Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Skuggar Svanavatnið var sýnt í nútímauppfræslu í Háskólabíói í gærkvöldi en áður minntu skuggar bílanna á bílastæðinu fyrir utan bíóið á uppfærsluna og mynduðu svartar nótur á auðu malbikinu. Golli Á hverju ári mælir Fraser-stofnunin í Kanada atvinnufrelsi í heiminum með aðstoð rannsóknarstofnana í öðrum löndum. Í mælingunni er litið til fimm þátta: 1) um- fangs ríkisins og op- inbers reksturs, skatta og fyrirtækja; 2) lagalegs umhverfis og friðhelgi eignarréttar; 3) að- gangs að traustum peningum; 4) frelsis til alþjóðaviðskipta; 5) reglna á fjármagns- og vinnumark- aði og um fyrirtæki. Niðurstöð- urnar eru kynntar á heimasíðunni www.freetheworld.com. Mjög er vandað til þessarar vísitölu, og tóku þrír Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði þátt í að smíða hana. Samkvæmt vísitölunni jókst at- vinnufrelsi á Íslandi talsvert árin 1983-1987 og síðan aftur frá 1991 til 2004. Til dæmis var íslenska hagkerfið hið 28. í röð 54 hagkerfa, sem mæld voru 1970. Þá var at- vinnufrelsi ekki mikið á Íslandi. Ís- lenska hagkerfið var hins vegar orðið 13. frjálsasta hagkerfið af 130 árið 2004, áður en lánsfjárbólan hófst. Þetta var fróðleg staðreynd. Samkvæmt tölunum frá 2009 hafði atvinnufrelsi á Íslandi hins vegar snarminnkað. Vísitala þess hafði hrapað úr 7,8 árið 2004 í 6,8 árið 2009. Íslenska hagkerfið var þá hið 70. af 141, þegar miðað var við atvinnufrelsi. Ísland var þá í röð þeirra fimm landa í heiminum, þar sem atvinnu- frelsi hafði minnkað mest árin á undan. Á meðal hinna land- anna voru Vene- súela og Argentína, en við Íslendingar höfum oftast viljað skipa okkur í röð annarra landa en þeirra. Núna á mánu- dagsmorguninn mun dr. Michael Walker, for- stöðumaður Fraser-stofnunar- innar, kynna niðurstöður mæling- anna fyrir 2010. Þetta gerir hann á morgunfundi Rannsóknamið- stöðvar um samfélags- og efna- hagsmál á Grand Hotel í Reykja- vík kl. 8.30 til 10.30. Full ástæða er til að vekja athygli á þessum fundi, og ég er áreiðanlega ekki eini mað- urinn, sem bíður með eftirvænt- ingu eftir nýjum tölum um at- vinnufrelsi á Íslandi. Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson » Samkvæmt töl- unum frá 2009 hafði atvinnufrelsi á Íslandi hins vegar snarminnkað. Vísitala þess hafði hrapað úr 7,8 árið 2004 í 6,8 árið 2009. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands. Hefur atvinnu- frelsi stórminnk- að á Íslandi?Því er stundum hald-ið fram að markaðir okkar fyrir sjávarfang séu ekki síðri auðlind en sjálfur sjórinn kring- um Ísland. Á mörk- uðunum ræðst hvað við fáum fyrir aflann og hvað er til skiptanna. Markaðirnir eru auð- lind í sjálfu sér, sem við þurfum að rækta og sinna af natni eins og hverri annarri uppsprettu verðmæta. Það ræðst af gæðum markaðs- mennskunnar, hversu mikið við fáum fyrir það sem úr sjó er dregið. Um- ræða um auðlind markaðanna hefur hins vegar ekki verið fyrirferð- armikil. Þó tók ég eftir á líðandi ári að á þingum sjávarútvegsins komu fram raddir sem héldu því fram að mark- aðsmál greinarinnar væru ekki nægi- lega samvirk heldur sundrandi á köfl- um. Menn létu sér ekki nógu annt um verðmæti eins og orðstír íslensks „baccalá“ í Miðjarðarhafslöndum, ís- lensks þorsks í Bandaríkjunum og Ís- landssíldar í Skandinavíu. Stóru sjáv- arútvegsfyrirtækin vinna hvert fyrir sig ágætt markaðs- og sölustarf, en samt heyrist sú skoðun að Ísland sem sjávarútvegsland sé að týna góðri ímynd sinni í hít alþjóðlegra við- skiptakeðja og fiskmarkaða. Fyrir leikmann er erfitt að leggja mat á þessa umræðu. Hitt veit ég þó úr starfi að utanríkismálum að frændur okkar Norðmenn bera sig öðruvísi að. Norsk sjömatsråd er til að mynda öflugt opinbert hlutafélag, fjármagnað með gjaldi á útveginn, og ver á yfirstandandi ári 9 milljörðum íslenskra króna til áróðurs fyrir norskan sjávarútveg. Ráðið skipu- leggur milli 500 og 600 markaðs- verkefni í samvinnu við norsk sjáv- arútvegsfyrirtæki á hverju ári. Hjá því starfa 100 starfsmenn í 12 lönd- um að sameiginlegri markaðssetningu, mark- aðsupplýsingum, mark- aðssamskiptum, ímynd- arvörnum og almannatengslum. Með höfðatöluaðferð- inni má finna út að til að komast í samjöfnuð við Norðmenn ættum við að vera með að minnsta kosti 7 manna sérsveit í 30-40 markaðsverkefnum tengdum sjávarútvegi á ári og verja til þess milli 500 til 600 milljónum króna. Á aðalfundi Íslandsstofu fyrr á árinu vakti ég athygli á að með frum- varpi til laga um stjórn fiskveiða, sem þá lá fyrir þinginu, væri hugs- anlega verið að renna stoðum undir samstarf opinberra aðila og sjávar- útvegsfyrirtækja sem byggja mætti á vörn og sókn fyrir Ísland sem sjáv- arútvegsland. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir leigupotti þar sem aflamarki verður ráðstafað um kvótaþing. Gert var ráð fyrir að fimmtungi tekna sem aflað yrði með þeim hætti yrði að hluta ráðstafað í markaðs- og þróun- arsjóð tengdan sjávarútvegi. Sá sjóð- ur gæti sem best lagt til fjármagn til sameiginlegrar markaðssóknar ís- lensks sjávarútvegs með svipuðum hætti og Norðmenn stunda fyrir sína fiskvinnslu. En vafalítið mætti líka fara aðrar leiðir. Íslenskur fiskur á raunar í harðri og vaxandi samkeppni við framleiðslu Norðmanna, sem mun bara harðna á næstu árum þar sem ljóst er að þorskstofninn í Barentshafi er nú í örum vexti. Fyrr á árinu var þannig birt ráðgjöf um verulega aukningu þorskkvóta Rússa og Norðmanna á Barentsþorski. Skv. henni gæti aukn- ingin ein úr Barentshafi orðið jafn- mikil og gervallur þorskkvóti Íslands á nýbyrjuðu fiskveiðiári. Sennilega hefur því aldrei verið jafn mikil þörf og nú á skipulögðu átaki fyrir ís- lenskan sjávarútveg á mörkuðum er- lendis. Við höfum dæmin fyrir augunum um góðan árangur af samstarfi stjórnvalda og ferðaþjónustunnar, þar sem áfalli vegna eldgosa var snú- ið í markaðssókn undir merkjum Inspired by Iceland. Í kjölfarið sigldi svo átakið Ísland allt árið, skipulagt til þriggja ára, þar sem markmiðið er að gera ferðaþjónustuna að heils- ársatvinnugrein um land allt. Til- gangurinn með stofnun Íslandsstofu var einmitt að smíða básúnu sem at- vinnugreinum byðist að blása í sín sameiginlegu stef þannig að vel heyrðist á erlendum mörkuðum. Á fyrrnefndum aðalfundi Íslandsstofu leyfði ég mér að leggja til að næsta stórverkefnið sem ráðist yrði í væri sameiginleg markaðssetning fyrir ís- lenskan sjávarútveg. Íslandsstofa er þegar að verki fyrir sjávarútveginn í kynningu á uppruna- og gæðamerk- inu Iceland – Responsible fisheries, og hefur til að bera þann sveigj- anleika í skipulagi sínu að geta tekið að sér ný stórverkefni. Sjávarútvegs- landið Ísland þarf á sókn að halda til að treysta og bæta stöðu sína á mörkuðum erlendis. Eftir Össur Skarphéðinsson »Með höfðatölu- aðferðinni má finna út að til að komast í sam- jöfnuð við Norðmenn ættum við að vera með að minnsta kosti 7 manna sérsveit í 30-40 markaðs- verkefnum tengdum sjávarútvegi á ári ... Össur Skarphéðinsson Höfundur er utanríkisviðskipta- ráðherra. Gerum út á auðlind markaðanna Borgarstjórn Reykjavík- ur og skákhreyfingin efna til skákhátíðar í Laug- ardalshöll í dag í tilefni af því að fjörutíu ár eru liðin frá heimsmeistaraeinvíg- inu í skák milli Roberts Fischers og Boris Spassky, en það fór fram 1. júlí-3. september 1972 í Reykja- vík. Dagskráin hefst með málþingi kl. 11 þar sem m.a. verður rætt um af hverju það er þekkt sem „Einvígi aldarinnar“ og þýðingu þess fyrir al- þjóðamál, skákíþróttina og stöðu Íslend- inga í samfélagi þjóðanna. Kl. 13 hefst síðan minningarskákmót í stóra sal hall- arinnar með þátttöku barna og unglinga, auk þess sem skákmenn 60 ára og eldri tefla í sérstökum heiðursflokki. Einvígi Fischers og Spassky er án efa frægasta skákkeppni sögunnar en hún vakti á sínum tíma heimsathygli vegna aðstæðna í alþjóðamálum. Kalda stríðið var í hámarki og margir fjölmiðlar fjöll- uðu um einvígið eins og uppgjör milli kommúnistaríkjanna og hins frjálsa heims þar sem fremstu skákmeistarar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna mætt- ust við taflborðið. Framan af mótinu ein- kenndust samskipti keppendanna af mik- illi spennu og urðu ýmsir atburðir í tengslum við það ekki síður fréttaefni en einstök skákúrslit. Vegna keppninnar var Reykjavík í brennidepli heimspress- unnar í rúma tvo mánuði og hafði það mikla og jákvæða landkynningu í för með sér fyrir Ísland. Mikilvægt sjálfboðaliðastarf Á síðasta ári samþykkti borgarstjórn tillögu Sjálfstæðisflokksins um að minn- ast heimsmeistaraeinvíg- isins 1972 með viðeigandi hætti. Er hátíðin haldin í góðu samstarfi við Skák- samband Íslands, Skákaka- demíu Reykjavíkur og tafl- félögin í Reykjavík. Vil ég þakka öllum þessum aðilum fyrir ánægjulegt samstarf í tengslum við hátíðina, sem og fyrir hið mikla og stöð- uga sjálfboðaliðastarf er þeir inna af hendi í þágu skákstarfs meðal barna og ungmenna í borginni. Ábendingar hafa komið fram um að gjarnan mætti standa betur að kynningu á skákeinvígi aldarinnar. Koma slíkar ábendingar m.a. frá aðilum í ferðaþjón- ustu, sem telja að nýta megi mun betur þau tækifæri er felast í því að borgin hafi hýst slíkan heimsviðburð. Þessi gagnrýni á rétt á sér. Nú stendur yfir sýning í Þjóðminjasafninu á munum tengdum einvíginu og að henni lokinni finnst mér t.d. vel koma til greina að skoðað verði hvort unnt sé að gera slíka sýningu var- anlega með einhverjum hætti. Megi skákhátíðin í Laugardalshöll í dag verða ánægjuleg áminning um „Ein- vígi aldarinnar,“ festa minningu þess í sessi og stuðla að enn frekari eflingu skákstarfs meðal ungu kynslóðarinnar! Fjörutíu ár frá einvígi aldarinnar Eftir Kjartan Magnússon Kjartan Magnússon »Einvígi Fischers og Spassky er án efa frægasta skákkeppni sög- unnar en hún vakti heims- athygli á sínum tíma vegna aðstæðna í alþjóðamálum. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður undirbúningsnefndar skákhátíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.