Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 ✝ Sigrún Ein-arsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 11. desem- ber 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 7. september 2012. Kjörforeldrar Sigrúnar voru Ein- ar Ágúst Guð- mundsson, f. 1894, d. 1961, og Þur- íður S. Vigfúsdóttir, f. 1900, d. 1987. Fóstursystir Sigrúnar er Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1928, búsett í Bandaríkjunum. Foreldrar Sigrúnar voru Jón Gestur Vigfússon, f. 1892, d. 1980, og Sesselja Magn- úsdóttir, f. 1893, d. 1975. Systkini Sigrúnar voru Stein- unn Ingiríður, f. 1916, d. 2007, Guðlaugur Magnús, f. 1918, d. 2004, Ásta Vigdís, f. 1920, d. 1999, Sigríður Áslaug, f. 1922, d. 1994, Vigfús, f. 1923, d. 1991, Gunnar Kristján, f. 1925, d. 1997, Jón Gestur, f. 1926, Haukur, f. 1929, d. 1930, Hauk- ur, f. 1931, d. 2001, Hörður, f. 1934, Guðmundur, f. 1935, d. 1988 og Einar Þórir, f. 1938. Sigrún giftist hinn 28. júní 1952 Yngva Guðmundssyni raf- magnseftirlitsmanni og kenn- sonur þeirra Hannes Freyr Berg Baldursson, f. 2010. 4) Einar Ágúst, f. 1963, kvæntur Emelíu Þórðardóttur, f. 1960. Börn Einars eru: a) Konráð, f. 1988, sambýliskona hans er Maria Gundersen, f. 1988. b) Daníel Ágúst, f. 1997. c) Katr- ín Ósk, f. 1999. d) Kristinn Ísak Arnarsson, stjúpsonur, f. 1981, kvæntur Elsu Margréti Magnúsdóttur, f. 1981. Saman eiga þau börnin Ástmar Helga, f. 2005 og Dagnýju Emmu, f. 2009. Sigrún ólst upp á Ísafirði hjá Þuríði föðursystur sinni og Einari Ágústi Guðmundssyni klæðskera. Sigrún fékk ung að aldri lömunarveiki sem mark- aði líf hennar alla tíð. Hún nam söng og píanóleik í Tón- listarskóla Reykjavíkur á sín- um yngri árum. Sigrún og Yngvi bjuggu á Ísafirði í um 40 ár. Hún helgaði sig hús- móðurstörfunum en að auki kenndi hún á píanó og var mjög virk í starfi Sunnukórs- ins og Kirkjukórsins á Ísafirði. Sigrún og Yngvi fluttu í Mos- fellsbæinn árið 1994 og bjuggu þar í 9 ár. Þegar Yngvi féll frá flutti Sigrún aftur til Ísafjarð- ar og bjó á Hlíf á meðan heils- an leyfði. Síðustu tvö árin dvaldi Sigrún á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vest- fjarða á Ísafirði. Útför Sigrúnar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 15. september 2012, og hefst at- höfnin kl. 14. ara við Iðnskólann á Ísafirði, f. 12. febrúar 1926 í Reykjavík, d. 15. ágúst 2003. For- eldrar hans voru Guðmundur Krist- inn Guðjónsson, f. 1893, d. 1977, og Geirþóra Ástráðs- dóttir, f. 1892, d. 1980. Börn Sigrún- ar og Yngva eru: 1) Þuríður, f. 1952, maki Guð- mundur Jónsson, f. 1952. Börn þeirra eru a) Málfríður, f. 1977, b) Yngvi, f. 1984, kvænt- ur Sigrúnu Melax, f. 1984. Saman eiga þau dæturnar Þur- íði, f. 2007, og Áslaugu, f. 2011 c) Ingibjörg Ásta, f. 1987. 2) Guðmundur Geir, f. 1953, d. 1975 3) Auður, f. 1963, gift Skúla Berg, f. 1963. Börn Auð- ar eru a) Anna f. 1981, d. 1981. b) Guðmundur Geir, f. 1985, sambýliskona hans er Birgitta Rós Guðbjartsdóttir, f. 1988. Saman eiga þau synina Ásgeir Yngva, f. 2007 og Eið Otra, f. 2011. c) Sigrún Anna, f. 1993. d) Guðmundur Viðar, stjúpson- ur, f. 1983. e) Þórunn Sig- urbjörg, stjúpdóttir, f. 1985, sambýlismaður hennar er Baldur Hannesson, f. 1988, Sigrún Einarsdóttir, tengda- móðir mín, er látin á 85. aldurs- ári. Eftir 37 ára kynni kemur margt upp í hugann. Hún var heilsteypt, velviljuð og hæfi- leikarík og aldrei heyrði ég hana mæla styggðaryrði til nokkurs manns eða um nokk- urn. Sigrún varð fyrir þeirri erf- iðu lífsreynslu að veikjast af mænuveiki á unga aldri og átti hún lengi við vanheilsu að stríða á barns- og unglingsár- um. Náði hún bata, en bar þó merki þessa sjúkleika alla tíð. Sigrún hafði gott vit á tónlist enda hafði hún unnið bæði söng og píanóleik og nýtti hún sér þessa hæfileika í þróttmiklu söngstarfi undir forystu Jónas- ar Tómassonar og Ragnars H. Ragnar á Ísafirði. Var gaman að ræða ýmislegt þessu tengt við hana. Áhugi á gróðri og dýralífi var henni í blóði borinn og naut hún veru sinnar í sumarbústaðnum í Tunguskógi sérlega vel innan um trén og fuglana sem þar voru. Tengdaforeldrar mínir, Sig- rún og Yngvi, höfðu þann sið að flytja í sumarbústaðinn í sum- arbyrjun á hverju ári og búa þar til hausts. Sýndist mér þessi sumardvöl vera henni lífs- nauðsyn og féll aldrei niður meðan heilsan leyfði. Samskipti við Sigrúnu voru ávallt með vin- semd og virðingu og hygg ég að þannig hafi viðmót hennar verið gagnvart öllum. Þetta tel ég að hafi verið einn af mannkostum hennar. Sigrún missti son í blóma lífsins og auk þess veikt- ist Yngvi tengdafaðir minn á efri árum af erfiðum sjúkdómi. Verða þetta að teljast nokkuð grimm örlög. Aldrei varð ég var við biturð eða eftirsjá hennar um lífsreynslu sína. Sumir lítilsigldir menn hafa gert sér far um að gera grín að tengdamæðrum sínum og gera lítið úr þeim. Eftir áratuga kynni mín af Sigrúnu tengda- móður minni hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem þetta stunda eru bæði húmors- lausir og illa kvæntir. Sigrún Einarsdóttir er kvödd með trega og vil ég þakka sam- ferð sem aldrei hefur borið skugga á allan þann tíma sem okkar kynni hafa staðið. Bless- uð sé minning hennar. Guðmundur Jónsson. Nú er hún elskulega amma mín fallin frá og fyllist hugur minn af miklum söknuði. Amma mín var ein besta og hjartahlý- jasta manneskja sem ég hef kynnst, talaði alltaf vel um alla, elskaði allt lifandi og lífið sjálft. Á mínum yngri árum tók hún mig að sér og kenndi mér á lífið og tilveruna. Stór hluti æsku minnar var með henni ömmu, þar sem píanóspil og söngur var hennar yndi og söng hún með sinni englarödd meðan hún kenndi mér á píanó. Alltaf fór ég til þeirra ömmu og afa eftir skóla þar sem hún gaf mér að borða, hlustaði á sögur mínar og hjálpaði mér með námið. Og alltaf er það minnistætt þegar við fórum út að gefa fuglunum á veturna og kíkja á blómin á sumrin. Eftir að afi veiktist fluttu þau aftur vestur og var þá gerð ferð til þeirra á sumrin til að hitta þau í skóginum. Eftir að ég kláraði mennta- skólann flutti ég vestur í eitt ár og sat hjá henni á hverjum degi, eins og svo oft áður, og sagði henni sögur dagsins. Ég þakka mikið fyrir þessa ákvörð- un mína að flytja vestur og vera hjá henni og eru mér einstak- lega minnisstæðar þær stundir sem við sátum saman á morgn- ana að drekka kaffi og segja hvor annarri sögur. Ég á henni allt að þakka og væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag ef væri ekki fyrir hana. Nú kveð ég hana ömmu Sig- rúnu og þakka henni fyrir allan tímann sem hún varði með mér. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir. Nú er hún amma mín Sigrún Einarsdóttir látin. Það er skrýt- ið að þó maður hafi í raun fyrir nokkru síðan gert sér grein fyr- ir því að hverju stefndi og því talið sig vera tilbúinn þegar að því kæmi þá voru fréttirnar um að hún elsku amma mín væri búin að kveðja svo miklu erf- iðari en ég gerði mér grein fyr- ir. Amma og afi, Yngvi Guð- mundsson, bjuggu lengst af á Engjavegi 27 á Ísafirði eða þangað til afi hætti að vinna en þá fluttust þau í Mosfellsbæinn. Þar bjuggu þau í níu ár. Þau fluttust svo aftur vestur eftir að afi veiktist. Hann lést sumarið 2003 og eftir það bjó amma ein á Hlíf, dvalarheimili aldraðra á Ísafirði. Þar leið henni vel inn- an um góðar vinkonur og frá- bært starfsfólk. Amma og afi áttu sumarbú- stað inni í Tunguskógi innan við Ísafjörð. Þangað fluttu þau á hverju sumri bæði þegar þau áttu heima á Ísafirði og eftir að þau fluttust suður. Alltaf var beðið eftir að voraði svo hægt væri að flytja inn í Skóg. Á ég þaðan margar góðar minningar sem gott er að rifja upp í dag. Ömmu þótti gaman að blómum og voru gluggarnir á heimili hennar gjarnan fullir af alls- konar blómum sem hún hugsaði um af mikilli natni. Hún var líka mikill dýravinur og mátti ekkert aumt sjá. Það var alltaf svo gaman og þægilegt að vera nálægt henni ömmu, hvort sem var á Engja- veginum, í Skóginum eða í Mos- fellsbæ. Amma hafði alveg sér- staklega góða nærveru. Hún fór varlega að öllu og öllum, hafði endalausa þolinmæði og aldrei kvartaði hún, hvað sem á gekk í lífi hennar. Aldrei heyrði ég hana ömmu mína heldur tala illa um nokkurn mann. Ég er heppinn að hafa átt hana að í 27 ár. Það er ekki hægt að hugsa sér betri ömmu og afa og alltaf var gott að leita til þeirra ef eitthvað bjátaði á og jafnvel bara til að hafa það rólegt. Síðustu tvö árin dvaldi amma á Heilbrigðisstofnum Vestfjarða og verður það skrýtið að fara ekki í heimsókn lengur á sjúkrahúsið til að hitta hana. Það var orðinn fastur liður að byrja Ísafjarðarheimsókn hjá ömmu og spjalla við hana um ýmsa hluti því meðan heilsan leyfði fylgdist hún vel með og var umhugað að allt gengi vel hjá fólkinu sínu. Eitthvert sinn kom það fyrir að ég sjálfur þurfti að leggjast inn á sjúkrahúsið á Ísafirði í nokkra daga og þá varð breyt- ing á. Á hverjum einasta degi og nokkrum sinnum á dag opn- uðust dyrnar inn til mín og inn rölti amma með göngugrindina sína. Við hlógum bæði að því að nú væri þetta búið að snúast við hjá okkur. Hvíldu í friði, elsku amma mín, og takk fyrir allt. Guðmundur Geir Einarsson. SEIG. Við stóðum í fokheldu húsinu sem Sigrún frænka og Yngvi (Ingi) voru að byggja að Engjavegi 27 á Ísafirði. Sigrún hafði teiknað þessa stafi á eina rúðuna og sýndi mér: þetta væru upphafsstafirnir í nöfnun- um þeirra Yngva en sýndi jafn- framt að þau væru seig. Þetta fannst mér stálpuðum krakk- anum nokkuð smart, en seinna átti þetta orð eftir að verða mér tákn um seigluna í henni frænku minni. Seig var hún og þurfti meira á því að halda en margir aðrir. „Bíta á jaxlinn og bölva í hljóði,“ sagði hún við okkur krakkana ef við vorum eitthvað að bera okkur aum- lega. „Má maður segja svona?“ „Já, Sigrún má það,“ svaraði móðir okkar. Og Sigrún mátti ýmislegt sem okkur krökkunum var kennt að væri ókurteisi og ekki er viðeigandi að segja frá í minningargrein um svo fágaða konu. En skýringin kom. Barn að aldri veiktist Sigrún af löm- unarveiki og barðist við afleið- ingar hennar allt sitt líf en hún gerði það með þeim hætti að við krakkarnir gerðum okkur ekki grein fyrir skertum líkamsburð- um hennar. Þrátt fyrir fötlun sína bar hún sig ætíð með reisn og þokka, glæsileg, ég man eftir mynd af henni og pabba prúð- búnum á Sunnukórsballi, þar stendur hún þráðbein í flotta ballkjólnum, myndin hefði smellpassað í hvaða glanstíma- rit dagsins í dag. Sigrún lét fötlun sína ekki aftra sér. Hún hafði ákaflega fallega söngrödd og var talin eiga framtíðina fyrir sér í söngnum en afleiðingar lömun- arveikinnar komu í veg fyrir það. Þá þurfti hún á seiglunni að halda eins og oftar í lífs- hlaupinu en harðast gekk lífið að henni er Geir, næst elsta barnið þeirra Yngva, lést rúm- lega tvítugur. Listrænir hæfileikar Sigrún- ar nutu sín m.a. í ákaflega fal- legu handverki, hún var ótrauð við að prófa alls kyns nýjar og oftar en ekki óhefðbundnar hannyrðir. Sigrún var okkur systkinum miklu meira en bara frænka. Eldri systkinunum var hún eig- inlega eins og stórasystir. Alla tíð voru samskipti fjölskyldn- anna afar náin, aðeins nokkur hús á milli heimilanna á Engja- veginum og á sumrin vorum við nánast eins og stórfjölskylda þar sem við bjuggum í sum- arbústöðunum í Tunguskógi, lóðirnar samliggjandi og stígur milli húsanna. Lífið var leikur, í minningunni sól og blíða alla daga, tvær mömmur og ein amma sem kom og kitlaði bræð- urna til að koma þeim á fætur á morgnana. Einu gilti hver þeirra huggaði og setti plástur á sár eða gaf mjólk og köku eða kringlu. Í Skóginum var mann- lífið einstakt og gott, þar rækt- aði Sigrún garðinn sinn af mik- illi list, varð sér úti um fáséð blóm og runna. Þangað sótti hún styrk. Síðustu sumrin var garðvinnan nánast orðin henni ofviða en þá lét hún sig ekki muna um að fara um á fjórum fótum til að hreinsa beðin og sinna blómunum sínum. Sigrún frænka mín var hörkutól. Hún var lífsglöð, fal- leg, blíð. Fullorðin kona fannst mér gott að koma til hennar og ræða málin. Hún var stór hluti af lífi mínu. Ég bið Guð að geyma Sigrúnu og kveð hana með væntumþykju og þakklæti fyrir það sem hún gaf mér og var mér með fallegu kveðjunni hennar sjálfrar: Vertu sæl, elskuleg. Ásdís S. Hermannsdóttir (Addý). Meira: mbl.is/minningar Svo lengi sem ég man þekkt- umst við Sigrún, því við ólumst upp saman í Hafnarstræti 6 á Ísafirði í húsinu sem feður okk- ar byggðu saman, þar sem þeir ráku verslun og klæðskeraverk- stæði Einars og Kristjáns um árabil. Mikill samgangur var því milli fjölskyldna okkar þar sem sönn vinátta og samhugur ríkti. Við vorum fimm telpur í húsinu, við þrjár systurnar en þær tvær á hinu heimilinu. Sig- rún var mjög falleg stúlka, en veiktist af lömunarveiki ung að aldri, sem háði henni alla tíð þó svo að hún hafi ekki látið það hindra að hún lifði eðlilegu og farsælu fjölskyldulífi. Sigrún hafði mikla unun af tónlist og eftir gagnfræðaskóla fór hún suður í Tónlistarskól- ann í Reykjavík og lærði á pí- anó. Hún var líka listræn í sér og fór um svipað leyti í mynd- listarnám. Hún hafði fallega söngrödd og naut þess að taka þátt í kórstarfi. Það lék líka allt í höndunum á henni og hún saumaði út, heklaði og prjónaði og var myndarbragur á heimili hennar, eins og á æskuheimil- inu forðum. Þegar Sigrún var liðlega tví- tug, kom ungur maður til vinnu á Ísafirði, Yngvi Guðmundsson, og tókust fljótt með þeim góðar ástir. Þau eignuðust fjögur myndarleg börn, en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa bráð- efnilegan og fallegan son, Guð- mund Geir. En þau hjónin nutu frábærrar umönnunar barna sinna og tengdabarna á efri ár- um þegar veikindi steðjuðu að. Síðasta árið hefur heilsu Sig- rúnar hrakað ört og dauðinn er líkn þeim sem unir því illa að vera ósjálfbjarga og upp á aðra kominn. Þakka ber frábæra umönnun á Sjúkrahúsi Ísafjarð- ar þar sem hún dvaldi undir lokin. Að leiðarlokum sendi ég öll- um hennar ættingjum mínar dýpstu samúðarkveðjur um leið og ég þakka fyrir langa sam- leið. Elísabet Kristjánsdóttir. Sigrún Einarsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og vinur, BÁRA HANSDÓTTIR, Efstaleiti 75, Reykjanesbæ, lést þriðjudaginn 11. september á Borgarspítalanum í Reykjavík. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 19. september kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir að beina þeim hlýhug að Krabbameinsfélaginu. Við viljum þakka öllum þeim sem önnuðust hana í veikindum hennar á Borgarspítalanum og á sjúkrahúsinu á Akureyri. Ykkar hlýja og alúð er aðdáunarverð og mikils metin hjá fjölskyldunni. Guðmundur Pétursson, Pétur Rúðrik Guðmundsson, Sólveig Gígja Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, STEINDÓR GÍSLI HJÖRLEIFSSON leikari, Blásölum 22, Kópavogi, andaðist að heimili sínu fimmtudaginn 13. september. Útförin verður auglýst síðar. Ragnheiður Steindórsdóttir, Jón Þórisson, Steindór Grétar Jónsson, Margrét Dórothea Jónsdóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.