Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 37

Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hraunbær 2, 204-4441, Reykjavík, þingl. eig. Leiguhlíð ehf, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 17. september 2012 kl. 10:30. Laxatunga 163, 231-7340, Mosfellsbæ, þingl. eig. Erna Björk Ingadóttir og Sigurpáll Óskar Sigurðsson, gerðarbeiðendur Mosfellsbær og Sýslumaðurinn á Blönduósi, mánudaginn 17. september 2012 kl. 15:00. Reykjabyggð 25, 208-4242, 50% ehl., Mosfellsbæ, þingl. eig. Ingibjörg B. Ingólfsdóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Íslandsbanki hf., mánudaginn 17. september 2012 kl. 13:30. Smiðshöfði 6, 204-3066, Reykjavík, þingl. eig. Grafarvogur ehf, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Reykjavíkurborg, mánudaginn 17. september 2012 kl. 10:00. Víkurás 3, 205-3438, Reykjavík, þingl. eig. Árni Þór Jónsson, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður, Og fjarskipti ehf og Vörður tryggingar hf., mánudaginn 17. september 2012 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 12. september 2012. Félagsstarf eldri borgara                    !     " #  $   %   & & '%()( '%()   *&+  ,     %-          .  $     + +   +          /      ,    +    0    ('  ,    $      .  ,  "      ! " #        ) 1   &   +      2  &     3 &   *     2   &   +     ' 4  %     $ $ $ + & + # 5  & & "" $      %&'   1 & 6$       + !       ' . + 7       $ +  8 & 0 +          6 +  %       & 6 $  '    ' $    ( )* '  1   $ +  , "  9  ,  +             - $ +  ,+" -  .  ,       % ,   $ % &+     ) $+  .  /    + .  ++  " /    /       0     : +    *   . &  6    ;  $     * '% () $0  1       ,   <   " ,     (     ,     &  ' 6 +  =  & 2  ,   - 5 >  ,  $  ,   .     9    ?   $  :>       8 3   :$ $  ,    ?      =  $ 6 +  %   5 >  ,  * )))( / - 2  .  ,    &   > ,   /' 23024  1 &   + $ * !   >% ,    & > :  + + $  51 $ ,  9  ) &    @ @@ @@@  " A   & 2  ,   #  & & -'%' $ BBB  % &! ,'   2    &   $  + =+ & 4    6 ( $+  .  . ,   %   =+%    ,  %       &   ,   6    *   7    4,      +   ' &   +     &     & + * $ &  + ()   & 1 +  + $ 8    7  ! -  2  +  " ! +   $         '  &  &      %    8     *     ,   C D E %  +F       $ , +   C D =    &      ,   C , $ +   '    (%' '%' +    / & G   H$   5   $ & & % ()' 8  ( $+  .  1     &$  +    &      (  ,        ✝ Aðalheiður Run-ólfsdóttir Viðar fæddist á Öxl í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi 10. nóv- ember 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 3. sept- ember 2012. Foreldrar hennar voru Guðrún Sigurð- ardóttir, f. 17. sept- ember 1890 í Traða- búð í Staðarsveit á Snæfellsnesi, d. 21. janúar 1972 og Runólfur Jónsson Dagsson, f. 3. september 1986 á Fornu-Fróðá í Fróð- árhreppi, d. 16. maí 1953. Systkini hennar voru Unnur Kristbjörg, f. 8.3. 1920, d. 12.4. 2007, Stefanía, f. 6.6. 1923, Elín, f. 12.7. 1926, d. 24.6. 1997, Sigurður, f. 6.6. 1928 og Hulda Aðalbjörg, f. 19.6. 1932, Guðrún Viðar, f. 26.3. 1960. Eig- inmaður hennar er Hallgrímur Jón Sigurðsson, f. 24.7. 1958. Börn þeirra eru Sigurður Viðar, f. 4.11. 1978, dóttir hans er Ynja Björt Viðar, f. 9.3. 2004; Ellen Mjöll, f. 27.9. 1983. Sambýlis- maður hennar er Stefán Friðrik Stefánsson, f. 20.11. 1979, saman eiga þau drengina Patrek Jón, f. 3.10. 2008 og Óttar Frey, f. 28.10. 2011 og c) Þuríði, f. 1.12. 1992. 3) Grétar Þór Viðar, f. 18.5. 1963, d. 11.6. 1980, lést af slysförum. 4) Ásta Helga Viðar, f. 3.11. 1968. Eiginmaður hennar er Geir Bjarnason, f. 8.6. 1964. Saman eiga þau drengina Arnar Þór, f. 5.10. 1994 og Bjarna Þór, f. 19.4. 1997. Aðalheiður ólst upp á Snæ- fellsnesi. Hún var bóndi á Geir- bjarnarstöðum ásamt eiginmanni sínum frá árinu 1957 til 1982 er þau fluttust til Húsavíkur. Þá hóf hún störf í eldhúsinu á Sjúkrahús- inu á Húsavík þar til hún náði 70 ára aldri. Aðalheiður var jarðsungin frá Þóroddsstaðarkirkju 11. sept- ember 2012. d. 29.6. 1935. Eiginmaður hennar var Óttar Viðar, f. 29. nóv- ember 1930 í Reykjavík. Hann var bóndi á Geir- bjarnarstöðum. Þau gengu í hjóna- band 11. maí 1957. Hann lést 31. júlí 1998. Börn þeirra eru: 1) Björn Viðar, f. 7.7. 1957, eiginkona hans er Hrönn Steinþórsdóttir, f. 13.10. 1962. Saman eiga þau Grétar Þór, f. 14.7. 1982, kona hans er Sigríð- ur Valdimarsdóttir, f. 7.9. 1983, þau eiga saman Bjarka Þór, f. 5.7. 2009; Óla Jakob, f. 18.12. 1984 og Hörpu Hrönn, f. 10.4. 1986. Dóttir Hörpu Hrannar er Emelía Ósk Gunnþórsdóttir, f. 18.3. 2006. 2) Árið 1964 kom ég fyrst að Geir- bjarnarstöðum í Köldukinn til Heiðu móðursystur minnar og Óttars Viðar. Ég var þá í sveit á Granastöðum í Útkinn, skammt frá. Þau höfðu farið norður sjö ár- um áður og sett upp bú að Geir- bjarnarstöðum í gamla torfbæn- um við bakka Skjálfandafljóts. Þá um sumarið fæddist Björn. Símon bróðir minn var í för með þeim norður. Óttar hafði byggt upp nýja íbúðarhúsið þegar ég kom í Kinnina. Það var líf og fjör á Geir- bjarnarstöðum alla daga; gott að koma í heimsókn. Tæpum áratug síðar sneri ég á ný í S-Þingeyjarsýslu, þá við kennslu að Laugum í Reykjadal. Þá varð Bjössi nemandi minn og bjó hjá okkur Lísu í Hvítafelli. Við Lísa fórum til Geirbjarnarstaða með strákana okkar, Kjartan og Arnar; alltaf var okkur tekið með kostum og kynjum. Börn Heiðu og Óttars voru fjögur; Bjössi, Guð- rún, Grétar og Ásta. Þetta voru góðir tímar. Alltaf brosti Heiða og var hrókur alls fagnaðar, Óttar Viðar sonur bankastjórans sem gerðist bóndi norður í landi, traustur og ráðagóður. Skugga brá yfir þegar Grétar Þór lést í hörmulegu slysi sumarið 1980 aðeins sautján ára gamall. Hann var öllum harmdauði, ekki síst móður sinni enda efnispiltur. En lífið heldur áfram. Arnar fór í sveit að Geirbjarnarstöðum sum- arið 1981. En með láti Grétars Þórs hafði brostið strengur og nokkru síðar fluttu Óttar og Heiða á Húsavík. Óttar lést sumarið 1998, aðeins 68 ára að aldri. Nú er Stefanía móðir mín ein eftir af þeim systr- um, verður níræð á næsta ári. Heiða frænka er gengin 83 ára gömul. Blessuð sé minning henn- ar. Við Lísa og strákarnir vottum þeim systkinum Bjössa, Guðrúnu, Ástu og börnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hallur Hallsson. Elsku besta frænka. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo jákvæð og góð. Ég minnist þess enn hvað það var gott að koma í heimsókn til ykkar Óttars í sveit- ina. Ég fékk far með gömlum sveitungum eða fékk að fara með mjólkurbílnum. Það var alltaf svo gaman hjá okkur krökkunum en þegar tók að kvölda og við áttum að fara að sofa þá fékk ég heimþrá og fékk kökk í hálsinn. Guðrún vorkenndi mér svo mikið að hún grét með mér. Þá var gott að hafa ykkur Óttar til að hlusta á snöktið í mér. Á morgnana varð svo allt gott aftur. Það er mikið búið að hlæja að þessu í gegnum árin. Eftir að þú fluttir til Húsavíkur hringdir þú oft í mig og spurðir hvort ég gæti ekki hresst aðeins upp á gömlu konuna. Þá komuð þið mæðgur og ég litaði þig, við spjölluðum og hlógum mikið sam- an. Elsku frænka, þú varst alltaf besta frænkan. Hvíldu í friði Þín Aðalbjörg. Aðalheiður Viðar eða Heiða eins og hún var ætíð kölluð hefur kvatt þennan heim. Guðrún dóttir hennar sagði mér að hún hefði verið með henni í berjamó í vik- unni fyrir andlátið. Upp í hugann skýst minning frá löngu liðnum dögum. Þrjár stelpur leggja af stað frá Miklaholti á Snæfellsnesi, ríðandi upp í fjall til berja, berja- boxin kirfilega fest í hnakk- töskuna og tilhlökkunin mikil. Eft- ir berjatínsluna þótti tilhlýðilegt að berja dyra á Svarfhóli og heilsa upp á heimafólkið, þiggja þar góð- gerðir eins og venja var á sveita- heimilum. Það var á Svarfhóli sem ég sá Heiðu fyrst. Áratugum seinna áttum við Heiða eftir að tína saman ber á Tjörnesinu ásamt Claus, skiptinemanum mín- um, sem fannst berin svo góð að hann vildi flytja þau út. Þá var Heiðu skemmt. Þegar við hjónin fluttum norð- ur til Húsavíkur árið 1966 hófust kynni okkar Heiðu að nýju. Hún var þá orðin bóndakona á Geir- bjarnarstöðum í Kaldakinn, gift Óttari Viðar og 4ra barna móðir. Með fjölskyldunum tókst góð vin- átta sem enst hefur fram á þennan dag. Gaman var að fara með börn- in í heimsókn að Geirbjarnarstöð- um þar sem manni var alltaf vel tekið og mikið fjör hjá börnunum. Heiða var einstaklega brosmild kona, tók alltaf á móti manni með opinn faðminn og bros á vör. Þór sonur okkar og Grétar Þór yngri sonur Heiðu og Óttars urðu miklir og nánir vinir. Þór fór oft í sveitina og dvaldi hjá vini sínum og tók strax miklu ástfóstri við Heiðu og Óttar. Grétar Þór dvaldi hjá okkur vetrarlangt 1979-1980, en um sumarið lést hann af slysförum að- eins 17 ára að aldri. Ógleymanlegt er hversu mikla hugprýði hjónin Óttar og Heiða sýndu á þessari miklu sorgarstund. Eftir að Heiða og Óttar fluttust til Húsavíkur urðu samskiptin meiri og nutum við hjónin hjálp- semi þeirra í meira mæli en við gátum látið í té. En aftur var mik- ill harmur kveðinn að Heiðu og fjölskyldu hennar, þegar Óttar féll skyndilega frá aðeins 68 ára gam- all. Heiða náði sér fljótt á strik eft- ir þetta áfall sem önnur, enda bjartsýnin og lífsgleðin henni eðl- islæg. Hún starfaði í fjölda ára í eldhúsinu á Sjúkrahúsinú á Húsa- vík þar sem hún átti vinum að mæta og naut starfsins þar. Ég hitti Heiðu síðast fyrir örfá- um vikum í Safnahúsinu á Húsa- vík. Þar fékk ég síðasta faðmlagið hennar. „Lífið er sem lesin bók ef litið er til baka“ kvað Elín Vigfús- dóttir á Laxamýri. Þær eru nokkrar blaðsíðurnar í minninga- bók minni sem þau fylla hjónin frá Geirbjarnarstöðum, Heiða og Ótt- ar. Þær verða geymdar en ekki gleymdar, enda fátt ljúfara með aldrinum en minnast liðinna stunda með góðum vinum. Við hjónin sendum börnum Heiðu og fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu samúð. Guð blessi minn- ingu Heiðu. Katrín Eymundsdóttir. Aðalheiður Runólfsdóttir Viðar HINSTA KVEÐJA Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Elsku besta frænka mín. Takk fyrir allt. Takk fyr- ir öll knúsin, yndislega Heiða. Þín Líney. Hjördís Hjörleifsdóttur fæddist í nóvember 1926 í stóru bjálkahúsi sem þá stóð á Sólbakka, rétt innan við Flateyri. Húsið hafði byggt norski hvalfangarinn Hans Ellef- sen sem í rúman áratug í lok 19. aldar rak þar eina stærstu hval- veiðistöðina í Norðurhöfum. For- eldrar Hjördísar byggðu sér síðan hús í næsta nágrenni og kölluðu Sólvelli. Þar ólst Hjördís upp, elst sjö systkina. Bæði eru hús þessi horfin eins og flest ummerki um hvalveiðistöð, síldar- og fiskimjöls- verksmiðju á þessum stað. Þegar ég var barn á Flateyri varð mér snemma ljóst að fjöl- skyldu- og vinatengsl væru við heimilið á Sólvöllum. Ég kom þangað stundum með Kristjönu, systur Hjördísar, þegar hún pass- aði mig sem smákrakka. Sigrún, móðir hennar, heimsótti ömmu mína í Litlabýli gjarnan ef hún kom niður á eyri. Við Hjördís átt- um báðar ömmur sem báru nafnið Guðrún og voru bræðradætur. Feður þeirra, Torfi og Jón Hall- dórssynir höfðu báðir flust frá Arn- arnesi í Dýrafirði til Önundarfjarð- ar. Seinna vissi ég að Hjörleifur, Hjördís Hjörleifsdóttir ✝ Hjördís Hjörleifs-dóttir á Mosvöll- um fæddist í Önund- arfirði 25. febrúar 1926. Hún lést á öldr- unardeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Ísa- firði 30. ágúst 2012. Hjördís var jarð- sungin frá Holts- kirkju 7. september 2012. faðir Hjördísar, hefði ungur farið að starfa fyrir Kristján ömmubróður minn á Sólbakka og þess vegna hefðu þau Sigrún og hann bú- ið í húsi hans fyrstu hjúskaparárin. Ég kynntist Hjördísi þó eigin- lega ekkert fyrr en ég flutti aftur vest- ur til Flateyrar 1991. Þá var hún búin að eiga heima á Mosvöllum í allmörg ár og var þá skólastjóri grunnskólans í Holti. Hún kom þá stundum og sat hjá Maríu, móður minni, líklega vegna þessa gamla frændskapar. Og mömmu þótti af- ar gott að sitja á pallinum hjá Hjör- dísi á sólríkum sumardegi og þá sat ég, ökumaðurinn, hjá þeim. Ég hélt þessum heimsóknum til Hjördísar áfram eftir að mamma lést. Við fór- um stundum saman í berjamó og gátum spjallað um svo margt, ekki hvað síst um gamla Sólbakkahúsið, en þaðan áttum við báðar svo ótal margar og góðar minningar. Segja má að þetta horfna hús hafi á viss- an hátt tengt okkur saman, við gát- um bæði rætt um um örlög þeirra sem í húsinu höfðu búið og um hús- ið sjálft, allt frá kjallara upp á þurrkloft. En Hjördís hafði líka gaman af að heyra af ferðum mín- um til framandi landa því hún hafði sjálf ferðast talsvert um heiminn og heimurinn allur var henni afar hug- leikinn. Stórar myndabækur komu í stað ferðalaga á síðari árum og hún var einkar fróð um lönd og lýði. Fallegir trjálundir á Mosvöllum bera vitni frábæru ræktunarstarfi Hjördísar og var það þó aðeins eitt af mörgum áhugamálum hennar. Ég kveð Hjördísi nú með þökk fyrir ótal góðar samverustundir á liðnum árum og votta fjölskyldu hennar innilega samúð. Megi Hjördís hvíla í friði. Jóhanna G. Kristjánsdóttir. Lágvaxin, lítt þekkt kona úr Önundarfirði komst í fréttirnar þegar hún gerðist svo djörf að líkja Alþingi Íslendinga við leikhús í jómfrúræðu sinni sem varamaður á þingi fyrir nokkrum áratugum. Mér er minnisstætt að ég dáðist að þessari djörfu konu. Löngu seinna varð ég íbúi og prestur í Önund- arfirði og kynntist þessari ein- stæðu konu. Hjördís Hjörleifs- dóttir var sannarlega ein þeirra dýrmætu einstaklinga sem settu lit á tilveruna. Hún féll ekki alltaf inn í fjöldann, því hún hafði sínar skoðanir og sinn lífsstíl og varð ekki fyrir áhrifum af hverju sem var. Hún bjó ein á Mosvöllum og ræktaði umhverfi sitt af alúð og natni og sagði með glettni, að stundum upplifði hún sjálfa sig sem hluta af gróðrinum! Ævistarf- inu innan um börn og ungt fólk var lokið, og nú naut hún þess að vera ein með Guði sínum í náttúrunni innan um gróður og fugla milli fag- urra fjalla. Hjördís elskaði berjamó, bækur og börn. Allt árið hlakkaði hún til að skríða um fjallshlíðarnar og tína ber. Ekki af því að hún borðaði mikið af þeim, heldur bara til að njóta þess að tína og finna ilminn úr gróðrinum og njóta útsýnis og umhverfis. Svo gaf hún flest berin. Sultugerð var að mestu liðin tíð, en hún stóð ekki á gati með leiðbein- ingar í þeim efnum, sjálfur hús- stjórnarkennarinn: 1kg bláber, 600g sykur, soðið í 20mín, klikkar aldrei! Bækur fylltu hillur um mest allt húsið og hún bætti sífellt í safn- ið, skoðaði, fletti og las. Hjördís var fædd og uppalin í Önundarfirði. Rúmlega tvítug fór hún til Englands og starfaði í eitt ár á heimili dóttur Ludvigs Storr, kaupmanns í Reykjavík. Sú kona átti dóttur í Kaupmannahöfn sem vantaði stúlku til barnagæslu og heimilisstarfa og Hjördís flutti til hennar og aðstoðaði næstu tvö ár- in. Var mikil ánægja að hlusta á frásagnir Hjördísar frá þessum tíma. Eftir vinnukonuárin ytra fór hún í hússtjórnarkennaranám og varð kennari við Húsmæðraskól- ann á Ísafirði. Síðar flutti hún að Mosvöllum í Önundarfirði og varð skólastjóri grunnskólans í Holti. Mér, sem gömlum kennara, þótti einkar vænt um að hlusta á frásagnir Hjördísar af skólastarfi sínu og nemendum, sem hún sagði frá af miklum mannkærleika og með virðingu. Hjördís var trúfast- ur kirkjugestur í Holti. Guð var mikilvægur hluti tilveru hennar og hún var þakklát fyrir lífið og sam- ferðafólkið og auðmjúk gagnvart stórkostlegri sköpun hans. Fóstur- sonurinn Már og fjölskylda hans á Dalvík áttu stórt rúm í hjarta hennar. Guð styrki þau og blessi í söknuðinum. Síðustu 3 ár Hjördísar var hún ekki fær um að búa ein heima á Mosvöllum. Þar með dofnaði lífs- gleðin. Bækurnar voru að mestu óhreyfðar og fjallganga og berjat- ínsla minningin ein. Vinátta Hjördísar var ómetan- leg. Kærleikur hennar og væntum- þykja í garð okkar hjónanna skap- aði gleði og starfsþrek. Við ævilok hennar finnum við fyrir tómleika, virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning kærleiksríkrar og trú- fastrar konu. Stína Gísladóttir og Ola Aadnegard.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.