Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 44
44 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012
Sem ung stúlka kunni ég því mátulega vel að eiga afmæli 15. sept-ember. Hefð var fyrir því hér í Grýtubakkahreppi að fjárréttirværu 17. september og kartöfluvertíðin er einnig um þetta
leyti. Því gafst ekki alltaf mikill tími til að halda upp á afmæli ungrar
stúlku. Í dag finnst mér þetta hins vegar ljómandi fínt og hægt er að
njóta afmælisins með því að bjóða gestum upp á lambakjöt af nýslátr-
uðu og hafa með kartöflur, teknar upp að morgni,“ segir Guðný
Sverrisdóttir, sveitarstjóri á Grenivík, sem er sextug í dag.
Í sumar voru liðin 25 ár síðan Guðný tók við hlutverki forystukonu í
sinni sveit. Hún segir að í tímans rás hafi þróun mála í byggðinni verið
jákvæð. „Þegar ég tók við voru íbúar hér 400 talsins en eru í dag um
360. Okkur hefur með öðrum orðum sagt tekist að halda í horfinu. En
nú er íbúum að fjölga. Unga fólkið fer varla héðan og margt af því er í
hreiðurgerð. Af því leiðir að nú þurfum við að stækka leikskólann,
sem er merki um jákvæða framþróun.“
Guðný, sem er gift Jóhanni Ingólfssyni og móðir tveggja uppkom-
inna sona, er yngst þriggja systra. Hinar eru Sigríður og Valgerður,
fyrrv. ráðherra. „Ég hélt myndarlega upp á fimmtugsafmælið og hef
nærst á góðum minningum frá þeim degi. Því verður afmælið nú bara
notalegt fjölskylduboð í sumarbústað; stund sem ég hlakka mikið til,“
segir Guðný. sbs@mbl.is
Guðný Sverrisdóttir er sextug í dag
Nýslátrað lamb og
kartöflur í afmæli
Úr einkasafni
Systur Frá vinstri: Valgerður, afmælisbarnið Guðný og Sigríður
Sverrisdætur frá Lómatjörn í kirkjugarði forfeðra sinna í Kanada.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Kópavogur Róbert Leó fæddist 12.
apríl kl. 8.43. Hann vó 14,5 merkur og
var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru
Sara Lárusdóttir og Guðmundur R.
Björgvinsson.
Nýir borgarar
Mosfellsbær Sigurður Helgi fæddist
15. apríl kl. 9.04. Hann vó 4.090 g og
var 54 cm langur. Foreldrar hans eru
Sædís Jónasdóttir og Daníel Már Ein-
arsson.
ráðgefandi læknir við öldrunarstofn-
anir 1983-86. Þá var hann sérfræð-
ingur í afleysingum á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri 1984-87.
Jón hefur rekið eigin lækningastofu
í Reykjavík um árabil, stundað vakt-
læknisstörf í Hafnarfirði og Reykja-
vík í nokkur ár og leyst af yfirlækna
í Vestmannaeyjum, á Akranesi, Ísa-
ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 1996-98
og yfirlæknir á kvenna- og fæðing-
ardeild Sjúkrahúss Suðurlands á
Selfossi 1998-2012.
Jón var skólalæknir í Boras 1977-
79, var í hlutastöðu yfirlæknis við
Heilsugæslustöðina á Selfossi 1981-
93, í hlutastarfi við mæðraeftirlit í
Keflavík og Hafnarfirði 1983-88 og
J
ón fæddist í Reykjavík og
ólst upp við Hringbrautina
í Vesturbænum. Hann var
í Melaskóla og Hagaskóla,
lauk stúdentsprófi frá MR
1962, embættisprófi í læknisfræði
frá HÍ 1970, öðlaðist almennt lækn-
ingaleyfi á Íslandi 1974 og í Svíþjóð
1979, öðlaðist sérfræðingsleyfi í
kvensjúkdómum og fæðingarhjálp í
Svíþjóð 1980 og á Íslandi 1983.
Yfirlæknir á Selfossi 1998-2012
Á námsárunum var Jón aðstoðar-
læknir í Laugaráshéraði, á Land-
spítalanum og Borgarspítala, heilsu-
gæslulæknir á Blönduósi og
Skagaströnd 1973-74, aðstoðar-
læknir á Lanslasarettet í Boras í
Svíþjóð 1974-79, á Skene lasarett, á
Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg,
Jubileumskliniken, deildarlæknir á
Lanslasarettet í Boras 1980-81, sér-
fræðingur á Landspítalanum,
kvennadeild, 1981-90, aðstoðaryfir-
læknir á Sjukhuset í Kristianstad,
kvennadeild 1991-95 og yfirlæknir á
Trelleborgs lasarett, kvennadeild,
1995-96, sjúkrahúslæknir á Fjórð-
Jón Baldvin Stefánsson yfirlæknir - 70 ára
Úti að borða Jón, Vilborg, Bylgja, elsta barnabarnið, Jóhann Haukur, Margrét Lára og Sif.
Sjálfstætt fólk best bóka
Hjónin Jón Baldvin og Sif í Óðinsvéum í Danmörku sumarið 2007.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is