Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 5. S E P T E M B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 216. tölublað 100. árgangur
MIKILVÆGUR
LEIKUR HJÁ
LANDSLIÐINU
Á SKÚTU
UMHVERFIS
JÖRÐINA
SJÓNHVERFING,
TÍMI OG ÁDEILA Í
HAFNARHÚSINU
SUNNUDAGSMOGGINN ÞRJÁR SÝNINGAR 48TVÆR LEIÐIR ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Júlíus
Laun Gríðarleg óánægja ríkir meðal heil-
brigðisstéttanna vegna launamála.
Nýstofnaður aðgerðahópur
hjúkrunarfræðinga á Landspít-
alanum hyggst næstkomandi þriðju-
dag afhenda samninganefnd hjúkr-
unarfræðinga kröfulista, áður en
nefndin gengur til fundar við samn-
inganefnd Landspítala sama dag,
þar sem ræða á nýjan stofn-
anasamning. Hópurinn hvetur
hjúkrunarfræðinga til að sýna sam-
stöðu og vera viðstaddir afhend-
inguna.
Gríðarleg óánægja ríkir meðal
heilbrigðisstéttanna með þá ákvörð-
un velferðarráðherra að hækka
laun forstjóra Landspítalans,
Björns Zoëga, sem segist skilja
launaáhyggjur starfsmanna spít-
alans.
Formaður Læknafélags Reykja-
víkur veltir því fyrir sér hvernig
ráðherrann og forstjórinn hyggist
bregðast við því ástandi sem nú sé
upp komið. „Hvað ætla þeir að bjóða
hinum almenna starfsmanni LSH?“
spyr Steinn Jónsson. »4 og 35
Hjúkrunarfræðingar
hvetja til samstöðu
og afhenda kröfulista
Eimskip
» Markaðsvirði Eimskips er
40,7 milljarðar króna ef horft
er til kaupa Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna á hlut í sumar.
» Fyrirtækið verður skráð á
markað í haust. Mögulega
verður verðið í hlutabréfa-
útboðinu hærra.
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Sex lykilstjórnendur Eimskips
fengu í ágúst kauprétt að 0,9% hlut í
fyrirtækinu. Fyrir áttu þeir kauprétt
að 3,5% og því eiga þeir rétt á að
kaupa 4,4% hlut. Markaðsvirði kaup-
réttarins er 1,9 milljarðar króna,
miðað við viðskipti sem áttu sér stað
í sumar. Þeir eiga rétt á að kaupa
bréfin fyrir lægri fjárhæð, sam-
kvæmt samningnum.
Um það bil helmingurinn af kaup-
réttunum var gerður við Gylfa Sig-
fússon forstjóra. Möguleiki er á að
stjórnendurnir fái úthlutaðan frek-
ari kauprétt á næsta ári.
Kaupgengið á kaupréttinum sem
veittur var á liðnum mánuðum mun
miðast við útboðsgengið þegar Eim-
skip verður skráð á hlutabréfamark-
að í haust, samkvæmt upplýsingum
frá fyrirtækinu.
Lykilstjórnendurnir fengu einnig
kauprétti árin 2010 og 2011 en mega
ekki nýta réttinn fyrr en eftir þrjú
ár. Þetta þýðir að það styttist í að
þeir megi leysa út kaupréttinn sem
gerður var árið 2010. Markaðsvirði
þess hlutar er 763 milljónir króna en
þeim býðst að kaupa bréfin á fimm
hundruð milljónir. Hagnaðurinn
næmi því 264 milljónum króna.
Bragi Ragnarsson, stjórnarfor-
maður Eimskips, segir í samtali við
Morgunblaðið að með þessu sé verið
að tvinna saman hagsmuni stjórn-
enda og hluthafa. Hann áréttar að
þeir verði að borga fyrir hlutabréfin.
MAukið við kauprétt »24
1,9 milljarða kaupréttur
Sex lykilstjórnendur Eimskips fengu aukinn kauprétt í ágúst Eiga rétt
á samtals 4,4% hlut Gætu innleyst hundraða milljóna hagnað á næsta ári
Morgunblaðið/Golli
Baltasar Víkingamynd er í farvegi
og mynd um slys á Everest-fjalli.
„Mér brá svolítið þegar ég áttaði
mig á þessu, að nú væri þetta ekki
lengur spurning um hvort mér tæk-
ist að ná þangað, heldur væri ég
kominn á staðinn, og nú þyrfti ég
bara að standa undir því.“
Svona lýsir Baltasar Kormákur í
viðtali í Sunnudagsmogganum í dag
augnablikinu þegar það rann upp
fyrir honum að hann væri við stjórn-
völ stórmyndar sem bæði skartaði
tveimur skærustu stjörnum Holly-
wood og væri framleidd af tveimur
stærstu kvikmyndafyrirtækjunum í
bransanum.
Um er að ræða glæpamyndina 2
Guns, með Denzel Washington og
Mark Wahlberg í aðalhlutverkum,
en dreifingarrétturinn á myndinni
utan Bandaríkjanna, Kanada, Bret-
lands og Ástralíu seldist á rúmar
fjörutíu milljónir dollara á kvik-
myndahátíðinni í Berlín í vetur.
Eftirvinnsla myndarinnar er næst
á dagskrá leikstjórans, sem nýlega
frumsýndi sjóslysamyndina Djúpið á
kvikmyndahátíðinni í Toronto við
góðar undirtektir, en hún var m.a.
lofuð fyrir sláandi raunsæisleg at-
riði á sjó.
„Það var virkilega erfitt að taka
úti á hafi,“ segir Baltasar. „Ég at-
hugaði með tanka, því myndir eru
yfirleitt teknar í þeim, en þá verða
öldurnar svo tilgerðarlegar. Ég held
að Íslendingar myndu ekki falla fyr-
ir slíku bulli hér í Norður-Atlants-
hafi,“ segir hann.
Baltasar er með nokkur verkefni á
prjónunum í samstarfi við Wahlberg,
víkingamynd er í farvegi, segir
hann, og þá á hann í viðræðum við
Working Title um að gera risamynd
um stórslys á Everest-fjalli, sem til
stendur að taka á Vatnajökli.
Rís úr djúpinu og stefnir á tindinn
Risamynd um stórslys á Everest í farvatninu Starfar áfram með Wahlberg
Hápunktur söfnunarátaksins Á allra vörum fór
fram í beinni útsendingu á RÚV í gærkvöldi en
alls hafa safnast um 100 milljónir í átakinu og
verður þeim varið til að koma á fót stuðnings-
miðstöð fyrir langveik börn með ólæknandi
sjúkdóma. Féð mun duga til að reka miðstöðina
í fjögur ár, að sögn forsvarskvenna átaksins, en
að þeim tíma loknum mun ríkið taka við rekstr-
inum. Söfnunarsímarnir verða áfram opnir.
Dugir til að reka miðstöðina í fjögur ár
Morgunblaðið/Kristinn
Í fjárlagafrumvarpinu er gert
ráð fyrir að spara 250 milljónir með
nýju greiðsluþátttökukerfi vegna
lyfjakostnaðar. Yfirlýstur til-
gangur með greiðsluþátttökukerf-
inu var þó ekki að spara fjármuni.
Aðstoðarmaður velferðarráðherra
segir orðalag í frumvarpinu vera
ónákvæmt. Sparnaðurinn upp á 250
milljónir eigi við um almennan
lyfjakostnað og komi greiðslu-
þátttökukerfinu ekkert við. »18
Ónákvæmt orðalag í
fjárlagafrumvarpinu
Grænlenska
landstjórnin
endurnýjaði
ekki þjónustu-
samning við
Flugfélag Ís-
lands um flug til
Austur-Græn-
lands. Félagið
hefur sinnt
þessu flugi í tíu
ár. Þess í stað var samið við Air
Greenland sem nú er með alla þjón-
ustusamninga í landinu. Ákvörð-
unin hefur vakið óánægju á Austur-
Grænlandi og lýsa heimamenn
áhyggjum vegna framtíðar ferða-
þjónustu á svæðinu. »2
Breyting á flugi til
Austur-Grænlands
Grænlandsflug Ekki
lengur samningur.