Morgunblaðið - 13.09.2012, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
✝ Garðar Brynj-ófsson fæddist í
Reykjavík 12. júní
1939. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 2. sept-
ember 2012.
Foreldrar hans
voru Brynjólfur
Hólm Brynjólfsson,
f. 6. janúar 1903, d.
14. október 1979 og
Margrét Þórarins-
dóttir, f. 9. febrúar 1911, d. 27.
júlí 1995. Systkini Garðars eru
Brynjólfur, f. 1930, Þórarinn, f.
1931, d. 2005, Elsa, f. 1933,
Reynir, f. 1934, Ólavía, f. 1936
og Unnur, f. 1937, d. 1981.
Garðar kvæntist eftirlifandi
Aníta, f. 1988, Sigurbjörg, f.
1991. Auðunn eignaðist tvo syni
í fyrri sambúð; Sverrir, f. 1975
og Garðar, f. 1979. 2) Anna Guð-
rún, f. 12. nóvember 1960, sam-
býlismaður hennar er Sigurjón
Sveinsson, f. 1. júní 1960. Börn
Önnu frá fyrri sambúð eru Heið-
ar Örn, f. 1981, Theodóra Stein-
unn, f. 1985 og Sylvía Rut, f.
1996. Börn Sigurjóns eru Guð-
björg, f. 1982, Bonnie, f. 1982 og
Stefán, f. 1987. Garðar og Helga
eiga 12 langömmubörn.
Garðar ólst upp í Vogum á
Vatnsleysuströnd á bænum
Minna-Knarrarnesi. Um tvítugt
fluttist hann til Keflavíkur og
hóf sinn búskap með Helgu.
Garðar starfaði hjá Íslenskum
Aðalverktökum á árunum 1957-
1989. Síðar stofnaði hann til út-
gerðar fram til 1999.
Útför Garðars fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 13.
september 2012, og hefst at-
höfnin kl. 14.
eiginkonu sinni,
Helgu Auð-
unsdóttur, f. 1.
ágúst 1935, þann
31. desember 1960.
Foreldrar hennar
voru Auðunn Karls-
son, f. 7. janúar
1903, d. 10. desem-
ber 2000 og Anna
Kristjánsdóttir, f.
27. ágúst 1910, d. 5.
nóvember 1995.
Garðar og Helga eignuðust tvö
börn 1) Auðunn Þór, f. 21. júní
1959, d. 14. ágúst 1994. Eig-
inkona hans var Agnes Ár-
mannsdóttir, f. 9. nóvember
1962, d. 25. september 2010.
Börn þeirra eru Helga, f. 1983,
Elsku pabbi minn, þá er þinni
lífsgöngu hérna á jörðinni lokið
og annað ferðalag fyrir höndum
hjá þér. Það er svo margt sem
hefur drifið á dagana hjá þér í
þínu lífi. Þegar þú varst aðeins 6
ára varðstu fyrir slysi og misstir
nokkra fingur á hægri hendi. Þú
tókst því með æðruleysi og varst
aldrei með neina minnimáttar-
kennd vegna þessa. Svo þegar þú
varst einungis 14 ára lentirðu í
slysi á traktor á Minna-Knarr-
arnesi og brotnaðir illa á fæti.
Síðar andlát sonar þíns og
tengdadóttur. Ég er mjög stolt af
þér.
Pabbi hafði mikinn áhuga fyrir
sjómennskunni, hann fékk sér
bíltúr á hverjum degi niður á
bryggju og í heimsókn á Básveg-
inn, svona til að athuga hvað væri
að frétta. Fótboltinn var sú
íþrótt, sem átti allan hug hans.
Bæði íslenski og enski boltinn, og
hann mátti helst ekki missa af
neinum leikjum, sérstaklega Ars-
enal sem var hans lið.
Elsku pabbi, ég gæti skrifað
svo miklu meira um þig, en mig
langar bara mest til að þakka þér
fyrir allar okkar góðu stundir
saman. Ég vil minnast sérstak-
lega ferðanna okkar til Flórída,
þar sem þú og mamma höfðuð
mjög gaman af að ferðast.
Ég bið guð þá að vera með
elskulegri móður minni. Pabbi,
ég veit að þú munt fylgjast vel
með okkur. Minning þín mun
ávallt lifa í hjarta mínu.
Þín dóttir,
Anna Guðrún.
Engin orð fá lýst því hversu
erfitt er að kveðja þig, elsku afi,
söknuðurinn er svo sár og miss-
irinn mikill.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig í gegnum þykkt og þunnt, þú
varst mér miklu meira en afi, þú
varst eins og pabbi minn og góð-
ur vinur enda heimili þitt og
ömmu mitt annað heimili.
Margar góðar minningar
koma upp í huga minn þegar ég
hugsa til þín, t.d. allir rúntarnir
okkar saman niður á bryggju og
til Reykjavíkur með ömmu, þeg-
ar ég vildi kúra upp að bumbunni
þinni eða sitja ofan á henni þegar
ég var lítil. Allar skemmtilegu
sögustundirnar við eldhúsborðið
heima í Krossholtinu að borða
kræsingar úr Valgeirsbakaríi
sem þér þótti mjög gott.
En það sem er alltaf efst í
huga mér eru allar okkar utan-
landsferðir saman, Kanaríferð-
irnar um jólin og allar Flórída-
ferðirnar, þar sem við áttum ynd-
islegar stundir saman.
Við ferðuðumst líka mikið inn-
anlands og síðasta ferðin okkar
saman var í ágúst þegar við fór-
um upp í bústað til mömmu og
Siffa. Við keyrðum Suðurstrand-
arveginn og þú sagðir mér sögur
alla leiðina, sú bílferð er mér
virkilega dýrmæt. Þú varst ótrú-
lega hress þennan dag, ekki hefði
mig grunað að þetta yrði okkar
síðasta ferð saman.
Mikið á ég eftir að sakna þín,
elsku afi minn, Eggert og Guð-
munda Júlía líka. Það verður
skrýtið að fá þig ekki í heimsókn
reglulega og símtal til að segja
þér hvað Eggert hafi verið að
fiska eða til að panta og ræða
næstu utanlandsferð.
En ég veit að þér líður vel
núna og ert kominn til Auðuns og
þinna nánustu upp í himnaríki.
Takk fyrir allt sem þú hefur gefið
mér og allt dekrið í kringum mig
öll þessi ár sem við áttum saman.
Þú munt alltaf eiga stóran part í
hjarta mínu. Ég lofa að hugsa vel
um ömmu, ég elska þig, elsku afi
minn.
Þín
Theódóra (Teddý).
Elsku afi minn, nú er komið að
hinstu kveðjustundinni. Ekki
hefði mig grunað, að sú heimsókn
sem ég fór til þín seinast væri sú
allra seinasta sem ég talað gat
við þig. En núna ert þú loksins
sameinaður á ný við pabba eftir
allan þennan tíma sem þið amma
hafið saknað hans. Því að pabbi
var ekki bara sonur þinn, heldur
líka samstarfsbróðir og besti vin-
ur.
Ég vil minnast þess hvað mér
fannst gaman að gista hjá ykkur
ömmu og afa þegar ég var yngri.
Við Teddý létum ykkur snúast
aldeilis í kringum okkur og nóg
var af ísnum og namminu hjá
ykkur. Svo á eldri árum gat mað-
ur ennþá platað ykkur til að fara
í bakaríið og kaupa snúða og ým-
islegt annað.
Ég er svo þakklát fyrir Flór-
ídaferðirnar, þú hafðir nú lúmskt
gaman af því að skutla okkur í
búðirnar og pæla í því hvað við
ætluðum að borða. Enda varstu
alltaf að gera grín að mér og
Önnu frænku, hvað við pælum
mikið í mat.
Það er svo skrýtið að fara upp
á Krossholt núna til ömmu og
hafa engan afa til að koma og
heilsa upp á okkur og spjalla. Ég
og strákarnir mínir ætlum að
passa upp á ömmu og hugsa vel
um hana.
Afi, hvíldu í friði og ró. Ég
kveð þig með söknuði, með þess-
um orðum:
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt
í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahili Gibran.)
Þín,
Helga Auðuns yngri.
Elsku afi minn, bæði þú og
amma eigið svo sannarlega sér-
stakan stað í mínu lífi og mínum
minningum, enda hef ég alltaf lit-
ið á heimili ykkar sem mitt annað
heimili. Þegar ég gekk inn í
Krossholtið með ömmu kvöldið
sem þú yfirgafst þennan heim
fannst mér það svo óraunveru-
legt vitandi þess að ég myndi
aldrei aftur sjá þig í sjónvarps-
holinu eða vaskahúsinu. Þrjátíu
og sex ára varstu þegar ég fædd-
ist og fyrir þau þrjátíu og sex ár
sem ég fékk með þér er ég afar
þakklátur.
Samtölin okkar í gegnum tíð-
ina voru mörg og góð og gat ég
rætt við þig um flest öll mál sem
við koma lífinu. Fíllinn í magan-
um mun lifa lengi áfram með mér
og börnunum mínum, enda stutt í
hláturinn hjá okkur. Minning-
arnar okkar eru óteljandi og
sterkar. Mér er sérstaklega
minnisstæð ferðin okkar á Hig-
hbury, stað sem ég veit að pabba
langaði svo mikið að fara á en
fékk aldrei að heimsækja sökum
þess að hann lést langt um aldur
fram. En ég er nokkuð viss um
að pabbi var hjá okkur þennan
dag á vellinum þegar okkar
menn unnu leikinn.
Missir ömmu er mikill enda
voruð þið gift í meira en hálfa
öld. Það hefur alltaf verið gott að
koma til ykkar í Krossholtið og
mun ég halda áfram að leggja
leið mína þangað í kaffi til ömmu.
Hvíldu í friði, elsku afi minn,
takk fyrir allt.
Sverrir Auðunsson og
fjölskylda.
Elsku afi minn.
Nú sefur þú í kyrrð og værð
og hjá englunum þú nú ert.
Umönnun og hlýju þú færð
og veit ég að ánægður þú ert.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn
Ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Blessun drottins munt þú fá
og fá að standa honum nær.
Annan stað þú ferð nú á
sem ávallt verður þér kær.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn
Ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Við munum hitta þig á ný
áður en langt um líður.
Sú stund verður ánægjuleg og hlý
og eftir henni sérhvert okkar bíður.
Við kveðjum þig í hinsta sinn
Við kvöddum þig í hinsta sinn.
(Þursi.)
Afi, þú varst góður, hress og
skemmtilegur maður, minning
þín mun lifa í hjarta okkar.
Þín verður sárt saknað.
Aníta Auðunsdóttir
og fjölskylda.
„Hver bleyða er margoft fallin fyrir
dauðann;
hinn hrausti smakkar aðeins eitt sinn
hel.“
(Shakespeare)
Ég var ekki gamall þegar ég
skildi að Gæja frænda þótti
meira en „bara“ vænt um mig.
Lítill stubbur man ég heilu hönd-
ina hans á kolli mínum og þá
hlýju sem henni fylgdi og þessi
orð: „Mundi minn“, um leið og
hann sagði eitthvað smellið, lyfti
brúnum og brosti. Ég var í uppá-
haldi. Á milli okkar var taug, sú
taug slitnaði aldrei. „Mundi
minn“ fylgdi mér alla leið af hans
vörum.
Hvenær ég varð „Mundi
minn“ er ekki ritað í annála, mér
nægir að vita að það var alltaf.
Líka þegar Gæi útlistaði hvernig
best væri að breiða saltfisk: „Og
svo gerir maður til svona og svo
til svona, Mundi minn,“ sagði
Gæi með rettuna í munnvikinu.
Sólbakaður saltfiskurinn var að
búa sig undir að vera étinn af sól-
bökuðum Spánverjum. Þorsk-
hausarnir í hjallinum urðu að
sætta sig við að vera étnir hér
heima. Hausa máttum við hirða
og herða að vild. „Þessum ætti
ekki að leiðast í hjallinum, Mundi
minn,“ sagði Gæi og skutlaði ein-
um vænum til mín. Sveðjan lék í
höndum hans, ógurlegt vopn sem
hjó af haus eftir haus vertíðina út
í gegn.
Þá vorum við samferða um
hríð í hermanginu, það voru góð-
ir tímar, mikil vinna og gallerí
sérkennilegra manna sem mátti
stúdera daglangt. Ekki var lak-
ara að hitta kappann á bar að
lokinni langri vinnuviku, hann
var „síveitull, örveitull og þrávei-
tull“ a.m.k. þegar „Mundi minn“
átti í hlut.
Stundum hóaði Gæi í mig ef
hann vantaði dræver. „Mundi
minn, geturðu skutlað frænda
smáspöl.“ Hann þurfti marga að
hitta. Þetta voru ferðir gleði og
ekki pláss fyrir vol og væl. Fyrir
kom að Gæi fór með einar fjórar
eða fimm Black Label á jafn-
marga staði. „Hann á þetta inni
hjá mér, Mundi minn.“ Og svo
kom glottið góða og brúnirnar
lyftust og sögurnar streymdu:
„Það sagði mér leigubílstjóri í
London að það hefði einu sinni
verið svört kelling …“
Stærsta faðmlagið frá Gæja
vildi ég óska að hefði aldrei kom-
ið til. Það var við gröfina hans
Auða. Hann tók utan um mig og
ætlaði aldrei að sleppa. „Þú
klikkar ekki, Mundi minn,“ hvísl-
aði hann, hann var að tala um
minningargrein sem ég skrifaði.
Þegar Auði dó bognaði Gæi en
brotnaði ekki, „hinn hrausti
smakkar aðeins eitt sinn hel“.
Ég sló stundum á þráðinn til
Gæja þegar ég var orðinn meira
en blautur í lappirnar í lífsins for.
Hann huggaði af reynslu: „Þetta
er erfiður aldur, Mundi minn.
Þetta lagast.“ Það reyndist rétt.
Elsku Helga, Anna og afkom-
endur, megi Guð vera nálægur í
sorginni og leiða ykkur inn á
braut góðra minninga um magn-
aðan karakter sem reis af sjálf-
um sér og dug sínum og lét engar
hindranir tefja för, hvorki slys-
farir né misvitra menn.
Mér finnst sem ég sjái Gæja
smokra sér inn um hið Gullna
hlið. Hann snýr sér í gættinni,
lyftir brúnum og kveður glott-
andi: „Goodbye, Piccadilly!“ Svo
hverfur hann þangað inn, hvar ég
hef fyrir satt að menn drekki
annað en vatn við þorsta.
Takk fyrir mig, Gæi minn. Þú
klikkaðir heldur aldrei þegar ég
átti í hlut.
Guðmundur S.
Brynjólfsson.
Garðar
Brynjólfsson
HINSTA KVEÐJA
Nú er lífsins leiðir skilja,
lokið þinni göngu á jörð.
Flyt ég þér af hljóðu hjarta,
hinstu kveðju og þakkargjörð.
Gegnum árin okkar björtu,
átti ég þig í gleði og þraut.
Umhyggju sem aldrei gleymist,
ávallt lést mér falla í skaut.
(Höf. ók.)
Þakka þér, afi minn, fyr-
ir allt sem þú varst mér.
Minning þín lifir í hjarta
mínu.
Sylvía Rut.
HINSTA KVEÐJA
Æskuminning vekur væra,
er við kveðjum bróðurinn kæra.
Sjáumst seinna á drottins grund,
fögnum þá saman í fögrum lund.
Þín systkini,
Elísabet, Reynir,
Ólafía og Brynjólfur.
✝ Albert Pálssonfæddist 12. júlí
1962. Hann lést 21.
ágúst 2012.
Foreldrar hans
eru Páll Björnsson
og Guðrún Alberts-
dóttir. Systkini
hans eru Birkir
Pálsson, maki hans
er Helga Stef-
ánsdóttir og eiga
þau 2 börn. Hildur
Pálsdóttir, maki hennar er Ein-
ar Einarsson og
eiga þau 4 börn.
Albert giftist Jó-
hönnu Maríu Eyj-
ólfsdóttur. Þau
slitu samvistum.
Börn þeirra eru
Anton Emil Al-
bertsson og Bene-
dikt Aron Alberts-
son.
Útför Alberts fór
fram 30. ágúst
2012.
Jæja, karlinn, svona fór þetta,
ekki er ég nú viss um að þú verðir
sáttur við allt sem ég skrifa hér.
Ekki varstu heldur sáttur við allt
sem ég gerði til að reyna að
hjálpa þér. Hvað um það, góðar
minningar koma fyrst upp í hug-
ann frá barnæsku okkar. Prúður,
örlítið feiminn við fyrstu kynni en
svo kom í ljós ærslafullur, uppá-
tækjasamur og skemmtilegur,
traustur vinur. Vinátta sem ent-
ist í 42 ár.
Þegar ég fór í ferðalag til Kö-
ben með meistaraskólanum, fer
út af hótelinu fyrsta daginn yfir
eina götu, hvað sé ég, rauðan
sportbíl á R-númeri, Albert við
stýrið, þvílík tilvijun, fagnaðar-
fundir framundan. Nokkrum vik-
um síðar nærðu svo í mig út á
flugvöll, Bergur og Óðinn komn-
ir, sól og blíða, allar rúður niðri
og löggan við hliðina á okkur. Ég
varð nú sýna þér hvað ég væri
„góður“ í dönsku og kalla „Pólítí-
betjenten“ þeir reka þá augun í
R-númerið, stoppa okkur, stórve-
sen að sanna fyrir þeim að bíllinn
væri löglega skráður, ekki fannst
þér þetta neitt fyndið þá en oft
höfum við getað hlegið að þessu
síðan.
Ég gæti haldið endalaust
áfram að rifja upp góðar og
skemmtilegar minningar en verð
því miður að víkja að seinni hálf-
leik sem var á köflum þyrnum
stráður og mjög svo torfarinn.
Bera fór á þunglyndi og ótrúleg-
um geðrænum truflunum hjá
þessum lífsglaða brandarakalli.
Þessari sögu allri er ekki nokkur
leið að gera skil hér, en skemmst
frá því að segja að báðir fengum
við sama sjúkdóm, skildum hvor
annan og hjálpuðum hvor öðrum
til skiptis. Ég var svo heppinn að
ná bata en ekki þú. Mikið er ég
búinn að reyna að leiða þig inn á
„rétta“ braut, það tókst ekki og
er það mér mjög sárt, en ég ætla
að vera eigingjarn núna og segja
að ég virði þessa ákvörðun þína,
aðeins þannig get ég sætt mig við
þetta og kveð þig með miklum
trega.
Verð að hætta núna því lykla-
borðið er orðið blautt, við hitt-
umst vonandi seinna í nýjum
víddum eins og þú talaðir um.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Kveðja,
Guðmundur K. Bergmann.
Albert Pálsson
✝
Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma,
BIRNA GUNNARSDÓTTIR,
Kringlumýri 31,
Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn
9. september.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
21. september kl. 10.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Jakobssjóð Knatt-
spyrnufélags Akureyrar eða Gjafasjóð öldrunarheimila Akureyrar.
Gunnar Níelsson, Ragnhildur Björg Jósefsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN MAGNÚSSON
járnsmiður,
Hlaðhömrum 2,
Mosfellsbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
11. september.
Guðrún Hjaltalín Jónsdóttir,
Ingibjörg H. Jónsdóttir, Jóhann G. Ögmundsson,
Magnús Þór Jónsson, Sigríður Erlingsdóttir,
Jón Gunnar Jónsson, Sigríður Ríkharðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur
og frændi,
REGINN BJARNI KRISTJÁNSSON,
lést á Bæjarási í Hveragerði mánudaginn
10. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Valgerður Kristjánsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir,
Elfa Hörgdal Stefánsdóttir, Ólafur Jóhannsson,
Vésteinn Guðmundsson, Dagfríður Pétursdóttir,
Kristján Salvar Davíðsson,
Valgarð Bjartmar Davíðsson,
Ingibjörg Ósk Ólafsdóttir, Atli Thor Fanndal,
Stefán Hlynur Hörgdal Ólafsson,
Guðmundur, Davíð, Hafdís og Hrafnhildur.