Morgunblaðið - 13.09.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 13.09.2012, Síða 10
María Ólafsdóttir maria@mbl.is G ullsmiðurinn Sveinn Ottó Sigurðsson sækir hugmyndir að skartgripalínu sinni Freyju í íslenska nátt- úru. Úr silfri mótar Sveinn Ottó bláberjalyng, blóðberg og fleiri ís- lenskar jurtir í hálsmen og eyrna- lokka. Margar fallegar jurtir „Mig hefur lengi langað til að smíða skartgripi og vorum við kon- an mín mikið búin að velta fyrir okkur í sameiningu hvað ég gæti gert. Við erum mikið úti í nátt- úrunni að skoða blóm og jurtir og þannig kviknaði hugmyndin smám saman að því að geta borið hluta af íslenskri náttúru á sér allt árið. Ég byrjaði fyrst á að búa til skartgripi sem litu út eins og bláberjalyng, síðan blóðberg og tók eitt við að af öðru. Enda er mikið til af fallegum jurtum og hægt að fá endalausar hugmyndir út frá þessu. Nú er ég að vinna með krækilyng í eyrna- lokkum og hálsmeni,“ segir Sveinn Ottó. Umbúðirnar utan um skart- gripina eru einnig íslenskar en þær eru unnar úr viði sem Sveinn Ottó sankar að sér. Hugmyndina að öskjunum átti mágkona Sveins Ott- ós sem þróað hefur hugmyndina með henni og eiginkonu sinni. „Þetta hefur vakið mikla at- hygli en það er svolítið nostur við þetta. Það þarf að þurrka viðinn sem tekur sinn tíma og svo þarf að Bláberjalyng og blóðberg um hálsinn Hugmyndir að skartgripalínu sinni Freyja sækir gullsmiðurinn Sveinn Ottó Sig- urðsson úr íslenskri náttúru. Hann hannar meðal annars skartgripi sem líta út eins og bláberjalyng og blóðberg en nóg er til af fallegum jurtum og hugmyndaupp- sprettan því í raun endalaus. Sveinn Ottó lærði gullsmíði í Danmörku og starfaði þar um tíma hjá hinu rótgróna hönnunarfyrirtæki Georg Jensen. Gullbrá Þessir eyrnalokkar eru smíðaðir eftir blóminu gula. Bláberjalyng Lyngið góða veitti Sveini Ottó innblástur að þessu meni. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Nú þegar haustið færist nær fer fólk að huga að námi og víst er að hugur einhverra stendur til háloftanna. Fyr- ir þá sem langar að starfa á því sviði sem tengist flugi, er um að gera að kynna sér námið hjá Flugskóla Ís- lands á vefsíðunni tskoli.is/flugskoli- islands. Þar er í boði fjölbreytt nám, fyrir einkaflugmenn, atvinnu- flugmenn, réttindanám í blind- flugsáritun sem það veitir réttindi til að fljúga við blindflugsskilyrði á þeim flokki flugvéla sem blindflugprófið var tekið á. Einnig er í skólanum boð- ið upp á flugvirkjanám, grunn- námskeið fyrir flugumferðarstjóra sem og grunnnám fyrir flugfreyjur og flugþjóna. Í næsta mánuði, í byrjun október fer einmitt af stað næsta grunnnámskeið flugfreyja og flug- þjóna. Þetta verður kvöldnámskeið og stendur yfir í sjö vikur. Um að gera fyrir áhugasama að kynna sér. Vefsíðan www.tskoli.is/flugskoli-islands Flugskóli er spennandi kostur Flug Flugstjóranámið hefur löngum heillað ungt fólk af báðum kynjum. Dr. Jaqueline Simpson, fræðikona á sviði þjóðfræði og fornnorrænna fræða, og Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, munu eiga samtal á sviði á morgun, föstu- daginn 14. september kl 17. Þar munu þau ræða Terry Pratchett og fantasíubókaseríu hans Discworld en viðburðurinn er öllum opinn. Dr. Simpson lagði stund á enskar bók- menntir og miðaldaíslensku við Bedford College í Lundúnaháskóla. Hún hefur komið að fjölda rann- sókna og útgáfu bóka, bæði sem sjálfstæð fræðikona og í samstarfi við aðra fræðimenn. Endilega... ...hlýðið á samtal á sviði Samtal Umræða um verk Pratchett. Nú gefst tónlistarfólki um allt land tækifæri á að koma heiminum í lag með því að semja lag við texta við Sævars Sigurgeirssonar. En Sævar hefur samið textana sérstaklega fyrir kynningarátak um gildi þróunarsam- vinnu sem hefst formlega 17. sept- ember næstkomandi. Það eru frjáls félagasamtök á Íslandi, sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu, sem vinna að átakinu í samstarfi við Þró- unarsamvinnustofnun Íslands. Und- irtitill átaksins er „Komum heiminum í lag“ og biðla samtökin til tónlist- arfólks á öllum aldri um aðstoð við að koma skilaboðunum á framfæri. Texta Sævars má finna á Facebook undir „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ en flytjendur taka lagið upp á mynd- band og setja inn á síðuna. Eitt lag og flytjandi verða valin til að taka þátt í tónleikunum á Rósenberg laug- ardagskvöldið 22. september. Þar munu einnig flytja sínar útgáfur Jón Jónsson og Friðrik Dór, Lára Rúnars- dóttir og hljómsveit, Magni Ásgeirs- son, Ragnheiður Gröndal og Védís Hervör og Varsjárbandalagið. Nánari upplýsingar á www.facebook.com/ throunarsamvinna.ber.avoxt. Gildi þróunarsamvinnu Tónlistarfólk á öllum aldri kemur heiminum í lag Ljósmynd/Norden.org Tónsmíðar Tónlistarfólk á öllum aldri er hvatt til að leggja sitt af mörkum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Opnir tímar: 4 flottir skvass salir Körfuboltasalur Einn besti golfhermir landsins Velbúinn tækjasalur Gufubað 7 Cross bells tímar á viku 6 Spinning tímar á viku Einkaþjálfarar Skvass kennsla Persónuleg þjónusta Spinning mán., mið. og fös., kl 12.00 og 17.15 Mikill hraði og brennsla. Ko m du m eð íg ot t fo rm ! Cross bells þri. og fim., kl 12.00 og 17.15 lau., kl. 10.00 Styrkir alla vöðva líkamans. Árskort á tilboði til 15 september Aðeins 49.900 kr. Áður 59.900 kr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.