Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Að minnsta kosti 310 manns fórust í
stórbrunum í tveimur verksmiðjum í
Pakistan, að sögn yfirvalda í gær.
Eldvörnum var mjög ábótavant í
verkmiðjunum og eldsvoðarnir
kyntu undir kröfum um hert eld-
varnaeftirlit í landinu.
Að minnsta kosti 289 manns
fórust í fataverksmiðju í Karachi,
fjölmennustu borg Pakistans,
nokkrum klukkustundum eftir að 21
brann inni í skóverksmiðju í borg-
inni Lahore. Óttast var að tala lát-
inna myndi hækka.
Um 600-700 manns voru í fata-
verksmiðjunni sem var án neyðar-
útganga. Starfsmennirnir þurftu að
losa járnrimla af gluggum og brjóta
rúður til að komast út. Að minnsta
kosti 65 starfsmenn verksmiðjunnar
fótbrotnuðu þegar þeir stukku út um
glugga á byggingunni sem var fjög-
urra hæða. Flestir þeirra sem fórust
voru á jarðhæðinni og í kjallara
byggingarinnar.
Eldurinn logaði í fimmtán
klukkustundir. Í verksmiðjunni var
mikið af eldfimum efnum, svo sem
fatastöflum sem fuðruðu upp. Ekki
var vitað um eldsupptökin en haft
var eftir starfsmönnum verksmiðj-
unnar að eldurinn hefði líklega
kviknað vegna rafalbilunar. Fata-
verksmiðjur í Pakistan þurfa að nota
rafala vegna þess að rafveitukerfi
landsins annar ekki eftirspurn.
Hætta á enn skæðari brunum
Eigendur verksmiðjunnar, tveir
bræður, voru settir í farbann og eiga
yfir höfði sér ákærur.
Noman Ahmed, prófessor við
verkfræði- og tækniháskóla í Kar-
achi, segir að fáar verksmiðjur í
Pakistan fari eftir lagaákvæðum um
eldvarnir og neyðarútganga, enda sé
auðvelt að komast hjá því vegna
skorts á eftirliti. „Flestar versl-
anamiðstöðvar okkar eru líka án
nauðsynlegra eldvarna og yfirvöldin
þurfa að fara í saumana á þessu,
annars geta orðið enn mannskæðari
brunar,“ hefur fréttaveitan AFP eft-
ir Ahmed.
AFP
Stórbruni Kona grætur ástvini sína sem fórust í eldsvoða í fataverksmiðju í borginni Karachi í Pakistan.
Minnst 310 brunnu inni
Hundruð manna urðu innlyksa í verksmiðju sem var án
neyðarútganga Eldvörnum mjög ábótavant í Pakistan
200
km
Mannskæður stórbruni
í fataverksmiðju
Mannskæðir eldar í verksmiðjum
AFGANISTAN
ARABÍUHAF
ÍSLAMABAD
PAKISTAN
INDLAND
Karachi
Lahore
Mikið manntjón í eldi
í skóverksmiðju
Eldarnir kviknuðu í tveimur borgum í Pakistan
Stjórnvöld í Þýskalandi og leiðtogar
Evrópusambandsins fögnuðu í gær
ákvörðun stjórnlagadómstóls Þýska-
lands sem hafnaði kröfu um að
banna forseta landsins að undirrita
sáttmála um varanlegan björgunar-
sjóð evrusamstarfsins, ESM, og fjár-
málasáttmála ESB-ríkja.
Dómstóllinn setti þó skilyrði fyrir
staðfestingu sáttmálanna og sagði að
fjárskuldbindingar Þýskalands
gagnvart sjóðnum einskorðuðust við
27% hlut landsins í stofnfénu, eða
190 milljarða evra. Ef auka ætti fjár-
hagslegar byrðar Þýskalands vegna
sjóðsins þyrfti þýska þingið að sam-
þykkja það.
Gengi evrunnar og hlutabréfavísi-
tölur í Þýskalandi, á Ítalíu og Spáni
hækkuðu þegar skýrt var frá
ákvörðun dómstólsins. Þýska stjórn-
in sagði að ekkert væri því til fyrir-
stöðu að björgunarsjóðurinn yrði að
veruleika. Vefútgáfa þýska vikurits-
ins Der Spiegel lýsti ákvörðuninni
sem „sögulega mikilvægu merki“ um
að evrunni yrði bjargað. bogi@mbl.is
Ákvörðun þýska stjórn-
lagadómstólsins fagnað
Hafnaði kröfu um að banna staðfestingu fjármálasáttmála
AFP
Stefnuræða Jose Manuel Barroso
ávarpar Evrópuþingið.
Vill sambandsríki
» Jose Manuel Barroso, for-
seti framkvæmdastjórnar ESB,
sagði í ræðu á Evrópuþinginu í
gær að koma þyrfti á „lýð-
ræðislegu sambandsríki þjóð-
ríkja sem getur tekist á við
sameiginleg vandamál okkar,
með því að deila fullveldi“.
» Barroso sagði að til að hægt
yrði að stofna sambandsríki
þyrfti nýjan sáttmála.
Sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu,
Chris Stevens, og þrír aðrir Banda-
ríkjamenn biðu bana þegar æstur
múgur réðst á aðsetur bandaríska
ræðismannsins í borginni Benghazi í
fyrrakvöld.
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, og leiðtogar fleiri ríkja for-
dæmdu árásina. Obama kvaðst hafa
fyrirskipað herta öryggisgæslu við
bandarísk sendiráð vegna árásarinn-
ar. Fréttaveitan AFP hafði eftir
embættismanni í bandaríska varnar-
málaráðuneytinu að 50 manna sér-
sveit landgönguliða sjóhersins hefði
verið send til Líbíu til að tryggja ör-
yggi Bandaríkjamanna.
Stevens var skipaður sendiherra í
Trípólí í maí sl. og hafði stutt upp-
reisnina gegn einræðisstjórn
Muammars Gaddafis. Á meðal upp-
reisnarmannanna voru íslamistar
sem eru nú áhrifamiklir í Benghazi.
Árásarmennirnir hleyptu af
byssum og skutu flugskeytum á að-
setur ræðismannsins, fóru ránshendi
um bygginguna og kveiktu í henni.
Reiði vegna kvikmyndar
um Múhameð spámann
Árásin er rakin til kvikmyndar
sem gerð var í Bandaríkjunum og
hefur vakið reiði meðal múslíma. Í
myndinni er Múhameð spámanni
lýst sem siðlausum ofbeldissegg,
barnaníðingi sem hafi talað um að
drepa börn og lýst asnanum sem
„fyrsta múslímska dýrinu“.
The Wall Street Journal segir að
ísraelskur Bandaríkjamaður, Sam
Bacile, hafi gert kvikmyndina, en
fjölmiðlar í Egyptalandi segja að
egypskir Koptar, sem búa í Banda-
ríkjunum, standi á bak við hana. Um-
deildur prestur í Flórída, Terry Jon-
es, hefur auglýst myndina, en hann
hafði áður vakið reiði meðal múslíma
með því að brenna eintök af Kóran-
inum. bogi@mbl.is
Dráp á sendi-
herra fordæmt
AFP
Árás Vopnaður maður við aðsetur
ræðismannsins í Benghazi.
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
Þrír Frakkar
Café & Restaurant
Steiktar gratineraðar
Gellur