Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Borgarstjórn Reykjavíkur og skákhreyfingin ætla að minnast þess að 40 ár eru liðin frá einvígi Boris Spass- kys og Bobbys Fischers með mikilli hátíðardagskrá í Laugardalshöll í dag. Dagskráin hefst kl. 11 með mál- þingi þar sem fjallað verður um einvígi aldarinnar frá ýmsum hliðum, framkvæmd einvígisins og þýðingu þess fyrir alþjóðamál, skákíþróttina og stöðu Íslend- inga í alþjóðasamfélaginu. „Valinkunnir menn munu fjalla um einvígið frá mörgum hliðum. Friðrik Ólafsson, einn af frumkvöðl- unum sem héldu einvígið, mun fara yfir persónuleg kynni sín af Fischer og Spassky og gera upp aðkomu sína að einvíginu,“ segir Kjartan Magnússon, formaður undirbúningsnefndar, og tekur fram að fulltrúar sendi- ráða Bandaríkjanna og Rússlands hér á landi muni einnig halda tölu á málþinginu. „Vegna kalda stríðsins og pólitískra aðstæðna á þess- um tíma var þetta að sjálfsögðu stór viðburður og einn frægasti skákviðburður sögunnar. Okkur þykir einkar ánægjulegt að þeir skuli taka þátt í málþinginu. Nú er töluverður tími liðinn frá kalda stríðinu og nú ættu fulltrúar ríkjanna að geta tjáð sig um þýðingu einvíg- isins á annan hátt en hingað til,“ segir Kjartan. Á málþinginu verður velt upp með hvaða hætti mætti minnast einvígis aldarinnar með meiri og betri hætti en áður hefur verið gert. „Það hafa verið ábendingar um að betur mætti nýta þennan atburð í landkynningu og ferðamannaþjónustu hér á landi. Aðilar innan ferða- þjónustunnar hafa bent á að ferðamenn spyrji mikið um einvígið og meira mætti gera úr því að rækta minn- ingar um atburðinn.“ Um þessar mundir er sýning í Þjóðminjasafninu á munum tengdum einvíginu og Kjartan segir að eflaust verði skoðað hvort og þá með hvaða hætti mætti gera þá sýningu varanlega eða hvort leita megi leiða til að heiðra minningu einvígisins með öðrum leiðum. Í kjölfar málþingsins fer fram skákmót en það hefst kl. 13. Kjartan segir að skipuleggjendur vilji nýta þenn- an viðburð nú til að efla skákstarf meðal yngri kynslóð- arinnar. Á mótinu munu grunnskólakrakkar etja kappi auk þess sem keppt verður í sérstökum heiðursflokki þar sem skákmenn 60 ára og eldri tefla. Minnast einvígis aldarinnar  Valinkunnir einstaklingar fjalla um þýðingu einvígisins á málþingi í Laugardalshöll Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Tímamót Það þótti heimsviðburður þegar einvígi Bobbys Fischers og Boris Spasskys fór fram hér á landi 1972. – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 60 81 6 08 /1 2 Gildir til 30. september Lægra verð í Lyfju 15% afsláttur Nicotinell Tropical Fruit 204 stk. 4 mg: 7.598 kr. 204 stk. 2 mg: 5.454 kr. 24 stk. 2 mg: 799 kr. bbbb P B B / F R É T T A T Í M I N N bbbb P B B / F R É T T A T Í M I N N www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Hermiskaði , þriðja og síðasta bókin í Hungurleikaþríleiknum Á ÍSLENSKU! EINNIG FÁANLEG INNBUNDIN M E T S Ö L U B Æ K U R Sextíu ofbeldisbrot voru skráð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ágústmánuði sem er einu færra en í mánuðinum á undan. Hins vegar er fjöldinn meiri en á sama tíma og í fyrra. Fram kemur í skýrslu lögregl- unnar fyrir ágústmánuð, sem birt var í gær, að fjöldi ofbeldisbrota á höfuðborgarsvæðinu hafi verið nær óbreyttur undanfarna fimm mánuði eða í kringum 60 á mánuði með þeirri undantekningu að í júní hafi þeim fækkað nokkuð og verið samtals 46. Hins vegar hafi orðið fjölgun á tilkynningum um ofbeld- isbrot í miðborg Reykjavíkur frá því í byrjun árs. 477 ofbeldisbrot tilkynnt lög- reglu frá áramótum Sé horft aftur til ársins 2007, þegar ákveðið hámark var í fjölg- un tilkynninga um ofbeldisbrot, hafi minniháttar líkamsárásum fækkað stöðugt síðan eða um helming. Á sama tíma hefur orðið lítils- háttar fækkun á meiriháttar og stórfelldum líkamsárásum. Það sem af er þessu ári er fjöldi til- kynntra ofbeldisbrota 477 talsins. Fleiri ofbeldisbrot tilkynnt í ágúst en á sama tíma 2011 Karl á fimmtugsaldri var úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 21. sept- ember í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Það var gert að kröfu lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn var handtekinn eftir að lögreglan fann búnað og efni til framleiðslu fíkniefna í bílskúr við Efstasund í Langholtshverfinu síð- degis í fyrradag. Talið var að am- fetamín hefði verið framleitt í skúrn- um. Unnið hefur verið sleitulaust að rannsókn málsins en ljóst er að það er mjög umfangsmikið, að sögn lög- reglunnar. Lagt hefur verið hald á verulegt magn af tækjum og efnum í þágu rannsóknarinnar. Lögreglan framkvæmdi húsleit í iðnaðarhús- næði í Hraunahverfi í Hafnarfirði í gær í tengslum við málið. Við rannsóknina hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notið aðstoðar sérfræðinga frá Háskóla Íslands og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins auk sprengjusérfræðinga frá emb- ætti ríkislögreglustjóra. Lögreglan sagðist í tilkynningu í gær ekki geta upplýst nánar um búnað og efni fyrr en eftir helgina í fyrsta lagi. Flokka þyrfti og skrá muni sem hald var lagt á og efna- greina efnin. gudni@mbl.is Ljósmynd/Pressphotos.biz Gæsluvarðhald Maðurinn var handtekinn eftir að lögreglan fann búnað og efni til framleiðslu fíkniefna í bílskúr í íbúðarhverfi í Reykjavík. Settur í vikulangt gæsluvarðhald  Húsleit fór fram í Hafnarfirði í gær „Mér finnst sem þeir hafi brugðist öllum loforðum,“ segir Bergur Rögn- valdsson, fyrrverandi formaður svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Garðabæ, en hann hefur nú sagt sig úr flokknum vegna mikillar óánægju með fram- göngu forystumanna hans. Bergur gekk til liðs við flokkinn árið 2003 og hefur síðan verið virkur í starfi hans og gegndi formennsku í VG í Garða- bæ um árabil. Bergur segir að ástæðan sé meðal annars sú að loforð sem gefin hafi verið, og þá ekki síst varðandi lands- byggðina, hafi verið látin afskipta- laus. Þá einkum varðandi flutnings- jöfnuð sem hann hafi sjálfur lagt mikla áherslu á. Aukin skattlagning á ferðaþjónustuna komi ennfremur illa niður á hinum dreifðu byggðum og vísar hann þar til hækkunar á virð- isaukaskatti á hótel- og gistiþjónustu. Ennfremur nefnir hann þá ákvörð- un að styðja umsókn um inngöngu í ESB þrátt fyrir skýra stefnu VG gegn inngöngu í sambandið svo fátt eitt sé nefnt. Segir Bergur for- ystumenn flokksins rúna trausti og því hafi hann talið sig knúinn til þess að stíga það skref að segja skilið við hann. „Ég hef hugsað um þetta lengi og beðið þess að mínir framámenn gerðu eitthvað í málunum. Ég hef hins vegar gefist upp á þeirri bið.“ „Brugðist öllum loforðum“  Segir sig úr VG vegna óánægju með forystuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.