Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 48
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 257. DAGUR ÁRSINS 2012
Sjónlistaverðlaunin hafa verið end-
urvakin og verða þau afhent í menn-
ingarhúsinu Hofi á Akureyri í kvöld kl.
20. Verðlaunin voru síðast veitt árið
2008. Þrír myndlistarmenn eru til-
nefndir til verðlaunanna, þau Ragnar
Kjartansson, Ásmundur Ásmundsson
og Katrín Sigurðardóttir.
Sjónlistaverðlaunin
afhent í Hofi í kvöld
Dægurlaga-
söngvarinn Benni
Ægizz hefur sent
frá sér sína fyrstu
sólóplötu, ORG.
Benni starfaði
með ýmsum
hljómsveitum á 8.
og 9. áratugnum,
m.a. Kamarorg-
hestunum og Orghestunum. Lög og
textar á ORG eru eftir Benóný Æg-
isson og sér hann um allan hljóð-
færaleik á plötunni.
ORG er fyrsta sóló-
plata Benna Ægizz
Nýjasta kvikmynd Baltasars Kor-
máks, Djúpið, hefur vakið nokkra at-
hygli á kvikmyndahátíðinni í Toronto
en hún var frumsýnd þar sl. föstudag.
Dagblaðið New York Tim-
es hefur m.a. fjallað
um myndina í grein
þar sem sjónum er
beint að þeim
fjölda sjálfsævi-
sögulegra kvik-
mynda sem
prýða hátíð-
ina.
New York Times
fjallar um Djúpið
Handboltakonan Rakel
Dögg Bragadóttir hefur
sett stefnuna á að spila
með íslenska landsliðinu
þegar það leikur í úr-
slitakeppni Evrópumótsins
í Serbíu í desember. Rakel,
sem er gengin til liðs við
Stjörnuna, varð fyrir því
óláni að slíta krossband í
hné á síðustu leiktíð en hún
er á góðum batavegi og er
byrjuð að æfa með Garða-
bæjarliðinu. »1
Rakel Dögg vonast
til að spila á EM
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslands-
og bikarmeistara KR, vill sjá Guðjón
Baldvinsson, leikmann sænska liðs-
ins Halmstad, fá tækifæri með ís-
lenska landsliðinu í
knattspyrnu. »3
Rúnar vill sjá Guðjón
í landsliðinu
Úrtökumótin fyrir stærstu at-
vinnumannamótaraðirnar í golfi
eru á næsta leiti og óvenjumargir
íslenskir kylfingar eru skráðir til
leiks. Alls er útlit fyrir að sjö Ís-
lendingar muni reyna að komast
inn á Evrópumótaraðir karla og
kvenna og PGA-mótaröðina. Úlfar
Jónsson landsliðsþjálfari segir
þetta vera frábæra þróun. »2
Sjö kylfingar reyna við
mótaraðirnar erlendis
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Átakið „Á allra vörum“ miðar að
þessu sinni að stofnun alhliða stuðn-
ingsmiðstöðvar fyrir um 50 börn
með alvarlega og ólæknandi sjúk-
dóma og fjölskyldur þeirra. Hver
fjölskylda fengi liðstjóra á stuðn-
ingsmiðstöðinni sem væri sérfræð-
ingur í málefnum hennar og
reiðubúinn til að veita ýmiskonar að-
stoð.
„Það myndi muna ofboðslega
miklu að hafa einn stað sem við gæt-
um leitað aðstoðar. Viðkomandi for-
eldrar gætu hringt og útskýrt hvað
væri í gangi og sá sem væri á línunni
þekkti málavexti,“ segir Fríða Björk
Arnardóttir. Dóttir hennar, María
Dís Gunnarsdóttir, 4 ára fæddist
með flókinn hjartagalla auk þess að
vera með slímseigjusjúkdóm sem er
lugna-, meltingar- og bris-
sjúkdómur.
Vilja lifa eðlilegu lífi heima
„Líkaminn framleiðir ekki melt-
ingarensím sem gerir það að verkum
að hún þarf að taka inn ensím með
öllum mat. Annars myndi líkaminn
ekki vinna næringu úr fæðunni. Þar
að auki þarf María Dís að taka fjölda
lyfja yfir daginn. Þrátt fyrir að vera
með hjartagalla og gangráð í
tengslum við hann er það aðallega
slímseigjusjúkdómurinn sem herjar
á hana núna, “ segir Fríða og bætir
við að óljóst sé um batahorfur Maríu
Dísar. Þegar flókin hjartagalli og al-
varlegur lugnasjúkdómur herji á
einstakling sé ekki vitað hvað fram-
tíðin beri í skauti sér.
Þrátt fyrir veikindi Mar-
íu Dísar er hún á leik-
skóla og þroskast eðli-
lega. Ekki er að sjá á
henni að hún sé eins
veik og raun ber vitni.
Það krefst mikillar
vinnu að halda ástandi
Maríu eins góðu og hægt er, en það
hefur tekist ágætlega með hjálp
lækna og mikillar vinnu fjölskyld-
unnar. „Við leggjum mikinn metnað
í að lifa sem eðlilegustu lífi og vera
sem mest heima. Við sjáum um lyfja-
gjöf heima og einnig erum við með
innöndunarvél sem María notast við
á hverjum degi. Hvort sem það er í
sambandið við Tryggingastofnun,
sjúkratryggingar, sálfræðinga eða
hverskonar stuðning myndi það
muna öllu að hafa sérstakan aðila
sem hægt væri að leita til.“
Fríða er gífurlega þakklát þeim
sem standa að átakinu og er þess
fullviss að stuðningsmiðstöð geti
gert gæfumuninn fyrir fjölskyldur
með langveik börn með sjaldgæfa og
ólæknandi sjúkdóma.
Myndi gera gæfumuninn
„Á allra vörum“
styður við alvar-
lega veik börn
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Barátta Þær Fríða Björk og dóttir hennar María Dís reyna ásamt fjölskyldu sinni að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt
fyrir veikindi Maríu. Það krefst mikillar vinnu og segir Fríða að tilkoma stuðningsmiðstöðvar yrði mikið gæfuspor.
„Við höfum aldrei sett okkur nein markmið í tölum. Hugmyndafræðin geng-
ur út á að vekja athygli fjölmiðla og almennings á viðkomandi málefni
hverju sinni. En þau markmið sem við höfum sett okkur í huganum hafa
alltaf náðst og rúmlega það,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, ein af forsvars-
konum átaksins Á allra vörum.
Glossin sem Á allra vörum selja eru löngu orðin landsfræg en nú
fer í fyrsta skipti fram sala á snuðum merktum átakinu. Í fyrra-
málið hefst svokallað útvarpsmaraþon á Rás 2 þar sem fólk
getur keypt óskalög. Um kvöldið verður sjónvarpssöfnun á
RÚV þar sem fólk getur hringt inn og stutt gott málefni.
Einnig er hægt að hringja í styrktarnúmer í síma 903 1000
(1.000 kr.), 903 3000 (3.000 kr.) eða 903 5000 (5.000 kr.).
Vilja vekja athygli á málefninu
MARGÞÆTT SÖFNUN ÁTAKSINS Á ALLRA VÖRUM
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Níu ára fékk 99.000 króna reikning
2. Guðlaugur Þór umvafinn kvenfólki
3. Notaði „hestasterana“ til að grennast
4. Tugmilljóna krafa Byko og Norvik
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á föstudag Hæg vestlæg átt og stöku skúrir, en suðaustan 8-13
m/s og dálítil rigning SV-lands síðdegis. Suðvestlægari og víða
væta um kvöldið, síst þó NA-lands. Hiti 5 til 10 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan og norðan 10-18 og víða rigning,
hvassast á annesjum vestantil, en hægari sunnanátt sunnantil
framan af degi. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld. Hiti 7 til 12 stig.
VEÐURÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á