Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 23

Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Búrmakettir voru lengi hafðir í há- vegum hjá hofvörðum og kóngafólki í Búrma en hafa verið nánast óþekktir í landinu síðustu áratugi – þar til nú. Kattavinur í Búrma, hóteleigandinn Yin Myo Su, ræktar nú ketti af þessu fallega kyni í húsi við strönd Inle-vatns í austanverðu landinu með það fyrir augum að hefja Búrmaketti aftur til vegs og virðingar í heimalandinu. Hann flutti inn sjö Búrmaketti árið 2008 og þeim hefur nú fjölgað í 50 í grennd við Inle, auk þess sem sautján kettir hafa verið gefnir kattavinum á öðrum stöðum í land- inu. Yin Myo Su reyndi að vekja at- hygli fjölmiðla á ræktuninni með því að gefa lýðræðishetjunni Aung San Suu Kyi einn kattanna. Hermt er að hundur hennar hafi orðið svo „af- brýðisamur“ út í köttinn að Suu Kyi hafi þurft að skila honum. Búrmakettir eru skyldir síams- köttum og fleiri ræktunarafbrigðum og talið er að þeir hafi verið ræktaðir í Suðaustur-Asíu í rúm þúsund ár. Þeir hurfu smám saman á svæðinu þegar þeir blönduðust öðrum teg- undum katta á 19. og 20. öld. Aðeins örfáir hreinræktaðir Búrmakettir voru fluttir til Bretlands þegar Búrma var nýlenda. Margir Búrmakattanna sem nú eru ræktaðir eru afkomendur einnar læðu, Wong Mau, sem flutt var til Bandaríkjanna árið 1930, að sögn heimssamtaka kattaræktenda. bogi@mbl.is AFP Búrmaköttur Einn kattanna sem ræktaðir eru við Inle-vatn í Búrma. Komnir heim á ný Fossaleyni 2, 112 Reykjavík, sími 586 1000 husgogn.is Heill heimur af ævintýrum FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 har@har.is REDKEN Iceland á REDKEN býður upp á fullkomna línu fyrir hárgerð þína í sjampói, næringu og djúpnæringu. Interlock Protein Network tækni REDKEN er hönnuð sérstaklega til að byggja hárið upp, gefa því raka og styrkja kjarnann. Útkoman er heilbrigt og fallegt hár með náttúrulegum glans og mýkt. SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR HVERS ÞARFNAST ÞITT HÁR? FYRIR LIÐAÐ HÁR FYRIR HÁRLOSFYRIR ALDRAÐ HÁRFYRIR ÚFIÐ HÁR FYRIR SKEMMT HÁR FYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ FYRIR LJÓST HÁR FYRIR ÓLITAÐ HÁR FYRIR LITAÐ HÁR FYRIR ÞURRT HÁR FYRIR ÓRÓLEGT HÁRFYRIR FÍNGERT HÁR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.