Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu Borðapantanir í síma 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is Besti kokteilbarinn 2012 að mati Reykjavík Grapevine Hvort sem þú vilt kalla drykkinn þinn hanastél eða kokteil þá er ljóst hvar best er að njóta hans. Reykjavík Grapevine komst að þeirri niðurstöðu í árlegri úttekt sinni að Kolabrautin hefði að bjóða besta kokteilbar borgarinnar árið 2012. Komdu og bragðaðu á ógleymanlegu kvöldi. GunnhildurÁsta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Sýning Rúmenans Dan Perjovschi, News from the Island, verður opnuð í dag í Hafnarhúsinu. Perjovschi er einn áhrifamesti graffítí- og teikni- myndalistamaður samtímans. Leit- ast hann við að vekja fólk til um- hugsunar um viðteknar venjur og gildi í verkum sínum og almenn við- horf til samtímans nú á tímum vest- rænnar markaðshyggju. Til þessa notast hann við blöndu almennra og pólitískra skopmynda og graffítís, þar sem undirtónninn er eftir sem áður alvarlegur þrátt fyrir gamansamt samhengi oft á tíðum. „Fólk getur brosað saman að mis- munandi verkum og fundið sig þann- ig í samfélagi við næsta mann en á sama tíma gefur húmorinn einnig færi á ákveðinni fjarlægð frá við- fangsefninu, á sama tíma og fólk lít- ur sér nær,“ segir listamaðurinn. Sneri baki við hefðbundinni myndlist eftir 12 ár Perjovschi er klassískt menntaður myndlistamaður og starfaði sem slíkur fyrstu 12 ár ferils síns. Að eig- in sögn spilaði margt inn í þá ákvörðun hans að skipta algjörlega um stíl eftir 12 ár í hefðbundinni myndlist, þar ekki síst fall komm- únismanns í Rúmeníu undir lok ní- unda áratugarins. „Að mínu viti var ekki hægt að endurspegla hinn nýja raunveruleika sem við blasti við í málverkinu,“ segir Perjovschi. „Ég varð að teikna samtímann, raun- veruleikann, og þurfti hraðvirkari leið til að koma breytingunum til skila. Þar kom teikningin sterk inn“. Réð Perjovschi sig m.a. til póli- tísks tímarits þar sem hann leitaðist við að taka flóknar fréttir úr sam- tímanum og færa yfir á einfalt og háðskt myndmál, en engu að síður þýðingarmikið. „Frá byrjun leitaðist ég við að hafa stílinn einfaldan eins og til að bæta aðeins upp fyrir ringulreiðina og flækjustigið sem annars var ríkjandi,“ segir hann. Aðrir litir trufla Verk sín í dag vinnur Perjovschi beint á veggi sýningarrýmanna sem þau sýna. Um er að ræða einfaldar en beitt- ar teikningar og orð sem listamað- urinn skrifar með svörtum túss á hvíta fletina. Sumar teikninganna hefur hann teiknað áður en aðrar sækir hann innblástur í á þeim og þeim stað sem hann dvelur hverju sinni. „Ég held mig við svarta og hvíta litinn, þar sem andstæðurnar eru sem mestar. Aðrir litir þýða svo mismunandi hluti fyrir fólk,“ segir hann. Í upphafi mæltist þessi vinnuað- ferð Perjovschis, að mála beint á veggi sýningarrýma, miður vel fyrir. Hefur þó orðið breyting á og var hann til dæmis fyrsti listamaðurinn til að nýta anddyri MOMA lista- safnsins í New York sem sýning- arrými árið 2007, semsafnið hefur notað sem slíkt allar götur síðan. Áð- ur hafði Perjovschi m.a. vakið mikla athygli sem fulltrúi Rúmena á Fen- eyjatvíæringnum árið 1999 en hann hefur einnig teiknað verk sín á veggi þekktra safna og gallería víða, m.a. í Tate Modern í London, Centre Pom- pidou í París o.s.frv. Auk sýningaropnunarinnar í dag tekur Perjovschi þátt í listamanns- spjalli í Hafnarhúsinu á morgun, sunnudag, kl. 16. Morgunblaðið/Ómar Samtímaspegill Perjovschi var í miðjum klíðum við að koma verkum sínum á veggi D-salar í Hafnarhúsi þegar ljósmyndara blaðsins bar að garði. Gagnrýnt graffítí í svörtu og hvítu  Dan Perjovschi sýnir í Hafnarhúsi Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Síbreytileg sjónhverfing, máttur tímans og pólitísk samfélagsádeila eru efni þriggja sýninga sem opn- aðar verða í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag kl. 16. Í D-sal verður opnuð sýning rúmenska listamannsins Dan Perjovschi (sjá umfjöllun til hliðar) og í öðr- um sölum safns- ins sýningin HA og Hreyfing augnabliksins. Hanna Styrm- isdóttur er sýn- ingarstjóri þeirr- ar fyrrnefndu og Hafþór Yngvason, forstöðumaður safnsins, þeirrar síðarnefndu. Í Hreyfingu augnabliksins eru könn- uð umbreytingaröfl og tengjast verkin á henni framvindu og breyt- ingum. Verkin eru eftir listamenn- ina Jóhann Eyfells, Þór Elís Páls- son, Hörpu Árnadóttur, Guðrúnu Einarsdóttur, Rögnu Róbertsdóttur og Sólveigu Aðalsteinsdóttur. Ástandsbreytingar „Þetta eru málverk, ljósmyndir og eitt verk sem er í hefðbundnum skilningi tímatengt. Verkin eru þannig gerð að listamennirnir sleppa tökunum á þeim meðan þeir eru að gera þau, lofa efnablönd- unum að virka sjálfum. Til dæmis blandar Guðrún Einarsdóttir mis- munandi tegundir og magn af olíu og olíulitum og olíublöndunarefn- um. Hún blandar þetta allt upp á nýtt, þynnir þetta út þannig að þetta er lengri tíma að þorna. Svo lætur hún þetta sitja kannski í 12-14 mánuði á meðan þetta er að þorna og þá fara efnablöndurnar að mynda sín eigin form og ráða form- unum á verkunum. Það er eiginlega sammerkt með öllum þessum verk- um. Harpa Árnadóttir málar strig- ann með litadufti og síðan með lími og svo aftur með litadufti og lími, mörg þunn lög og þetta hefur þau áhrif að yfirborðið skreppur saman og mýkist á víxl, það springur, allt yfirborðið verður í sprungum án þess að hún stjórni því. Hún leyfir efnabreytingunum að skapa verk- ið,“ segir Hafþór um Hreyfingu augnabliksins. Hafþór segir verk Jóhanns Ey- fells á sýningunni mjög stórt en það hefur aldrei verið sýnt áður. „Hann tekur langan klæðisstranga, hvítt léreft og leggur það í blauta mold, leðju, og setur málm ofan á það og leyfir því að vera í nokkrar vikur. Þegar hann tekur það upp hefur málmurinn stimplað eða prentað ákveðin för í efnið og moldin hefur sín áhrif líka. Þannig að hann vinn- ur á svipuðum nótum.“ Hafþór segir innsetningu Söru Björnsdóttur í A-sal safnsins helj- armikla og að mikil vinna liggi að baki því. „Hún tekur ljósmyndir af rýminu sjálfu og innsetningin geng- ur út á það að hún varpar myndum af rýminu á veggi rýmisins og rugl- ar sýnina. Þetta kemur mjög sterkt út,“ segir Hafþór. Sara noti hvorki meira né minna en tíu skjávarpa í verkinu og safnið hafi þurft að end- urnýja skjávarpaflota sinn fyrir það. Tökunum sleppt og gest- ir „ruglaðir í rýminu“  Þrjár sýningar verða opnaðar í Hafnarhúsi í dag Morgunblaðið/Ómar Umbreyting Verk Jóhanns Eyfells á sýningunni Hreyfingu augnabliksins. Rými Sara Björnsdóttir varpar myndum af sýningarrýminu á veggi þess í Hafnarhúsi. Hafþór Yngvason Myndlistarkonan Ásdís Kalman opnar sýninguna Ljóseindir í sal fé- lagsins Íslensk grafík í dag kl. 15. Sýningarsalurinn er í Hafnarhúsi, hafnarmegin, Tryggvagötu 17. Á sýningunni má sjá abstrakt ol- íumálverk eftir Ásdísi en í þeim dregur hún fram ljósaminningar og upplifanir og hvernig þær geta birst í málverkinu, eins og segir í tilkynningu. Sýningin í sal grafíkfélagsins er áttunda einkasýning Ásdísar en hún hefur sýnt víða, m.a. í Listasal Mosfellsbæjar, Ásmundarsal, Nor- ræna húsinu og tekið þátt í samsýn- ingum hér á landi sem og erlendis, m.a. í Frakklandi og Danmörku. Ásdís nam myndlist við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands og hlaut kennsluréttindi frá Listahá- skóla Íslands árið 2004. Sýningin Ljóseindir verður opin miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Henni lýkur sunnudaginn 30. september. Ljóseindir í grafíksal Ljóseindir Ásdís við eitt verka sinna í sal Íslenskrar grafíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.