Morgunblaðið - 13.09.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.09.2012, Qupperneq 6
BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Gert er ráð fyrir niðurskurði um 1% til reksturs háskóla og háskólastofn- ana og um 1% niðurskurði til reksturs framhaldsskóla á næsta ári sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í fyrradag. Niðurskurður í fjárveitingum er minni en undanfarin ár og aukið framlag er veitt til rannsókna. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, bendir á að þótt fyrirhugaður niður- skurður sé minni en undanfarin ár komi hann ofan á niðurskurð fyrri ára. „Við getum svo sett það í sam- hengi við þá staðreynd að áður en þessi niðurskurður hófst, þá vorum við fyrir neðan meðaltal OECD-landa í framlögum á hvern háskólanemanda árið 2008,“ segir Ari. Samdráttur um fjórðung Í skýrslu frá árinu 2008 kemur fram að meðalframlag á hvern nem- anda í háskóla á Íslandi er 75% af því sem það er í OECD-löndunum og 58% af framlagi á hvern nemanda annars staðar á Norðurlöndum. Frá árinu 2008 hefur dregið úr útgjöldum á hvern nemanda um fjórðung að raunvirði. Samkvæmt frumvarpinu er hag- ræðingarkrafa á Háskóla Íslands upp á 108 milljónir. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að skól- inn hafi þurft að mæta 18% niður- skurði frá árinu 2008 og bætist 1% nú ofan á. Á sama tíma hefur fjölgun nemenda við skólann numið 20%. „Miðað við þann mikla niðurskurð sem á undan er genginn, þá segir það sig sjálft að það er orðið mjög erfitt að reka skólann með viðunandi hætti,“ segir Kristín. Hún fagnar auknu framlagi í samkeppnissjóð auk fram- lags til byggingar fyrir stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. „Hins vegar vantar ennþá fjármagn sem er ígildi 350 nemenda og nemur um 200 milljónum króna,“ segir Kristín. Hún segir Háskóla Íslands þurfa 3,6 milljarða íslenskra króna til þess að ná meðaltali framlaga til háskóla annarra OECD-ríkja. Þarf meiri skilning Heildarútgjöld til reksturs fram- haldsskóla lækka um rúmar 220 millj- ónir króna. „Þegar skorið er niður í menntun þarf ráðherra að fá meiri skilning fyrir því í samfélaginu að það er ekki farsæl leið. Niðurskurðurinn mun ekki bíta okkur strax, heldur mun hann koma í ljós að nokkrum ár- um liðnum,“ segir Jón Már Héðins- son, rektor Menntaskólans á Akur- eyri. Niðurskurðurinn mun bíta okkur eftir nokkur ár Morgunblaðið/Ernir Háskólanám Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 gerir ráð fyrir niðurskurði á framlögum til háskólanna í landinu.  Kemur ofan á niðurskurð fyrri ára í framhalds- og háskólum landsins 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Gert er ráð fyrir 815 þús- und króna framlagi með hverjum nemanda í fram- haldsskóla í fjárlaga- frumvarpinu. Að sögn Val- gerðar Gunnarsdóttur, formanns Skólameist- arafélags Íslands, eru framlög til hvers nem- anda í framhaldsskóla að meðaltali tæplega 400 þúsund kr. lægri en til handa nem- endum í leikskólum, grunnskólum og háskólum á Íslandi. „Við höfum ekki fjármagn til að endurnýja búnað. Við erum búin að skera niður allt sem hægt er. Við spyrjum okkur hvað það er á framhalds- skólastigi sem gerir það að verkum að það er hægt að keyra framlögin svona svakalega niður þar?“ Hvers vegna svo lágt framlag? MUN LÆGRA FRAMLAG MEÐ FRAMHALDSSKÓLANEMENDUM Valgerður Gunnarsdóttir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Niðurskurður á framlögum til Vinnumálastofnunar í fjárlagafrum- varpinu er langtum meiri en stjórn- endur hennar áttu von á og ekki í neinu samræmi við minnkandi at- vinnuleysi í landinu, að mati Gissur- ar Péturssonar, forstjóra Vinnu- málastofnunar. Haldinn var stjórnarfundur í Vinnumálastofnun í gærmorgun þar sem farið var yfir þessi tíðindi og ætla forsvarsmenn stofnunarinnar að bregðast strax við. „Við erum að fá þessi tíðindi og eigum eftir að ræða þetta við ráðuneytið,“ segir Gissur. Niðurskurðurinn sé langt umfram það sem eðlilegt megi telja miðað við þá þjónustukröfu sem Vinnumálastofnun þurfi að uppfylla. Í fjárlagafrumvarpinu er boðaður ríflega 36% niðurskurður rekstrar- útgjalda hjá Vinnumálastofnun og eiga gjöldin að dragast saman um 78,6 milljónir kr. á næsta ári að frá- töldum verðlagshækkunum, sem nema 4,6 milljónum. Gangi þetta eft- ir verður fjárveit- ing til stofnunar- innar nálega helmingi minni en rekstur hennar kostaði á árinu 2011. Útgjalda- lækkunin er rök- studd með því að samhliða minnk- andi atvinnuleysi verði hægt að draga þetta mikið úr starfsemi Vinnumálastofnunar. „Þetta er alveg út í hött,“ segir Gissur. Margt sé enn óútfært varð- andi lengd bótatímabilsins og fjölda skjólstæðinga Vinnumálastofnunar með tilliti til þess. Um 150 manns starfa á vegum Vinnumálastofnunar og ef niðurskurðurinn gengi eftir yrði mikill samdráttur á starfsem- inni. „Ætli það myndi ekki jaðra við að vera hópuppsögn. Ég trúi ekki að það muni verða að veruleika,“ segir Gissur. „Stofnunin stækkaði í kjölfar hrunsins og að sjálfsögðu er ekki óeðlilegt að hún minnki aftur þegar ástandið batnar, en það verður þá líka raunverulega að gera það.“ Niðurskurðurinn myndi „jaðra við að vera hópuppsögn“  Skert framlög til Vinnumálastofnunar í engu samræmi við minna atvinnuleysi Gissur Pétursson Góðri makrílvertíð lýkur senn, en samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu var í gær búið að veiða 144.700 tonn af makríl í ár. Kvóti ársins er um 500 tonnum meiri, en heimilt er að færa ákveðið hlutfall milli ára. „Þetta hefur gengið mjög vel, tíðarfarið verið gott og makríll um allan sjó,“ sagði útgerðarmaður sem rætt var við í gær. Í fyrra var útflutningsverðmæti makríls yfir 25 milljarðar en verð á afurðum hefur eitthvað gefið eftir í ár. Í fyrra voru veidd 159 þúsund tonn af makríl. Yfir 30 þúsund tonnum af makríl hefur verið landað í Neskaupstað og Vestmannaeyjum og Vopna- fjörður er í þriðja sæti löndunar- hafna með rúmlega 15 þúsund tonn. aij@mbl.is Góðri vertíð að ljúka enda „makríll um allan sjó“ Brot 70 ökumanna voru mynduð á Fjallkonuvegi í Reykjavík við um- ferðareftirlit lögreglunnar í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Fjallkonuveg í austurátt, við Foldaskóla. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 134 ökutæki þessa akstursleið og því ók meiri- hluti ökumanna, eða 52%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Níu óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 62. Helmingur ók of hratt á Fjallkonuvegi Þær skerðingar sem gerðar voru á kjörum starfs- manna Garða- bæjar og Reykja- nesbæjar í kjölfar hrunsins hafa gengið til baka. Í Garðabæ kom launaskerð- ing til fram- kvæmda árið 2009 og var hún í formi skertrar yfirvinnu og bifreið- arstyrks. Tekjur þeirra sem höfðu yfir 400.000 kr. á mánuði skertust um 5-9,5% Starfsmenn á fastlauna- samningi fengu enga launalækkun nema í formi lækkaðs bílastyrks og því lækkuðu laun þeirra mjög lítið. Skerðingarnar hafa allar gengið til baka á árinu en þó hefur bifreið- arstyrkur ekki hækkað. Þá lækk- uðu laun bæjarstjórnar, bæjarráðs og laun fyrir setu í nefndum á veg- um bæjarins um sama hlutfall og þingfarakaup árið 2009 eða 7,5%. Síðan hafa laun áðurnefndra hópa hækkað aftur með ákvörðun- um um hækkandi þingfarakaup. Í Reykjanesbæ var samið við starfsmenn á skrifstofum Reykja- nesbæjar um skert starfshlutfall og þar af leiðandi náðist sparnaður í launakostnaði. Starfsmenn voru í 90% starfshlutfall tímabundið þangað til í lok síðasta árs. Einnig var afgreiðslutími skertur í ýmsum stofnunum eins og í íþróttamiðstöð- inni og bókasafni en starfshlutfalli starfsmanna þar hefur nú verið komið í fyrra horf, að sögn Árna Sigfússonar bæjarstjóra. heimirs@mbl.is Launaskerð- ingar hafa gengið til baka Gunnar Einarsson Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Kynningarverð í september Hágæða útiljós frá Svíþjóð 25 ára ábyrgð gegn ryði og tæringu Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is 25 ára ábyrgð gegn ryði og tæringu KYNNINGAR VERÐ 14.900 KYNNINGAR VERÐ 8.500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.