Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Skáldsagan Sumarhús með sund-
laug eftir hollenska rithöfundinn
Herman Koch hefur vakið verð-
skuldaða athygli hér á landi, fengið
afbragðsdóma og selst afar vel. Að-
alpersóna bókarinnar er heim-
ilislæknirinn Marc Schlosser en eftir
að einn sjúklinga hans deyr vakna
spurningar um það hvort lækninum
hafi orðið á mistök eða hvort hann
hafi óhreint mjöl í pokahorninu.
Þetta er bók um breyskar persónur
og bresti í samskiptum manna á
milli.
Læknisfræðin kemur allnokkuð
við sögu í bókinni og Koch er spurð-
ur hvort hann hafi lagst í miklar
rannsóknir við gerð bókarinnar.
„Ég lagðist ekki í neins konar
rannsóknir,“ segir hann. „Ég nýtti
mér eigin reynslu og reynslusögur
annarra, þá aðallega sjúklinga, ekki
lækna. Ég tékkaði á staðreyndum
þegar ég var búinn að skrifa bókina,
en gerði samt ekkert of mikið af því,
bara hæfilega mikið svo frásögnin
yrði trúverðug.“
Þú skrifar um breyskar persónur
sem eru oft ekki sérlega aðlaðandi.
Af hverju viltu skrifa um þannig per-
sónur?
„Ég vona alltaf að persónur mínir
verði trúverðugar; það skiptir mig
meira máli en að þær séu viðkunn-
anlegar eða góðar. Mér þykja dökku
hliðar mannlífsins mun áhugaverð-
ari en björtu hliðarnar og mér finnst
ögrandi og skemmtilegt að sýna að
„gott“ fólk er ekki eins gott og það
þykist vera. Hvað vonda fólkið varð-
ar þá er best að láta það lýsa skoð-
unum sem gætu verið manns eigin
skoðanir, þannig að maður fer að
efast um eigin góðmennsku.“
Það er ákveðin spenna í bókum
þínum. Sækistu markvisst eftir því
að skapa spennu?
„Að mínu mati þarf alltaf að vera
viss spenna í skáldsögu, eitthvað
sem fær lesandann til að halda
áfram að lesa, þó það skipti ekki jafn
miklu máli í skáldsögum eins og ég
skrifa og í spennusögum. Í spennu-
sögum getur útkoman oft valdið
miklum vonbrigðum. Í skáldsögum
mínum er ekki að finna hefðbundna
niðurstöðu spennusögunnar að því
leyti að enginn er handtekinn og
enginn fer í fangelsi. Þetta er frekar
eins og í hinu venjulega lífi, persón-
ur mínar komast upp með það sem
þær gera af sér.“
Finnst þér gaman að skrifa?
„Mér hefur alltaf fundist gaman
að skrifa, líka þegar ég var átta ára.
En ég hugsaði aldrei um skriftir sem
alvöru atvinnugrein fyrr en fremur
seint á ævinni. Ég óttaðist jafnvel
dálítið að ef ég gerði skriftir að aðal-
atvinnu minni myndi það á einhvern
hátt eyðileggja fyrir mér ánægj-
una.“
Dökkar hliðar lífsins heilla
Höfundur Sumarhúss með sundlaug ræðir um verk sín
Spenna Herman Koch í óvenjulegri stellingu. Hann segir vissa spennu þurfa að vera í skáldsögu. Afkoma hinnar skatt- ogskuldsliguðu Hörpuhallará nýhöfnu starfsári SÍ lof-aði góðu. Því þótt ætluð
megintekjulind af ráðstefnuhaldi
hafi hingað til brugðizt, þá var að-
sóknin að upphafstónleikum vetr-
arins hins vegar söm við sig. Hús-
fyllir að vanda. Og veitti svosem ekki
af, miðað við þessa dýrustu allra list-
greina í rekstri. Má merkilegt telja
hvað klassíkin laðar enn marga – á
tímum þegar frétzt hefur af áform-
um nýrra stjórnvalda sunnar á
Norðurlöndum í fyrra um að leggja
niður fjölda sinfóníuhljómsveita og
veita fénu í staðinn til svokallaðrar
rytmískrar tónlistar; e.t.v. í von um
skjótfengin atkvæði.
Annars má spyrja hvernig skil-
greina beri „rytmíska“ tónlist. Eftir
núgildri málnotkun að dæma á lýs-
ingarorðið aðeins við einföldustu af-
brigði, líkt og í dæmigerðu fjór-
gengu popprokki. Klassíkin er að því
leyti mun fjölbreyttari, jafnvel á
hrynföstustu augnablikum hennar
eins og á marsleitum stöðum D-dúr
konserts Ravels eða 5. sinfóníu
Tsjaikovskíjs – vel að merkja án að-
stoðar vélrænna trommusetts-
dynkja.
Restin snýst um varanleg gæði.
Eða hver man t.d. lengur eftir
grúppum 10. áratugar þá hæst var
hossað í dægurpressunni?
Þetta flaug manni fyrir hugskots-
heyrn á afburðavel heppnuðum tón-
leikum SÍ umrætt fimmtudagskvöld.
Enda tæptu píanókonsertarnir eftir
Maurice Ravel frá 1930/31 sumpart
á sama djass-blúsaða tónmáli er
gegnsýrt hefur flestallt rokk síðustu
60 ára – en með margfalt víðfeðmari
hætti. Þótt Ilan Volkov hafi að vísu
ekki reynzt með öllu ómistækur
frekar en flestir aðrir dírígentar, þá
tókst honum hér frábærlega upp við
að skila töfrum franska orkestr-
unargaldramannsins í dáleiðandi
fögrum en líka snörpum leik SÍ, og
skozki sólistinn sá um sitt með
áreynslulausum glæsibrag, hvort
heldur með báðum höndum eða
þeirri vinstri einni.
Fimmþætt 5. hljómkviða hins
rússneska melódíukonungs kastaði
þó tólfum með afburðahvössum og
krafthlöðnum leik hljómsveitarinnar
er spannaði allt tónalitróf erkitýp-
ískrar rómantískrar sinfóníu. Fínall-
inn var dúndur sem sagði sex, m.a.
fyrir óvenjuöflugan strokhljóm á
efsta sviði er kom manni snöggvast
til að halda að fjölgað hefði verið í
fiðlum um fjórðung. Undirtektir
áheyrenda voru að sama skapi á
suðupunkti.
Að svo komnu hefði venjulegu
kvöldi verið lokið. En þá tók nýjung
við, að líkindum undan rifjum stjórn-
andans, er nefndist „Eftirleikur“ og
hófst kl. 22. Manni datt hér í hug
aukafyrirsögnin „Vill einhver elska
38 ára gamalt framúrstefnuverk?“,
því rifjuð var upp tónögrun Atla
Heimis Sveinssonar frá 1974, Flo-
wer Shower. Mesta spennan fólst þó
í hversu margir gestir myndu
þrauka þessa viðbót, enda var fyrst
ákveðið á síðustu stundu að rýma
allar hæðir Eldborgar nema gólf-
hæðina – sakir 50% fráfalls.
Undirritaður lét sig samt hafa að
þreyja þorrann, og ekki alveg að er-
indisleysu því einkum síðasti þriðj-
ungur blómabaðsins lét á köflum vel
í eyrum; þ. m. t. skemmtilegur slag-
verkskafli og ýmislegt annað er
minnt gat á Zen-náttúrubúddisma.
En mikil ósköp hefði nú farið stykk-
inu vel að stytta undangenginn – og
drepleiðilegan – „kaos“-kafla um
helming!
Vænleg vertíðarbyrjun
Eldborg í Hörpu
Sinfóníutónleikar bbbbn /
bbnnn
Ravel: Píanókonsert í G; Píanókonsert í
D fyrir vinstri hönd. Tsjajkovskíj: Sin-
fónía nr. 5 í e. / „Eftirleikur“ kl. 22: Flo-
wer Shower eftir Atla Heimi Sveinsson.
Steven Osborne píanó og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Stjórnandi: Ilan Vol-
kov. Fimmtudaginn 13. september kl.
19:30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST