Morgunblaðið - 13.09.2012, Síða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
Fyrir nokkrum
mánuðum kom maður
þar að í mannfagnaði
sem Guðni Ágústsson
fór mikinn um það
sem hann kallaði „að-
förina að Gunnari“ –
og sagði með þjósti að
hún yrði aldrei fyr-
irgefin. Þetta var um
það leyti sem deil-
urnar í Krossinum
stóðu sem hæst, en aðkomandi skildi
ekki af hverju Guðna var svona heitt
í hamsi út af málinu. Vissi ekki til að
hann ætti þar neinn hlut að máli.
Enda kom á daginn að Guðni var
alls ekki að tala um „aðförina“ að
Gunnari Þorsteinssyni heldur at-
gönguna að Gunnari á Hlíðarenda
rúmlega þúsund árum áður. Gissur
hvíti er sem sagt ennþá „persona
non grata“ hjá Guðna.
Svona birtist manni heit og síkvik
söguvitund Guðna, þar sem hjarta-
blóð hans rennur jafn strítt af sökn-
uði og samúð með hetjum, sem voru
höggnar fyrir þúsund árum, og sjón-
varpsþáttum sem runnu sitt skeið
fyrir fimmtán árum.
Engum manni er Guðni líkur og
hollur vinum sínum, hugsaði ég
þakklátur þegar ég sá að þessi góð-
vinur minn sagði í leiðaraopnu
Moggans á laugardaginn að Rík-
isútvarpið væri klaufalegt. Þetta eru
hlýlegustu og fallegustu orðin sem
notuð hafa verið um RÚV á þeim
vettvangi um langt skeið.
Allt á sinn tíma – sína stund og
sinn stað. Þetta á líka við um sjón-
varpsþætti. Form þeirra og fram-
setning, efni og innihald, stenst mis-
vel tímans tönn. Jafnvel þættir sem
hafa notið fádæma vinsælda um ára-
tuga skeið komast á leiðarenda.
„Hvenær á að hætta með svoleiðis
þætti?“ spurði ég einu sinni þaul-
reyndan breskan sjónvarpsgúrú.
„Ári áður en þeir byrja að tapa vin-
sældum,“ svaraði hann sposkur.
„En þá veistu aldrei með fullri vissu
hvenær rétti tíminn er kominn,“
andmælti ég. „Nei, en það er betra
að hætta aðeins of snemma en of
seint,“ sagði gúrúinn. „Þetta skiptir
minna máli með venjulega eða
hversdagslega þætti, en ekki gera
ástsælustu þáttunum það að þreyt-
ast, lifa sjálfa sig og fjara út. Leyfðu
þeim að hætta áður en þeir fella
blómin. Það er miklu betra að fólk
sakni þeirra – en segi „mikið var!“
þegar þeir hætta. Þannig öðlast þeir
líka sinn verðuga sess í sjónvarps-
sögunni.“
Þetta var ágæt áminning um að
allir verða að þekkja
sinn vitjunartíma. Ég
get hins vegar full-
vissað Guðna um að Jó-
hanna Sigurðardóttir
hafði ekkert með það
að gera að Spaugstofan
hætti. Ekki heldur Evr-
ópusambandið. Raunar
var aðeins einn stjórn-
málaforingi á minni
vakt sem kveinkaði sér
stöðugt undan Spaug-
stofunni og taldi hana
leggja sig í einelti. Um þá kveinstafi
alla fóru fram margir skrýtnir fund-
ir og samtöl sem ekki verða rifjuð
upp hér. Þessi stjórnmálaforingi
stóð Guðna mun nær en Jóhanna.
Ekki kann ég nú við að fara að
ræða hér mikið við Guðna um vista-
skipti nafngreindra einstaklinga.
Finnst það frekar ósmekklegt. Þó er
það svo að menn geta af ýmsum
ástæðum komist á leiðarenda á ein-
hverjum vinnustað og hasla sér þá
völl á nýjum. Þannig blómstraði
Gissur Sigurðsson sem aldrei fyrr
eftir að ég réð hann til Stöðvar 2/
Bylgjunnar á sínum tíma – og gerir
enn. Og sannarlega vona ég að sú
verði líka raunin með Magnús Hlyn
enda var ég ábyggilega í hópi þeirra
fyrstu sem sendu honum velfarn-
aðaróskir um daginn – með hans
nýja far og nýja föruneyti.
En þetta með að þekkja sinn vitj-
unartíma er áhugavert umræðuefni
– ekki síst af því að ég á hér orða-
stað við fyrrverandi stjórnmála-
manninn Guðna Ágústsson. Einmitt
stjórnmálamenn þekkja sjaldnast
sinn vitjunartíma. Um marga þeirra
mætti segja að þeir hefðu átt að
hætta einu kjörtímabili fyrr en þeir
gerðu. Það gildir reyndar líka um
ýmsa þá sem þó sátu bara eitt kjör-
tímabil.
Guðni sker sig þó úr að þessu
leyti – eins og ýmsu öðru – enda
engum manni líkur. Hann þekkti að
vísu heldur ekki sinn vitjunartíma,
en það var þó með öðrum formerkj-
um en flestir hinir: Guðni hætti
nefnilega of snemma. Og betur en
þetta get ég ekki launað Guðna þau
hlutfallslega hlýju orð sem hann lét
falla um RÚV í Mogganum um dag-
inn.
Svar við
bréfi Guðna
Eftir Pál
Magnússon
Páll Magnússon
» Allt á sinn tíma –
sína stund og sinn
stað. Þetta á líka við um
sjónvarpsþætti.
Höfundur er útvarpsstjóri og vinur
Guðna Ágústssonar.
Fróðlegt er að horfa
almennt til núverandi
stöðu fiskeldismála hér
á landi hvað varðar
vatnafiska og sjáv-
arfiska og önnur dýr í
sjó sem eru í eldi og
ræktun. Samkvæmt
skrá Fiskistofu eru 66
fiskeldisfyrirtæki með
rekstrarleyfi. Hins veg-
ar er afar upplýsandi
skrá sem dýralæknir fisksjúkdóma
birtir á heimasíðu sinni. Þar er skrá
um fyrirtæki með rekstur. Hvert
þeirra sinnir eldi á laxi, bleikju, regn-
bogasilungi eða fleiri en einni tegund
þessara fiska. Þá eru fyrirtæki með
þorsk, krækling, lúðu, sæeyra, sæ-
bjúgu, sandhverfu og tilapia/
beitufisk/ Hekluborra.
Rannsóknir
Þrír aðilar hafa sérstöðu, starfa að
rannsóknum m.a. á laxakynbótum.
En þeir eru Stofnfiskur sem er
reyndar í senn rannsóknar-, fram-
leiðslu- og sölufyrirtæki með aðstöðu
á einum fimm stöðum, m.a. í Kolla-
firði og á Kalmanstjörn
á Suðurnesjum, Há-
skólinn á Hólum með
aðstöðu á Hólum og
Sauðárkróki, stundar
mikilvægar bleikju-
rannsóknir. Hafrann-
sóknastofnun er með
stöð í Grindavík og
sinnir sjávarfiski.
Fiskeldi vatnafiska
Núna eru 30 fyr-
irtæki með vatnafisk
víðsvegar um land sem
stunda fiskeldi, sum með klak, en
önnur með klak og áframhaldandi
eldi í kerum, tjörnum og kvíum á
landi eða í sjó. Sum fyrirtæki eru
með starfsstöðvar víðar en á einum
stað og nýta aðstöðu eins og hún ger-
ist best. Margar stöðvarnar eiga að
baki langan feril eða starfa við eldri
aðstöðu þar sem áður var rekstur,
þegar laxeldisbylgjan reis hátt á
seinustu tveimur áratugum síðustu
aldar. Sú bylgja hneig og sum fyr-
irtækin lentu í hremmingum, m.a.
vegna verðfalls á eldislaxi og að sala á
gönguseiðum til Noregs lokaðist.
Víst er það hagstætt að fjárfesting
fyrri ára kemur nú að góðum notum.
Nefna má stöðvar sem eru í góðum
rekstri og í tengslum við laxveiðiár
og vötn. Elliðaárstöðin, Laxalón með
regnbogaeldi en fiskinum sleppt lif-
andi í Reynisvatn til stangaveiði,
Laxeyrarstöðin í Borgarfirði sem
sinnir seiðaþörfum fyrir Ytri-Rangá,
Norðurlax á Laxamýri sem sinnir
gönguseiðaþörfum á sínu svæði og
víðar. Á Suðurlandi eru framleidd
gönguseiði fyrir Eystri-Rangá að
Laugum í Rangárvallasýslu og er
hún á vegum Veiðifélags Eystri-
Rangár, Klak og eldi á Spóastöðum,
stöð á Tungufelli og klakhús VÁ und-
ir Ingólfsfjalli.
Víðtækt matfiskaeldi
með bleikju
Það sem vekur sérstaka athygli er
hversu bleikjueldi er orðið útbreitt.
Nefna má Hólalaxstöðina sem hefur
langa reynslu í bleikjueldi. Það er 21
aðili með slíkt eldi en það eru annars
vegar bændur með eldistjarnir á
landi sínu og hins vegar eldisfyr-
irtæki með eldi í kerum og kvíum og
önnur með kvíar í sjó.
Vaxandi kvíaeldi í sjó
Laxeldi í kvíum í sjó er vaxandi og
ljóst að nú stefnir í aukna samkeppni
um rými fyrir slíka starfsemi í fjörð-
um landsins, eins og fram hefur kom-
ið í fréttum fjölmiðla undanfrið. Á
sínum tíma setti Landbúnaðarráðu-
neyti, á grundvelli laga, reglur er lok-
uðu vissum flóum og fjörðum við
landið fyrir kvíaeldisrekstri í sjó.
Þetta tengist svæðum þar sem helstu
laxveiðiár landsins falla til sjávar og
gert til að vernda villta laxinn.
Landssamband veiðifélaga hefur lýst
andstöðu við kvíaeldi í Ísafjarð-
ardjúpi þar sem fyrrnefnt bann gildir
ekki, og jafnframt mótmælt því að
norskur lax verði settur í kvíaeldi
hérlendis. Landssambandið bendir á
að fyrri reynsla af laxeldi í kvíum í sjó
hafi sýnt fram á að ekki sé hægt að
byggja atvinnugrein á slíkum rekstri.
Fiskeldi og ræktun
sjávardýra fjölbreytt
Eftir Einar
Hannesson » Skrá Fiskistofu
yfir 66 fiskeldisfyrir-
tæki. Það sem vekur
sérstaka athygli er
hversu bleikjueldi
er orðið útbreitt.
21 aðili í bleikjueldi.
Einar Hannesson
Höfundur starfaði að veiðimálum
í áratugi.
Það var merki-
legt að hlusta á fjár-
málaráðherrann,
Oddnýju G. Harð-
ardóttur, í Morg-
unútvarpi Rásar 2 í
gær ræða um fjár-
lagafrumvarp árs-
ins 2013 sem mælt
verður fyrir í dag.
Frumvarpið gerir
ráð fyrir 2,8 millj-
arða kr. halla sem
fjármálaráðherrann var greinilega
frekar kátur með.
En ráðherrann var einnig spurð-
ur út í stærstu óvissuþættina í
frumvarpinu og hvort það hefði
ekki gefið réttari mynd af stöðu
ríkissjóðs ef gert væri t.d. ráð fyrir
þeim fjármunum sem ljóst er að
ríkissjóður þarf að greiða inn í
Íbúðalánasjóð til þess að mæta
kröfum um 5% eiginfjárhlutfall?
Nei, það þótti ráðherranum ekki.
Öllum tölum í frumvarp-
inu hefði nefnilega verið
lokað í júní og þá hefði
ekki legið fyrir síðasta
matið á stöðu sjóðsins.
Við giskum ekki á tölur í
frumvarpinu, sagði ráð-
herrann. Aðspurð sagði
hún að verið væri að
vinna að mati á hversu
hár reikningur ríkissjóðs
gæti orðið, en að það
stefndi í um 14 milljarða.
Forstjóri Íbúðalánasjóðs
var á svipuðum slóðum á
fundi velferðarnefndar
Alþingis í gærmorgun og áætlaði
að framlagið gæti orðið á bilinu 10-
14 milljarðar króna.
Þá vaknar sú spurning hvort það
hefði verið þörf á mikilli getspeki í
júní þegar tölunum var lokað – er
þetta ekki einfaldlega staðreynd
sem legið hefur fyrir í marga mán-
uði? Er ráðherrann nokkuð vísvit-
andi að fegra niðurstöðutölu fjár-
lagafrumvarpsins?
Fréttablaðið spurði fjár-
málaráðuneytið að þessu 16. apríl
sl. og í svari við fyrirspurn blaðsins
áætlaði fjármálaráðuneytið að
sjóðurinn þyrfti á u.þ.b. 10 millj-
örðum að halda til að rétta eig-
infjárhlutfallið af. Nú í september
er talað um 10-14 milljarða. Af
hverju var ekki hægt að loka töl-
unum, eins og ráðherra orðaði það,
í júní?
Ætli einstaklingur sem sækist
eftir láni hjá Íbúðalánasjóði kæm-
ist upp með það við greiðslumat að
sleppa að nefna stóran kostn-
aðarlið sem fyrirséð væri að félli á
hann, bara vegna þess að end-
anlega upphæðin lægi ekki fyrir?
Nei, ég held ekki. Og fjár-
málaráðherra á ekki heldur að
komast upp með slíkar brellur.
Þetta er aðeins eitt dæmi, en það
sýnir að fjárlagafrumvarpið er
sjónarspil, blekkingarleikur á
kosningavetri.
Eftir Ragnheiði
Elínu Árnadóttur
» „Þetta er aðeins
eitt dæmi, en það
sýnir að fjárlagafrum-
varpið er sjónarspil,
blekkingarleikur
á kosningavetri.“
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Höfundur er alþingismaður
Fegrunaraðgerð
fjármálaráðherra
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
LAGER
SALA
Síðustu dagar
Lýkur 15. september