Morgunblaðið - 13.09.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
Mikið má maður vel
við una þau gæði sem
skaparinn veitti okkur
með að búsetja okkur á
eyju gnægta orkuauð-
linda nyrst í ballarhafi
með gnótt fiskjar en þó
furðu mannvera á
þurra partinum, sem
aldrei hafa getað stýrt
varanlega sinni velferð
eða kunnað að þakka
með auðmýkt fyrir skaparans góðu
gjafir, Jóhannes úr Kötlum orti um
vegferð slíka.
Verklaus – félaus örðugt er að hjara.
Ölmusurnar lítt þó betur fara.
Ströng og Guðhrædd leiðsögn lýðsins
kjara
lögmál hinnar réttu trúar kann.
Fyrsta boðorð; þegar þarf að spara,
þá skal ráðist fyrst á öreigann.
Sunnudaginn 28. september, 2008
var grein Mbl. þar sem Ellert B.
Schram fjallar um lífeyri eldri borg-
ara:
„Það fór ekki mikið fyrir frétta-
tilkynningu félagsmálaráðherra í síð-
ustu viku. Þar segir að ráðherrann
hafi undirritað reglugerð sem tryggir
lífeyrisþegum lágmarksframfærslu,
samtals 150 þúsund krónur á mánuði.
Sumum kann að þykja eitt hundrað
og fimmtíu þúsund krónur ekki mikill
peningur en hér er verið að hola sama
steininn, mjaka sér áfram og gera
betur við þá eldri borgara sem engar
aðrar tekjur hafa. Þessi viðbót sem
nú kemur, 13 þúsund krónur á mán-
uði, er spor í rétt átt og full ástæða til
að fagna henni.“
„Áður hafa verið gerðar marg-
víslegar ráðstafanir
sem hægt og bítandi
eru til lagfæringar á
kjörum eldri borgara.
Ég nefni afnám tekju-
tengingar maka, afnám
tekjutengingar þeirra
sem eru 70 ára og eldri,
hækkuð skattleys-
ismörk, hækkun til
þeirra sem hafa ekki
annað en strípaðar al-
mannatryggingabætur,
þrefalda aukningu á
fjármagni til heima-
hjúkrunar og uppbyggingu dval-
arheimila aldraðra, hækkun frí-
tekjumarks og ekki má gleyma þeirri
ákvörðun að innlausn séreignasparn-
aðar dregur ekki úr ellilífeyrisbótum
né heldur fjarmagnstekjur.“
„Þetta er mikill og umtalsverður
árangur í málefnum aldraðra. Það
ber að þakka sem vel er gert. Jó-
hönnu sérstaklega en einnig rík-
isstjórninni allri. Það er í rauninni
ótrúlegt hversu illa hefur verið staðið
að málefnum eldri borgara á síðari
árum og hve mikið verk hefur verið
unnið á þeim vettvangi í tíð núverandi
ríkisstjórnar.“ Tilvitnun lýkur.
Tæpu ári síðar er sem næstum öll-
um þessum umbótum sé hrint af
stalli. Því þótti okkur í Samtökum
aldraðra nauðsynlegt að gera okkar
til að koma umræðum um þessi mál á
hærra plan.
Niðurstaða okkar varð sú að reyna
fyrst að ræða við stjórn Lands-
sambands eldri borgara, svo stjórn
SA sendi eftirfarandi ályktun til LEB
16.09. 2009:
„Virðuleg stjórn LEB!
Samtök aldraðra leyfa sér að senda
eftirfarandi tillögu til íhugunar og
umsagnar stjórnar LEB.
Með virðingu Erling Garðar Jón-
asson, formaður stjórnar SA.
Hinn 14.09. 2009. var samþykkt
eftirfarandi tillaga á stjórnarfundi
Samtaka aldraðra.
Stjórn Samtaka aldraðra sam-
þykkir að leita samstarfs við Lands-
samband eldri borgara um sameig-
inlegt átak til að efla samræðu styrk
samtakanna við stjórnvöld rík-
istjórnar og sveitarstjórna vegna
ítrekaðra skerðinga lögbundinna
réttinda á liðnum árum og þá sér-
staklega á síðustu mánuðum.
Samtök aldraðra vilja beina þeim
óskum til forsætisráðherra og ann-
arra ráðherra í núverandi ríkisstjórn,
að hafa í frammi breiða og opna sam-
ræðu með fjöldahreyfingum eldri
borgara ef nauðsynlegar eru aðgerðir
sem eru á gráum svæðum laga og
hefðar.
Greinargerð;
Stofna þarf sameiginlegt teymi
samtaka eldri borgara til velferð-
arvaktar fyrir aldraðra.
Velferðavakt aldraðra yrði teymi
6-8 valinkunnra fræðimanna á lífeyr-
isaldri á sviði lögfræði, fjármála og fé-
lagsfræða.
Vegna síns trúverðugleika yrði
verkefni Velferðarvaktar að skapa
öflugan efnislegan og siðrænan
grundvöll til samskipta samtaka eldri
borgara við stjórnvöld, og standa
vörð um öll afkomumál sem varða
eldri borgara í sátt við samfélagið og
heildarhagsmuni þess.
Ljóst er öldruðum sem öðrum Ís-
lendingum að þeir manngerðu erf-
iðleikar sem blasa við þjóðinni þarfn-
ast viðbragða stjórnvalda bæði í
rekstri og efnahag.
En af reynslunni liðin ár er ljóst að
fast er orðið í hefðum stjórnvalda að
ráðast fyrst í sparnað á trygg-
ingabótum til öryrkja og aldraðra og
eða íþyngjandi breytingum á skatta-
málum þeirra, þegar tilhliðranir hafa
verið gerðar í fjárlögum og áætlunum
vegna óvæntra útgjalda. Þetta hefur
gerst þótt vel hafi árað í efnahags-
málum.
Sparnaðarráðstafanir í ónýtu al-
menna tryggingakerfinu eru auðveld-
ar fyrir stjórnvöld
því það er starfrækt sem samskon-
ar ölmusukerfi og ómagakerfið á mót-
unartíma hreppakerfisins skömmu
eftir landnám.
Verulegar skerðingar hafa verið
gerðar tvisvar á þessu ári.
Það er því er nauðsynlegt fyrir
aldraða að hafa uppi öfluga vakt um
sína lögbundnu og hefðbundnu hags-
muni sem reynslan hefur sýnt að
stjórnvöld hafi alltof greiða leið til að
breyta og brjóta án fyrirvara eða með
sýndarviðræðum á elleftu stund.
Erna Fríða Berg og Erling Garðar
Jónasson.“
Ekki virðist hafa unnist tími til
íhugunar hjá LEB, svar hefur ekki
borist nú þrem árum síðar.
Því sendum við þér og þínum ráð-
herrum tillöguna til íhugunar og
svara.
Eftir Erling Garðar
Jónasson »Ekki virðist hafa
unnist tími til íhug-
unar hjá LEB, svar
hefur ekki borist nú
þrem árum síðar. Því
sendum við þér tillöguna
til íhugunar og svara.
Erling Garðar Jónasson
Höfundur er formaður Samtaka
aldraðra.
Opið bréf til forsætisráðherra
Cavendish
hjá Bridsfélagi Reykjavíkur
32 pör mættu til leiks í þriggja
kvölda Hótel Hamar Cavendish
Tvímenning BR.
Með þessu keppnisfyrirkomulagi
er hægt að skora risastórt og tapa
einnig stórt.
Eftir fyrsta kvöld er staðan
þessi.
Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson 787
Gunnlaugur Karlss. - Kjartan Ingvarss.
587
Ísak Örn Sigurðss. - Stefán Jónss. 580
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 11. september var spilað á
15 borðum.
Úrslit urðu þessi í N/S:
Bjarni Þórarinss. – Jón Lárusson 376
Bjarnar Ingimars – Bragi Björnss. 359
Tómas Sigurjss.– Jóhannes Guðmannss.358
Kristrún Stefánsd. – Sverrir Gunnarss. 351
A/V
Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðsson 379
Ólafur Ólafsson – Anton Jónsson 370
Gústav Nilsson - Sveinn Snorrason 357
Kristján Þorlákss. – Haukur Guðmss. 341
Góð þátttaka í
Gullsmáranum
Þátttakan er góð í Gullsmára þessa dag-
ana. Mánudaginn 10. september var spilað
á 14 borðum. Úrslit í N/S:
Heiður Gestsd. - Sigurður Björnss. 337
Leifur Jóhanness. - Guðm. Magnúss. 316
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 295
Katarínus Jónsson - Jón Bjarnar 284
A/V
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgas. 338
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 330
Guðrún Gestsd. - Aðalheiður Torfad. 294
Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 291
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
… Heilsurækt fyrir konur
Æfingin
hjá okkur
tekur aðeins
30 mínútur
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Ég heiti Ásta Björt Thoroddsen, tannlæknir. Ég verð 70 ára 17. maí
næstkomandi. Ég greindist með parkinsonveiki 2003 og var þá orðin
stíf þrátt fyrir ýmiskonar leikfimi.
Ég kynntist Curves 2 mánuðum eftir að að það hóf starfsemi árið
2005 og hef æft hér síðan 6x í viku. Þessar æfingar koma vöðvunum
í gang og virka þannig að lyfin virka betur. Svona gat ég unnið áfram
með því að byrja í Curves kl. 07:00 á morgnana.
Curves heldur mér gangandi, mín blessun. Takk fyrir.
Ásta Björt
Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði.
Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og
styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum
tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er
frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma,
kem að æfa þegar það passar mér best.
Paula Holm
Ásta Björt
Thoroddsen
Paula Holm, 40 ára
Hringdu og fáðu
frían prufutíma
Ég er hárgreiðslumeistari og stunda nám í H.Í., er að taka kennslu-
réttindi fyrir iðnmeistara.
Ég byrjaði að æfa í Curves haustið 2007 og hef æft þar 3-4x í viku.
Ástæðan fyrir að ég vel að æfa hjá Curves er sú að þar líður mér
mjög vel. Þetta er fyrsti staðurinn þar sem ég get æft vegna gigtar
en ég er með slitgigt í hnjám og baki og einnig vefjagigt. Með þessu
æfingaprógrammi hef ég getað haldið mér góðri og liðið miklu betur
í líkamanum. Vil ég þakka það góðri æfingaaðstöðu hjá Curves að
ógleymdu frábæru starfsfólki sem hefur hvatt mig áfram og stutt frá
upphafi. Á þessum sama tíma hef ég verið að taka mig á og létta mig
og hafa æfingarnar hjá Curves hentað mér vel.
Rósa G. Svavarsdóttir
Rósa G. Svavarsdóttir,
nýorðin fimmtug
Fyrir
Eftir
Nýtt!
bjóðum
nú einnig
upp á tri
mform