Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 11
Ævintýraskógur Ráðherra heimsótti nemendur í 7. bekk Kársnesskóla í útikennslu í sjálfum Ævintýraskóginum á Degi íslenskrar náttúru 2011.
jökli árið 1362 og þær hamfarir sem
því fylgdu. Surtseyjarstofa í Vest-
mannaeyjum verður opin, Sagna-
garður í Gunnarsholti og Nátt-
úrugripasafnið í Neskaupstað svo
fátt eitt sé nefnt. Í höfuðborginni
verður til dæmis efnt til fræðslu-
hjólaferðar fyrir alla fjölskylduna og
verður það mikil ævintýraferð, því á
hverjum áningarstað verða sérfræð-
ingar sem segja frá fuglum, vatna-
fari, gróðri, jarðhita og fleiru tengdu
svæðinu sem staldrað er við.“
Kennsla í söfnun birkifræja
Í Grasagarðinum verður vænn
og grænn ratleikur og rathlaup fyrir
alla fjölskylduna, þar sem áhersla
verður á umhverfis- og náttúru-
upplifun. „Á Háskólatorgi Háskóla
Íslands ætlar Árni Einarsson að
segja nýjustu fréttir af kúluskítnum
í Mývatni og í Keldnaholti verður al-
menningi boðið upp á kennslu í söfn-
un og sáningu birkifræja,“ segir
Bergþóra og bætir við að allir þessir
viðburðir séu ókeypis. „Skólarnir
taka líka þátt, til dæmis á að afhjúpa
útilistaverk í Grunnskóla Grindavík-
ur eftir helgi. Alla dagskrána má svo
sjá á heimasíðu okkar, umhverfis-
ráðuneyti.is.“
Tvenn verðlaun veitt
Formleg hátíðardagskrá um-
hverfis- og auðlindaráðuneytis verð-
ur á Árbæjarsafni klukkan tvö og
þar verða meðal annars veitt tvenn
verðlaun. Annars vegar fjölmiðla-
verðlaun þar sem þrír hafa verið til-
nefndir, Herdís Þorvaldsdóttir leik-
kona fyrir heimildarmynd sem hún
gerði um landeyðingu og ofbeit bú-
fjár, tímaritið Fuglar sem Fugla-
vernd gefur út og Rúnar Pálmason,
blaðamaður á Morgunblaðinu, fyrir
umfjöllun sína í áraraðir um akstur
utan vega. Hins vegar er náttúru-
verndarviðurkenning Sigríðar í
Brattholti, en hún var eldheitur
náttúruverndarsinni sem m.a. kom
Gullfossi til bjargar. Einhver ein-
staklingur verður heiðraður á morg-
un með þessari viðurkenningu fyrir
mikilsvert framlag til náttúruvernd-
armála á Íslandi.“
Hress Starfsmenn erlendra sendiráða og Umhverfisstofnunar lagfærðu í
fyrra göngustíg að hellinum Leiðarenda í tilefni Dags íslenskrar náttúru.
Hellir Árni B. Stefánsson fór með
Svandísi í ferð í Leiðarenda.
Fólki verður boðið upp á
kennslu í söfnun og sán-
ingu birkifræja.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012
„Á morgun ætla sérfræðingar á
Náttúrufræðistofnun Íslands að taka
á móti gestum og sjá um náttúru-
gripagreiningu,“ segir Anna Sveins-
dóttir hjá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands. „Í Garðabæ verða sérfræð-
ingar í steinum, steingervingum,
íslenskum plöntum, sjávardýrum,
fuglum og villtum spendýrum. Á
setri okkar á Akureyri verða sérfræð-
ingar í sveppum, íslenskum plöntum,
fléttum, fuglum og steinum. Fólk
getur komið með steina, steingerv-
inga, skeljar, kuðunga og annað slíkt
og látið greina fyrir sig. Til dæmis
eru til margar tegundir og ættbálkar
skelja og gaman að fá að vita hvort
viðkomandi gripur er algengur eða
sjaldgæfur. Fólk getur komið með
þurrkaðar plöntur eða myndir af
plöntum sem það hefur rekist á úti í
íslenskri náttúru en þekkir ekki. Eins
getur verið gaman að koma með
bein sem fólk veit ekki úr hvaða dýri
er. Við rennum blint í sjóinn enda er-
um við að gera þetta í fyrsta sinn, en
það verður spennandi að sjá hvað
kemur út úr þessu. Nú þegar sveppa-
tínslutíminn er, þá getur verið gam-
an fyrir fólk að koma með sveppi til
greiningar fyrir norðan þar sem
sveppafræðingur verður á staðnum.
Þar verður opið hús og starfsemi
Náttúrufræðistofnunar kynnt, en hér
fyrir sunnan verður einvörðungu
gripagreining.“
Opið verður á báðum stöðum
milli klukkan 14-16 á morgun.
Steinar, skeljar, jurtir o.fl.
Náttúrugripa-
greining
Gleðidagar kallast sýning á verkum
Kristjáns Jóns Guðnasonar sem nú
stendur yfir í Boganum í Gerðubergi.
Verkin á sýningunni kallar Kristján
Jón lífsgleðimyndir, en verk af þessu
tagi hóf hann að skapa vorið 2011.
Myndirnar málar hann frá hjartanu
með sínum eigin stíl sem hann segir
undir sterkum áhrifum frá alþýðu-
list.
Eru verkalýðsgangan á 1. maí í
fjölmenningarsamfélagi, rokkband
og almenn gleði á meðal myndefnis.
Kristján Jón Guðnason er fæddur í
Reykjavík 6. mars 1943. Hann stund-
aði nám við Myndlista- og hand-
íðaskólann 1961-1964 og Statens
Håndverks og kunstindustriskole í
Osló árið 1965-1967.
Kristján Jón vann mestan sinn
starfsaldur í Steinsmiðju S. Helga-
sonar ásamt því að sinna myndlist
sinni. Hann hefur haldið fjölmargar
sýningar á verkum sínum bæði hér
heima og erlendis. Meðal sýninga
fyrri ára má nefna samsýningarnar;
Ungdomsbienalinn í Osló 1970 og
haustsýningar F.Í.M. árin 1973 og
1974. Þá hefur hann tvívegis sýnt á
Mokka síðustu ár. Sýningin stendur
til 28. október og er opin virka daga
kl. 11-17 og kl. 13-16 um helgar.
Sýning Kristjáns Jóns Guðnasonar
Rokkband og verkalýðsganga á
Gleðidögum í Gerðubergi
Rokkband Kristján Jón Guðnason er undir sterkum áhrifum frá alþýðulist.
Myndir úr barnabókinni „Í skóg-
inum stóð kofi einn“ (Steht im Wald
ein kleines Haus) verða til sýnis á
aðalsafni Borgarbókasafns,
Tryggvagötu 15, frá og með sunnu-
deginum 16. september. Við opnum
sýningarinnar mun höfundur bók-
arinnar, Jutta Bauer, leiða gesti í
gegnum sýninguna með dansi og
söng en bókin byggist á vísunni um
lítið héraskinn og veiðimann, sem
margir þekkja.
Sýningin er samstarfsverkefni
Borgarbókasafnsins, Mýrarinnar –
alþjóðlegrar barnabókmenntahátíð-
ar, og Goethe-stofnunar. Allir eru
velkomnir, ekki síst börn og for-
eldrar. Léttar veitingar verða í boði.
Endilega…
Barnabók Mynd af sýningu Bauer.
…skoðið
héraskinn
www.baendaferdir.is
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Travel Agency
Authorised by
Icelandic Tourist Board
HAUST 10
Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, enda
líkti Goethe staðnum við himnaríki og skyldi engan undra. Eftir flug til München byrjum
við á því að fá okkur hressingu í miðbæ München, en þaðan verður ekið til Kufstein
í Tíról sem er mjög líflegur og skemmtilegur bær þar sem gist verður í 2 nætur.
Þaðan verður ekið til Riva del Garda sem er einn vinsælasti ferðamannabærinn við
Gardavatn og gist þar í 5 nætur. Farið í áhugaverðar skoðunarferðir, m.a til Feneyja,
drottningar Adríahafsins, Veróna elstu borgar Norður-Ítalíu. Í siglingu á Gardavatni til
Limone og Malcesine sem eru perlur Garda. Eftir ljúfa daga verður haldið til Seefeld
í Tíról, Austurríki, þar sem ríkir mikil náttúrufegurð inn á milli fjallanna þar sem gist
verður síðustu 2 næturnar. Ýmsar skemmtilegar uppákomur, farið verður á útimarkað,
hádegisverður snæddur í kastala hjá vínbónda og margt fleira.
Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson
Verð: 188.400 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og
íslensk fararstjórn.
11. - 20. október
Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar
Gardavatn & Feneyjar