Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 21

Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Fjárréttir fara víða fram í Árnes- sýslu um helgina. Vegna afleits veð- urs í byrjun vikunnar hefur Tungnaréttum í Bláskógabyggð verið frestað um einn dag, frá laug- ardeginum 15. september til sunnu- dagsins 16. september. Aðrar rétt- ardagsetningar haldast óbreyttar; Hrunaréttir í Hrunamannahreppi og Skaftholtsréttir í Gnúpverja- hreppi fara fram á morgun, föstu- dag, og Reykjaréttir á Skeiðum á laugardaginn. Haft var eftir Lofti Jónssyni, fjallkóngi Tungnamanna, á sunn- lenska fréttavefnum dfs.is í gær að ástæðan fyrir því að réttum í Bisk- upstungum væri frestað um einn dag væri illviðri á fjöllum á mánu- daginn sem hefði tafið fjallmenn. Þá gengi illa að koma fénu fram, það væri þungt af klakakleprum og erfitt í rekstri. Miklir jaxlar á fjalli Aðalsteinn Guðmundsson, fjall- kóngur Flóa- og Skeiðamanna, var staddur í Fossöldu á afréttinum um hádegi í gær. Hann sagði veðrið gott og smölun ganga vel. „Það var kalt og rok í gær en þetta eru mikl- ir jaxlar sem ég er með, allt vanir fjallmenn. Við höldum okkar striki og það verður réttað á laugardag- inn,“ sagði Aðalsteinn. Þeir sem fóru í lengri leit, svo- kallaða norðurleit, þurftu að bíða einn dag af sér í leitarmannakof- anum í Bjarnalækjabotnum á mánudaginn vegna veðurs. Aðal- steinn segir smölun í norðurleit hafa gengið illa og ekki margt fé sem hafi komið þaðan inn úr. ingv- eldur@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fé Réttað verður víða um helgina. Tungnarétt frestað um einn dag  Aðrar réttar- dagsetningar í Ár- nessýslu óbreyttar Toyota rafmagns- og dísellyftarar Dalvegi 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is Gerðu verðsam anburð Eigum til nýja rafmagns- og dísellyftara á lager, tilbúna til afhendingar. Vertu í sambandi við sölumenn okkar og fáðu tilboð í tæki sem hentar þínu fyrirtæki. Nánari upplýsingar má finna á www.kraftvelar.is. Þýska tímaritið „DHF Intralogistik“ hefur mælt veltu allra lyftaraframleiðanda heims um árabil, og samkvæmt þeim mælingum hefur Toyota Industrial verið stærsti lyftaraframleiðandi heims undanfarin 9 ár. Verðdæmi 2 Toyota rafmagnslyftari - Gámagengur með 2.500 kg. lyftigetu - 2012 árgerð Tvöfalt mastur, strikfrí dekk, vökvaúttak fyrir snúning, fingurstýrð stjórntæki, viðhaldslausar bremsur í olíubaði og greiningartölva. Verð: 4.830.000.- kr. án vsk.* * Gengi EUR 155. Verðdæmi 1 Toyota dísellyftari - Gámagengur með 2.500 kg. lyftigetu - 2012 árgerð Tvöfalt mastur, ökumannshús með tvöfaldri miðstöð, vökvaúttak fyrir snúning, innbyggð vog, fingurstýrð stjórntæki og greiningartölva. Verð: 4.350.000.- kr. án vsk.* * Gengi EUR 155. Árin segja sitt1979-2012 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.