Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 „Aðgangur að öruggu íbúðar- húsnæði er mannréttindi en ekki forréttindi,“ segir í ályktun sem annað þing ASÍ-UNG sendi frá sér í gær en ASÍ-UNG er skipað ungum félagsmönnum aðildarfélaga Al- þýðusambands Íslands. Í álykt- uninni segir einnig að mikilvægt sé að ungt fólk hafi raunhæft val um búsetuform og fái húsnæðisstuðn- ing óháð því hvort það velji að leigja eða eiga húsnæði. „Þing ASÍ-UNG áréttar að íbúð- arhúsnæði á viðráðanlegum kjörum sé grundvallaratriði svo ungt fólk geti komið undir sig fótum og skap- að fjölskyldum sínum góð lífsskil- yrði,“ segir í ályktuninni. Þá segir að gera þurfi leigu að raunhæfum valkosti á húsnæð- ismarkaði en til þess þurfi m.a. að stuðla að stofnun stórra leigufélaga sem tryggi öruggt langtíma leigu- húsnæði fyrir ungt fólk á viðráð- anlegum kjörum. Einnig þurfi greiðslumat vegna íbúðarkaupa að vera raunhæft og taka aukið mið af stöðu hvers og eins. Mannrétt- indi ekki forréttindi  ASÍ-UNG ályktar um húsnæðismál Morgunblaðið/Ómar Fundur Annað þing ungra félags- manna ASÍ fór fram í gær. Í gær afhentu börn Kristjáns Eld- járns, fyrrverandi forseta og þjóð- minjavarðar, Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns minnis- og heið- urspeninga ásamt skyldum gögnum sem voru í eigu Kristjáns. Þá voru þrjátíu ár liðin frá dánardægri for- setans, sem lést 14. september 1982. Munirnir verða í eigu Þjóðminja- safns en varðveittir í Myntsafninu og verða til sýnis í anddyri Seðla- bankans alla virka daga næstu vik- ur milli kl. 13 og 16. Merkar minjar Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Afhending F.v. Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður og Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur gífurlegum vonbrigðum að mati Samtaka verslunar og þjón- ustu, SVÞ, þar sem frumvarpið fari í veigamiklum atriðum gegn helstu baráttumálum samtakanna. „Þau áform stjórnvalda að hækka tryggingagjaldið, nú þegar allar for- sendur eru til þess að lækka það um- talsvert, mega ekki ganga eftir. Fyr- irtæki í verslun og þjónustu bera flest hver hlutfallslega háan launa- kostnað og því er hlutur trygginga- gjaldsins mikill og torveldar fyrir- tækjum í þessum atvinnugreinum að standa undir þeim kjarasamningum sem gerðir voru, hvað þá að fjölga starfsfólki,“ segir m.a. í fréttabréf- inu. Þá eru áform um að afla 800 milljóna króna viðbótartekna af vörugjöldum sem lögð verða á mat- vöru sögð nokkuð sem engan óraði fyrir. Gagnrýna harðlega boð- aðar hækkanir ASÍ og BSRB hafa tekið höndum saman um sameiginlega fræðslu fyrir starfsfólk sitt og stjórnir með það fyrir augum að mæta breyttum tímum, nýjum áherslum og viða- meiri verkefnum. Í þessum tilgangi hefur verið bú- in til námsleiðin „Forystufræðsla fyrir stjórnir og starfsfólk stétt- arfélaga“ og er markmiðið með henni að miðla, ræða og þróa áfram þekkingu og aðferðir innan sam- takanna og efla um leið fag- mennsku og lýðræðisleg vinnu- brögð, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ASÍ í gær. Forystufræðslan er heildstæð námsleið sem skiptist í níu náms- þemu með 30 námskeiðum sem spanna alls 192 klukkustundir. Boð- ið verður upp á nokkur námskeið á hverju misseri, bæði á höfuðborg- arsvæðinu og á landsbyggðinni. Stefnt er að því að bjóða upp á fjar- nám. Stýrihópur stýrir verkefninu en umsjón er í höndum Félagsmála- skóla alþýðu og Fræðslusetursins Starfsmenntar. Hefja forystufræðslu í launþegasamtökum Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Falleg birta með ljósum frá Smith & Norland Þetta er vélin handa þér Við eldum með Siemens Sölusýning Í dagfrá kl. 10 til 16 Í dag efnum við til sölusýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið nýjasta sem við bjóðum, m.a. þráðlausa síma, eldunartæki, kæli- og frystitæki, uppþvotta- vélar, þvottavélar, þurrkara, ryk- sugur, smátæki og mikið úrval af alls kyns lömpum til heimilisnota. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður ríflegur staðgreiðsluafsláttur. Skoðið öll Tækifæristilboðin á www.sminor.is. Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.