Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjölbreytt fyrirtæki með ólíkan bak- grunn hafa komið sér fyrir undir einu þaki í Bakkaskemmu á Grandagarði. Öll eiga þau það sameiginlegt að tengjast íslenskum sjávarútvegi og mörg þeirra hafa haslað sér völl á er- lendum vettvangi. Þegar hús Ís- lenska sjávarklasans verður formlega opnað þarna í næstu viku verður þar aðsetur ellefu fyrirtækja með þrjátíu starfsmönnum. Ýmist er um skrif- stofur þeirra eða útibú að ræða. Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri Sjávarklasans, segir að starf- semin verði á 800 fermetrum til að byrja með. Hann segist vona að áður en langt um líður verði hægt að rúm- lega tvöfalda húsnæðið. Verði það að veruleika yrði á Grandagarði ein stærsta miðstöð slíkra fyrirtækja við Norður-Atlantshaf. „Þessi staðsetning hentar fyrir- tækjum í sjávarklasanum einstaklega vel,“ segir Þór. „Tengsl við önnur fyr- irtæki í Örfirisey eru mikilvæg og á neðri hæð hússins eru fiskmarkaður og fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi. Hér verða tæknifyrirtæki og stoðþjónusta ýmiss konar, en engin framleiðsla. Ég tel þó líklegt að hún færist nær okkur eftir því sem tíminn líður. Það er mikil þörf fyrir fyrirtæki í sjávar- útvegi að til dæmis málmiðnaður og tækni séu innan seilingar. Ég vil þess vegna að svæðið hér í Örfirisey bygg- ist upp fyrir slíka starfsemi, en síður sem íbúðarbyggð,“ segir Þór. Samstarf 37 fyrirtækja Íslenski sjávarklasinn er sam- starfsvettvangur fyrirtækja í haf- tengdri starfsemi og er nú með sam- starfssamning við 37 fyrirtæki. Stór hluti verkefna Sjávarklasans snýst um að tengja menn og fyrirtæki sam- an. Útgerð, tækni, iðnaður, fram- leiðsla, útflutningur, nýsköpun, menntun og margt fleira á heima undir þeirri regnhlíf sem Sjávarklas- inn er. „Við höfnina er mikil hringiða fyrirtækja í þessum geira. Nú þegar hefur komið í ljós að kaffistofan okk- ar er hjarta hússins þar sem hug- myndir og tækifæri hafa orðið að veruleika,“ segir Þór. Af ýmsum toga Auk aðstöðu Íslenska sjávar- klasans verða fyrirtækin í húsinu við Grandagarð 16 af ýmsum toga. DIS skilgreinir sig sem alþjóð- legt teymi og býður hreinlætislausnir m.a. í matvæla- og hátækniiðnaði. Thor-Ice sérhæfir sig í þróun og sölu á ískrapavélum og öðrum sérhæfðum kælibúnaði. Polar Fishing Gear sér- hæfir sig í sölu á toghlerum. Framkvæmdastjóri og sölu- teymi 3X Technology verða í húsi Sjávarklasans, en framleiðsla fyrir- tækisins er á Ísafirði. Í húsinu verður einnig skrifstofa Arctic-fish, sem er með fiskeldi hérlendis og erlendis, og Polar Fishing Gear, sem sérhæfir sig í sölu á toghlerum Útgáfufyrirtækið Goggur, sem gefur m.a. út Útvegsblaðið og Iðn- aðarblaðið, verður með skrifstofu í húsinu. Sömuleiðis Sjávarútvegurinn sem m.a. er með vefrit um sjáv- arútvegsmál. Þá verður lögfræði- stofan Lögmar undir þaki Sjávar- klasans. Loks má nefna að einn starfs- maður Marels verður með skrifstofu í húsinu til að tengjast hringiðunni við höfnina, en fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á hátækni- búnaði til vinnslu á fiski, kjúklingi og kjöti. Í klasanum Útsýnið við höfnina spillir ekki þar sem starfsmenn Thor-Ice hafa komið sér fyrir undir þaki Sjávar- klasans, Þorgeir Pálsson og Þorsteinn Ingi Víglundsson rýna í tölvuskjái. Sjávarklasinn í hring- iðunni við höfnina Morgunblaðið/Ómar  Fyrirtæki tengd útvegi verði í Örfirisey en ekki íbúðir Morgunblaðið/Ómar Góð aðstaða Miklar breytingar hafa verið gerðar innanstokks í húsinu. Nú eru teikn á lofti um að vaxandi áhugi sé á meðal ungs fólks fyrir námi í sjávarútvegi og tengdum greinum, segir m.a. á heimasíðu Sjávarklasans. Í þeim skólum sem Íslenski sjávarklasinn fékk upplýs- ingar um jókst aðsókn í haftengd- ar greinar um 46% á milli áranna 2011-2012 sem er mun meira en um margra ára skeið. „Á Íslandi eru ýmsir skólar sem bjóða upp á nám sem tengist sjáv- arútvegi og skyldum greinum á borð við sjávarútvegsfræði, skip- stjórn, vélstjórn, matvælafræði, fiskvinnslu og fiskeldi. Ef litið er til allra haftengdra greina, sem telj- ast hluti af íslenska sjávarklas- anum, má gera ráð fyrir að 1200- 1500 manns leggi stund á nám tengt hafinu ef skoðuð eru gögn frá Hagstofu. Aðsókn í háskólanám hefur al- mennt aukist mikið frá því eftir hrun og aðsókn í haftengt nám að einhverju leyti samhliða því. Miðað við þann uppgang sem hefur átt sér stað í sjávarútvegi á þessu tímabili hefur aukningin ekki stað- ist til fulls væntingar. Á þessu ári verður þó nokkur breyting þar á og verulega aukningu má sjá í aðsóknartölum í þær greinar sem í boði eru,“ segir á heimasíðunni. Aukinn áhugi á hafinu MARGIR SKÓLAR BJÓÐA NÁM TENGT SJÁVARÚTVEGI Á fundi stjórnar Faxaflóahafna í gær var samþykkt að úthluta HB Granda hf. alls um 13.700 fermetra lóð á Norðurgarði í Reykjavík til að byggja á frystigeymslu og mót- tökuhús fyrir frystan fisk. Geymslan verður um 2.500 fer- metrar og mun taka um tvö þúsund tonn af afurðum. Stefnt er að því að aðstaðan verði tekin í notkun upp úr miðju ári 2014. HB Grandi hf. á og rekur fimm frystiskip sem landa um 22.500 tonnum af frystum fiski á Norður- garði auk þess sem um 5.800 tonn af fiski eru unnin í fiskiðjuveri fyr- irtækisins. Framleiðslan verður flutt út með skipum sem lesta við Norðurgarð þannig að akstur með gáma úr Gömlu höfninni í Sunda- höfn minnkar frá því sem nú er. HB Grandi mun vinna með Faxaflóahöfnum sf. og Sambandi íslenskra myndlistarmanna að hönnun á ytra byrði frystigeymsl- unnar þannig að útlit hennar verði öllum til sóma. Þá mun HB Grandi vinna á næstu árum að end- urbótum á útliti eigna á lóðinni Grandagarður 20 þar sem áður var fiskimjölsverksmiðja. Loks skal nefnt að aðgát verður að hafa við framkvæmdir á svæðinu þar sem hinn „forni“ Norðurgarður liggur í gegnum lóðina, segir í frétt frá Faxaflóahöfnum. Byggja frystigeymslu á Norðurgarði - minnkar akstur með gáma í Sundahöfn m ú f f u r í h v e r t m á l NaNNa rögNvaldardóttir kynnir bók sína múffur í hvert mál í eymundsson Smáralind kl. 14.00 í dag. verið hjartanlega velkomin. www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Krabbameinsfélagið GLEYM MÉR EI Börn sem aðstandendur Örráðstefna 20. september kl. 16:30-18:00 16:30-16:35 Ráðstefnan sett. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. 16:35-16:45 Ráðgjöf. Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur segir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 16:45-17:00 „Að tala við börn um krabbamein“. Guðrún Oddsdóttir sálfræðingur hjá Barna- sálfræðistofunni. 17:00-17:15 „Í samfylgd með fjölskyldu“. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur. 17:15–17:30 „Þegar foreldri greinist með krabbamein“. Valgerður Hjartardóttir hjúkrunarfræðingur, djákni og fjölskyldumeðferðarfræðngur. 17:30-17:45 „Hollráð frá Hugo“. Hugo Þórisson barnasálfræðingur. 17:45-18:00 Kaffi og spjall. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur Fundarstjóri: Þorvaldur Daníelsson framkvæmdastjóri Krafts Skógarhlíð 8, 105 Rvk., 540 1900, www.krabb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.