Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fjölbreytt fyrirtæki með ólíkan bak-
grunn hafa komið sér fyrir undir einu
þaki í Bakkaskemmu á Grandagarði.
Öll eiga þau það sameiginlegt að
tengjast íslenskum sjávarútvegi og
mörg þeirra hafa haslað sér völl á er-
lendum vettvangi. Þegar hús Ís-
lenska sjávarklasans verður formlega
opnað þarna í næstu viku verður þar
aðsetur ellefu fyrirtækja með þrjátíu
starfsmönnum. Ýmist er um skrif-
stofur þeirra eða útibú að ræða.
Þór Sigfússon, framkvæmda-
stjóri Sjávarklasans, segir að starf-
semin verði á 800 fermetrum til að
byrja með. Hann segist vona að áður
en langt um líður verði hægt að rúm-
lega tvöfalda húsnæðið. Verði það að
veruleika yrði á Grandagarði ein
stærsta miðstöð slíkra fyrirtækja við
Norður-Atlantshaf.
„Þessi staðsetning hentar fyrir-
tækjum í sjávarklasanum einstaklega
vel,“ segir Þór. „Tengsl við önnur fyr-
irtæki í Örfirisey eru mikilvæg og á
neðri hæð hússins eru fiskmarkaður
og fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi. Hér
verða tæknifyrirtæki og stoðþjónusta
ýmiss konar, en engin framleiðsla.
Ég tel þó líklegt að hún færist nær
okkur eftir því sem tíminn líður. Það
er mikil þörf fyrir fyrirtæki í sjávar-
útvegi að til dæmis málmiðnaður og
tækni séu innan seilingar. Ég vil þess
vegna að svæðið hér í Örfirisey bygg-
ist upp fyrir slíka starfsemi, en síður
sem íbúðarbyggð,“ segir Þór.
Samstarf 37 fyrirtækja
Íslenski sjávarklasinn er sam-
starfsvettvangur fyrirtækja í haf-
tengdri starfsemi og er nú með sam-
starfssamning við 37 fyrirtæki. Stór
hluti verkefna Sjávarklasans snýst
um að tengja menn og fyrirtæki sam-
an. Útgerð, tækni, iðnaður, fram-
leiðsla, útflutningur, nýsköpun,
menntun og margt fleira á heima
undir þeirri regnhlíf sem Sjávarklas-
inn er.
„Við höfnina er mikil hringiða
fyrirtækja í þessum geira. Nú þegar
hefur komið í ljós að kaffistofan okk-
ar er hjarta hússins þar sem hug-
myndir og tækifæri hafa orðið að
veruleika,“ segir Þór.
Af ýmsum toga
Auk aðstöðu Íslenska sjávar-
klasans verða fyrirtækin í húsinu við
Grandagarð 16 af ýmsum toga.
DIS skilgreinir sig sem alþjóð-
legt teymi og býður hreinlætislausnir
m.a. í matvæla- og hátækniiðnaði.
Thor-Ice sérhæfir sig í þróun og sölu
á ískrapavélum og öðrum sérhæfðum
kælibúnaði. Polar Fishing Gear sér-
hæfir sig í sölu á toghlerum.
Framkvæmdastjóri og sölu-
teymi 3X Technology verða í húsi
Sjávarklasans, en framleiðsla fyrir-
tækisins er á Ísafirði. Í húsinu verður
einnig skrifstofa Arctic-fish, sem er
með fiskeldi hérlendis og erlendis, og
Polar Fishing Gear, sem sérhæfir sig
í sölu á toghlerum
Útgáfufyrirtækið Goggur, sem
gefur m.a. út Útvegsblaðið og Iðn-
aðarblaðið, verður með skrifstofu í
húsinu. Sömuleiðis Sjávarútvegurinn
sem m.a. er með vefrit um sjáv-
arútvegsmál. Þá verður lögfræði-
stofan Lögmar undir þaki Sjávar-
klasans.
Loks má nefna að einn starfs-
maður Marels verður með skrifstofu í
húsinu til að tengjast hringiðunni við
höfnina, en fyrirtækið sérhæfir sig í
þróun og framleiðslu á hátækni-
búnaði til vinnslu á fiski, kjúklingi og
kjöti.
Í klasanum Útsýnið við höfnina spillir ekki þar sem starfsmenn Thor-Ice hafa komið sér fyrir undir þaki Sjávar-
klasans, Þorgeir Pálsson og Þorsteinn Ingi Víglundsson rýna í tölvuskjái.
Sjávarklasinn í hring-
iðunni við höfnina
Morgunblaðið/Ómar
Fyrirtæki tengd útvegi verði í Örfirisey en ekki íbúðir
Morgunblaðið/Ómar
Góð aðstaða Miklar breytingar hafa verið gerðar innanstokks í húsinu.
Nú eru teikn á lofti um að vaxandi
áhugi sé á meðal ungs fólks fyrir
námi í sjávarútvegi og tengdum
greinum, segir m.a. á heimasíðu
Sjávarklasans. Í þeim skólum sem
Íslenski sjávarklasinn fékk upplýs-
ingar um jókst aðsókn í haftengd-
ar greinar um 46% á milli áranna
2011-2012 sem er mun meira en
um margra ára skeið.
„Á Íslandi eru ýmsir skólar sem
bjóða upp á nám sem tengist sjáv-
arútvegi og skyldum greinum á
borð við sjávarútvegsfræði, skip-
stjórn, vélstjórn, matvælafræði,
fiskvinnslu og fiskeldi. Ef litið er til
allra haftengdra greina, sem telj-
ast hluti af íslenska sjávarklas-
anum, má gera ráð fyrir að 1200-
1500 manns leggi stund á nám
tengt hafinu ef skoðuð eru gögn
frá Hagstofu.
Aðsókn í háskólanám hefur al-
mennt aukist mikið frá því eftir
hrun og aðsókn í haftengt nám að
einhverju leyti samhliða því. Miðað
við þann uppgang sem hefur átt
sér stað í sjávarútvegi á þessu
tímabili hefur aukningin ekki stað-
ist til fulls væntingar. Á þessu ári
verður þó nokkur breyting þar á og
verulega aukningu má sjá í
aðsóknartölum í þær greinar sem í
boði eru,“ segir á heimasíðunni.
Aukinn áhugi á hafinu
MARGIR SKÓLAR BJÓÐA NÁM TENGT SJÁVARÚTVEGI
Á fundi stjórnar Faxaflóahafna í
gær var samþykkt að úthluta HB
Granda hf. alls um 13.700 fermetra
lóð á Norðurgarði í Reykjavík til
að byggja á frystigeymslu og mót-
tökuhús fyrir frystan fisk.
Geymslan verður um 2.500 fer-
metrar og mun taka um tvö þúsund
tonn af afurðum. Stefnt er að því
að aðstaðan verði tekin í notkun
upp úr miðju ári 2014.
HB Grandi hf. á og rekur fimm
frystiskip sem landa um 22.500
tonnum af frystum fiski á Norður-
garði auk þess sem um 5.800 tonn
af fiski eru unnin í fiskiðjuveri fyr-
irtækisins. Framleiðslan verður
flutt út með skipum sem lesta við
Norðurgarð þannig að akstur með
gáma úr Gömlu höfninni í Sunda-
höfn minnkar frá því sem nú er.
HB Grandi mun vinna með
Faxaflóahöfnum sf. og Sambandi
íslenskra myndlistarmanna að
hönnun á ytra byrði frystigeymsl-
unnar þannig að útlit hennar verði
öllum til sóma. Þá mun HB Grandi
vinna á næstu árum að end-
urbótum á útliti eigna á lóðinni
Grandagarður 20 þar sem áður
var fiskimjölsverksmiðja. Loks
skal nefnt að aðgát verður að hafa
við framkvæmdir á svæðinu þar
sem hinn „forni“ Norðurgarður
liggur í gegnum lóðina, segir í
frétt frá Faxaflóahöfnum.
Byggja frystigeymslu á Norðurgarði
- minnkar akstur með gáma í Sundahöfn
m ú f f u r í h v e r t m á l
NaNNa rögNvaldardóttir
kynnir bók sína múffur í hvert mál í
eymundsson Smáralind kl. 14.00 í dag.
verið hjartanlega velkomin.
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
Krabbameinsfélagið
GLEYM MÉR EI
Börn sem aðstandendur
Örráðstefna
20. september kl. 16:30-18:00
16:30-16:35 Ráðstefnan sett.
Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri
Krabbameinsfélags Íslands.
16:35-16:45 Ráðgjöf.
Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur segir frá
Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.
16:45-17:00 „Að tala við börn um krabbamein“.
Guðrún Oddsdóttir sálfræðingur hjá Barna-
sálfræðistofunni.
17:00-17:15 „Í samfylgd með fjölskyldu“.
Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur.
17:15–17:30 „Þegar foreldri greinist með krabbamein“.
Valgerður Hjartardóttir hjúkrunarfræðingur,
djákni og fjölskyldumeðferðarfræðngur.
17:30-17:45 „Hollráð frá Hugo“.
Hugo Þórisson barnasálfræðingur.
17:45-18:00 Kaffi og spjall.
Allir velkomnir - ókeypis aðgangur
Fundarstjóri: Þorvaldur Daníelsson framkvæmdastjóri Krafts
Skógarhlíð 8, 105 Rvk., 540 1900, www.krabb.is