorki sósíalisminé frjálshyggja hef-ur lausn á öllum vanda.Og því fyrr sem stjórn-málamenn átta sig á þessari staðreynd, því fyrr mun rökhyggja og skynsemi þoka okkur nokkuð á leið. Til að ná raunveru- legum árangri verðum við að leita skyn- samlegustu lausnarinnar á hverjum vanda. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins ’Forsætisráðherrahreykir sér af ár-angri í skuldamálumheimilanna. Á samatíma og yfirdráttarlán heimilanna eru hærri en nokkru sinni fyrr í sögu íslenskrar þjóð- ar. Forsætisráðherra bætir um betur og segir að skuldir heimilanna hafi orðið til fyrir bankahrun. Fólk sem tók sín lán á árinu 2008 er í langmestum erf- iðleikum. Og hver lánaði til húsnæðis- kaupa árið 2008? Jú, það var Íbúða- lánasjóður. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins ’Okkur má aldreiaftur vera sama.Við megum aldrei afturláta stjórnvöld komastupp með að ljúga að okkur, þess vegna verð- um við að mæta í þjóðaratkvæða- greiðsluna 20. október. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar ’Uppgangur er aðhefjast en brestir ísamfélaginu gera aðverkum að uppgang-urinn gæti orðið okkur miklu erfiðari en krepp- an. Byggjum upp traust í samfélaginu, þá getum við vonandi fjarlægt var- anlega járngirðinguna á Austurvelli, sett hana á safn eða notað hana sem þvottagrind. Guðmundur Steingrímsson, óháður þingmaður Orðrétt af Alþingi Evrópuþingið samþykkti á fundi sín- um í gær, með 659 atkvæðum gegn 11, tillögur um að Evrópusamband- inu (ESB) verði heimilað að grípa til refsiaðgerða gegn ríkjum utan sam- bandsins sem það telur stunda ósjálfbærar fiskveiðar. Samkvæmt tillögunum getur ESB bannað innflutning á fiski frá þeim ríkjum, sem talin eru stunda ofveiði á fiskistofnum. Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins hafði áður sam- þykkt tillögurnar sem fara nú fyrir framkvæmdastjórn sambandsins til staðfestingar. Á vef Evrópuþingsins er haft eftir Pat the Cope Gallagher, Evrópu- þingmanni frá Írlandi, að bregðast þurfi strax við ástandinu í Norður- Atlantshafi í ljósi þess að Íslending- ar hafi einhliða aukið við makríl- kvóta sinn úr 363 tonnum árið 2005 í 147 þúsund tonn í ár. Samþykktu heimild til refsiaðgerða ESB Hús Evrópuþingsins í Brussel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.