Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 40

Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það vefst fyrir þér að ganga frá máli sem þér hefur verið falið að leiða til lykta. En í dag ertu þeim mun áhugaverðari, því minna sem þú gerir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þið eruð lukkunnar pamfílar því óvænt happ rekur á fjörur ykkar. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að setja saman sanngjarna áætlun sem hentar ykkur öllum. Hlustaðu ekki á umtal um fólk sem þú þekkir engin deili á. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Byrjaðu vikuna á því að sinna smá- vægilegum þáttum sem hjálpa þér til þess að bæta skipulagið í kringum þig. Eitthvað áhugavert og óvenjulegt vekur áhuga þinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta er góður dagur fyrir samninga- viðræður og mikilvægar samræður við maka og viðskiptavini. Hlustaðu á gagnrýni á störf þín án þess að stökkva upp á nef þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Notið daginn til þess að ræða við maka, nána vini og aðra sem á vegi ykkar verða. Treystið á orðsnilld ykkar og verið um- fram allt sönn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú skaltu bretta upp ermarnar og taka til hendinni heima hjá þér. Leggðu ekki út í neitt, sem þú hefur ekki efni á. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft hugsanlega að mæta örlögum þínum í dag, eftir einrænt háttalag þitt að undanförnu. Einnig væri ráð að skila því sem þú hefur fengið að láni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það reynir á hvern mann þú hefur að geyma þegar þú verður vitni að samtali sem ekki er ætlað eyrum þínum. Reyndu ekki að skilja alla hluti, aðalatriðið er að standa styrkum fótum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú sérð hlutina ekki nógu skýrt og ættir því að forðast viðræður um viðskipti og fjármál í dag. Þig langar til að koma skipulagi á hlutina bæði í vinnunni og á heimilinu og hefja að því loknu nýjan kafla. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ákaflega dýrmætt að geta haldið sér í takti við umhverfi sitt og unnið úr þeim jákvæðu straumum sem leika um líf okkar. Vertu því stöðugt á tánum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Dagurinn hentar vel til þess að versla, en hann er líka vel fallinn til þess að vera á höttunum eftir auknum tekjumöguleikum. Pétur Stefánsson segir slæmt aðfara auralítill á ball og kvenna- far: „Ég hlýt að kynnast kröfulítilli konu.“ Þannig er það, því er ver, þvalur af vinnusvita, á ég lítið undir mér, eins og flestir vita. Friðrik Steingrímsson var skjót- ur til svars, eins og jafnan þegar Pétur kveður sér hljóðs: Karlinn eitthvað kann að fá sem kæti vekur honum, nái hann að nátta hjá nægjusömum konum. Fyrir allnokkrum árum gróf DV upp gamla nektarmynd af Kolbrúnu Halldórsdóttur, sem sagt var að hefði verið tekin í timburhúsi vestur í bæ. Jón Kristjánsson orti af því til- efni: Í tvílyftu timburhúsi, titrandi vinstri græn, norpaði Kolbrún nakin, nett og umhverfisvæn. Jóhannes Sigfússon svaraði að bragði: Í tvílyftu timburhúsi titraði Kolbrún öll. Þar hefði Jón viljað vera og vinna náttúruspjöll. Jónas Gunnar sendi Vísnahorninu kveðju, en hann var auðvitað að lesa Vísnahornið en líka viðtal í Frétta- blaðinu „við okkar ágæta: Þetta er Kristinn R. Ólafsson, í Madrid – hann er fluttur heim Íslandsfari og stendur á tímamótum, vonandi hval- reki menningarstigi þjóðarinnar áfram eins og verið hefur: Íslandsfari fjölþreifinn. Fróði hartnær þungi. Íhaldshrútur ástfanginn. Eyjapeyinn ungi.“ Ingólfur Ómar Ármannsson var að koma að norðan: Stormur ýfir svalan sjá sumarið er liðið, grösin hníga, héla grá hylur jarðarsviðið. Greinar héla, gulna strá, gránar fjallahringur. Í litlum hvammi læna smá lágum rómi syngur. Að síðustu „Haust“ Þorsteins Valdimarssonar: Enn falla í þagnar ljúfa löð ljóðin glöð og út í mónum dvína; reynirinn fellir sín rauðu blöð og ríkisstjórnin krónu sína. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af tvílyftu timburhúsi og okkar manni í Madrid eftir Jim Unger „HVAÐ SEGIRÐU, DÓMARI? LSAMÞYKKIR ÞÚ BEIÐNI OKKAR UM REYNSULAUSN?“ HermannÍ klípu „AUÐVITAÐ ÞYKIR MÉR VÆNT UM ÞIG. ÞÚ ERT DÝRASTA KONAN Í LÍFI MÍNU.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að faðmast svo þétt að þið heyrið hjartslátt hvort annars. LÍSA KEMUR EKKI Í KVÖLD. SVO ÞAÐ ER STRÁKAKVÖLD! O-Ó! VIÐ GETUM HLAUPIÐ UM BAKGARÐINN Í NÆRFÖTUM! LÍSA!!! HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GEFA PABBA Í AFMÆLISGJÖF? EITTHVAÐ SEM HANN GETUR NOTAÐ ... ... EINS OG AUKAMAGA! Mikið er látið með bandarískapopplistamanninn Andy Warhol þessa dagana. Í Metropolitan-safninu í New York var í gær opnuð sýning, sem ber heitið Um Warhol, 60 lista- menn, 50 ár og er ætlað að rekja áhrif hans í hálfa öld. Á sýningunni eru tæplega 50 verk eftir Warhol, sem lést árið 1987 aðeins 58 ára að aldri, ásamt 100 verkum eftir 60 listamenn frá ýmsum löndum. Þá ætlar súpu- framleiðandinn Campbell’s að heiðra listamanninn með súpudósum í anda verksins, sem gerði hann frægan fyr- ir 50 árum. x x x Segja má að verkið 32 Campbell’ssúpudósir hafi sett popplistina á blað fyrir alvöru. Þegar súpufram- leiðandinn ákveður síðan að framleiða súpudósir í litum Warhols hlýtur hringnum að vera lokað. Popplistin tók vörumerki og andlit samfélags fjöldaframleiðslu og neyslu og sló upp í söfnum og galleríum. Nú tekur fjöldaframleiðandinn listina og setur á framleiðslu sína. Warhol sagði ein- hvern tímann að hann hefði málað dósirnar vegna þess að hann hefði fengið sér „sömu súpuna á hverjum degi í 20 ár“. x x x Warhol var ekki aðeins þekkturfyrir list sína, heldur einnig til- svör. Þekktasta setning hans er sennilega að „allir muni verða frægir í fimmtán mínútur“. Síðar sagði hann: „Ég er orðinn leiður á þessari setn- ingu. Nýja setningin mín er „Allir verða frægir eftir fimmtán mínútur.“ x x x Warhol gat verið beittur í ummæl-um sínum og sömuleiðis háðsk- ur. „Það sem er frábært við þetta land er að Bandaríkin áttu upptökin að þeirri hefð að ríkustu neytend- urnir kaupa í meginatriðum sömu hluti og þeir fátækustu,“ sagði hann einhverju sinni. Öðru sinni var hann spurður um efnivið sinn og upp- sprettu hugmynda: „Ég bað tíu til fimmtán manns um að koma með til- lögur. Loks spurði vinkona mín réttu spurningarinnar: „Hvað þykir þér vænst um?“ Í framhaldi af því byrjaði ég að mála peninga.“ víkverji@mbl.is Víkverji Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. (Jóh. 14:6) Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra og nótnabóka fyrir allar tegundir tónlistar og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.