Morgunblaðið - 13.09.2012, Qupperneq 16
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Jósef Stalín, einræðisherra í Sovét-
ríkjunum gömlu í áratugi, lét koma á
fót geysimiklu, leynilegu njósna- og
áróðursneti á vegum Alþjóða-
sambands kommúnistaflokka, Kom-
intern, að sögn danska sagnfræðipró-
fessorsins Niels Eriks Rosenfeldts.
Einnig fengu allir flokkarnir skipun
frá Moskvu árið 1930 um að setja upp
umfangsmikið neðanjarðarkerfi sem
gæti starfað áfram þótt þeir yrðu
bannaðir.
„Svo öflugt var þetta neðanjarðar-
stjórnkerfi og njósnanet að einn af
leiðtogum bandarískra kommúnista,
Jozsef Peters, sem reyndar gekk
undir ýmsum öðrum dulnefnum,
sagði í æviminningum sínum að op-
inbera flokknum mætti líkja við sjón-
pípu kafbáts. Hún væri það eina sem
almenningur sæi en undir væri marg-
falt stærra apparat, sjálfur kafbát-
urinn!“ segir Rosenfeldt.
Hann er þekktur sérfræðingur í
sögu Komintern og flutti á mánudag
fyrirlestur í Odda í boði Rannsókn-
arseturs um nýsköpun og hagvöxt,
Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands
og Varðbergs.
Óþægilegar staðreyndir
og fótgönguliðið
Rosenfeldt segir aðspurður að fjöl-
margir almennir liðsmenn komm-
únistaflokka, í Danmörku, á Íslandi
og víðar, hafi annaðhvort ekki gert sé
grein fyrir raunverulegu eðli starfs-
ins, þ. á m. þjálfun sem menn fengu í
hermennsku í Moskvu, eða kosið að
vilja ekki vita, þaggað niður efa-
semdaraddirnar í eigin sinni.
„Ég held að margir hafi ýtt þessum
óþægilegu staðreyndum frá sér,“ seg-
ir Rosenfeldt. „Þetta var svolítið erf-
itt mál, þetta með hlýðnina. Komm-
únistar vildu gjarnan láta líta út fyrir
að þeir væru ekki bara að hlýða fyr-
irmælum frá Moskvu.
En nú er búið að lyfta hulunni af
mörgum gögnum og við vitum tals-
vert, þó ekki nærri nóg. En fyrir
fræðimenn er eðlilegast að reikna
með því að hafi starfsemi Komintern
farið fram með ákveðnum hætti í
þrem eða fjórum löndum sé nær
öruggt að hún hafi verið svipuð ann-
ars staðar. Mér finnst t.d. barnalegt
að halda að íslenskir flokksmenn hafi
ekki eins og aðrir
fengið hernaðar-
þjálfun í skól-
unum í Sovétríkj-
unum þótt erfitt
geti verið að finna
gögn sem sanna
það með ótvíræð-
um hætti. Hvers
vegna hefðu ís-
lenskir komm-
únistar átt að vera eina undantekn-
ingin í öllum heiminum? Það virkar
ekki sennilegt.
Því miður er ekki lengur aðgangur
að leynilegasta hluta Komintern,
njósnanetinu sem yfirleitt var kallað
OMS í samskiptum þeirra tiltölulega
fáu flokksmanna sem vissu um tilveru
þess. En almennt er nú hægt að fá að
skoða aðra hluta skjalasafns Kom-
intern.“
Erindrekar Komintern
oft áberandi leiðtogar
-Þór Whitehead hefur leitt sterkar
líkur að því að einn af frammámönn-
um kommúnista hérlendis, Eggert
Þorbjarnarson, hafi verið launaður
erindreki Komintern. En hann var
vel þekktur, er ekki líklegra að þeir
hafi notað einhvern minna áberandi?
„Alls ekki, ég minni á að Peters var
mjög áberandi í flokknum vestanhafs,
dæmin eru fleiri. Komintern þurfti
fólk sem var í traustum tengslum við
flokksforystuna á sínu svæði. Og svo
gat þetta líka blekkt óvini, þeir
myndu efast um að þekktir leiðtogar
væru líka að njósna.“
-Þú hefur sagt að Stalín hafi látið
safna upplýsingum um ýmis einkamál
leiðtoga í flokkum utan Sovétríkj-
anna, mál sem þeir vildu ekki að
kæmu fyrir almenningsaugu. Hvern-
ig var þetta efni notað?
„Frá því um 1930 fara þeir að safna
efni um feril leiðtoganna sem fengu
skipun um að senda yfirstjórninni
sjálfsævisögur, eins konar ferilskrár
um sig. Einnig áttu þeir að senda mat
á persónuleika þeirra sem einhver
annar átti að skrifa. Ef apparatið í
Moskvu sá að einhver þeirra hefði t.d.
haft tengsl við Trotskí var það eins og
svartur blettur á ferlinum. Og ef
hann hafði beinlínis verið trotskíisti
en ekki nefnt það, þagað yfir því, var
málið mjög alvarlegt.
Morðið í Kongelunden
Þessar upplýsingar í Moskvu höfðu
fælandi áhrif, tryggðu góðan aga.
Menn vissu að þær voru til og alltaf
hægt að nota þær. Ógnin, Damokles-
arsverðið, vofði yfir þeim, menn gátu
aldrei verið öruggir.“
Sumt af því sem gerðist hjá flokkn-
um á Norðurlöndum er svo hrikalegt
að minnir á glæpasögur. Richard
Jensen, háttsettur Komintern-
njósnari og einn af leiðtogum Alþjóð-
sambands sjómanna og hafnarverka-
manna, er í bók Eriks Nørgaards,
Mordet i Kongelunden, sagður hafa
tekið þátt í að myrða svikulan flokks-
mann, Eistlending, og líkið var falið í
húsagarði. Síðar hafi Búlgarinn Dí-
mítroff, einn af þekktustu frammá-
mönnum Komintern, látið Danina
grafa líkið upp og eyða því með sýru
til að engin sönnunargögn fyndust!
-Er þetta sönn saga?
„Nørgaard byggir bók sína að
miklu leyti á viðtölum við Jensen sem
var kannski ekki öruggt vitni en var
kommúnisti til dauðadags. Hann
staðfesti í megindráttum þessa frá-
sögn. Almennt má segja að mikið hafi
gengið á í samsæris- og leynimakks-
umhverfi Komintern-liða í Kaup-
mannahöfn fyrri hluta fjórða áratug-
arins, það vitum við.“
Grimmur heimur samsæranna
Stöðugt er aflað betri gagna um alþjóðlega starfsemi kommúnistaflokkanna á 20. öld
Tortryggni í anda Stalíns réð ríkjum og eitt sinn myrtu danskir Komintern-liðar ótryggan félaga
Öruggur Jósef Stalín var einræð-
isherra í nær þrjá áratugi.
Jozsef Peters
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fræðimaður Niels Erik Rosenfeldt: „Mér finnst t.d. barnalegt að halda að
íslenskir flokksmenn hafi ekki eins og aðrir fengið hernaðarþjálfun í skól-
unum í Sovétríkjunum þótt erfitt geti verið að finna gögn sem sanna það
með ótvíræðum hætti.“
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
Komintern var stofnað 1919 en
lagt niður í miðri seinni heims-
styrjöld, árið 1943. Stalín er
sagður hafa með þessari breyt-
ingu viljað milda ímynd og yf-
irbragð Sovétríkjanna gagnvart
Vesturlöndum með því að slá
striki yfir þennan þátt sög-
unnar. En aðrir segja að fyrst
og fremst hafi verið um nafn-
breytingu að ræða, eftir sem
áður hafi kommúnistaflokk-
unum verið stýrt frá Moskvu.
En eftir stríð var flokkunum
beitt eftir megni í „friðarbar-
áttunni“ sem að sjálfsögðu var
ávallt beint gegn vopnabúnaði
vestrænna ríkja, ekki komm-
únistalanda. Rosenfeldt segir
að algengasta aðferðin hafi
verið að stofna samtök með
fallega hljómandi heitum og fá
til liðs við þau fólk sem engin
tengsl hafði við komm-
únistaflokka.
Íslenskir kommúnistar höfðu
að sögn Rosenfeldts frá upp-
hafi náið samband við félaga
sína í Danmörku og Svíþjóð en
þessi tvö lönd voru afar þýð-
ingarmikil í starfi Komintern.
Ástæðan var nálægðin við Pól-
land og Eystrasaltsríkin en
einkum nálægðin við Þýskaland
eftir valdatöku Hitlers 1933.
Einn mikilvægasti þátturinn í
starfinu var að annast sendi-
menn sem fluttu boð, peninga,
vegabréf og fleira til komm-
únista utan Sovétríkjanna.
Kommúnismi
fyrir alla
HNATTVÆÐINGIN
Hátíð Rauði herinn fagnar þriðja
fundi Komintern í Moskvu 1921.
Réttlæti
Jafnrétti
Réttlæti
Mætum öll í Ráðhús Reykjavíkur
í dag kl. 16.00 til 18.00
Baráttumál ÖBÍ
– kynningarfundur
Ekkert um okkur án okkar
Jafnrétti