Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 18

Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- vegaráðherra fylgist grannt með framgangi mála á Norðurlandi og segir ýmsa vinnu hafa verið unna í ráðuneytinu sem tengist hamförun- um, bæði í gegnum raforkumálin og landbúnaðinn. „Við erum að undirbúa það að geta tekist á við þetta og gert það sem stjórnvöldum ber að gera við þessar aðstæður. Ég geri ráð fyrir því að það verði farið yfir stöðuna á þessu máli í ríkisstjórn á föstudaginn,“ segir Steingrímur. Hann útilokar ekki að það afurðatjón sem bændur verða fyrir á svæðinu mælist frekar í tugum milljóna en milljónum. Tryggingafélög bæta ekki tjón af völdum náttúruhamfara en bændur geta sótt um bætur í Bjargráðasjóð sem bætir til að mynda tjón af völdum náttúruhamfara og tjón á búfé. Greitt hefur verið mikið úr sjóðnum undan- farið vegna eldgosanna í Eyjafjalla- jökli 2010 og Grímsvötnum 2011. Tekjur Bjargráðasjóðs koma af bún- aðargjaldi og úr ríkissjóði. Steingrímur segir að farið hafi ver- ið yfir stöðu sjóðsins og ekki sé víst að ríkið þurfi að leggja meira fé í hann vegna þeirra búsifja sem bændur á Norðausturlandi hafa orðið fyrir. „Ríkið hefur lagt til fé í þau verkefni sem sjóðurinn hefur þurft að greiða út til en hann hefur tekjur sjálfur og á smá sjóði. Bjargráðasjóður er ekki al- veg auralaus en það er verið að fara yfir stöðuna og því erfitt að svara því til fulls fyrr en það liggur fyrir hvað tjónið er mikið hvort ríkið þarf að leggja meira fé til hans,“ segir Stein- grímur. Árni Snæbjörnsson, framkvæmda- stjóri Bjargráðasjóðs, segir að sam- kvæmt lögum og reglum sjóðsins beri hann skyldur í svona tilvikum. Hann býst við því að vegna þess að lýst var yfir neyðarstigi sé líklegra að gripið verði til sértækra aðgerða eins og varðandi eldgosin á Suðurlandi en eftir sé að vinna úr því hvað verður gert. Skoða stöðu Bjargráðasjóðs  Hamfarirnar ræddar í ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Árni Snæbjörnsson Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 SVIÐSLJÓS Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bjart var yfir Þeistareykjasvæðinu í gær; bæði var ljómandi gott veður, sól og logn, auk þess sem bændur og björgunarsveitamenn sem leituðu fjár voru ánægðir því nánast allt fé sem fannst var á lífi. Enginn veit með vissu hve margt fé kom í leitirnar í gær, en einn leitarmanna tjáði Morgunblaðinu að líklega væru það hátt í þúsund skepnur. Það er um fjórðungur þess sem talinn er hafa verið á svæðinu. Aðaláhersla var lögð á að leita í landi Þeistareykja í gær. Leitarfólk hafði ekki farið þangað fyrr eftir vonskuveðrið á mánudaginn en göng- ur voru fyrirhugaðar á svæðinu núna fyrir helgina. Gífurlegt fannfergi er á svæðinu og segjast heimamenn, sem Morgun- blaðið ræddi við, aldrei hafa séð annað eins á þessum árstíma og varla í jan- úar þegar snjór er jafnan mestur. Leitarmenn komust upp að Þeista- reykjaskála strax í bítið að norðan, frá Húsavík. Þaðan var aðgerðum stjórnað og leitarmenn héldu frá skál- anum á vélsleðum, jeppum og snjóbíl. Hægt gekk að moka veginn inn á svæðið að sunnan – af Kísilveginum, sem liggur upp í Mývatnssveit. Í fyrsta lagi vegna þess hve snjórinn var mikill og ekki bætti úr skák að moksturstækin biluðu og ekki tókst að opna þá leið fyrr en undir kvöld. Það tafði reyndar ekki leit, en þegar leiðin var opnuð komst bíll með hey handa fé sem smalað hafði verið í girðingu syðst í Þeistareykjalandinu. Gott hljóð var í bændum og öðrum björgunarmönnum í gær enda heimt- ur góðar og líklega betri en margir þorðu að vona. Þótt svitinn bogaði af sumum viðmælendum blaðamanns brostu menn breitt. Enda mikið fé í húfi. Leitir gengu vonum framar í fannferginu Kræsingar Guðmundur Jónsson frá Fagraneskoti, Hrannar sonur hans og Jón Ingi Björnsson, bílstjóri frá Laugum, færa fé syðst í landi Þeistareykja hey að éta undir kvöld í gær. Ekið var þangað við heldur illan leik.  Bjart yfir Þeistareykjasvæðinu í gær enda var nánast allt fé sem fannst á lífi Leitað að fé Grunnkort/Loftmyndir ehf. Flateyjardalur Öxarfjarðarheiði Reykjaheiði Þeistareykjasvæði Nes Grænavatn Bjarnastaðir Björgunarsveitir leita Bændur leita Akureyri Öxnadalsheiði Húsavík Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á réttri leið Sigrún Óladóttir bóndi í Brúnahlíð í Aðaldal rekur fé í átt að hólfi við Þeistareykjaskála síðdegis í gær. Neyðarástand í kjölfar óveðurs18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.