Morgunblaðið - 13.09.2012, Síða 24
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Samkeppni makríls og lax umátuna í sjónum gæti átt þáttí því að minna hefur gengiðaf laxi í íslenskar ár í sumar
heldur en mörg undanfarin ár. Sig-
urður Guðjónsson, forstjóri Veiði-
málastofnunar, segist alls ekki úti-
loka að vaxandi makrílstofn við
landið eigi þarna nokkurn þátt.
Brýnt sé að rannsaka nánar hvort
samhengi sé þarna á milli og kort-
leggja göngur þessara tegunda á
hverjum tíma.
Sigurður segir að bæði lax og
makríll séu uppsjávarfiskar, sem éti
svipaða fæðu. Eftir að laxinn gangi
út í sjó sé hann fyrst í svifdýrum,
krabbadýrum og fisklirfum. Fæðu-
valið breytist eftir því sem laxinn
stækkar og síðasta sprettinn áður en
hann gengur í árnar aftur sé hann í
fiski. Makríll éti svipaða fæðu og lax-
inn framan af, en útbreiðsla hans
hefur aukist ár frá ári og í sumar hef-
ur hún ekki áður verið meiri vestur
af landinu.
Þarf að éta mikið
„Auðvitað höfum við á Veiði-
málastofnun velt því fyrir okkur
hvort samhengi sé á milli stækkandi
makrílstofns á norðurslóðum á sama
tíma og minna hefur gengið af laxi í
íslenskar ár heldur en síðustu ár,“
segir Sigurður. „Makrílstofninn er
margfalt stærri en laxastofninn og
þessi massi af fiski þarf að éta mikið.
Við sjáum líka að laxinn, sem þó hef-
ur gengið í árnar er rýrari en áður.
Við höfum því áhuga á að afla upplýs-
inga um hvenær meðan á sjávardvöl-
inni stóð laxinn hafði það lakast. Hins
vegar hefur makríll verið við landið
nokkur undanfarin ár og laxveiði hef-
ur verið góð þangað til í sumar.“
Vísbendingar séu um að lax frá
ám á Vesturlandi gangi vestur og
suðvestur frá landinu, en lax úr ám á
Norður- og Norðausturlandi gangi
norðaustur af landinu. Almennt hafi
laxinn haldið sig norðar en áður eftir
að hitastig sjávar við landið hækkaði
sem nemur 2-3 gráðum.
„Eftirlitsmenn Fiskistofu hafa
sent okkur laxa sem fengist hafa sem
meðafli í makrílveiðum,“ segir Sig-
urður. „Fyrstu laxarnir sem við
rannsökuðum frá makrílskipunum
voru einkum frá Bretlandseyjum,
Frakklandi og Noregi. Nú erum við
að greina sýni frá því í fyrra og frá
þessu sumri, en höfum reyndar feng-
ið minna af makríl í ár heldur en síð-
ustu ár. Þeir 2-300 laxar sem við höf-
um fengið í ár og í fyrra gefa okkur
vísbendingar og gefa okkur grunn til
að meta hvað við gerum næst. Það er
hins vegar alveg ljóst að lífríkið og
samspil tegundanna þarf að rann-
saka enn betur.“
Sjávarvistin hefur breyst
Sigurður segir að sjávarvist lax-
ins hafi breyst á síðustu árum og
rannsaka þurfi hvar hann haldi sig á
hverjum tíma, sömuleiðis fæðuskil-
yrði og straumskil svo dæmi séu
nefnd. Margt geti haft áhrif á göngur
laxins og nefnir Sigurður að lítið vatn
í mörgum ám hafi eflaust tafið laxa-
göngur og einnig nefnir hann að seiði
gengu sums staðar seint út í sjó
vegna kulda í fyrravor.
Reiknað hafi verið með að
laxagöngur myndu minnka í
ár, en alls ekki í þeim mæli
sem varð. Þá sé hugsanlegt
að flundra, sem víða er komin
í ósa laxánna, valdi einhverju
afráni og hún fúlsi ekki við
laxaseiðum.
„Góðu fréttirnar eru
hins vegar þær að seiðabú-
skapur er góður í flestum ám
og ganga seiða til sjávar í vor
var eðlileg,“ segir Sigurður.
Vilja rannsaka sam-
keppni makríls og lax
Samhengi Forstjóri Veiðimálastofnunar útilokar ekki að vaxandi makríl-
stofn eigi þátt í því að minna hefur gengið af laxi í íslenskar ár í sumar.
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Steingrímur J.Sigfússon, for-
maður VG, segist
margsinnis hafa
sagt það á fundum
við þá sem sam-
þykktu heimildir til
að beita Ísland refsiaðgerðum
vegna makríldeilunnar að það
muni „ekki auðvelda lausn
þessarar deilu ef menn fara að
taka þetta skref,“ eins og fram
kom í sjónvarpsviðtali í gær.
Hann bætti því við að ESB
þekkti „Íslendinga ekki rétt ef
það heldur að við bráðnum nið-
ur fyrir þessu.“
En til að ESB
héldi ekki að
refsiaðgerðir
hefðu raunveruleg
áhrif og að rík-
isstjórninni væri
alvara með dig-
urbarkalegu tali bætti Stein-
grímur því við að samþykktin
hefði ekki áhrif á aðlög-
unarviðræðurnar.
Það skyldi þó ekki vera að
ESB þekkti suma Íslendinga
rétt eftir að hafa fylgst með
samningaviðræðum þeirra
vegna Icesave og við erlenda
kröfuhafa almennt.
Sumir bogna alltaf
eða brotna þegar
þeir mæta óbil-
gjörnum útlendingi}
Digurbarkinn
Margt ermisgott íblogg-
heimum og sumt af-
spyrnuvont og
reynir mjög á þol-
inmæði og umburð-
arlyndi þeirra sem
verða vitni að því.
Lægst á plani eru athugasemda-
dálkar DV-vefsins en svipaðir
dálkar Eyjunnar, sem höll er
undir Samfylkinguna, eru ekki
langt undan. Á þeim slóðum og
víðar eru iðulega stóryrði og
skens um kristna trú, þá sem
trúa, guð þeirra og meistara.
Allt virðist það vera umborið.
En ekki verður betur séð en
mun varfærnislegar sé gengið í
námunda við aðrar útbreiddar
trúarhreyfingar, svo sem eins
og trú múslíma. Andúð á gyð-
ingum fer augljóslega vaxandi
og sjónarmiðum þeirra, sem um
þá sitja næst Ísrael, er hampað
og ekki nokkurs jafnræðis gætt.
Hinir sömu reyna þó oftast að
bera af sér að gyðingahatur sé
undirrót ofsafenginnar afstöðu
sinnar í garð Ísraels.
Ekki er óhugsandi og jafnvel
líklegt að stóryrtir stígi var-
legar til jarðar þegar þau öfl
sem eru með stystan kveikiþráð
og sýna ofsaleg viðbrögð eiga í
hlut.
Skopmyndateiknari Jótlands-
póstsins, sem lét eins og hann
hefði teiknað skopmynd af Mú-
hameð spámanni, hefur þurft að
vera undir lögregluvernd í
heimalandi sínu síðan. Hann
hefur sætt morðhótunum og
morðtilraunum. Mikil reiði
braust út þegar þessar myndir,
sem áttu að tákna Múhameð,
birtust í fyrrnefndu blaði. Hvað
ofsafengnust urðu viðbrögðin í
borginni Benghazi í Líbíu. Í
sömu borg hófst uppreisnin
(vorið) í Líbíu sem að lokum
leiddi til þess að Gaddafí lá í
valnum og valdaklíka hans
hrökklaðist frá. Ekki var eft-
irsjá að honum. En ekki er enn
vitað með fullri vissu hvort mik-
ið betra hafi tekið við.
NATO ákvað að veita upp-
reisnarmönnunum
frá Benghazi afl sitt
og atbeina og hefur
aldrei fengist full-
nægjandi skýring á
þeirri ákvörðun,
sem Bretar og
Frakkar réðu
mestu um. En fyrir
glettni örlaganna voru danskar
herþotur með þeim fyrstu á
vettvang til að veita Benghazi-
mönnum lið úr lofti. Uppreisnin
hefði aldrei heppnast án að-
gerða NATO sem gengu miklu
mun lengra en Öryggisráð S.þ.
hafði heimilað.
Í fyrradag var bandaríski
sendiherrann í Líbíu veginn á
ræðisskrifstofu sendiráðsins í
Benghazi. Vígamenn voru sagð-
ir notfæra sér ólgu og óeirðir
sem sprottið höfðu upp vegna
frétta um að í Bandaríkjunum
hefði verið gerð kvikmynd eða
myndband, sem nálgast mætti á
netinu, þar sem vikið var að spá-
manninum með ósæmilegum
hætti. Sendiherrann var veginn
11. september, einmitt þegar
Bandaríkjamenn minntust voða-
verkanna ellefu árum fyrr.
Áður hafði verið ráðist inn í
sendiráð Bandaríkjamanna í
Kaíró í Egyptalandi og það sagt
vera gert af sömu ástæðum.
Forseti Líbíu fordæmdi ódæðið
í Benghazi, sem hann sagði gert
í beinu samhengi við hryðju-
verkin sem menn minntust
þennan dag. Forsetinn sakaði
fylgismenn Gaddafís og liðs-
menn al-Qaeda um að hafa stað-
ið fyrir því. En eins og kunnugt
er hélt Gaddafí því ákaft fram á
lokasprettinum að einmitt al-
Qaeda stæði á bak við aðförina
að sér.
BBC hefur eftir Hillary Clin-
ton utanríkisráðherra að margir
Bandaríkjamenn spyrji sjálfa
sig hvernig slíkt gæti gerst í
landi sem Bandaríkin hefðu ný-
lega hjálpað til að frelsa.
Það gæti dregist nokkuð lengi
að fá sannfærandi svör við þeirri
eðlilegu spurningu. En hitt er
vitað að vorverkin skila ekki
alltaf því sem ætlast var til.
Óeirðir í Egyptalandi
og morð á sendi-
herra Bandaríkjanna
í Líbíu vekja
spurningar}
Óskiljanlegt ódæði?
A
lþingi Íslendinga, sem þjóðin tek-
ur lítið sem ekkert mark á, er
komið saman á ný. Landsmenn
eru reyndar orðnir svo áhugalitlir
um störf þingsins að þeir nenntu
ekki einu sinni að mæta niður á Austurvöll til
að mótmæla tilvist þingmanna, eins og var
nánast þjóðaríþrótt á tímabili.
Við þingsetningu las ábúðarmikill forseti
lýðveldisins yfir þingheimi og minnti sumpart
á skólastjóra í gagnfræðaskóla sem hótar
auknum inngripum og refsingum taki vand-
ræðanemendurnir sig ekki á. Þeir þingmenn
sem helst tóku orð forsetans til sín sátu svo
brúnaþungir og ólundarlegir á bekkjum sínum.
Ekkert bendir til að virðing þjóðarinnar fyr-
ir þingmönnum fari vaxandi og þótt forseti lýð-
veldisins sé afar umdeildur og geti ekki státað
af stórkostlegum vinsældum þá nýtur hann þó umtals-
vert meiri virðingar en stjórnmálamenn landsins. Þetta
nýtir forsetinn sér út í ystu æsar, enda er hann enginn
kjáni og kann ýmislegt fyrir sér í klækjapólitík. Hann
veit að hann getur bara grætt á því að skamma þingmenn
fyrir óknytti og ábyrgðarlausa framkomu.
Forsetinn skammar þingið á sama tíma og þjóðin hef-
ur sáralitla trú á stjórnmálaflokkum, ekki bara þeim
hefðbundnu heldur einnig nýjum stjórnmálaflokkum.
Þegar ríkjandi er jafn megn óánægja með stjórn-
málamenn og nú er hefði mátt búast við því að ný fram-
boð fengju ríkan meðbyr. Svo er hins vegar ekki. Ástæð-
an er einföld. Nýju framboðin eru áberandi
máttlaus, áherslumál þeirra eru afar óljós og
þeir sem leiða þessar hreyfingar hafa ekki til
að bera vott af kjörþokka. Guðmundur Stein-
grímsson hefur reyndar áberandi kjaftavit
sem gæti skilað sér í auknu fylgi þegar komið
er út í kappræður í sjónvarpssal. Vandi Guð-
mundar er hins vegar að fæstir skilja af
hverju hann er ekki bara í Samfylkingunni
þegar hann talar nákvæmlega eins og sam-
fylkingarmaður.
Nýju framboðin skortir leiðtogaefni, ein-
staklinga sem hafa skarpa og skýra sýn og
geta miðlað henni til kjósenda. Vandi gömlu
flokkanna er að þeir bjóða ekki heldur upp á
sterka og trúverðuga leiðtoga.
Forseti Íslands er með næmt pólitískt þef-
skyn og hefur stokkið inn í pólitískt tómarúm
og tekið sér stöðu sem sterki maðurinn. Hvað sem mönn-
um finnst um Ólaf Ragnar Grímsson þá verður því ekki
neitað að hann blómstrar í því hlutverki og kann að stela
senunni. Ítrekað sýnir hann þingi og stjórnmálamönnum
yfirgang og ósvífni en í hvert sinn veit hann mætavel að
hann mun komast upp með það.
Tími sterkra leiðtoga er ekki liðinn, eins og sumir vilja
vera láta. Vandi stjórnmálaflokkanna er að sterkur leið-
togi er ekki innan þeirra raða. Það er þó einn slíkur á
Bessastöðum. Hann veit vel af sér og er meir en til í slag-
inn við stjórnmálamennina. Hann veit að hann getur ekki
annað en unnið. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Stjórnmálin til Bessastaða
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Sigurður segir að upplýsingar
um laxinn komi úr ýmsum átt-
um og miklar rannsóknir hafi
verið gerðar á sjávardvöl lax á
síðustu árum. Meðal annars
hafi stofnunin tekið þátt í stóru
evrópsku rannsóknarverkefni
og einnig hafi verið sleppt
gönguseiðum merktum með
rafeindamerkjum.
Laxar sem hafa skilað sér
sem meðafli á makrílveiðum
gefa ákveðnar upplýsingar.
Samstarf er við Fiskistofu og
Hafrannsókna-
stofnun í þeim efn-
um.
Veiðimálastofn-
un er nú að undir-
búa ráðstefnu sem
haldin verður síðar
í haust. Þar verður
fjallað um laxveiði
sumarsins og
ástæður þess að
verr veiddist en
síðustu ár.
Upplýsingar úr
ýmsum áttum
RÁÐSTEFNA UM VEIÐINA