Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Icelandair hefur notið þess alla sína 75 ára sögu að búa að traustu og hæfileikaríku starfs- fólki sem hefur verið tilbúið að eyða stórum hluta starfsævi sinnar hjá félaginu. Í þennan stóra hóp er nú höggvið stórt skarð með fráfalli Arnórs Þór- hallssonar, deildarstjóra Verk- fræðideildar. Flugfélag Íslands fékk Arnór til starfa 1975 eftir að hann hafði m.a. starfað hjá Póst- og Síma- málastofnun. Fyrst starfaði hann sem fulltrúi hjá tæknistjóra fé- lagsins en það starf þróaðist fljótt í starf deildarstjóra Verk- fræðideildar sem sinnti flestum þeim málum er varða stjórnun og eftirfylgni viðhalds. Síðar var deildinni skipt upp en Arnór hélt áfram að stýra þeim hluta er hélt nafngiftinni Verkfræðideild allt til starfsloka árið 2010. Á þeim tíma gekk deildin og fyrirtækið allt gegnum vöxt og miklar breytingar með sameiningu Flugfélagsins og Loftleiða, heild- arendurnýjun flugflota og tölvu- væðingu svo fátt eitt sé nefnt. Arnór Þórhallsson ✝ Arnór Þór-hallsson fædd- ist í Reykjavík 13. desember 1945. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 26. ágúst 2012. Útför Arnórs fór fram frá Háteigs- kirkju 5. september 2012. Á þessum um- brotatímum reynd- ist Arnór góður verkmaður og góð- ur leiðtogi. Er hans minnst með mikilli hlýju af öllum sem fengu tækifæri til að starfa með hon- um. Eftir formleg starfslok starfaði Arnór áfram að hluta við ýmis verk- efni og var ánægjulegt fyrir fyr- irtækið að fá að njóta áfram krafta hans og reynslu. Arnór gegndi einnig fjölmörg- um öðrum flugtengdum störfum og hefur snert flesta með ein- hverjum hætti sem koma að tæknimálum flugvéla á Íslandi ásamt því að taka þátt í fjölmörg- um flugtengdum verkefnum á breiðum vettvangi. Ég hóf störf hjá félaginu 2006 og voru það mikil forréttindi að fá að kynnast Arnóri og njóta þekkingar og reynslu hans þegar maður var sjálfur að taka sín fyrstu skref. Það veit ég að allir sem komið hafa á undan mér geta tekið undir. Þekkingar- brunnur hans var ótæmandi en auk þess var hann hlýlegur og með einstaklega jákvætt og bjart viðhorf til samstarfsmanna sinna og þeirra verkefna sem voru til meðferðar hverju sinni. Það er erfitt að hugsa til þess að ekki sé hægt að leita í þann mikla reynslubanka sem hann bjó yfir, bæði þegar kom að tæknimálum og öðrum málum. Við samstarfsmenn Arnórs kveðjum nú góðan fagmann og stjórnanda en fyrst og fremst góðan vin. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Jens Þórðarson, tæknistjóri Icelandair Arnór var maður sem bar létt- leikann og gleðina með sér með smá stríðni í augum. Hann var íhugull og áhugasamur, hraust- legur og bjartur yfirlitum. Arnóri kynntist ég fyrir 27 árum, er ég byrjaði á lagernum hjá Flugleiðum í Reykjavík. Kynnin efldust svo til muna þegar ég fékk að koma inn sem sumar- starfsmaður hjá honum á seinni hluta flugvélaverkfræðináms míns. Vann ég þar ein fimm sum- ur við margvísleg miskrefjandi og fjölbreytt verkefni. Arnór var hreinskiptinn, myndarlegur og kraftlegur með geislandi framkomu hvort sem hann tjáði sig á íslensku eða ensku. Hann var fús til aðstoðar og reyndist mér ávallt mjög vel. Dyr hans voru ætíð opnar til að ræða verkefni eða segja nokkra brandara. Ef gerði maður mistök þá tók hann við skömmunum en gaf manni tækifæri til leiðrétt- ingar. Þannig náði hann fram því besta í öllum með léttu fasi. Árið 2003 tók ég við hans starfi sem deildarstjóri Verkfræðideildar Icelandair. Arnór reyndist mér þá sem áður góður fróðleiks- brunnur og það var þægilegt að ganga inn í kerfi sem hann var búinn að hanna fyrir sína deild. Samstarf okkar var með ein- dæmum gott þótt ekki værum við alltaf sammála en virtum skoð- anir hvor annars. Hann sat ekki á upplýsingum heldur deildi þeim og gaf mönnum tækifæri til að standa á öxlum sér og taka hlut- ina lengra. Það mættu margir aðrir taka sér til eftirbreytni. Er ég snéri aftur til Icelandair árið 2010 tók ég enn á ný við starfi Arnórs en þá í því hlutverki að stofna nýja deild innan Ice- landair. Ég reyndi að gefa mér tíma núna síðustu ár til að hitta Arnór reglulega og endurgjalda honum þann tíma sem hann gaf mér á undanförnum árum. Við gátum spjallað um allt mögulegt og oft var tónlist og kórsöngur ræddur. Það æðruleysi sem ein- kenndi Arnór í veikindunum, stolt af fjölskyldunni og ánægju með eigin störf var unun að upp- lifa. Hann talaði opinskátt um veikindi sín en horfði alltaf bjart- ur fram á við þar til á banabeðinn var komið. Þá tók hann því eins og hverju öðru hundsbiti, sagðist vera raunvísindamaður og vissi hvert stefndi. Arnór kvaddi mig og Sigga Ás- geirs á Landspítalanum sáttur og kvaðst hafa ferðast á Saga Class í gegnum lífið. Hann færi óhrædd- ur enda væri hann ekki sá fyrsti sem færi í þetta ferðalag. Það var þægilegt að geta átt notalega stund með honum og Ingibjörgu í hans hinsta flugtaki FI222 Kefla- vík – Gullna hliðið. Jarðarför hans var sannkölluð tónlistarveisla með ungu og efni- legu tónlistarfólki. Það var falleg kveðjustund fyrir einstakan mann sem hafði púlsinn á líðandi stund, fylgdist vel með tækni- framförum og sínum samstarfs- félögum. Hans verður sárt sakn- að en minningin um góðan dreng og verk hans lifa áfram. Ég færi Ingibjörgu, börnum og aðstandendum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bragi Baldursson. Ég heyri í tónlist, það er sung- ið með og takturinn sleginn á stýrið. Það er pabbi sem er við stýrið, við erum á mjólkurbílnum. Við stoppum á bæjunum í Ós- landshlíðinni til að taka mjólkur- brúsana sem bíða á mjólkurpall- inum. Leiðinni er heitið í Snorri S. Jónsson ✝ Snorri Sig-björn Jónsson fæddist á Hóla- landshjáleigu í Borgarfirði eystra 9. september 1926. Hann lést á Akra- nesi 28. ágúst 2012. Snorri var jarð- sunginn frá Akra- neskirkju 3. sept- ember 2012. mjólkursamlagið á Sauðárkróki. Þetta eru sko skemmtileg- ar ferðir. Við syngj- um á leiðinni og fylgjumst með bíl- um sem við mætum. Segjum númerin upphátt því pabbi þekkir oftast hver á bílinn. Okkar bíll er með númerið K-230. Ég sé kókflösku í vegkanti og pabbi stoppar svo ég geti hlaupið út og náð í flöskuna. Þessi flaska fer í stóran poka heima í Ártúni því við erum að safna fyrir nýju skóladóti. Þegar haustið kemur seljum við allar flöskurnar og skiptum peningn- um á milli okkar yngstu systr- anna svo við getum valið okkur eitthvað fallegt. Svona lýsir Þórunn bernsku- minningum sínum þegar hún hugsar til tengdapabba sem hefði orðið 86 ára 9. september. Ég var ekki svo heppinn að fara með honum í allar þessar ævintýra- ferðir en 12 ára gamall kynntist ég Snorra rútubílstjóra sem keyrði okkur á sundnámskeiðin í Sólgörðum. Það var líka mikið sungið í þeim ferðum þótt ég væri nú ekki fremstur í sönghópnum. Snorri var vinur okkar og við bár- um virðingu fyrir honum. Geng- um vel um rútuna hans og reynd- um að hemja okkur í áflogum rétt á meðan ferðin stóð yfir. Það var svo mörgum árum síð- ar að ég varð tengdasonur hans. Þegar við komum í heimsókn á Sunnubrautina beið okkar alltaf hlaðborð hjá Bubbu þannig að maður þurfti ekki að borða næstu vikuna á eftir. Snorri spilaði á nikkuna og fór með okkur í hest- húsið þar sem hestarnir voru í góðu yfirlæti enda mjög vel um þá hugsað á allan hátt. Ég átti svo eftir að fá smjörþefinn af ævin- týraferðum Þórunnar því þegar börnin okkar voru varla talandi voru þau farin að syngja. Hæst sungu þau í bílnum og á ferðalög- um. Frá Ísafirði voru ekki klukkutíma ferðir heldur sex klukkutíma ferðir og ég er að tala um að þau gátu sungið nánast alla leiðina. Ekki nóg með það heldur söng Þórunn með þeim líka! Snorri var góður afi og hændust börnin að honum. Hann spilaði á harmonikkuna og söng alls konar texta sem þau leiðréttu við hann kímin og sögðu afa vera að bulla. Þau voru ekki gömul þegar þau þuldu upp nöfn á öllum hestunum hans afa eins og um þulu væri að ræða. Ég á margar góðar minningar um tengdapabba sem ég á og vil þakka honum fyrir. Minning þín mun lifa og syngja í hjörtum okkar um ókomna tíð. Jón Ágúst Björnsson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Okkur langar til að minnast Snorra afa í nokkrum orðum. Þegar við vorum lítil áttum við margar ömmur og afa. Snorri afi var afinn sem átti hestana og spil- aði á harmonikku. Þegar við kom- um í heimsókn fengum við alltaf að fara upp í hesthús að klappa hestunum. Þeir voru svo góðir og átu hey úr lófanum á okkur. Ef við komum um sumar fór afi með okkur að girðingunni á hólfinu sem þeir voru í og kallaði bara á þá og þeir komu til okkar. Hest- húsið var alltaf svo fínt og snyrti- legt hjá afa eins og allt sem hann átti. Afi söng líka og spilaði á harm- onikku fyrir okkur. Hann var sprellikarl sem gat bullað texta við lögin. Okkur fannst hann allt- af svo skemmtilegur. Nú er Ingi- björg litla frænka okkar búin að fá pabba sinn. þau geta því sungið og spilað saman. Elsku afi, minning þín mun lifa og syngja í hjörtum okkar um ókomna tíð. Ingibjörg Kristín og Björn Ágúst. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT KRISTÍN ÞÓRHALLSDÓTTIR frá Sæborg, Hjalteyri við Eyjafjörð, lést á Landspítalanum að morgni 11. september. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 21. september kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Þórhallur Jósepsson, Herdís Ólafsdóttir, Karólína Jósepsdóttir, Gunnar Jónsson, Skarphéðinn Jósepsson, Stefanía Björnsdóttir, Ævar Örn Jósepsson, Sigrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra dóttir, systir, frænka og mágkona, ÁSDÍS INGIMARSDÓTTIR, Egilsgötu 19, Borgarnesi, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 13. september. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 22. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Borgarfjarðar. Ingimar Sveinsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigríður Fanney Ingimarsdóttir, Lars Christensen, Gunnar Snælundur Ingimarsson,Anne-Mette Skovhus, Kristín María Ingimarsdóttir, Jóhannes Eyfjörð, Sveinn Óðinn Ingimarsson, Guðrún H. Vilmundardóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA GUNNARSDÓTTIR frá Barði í Fljótum, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks að morgni föstudags 14. september. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Baldvin Jónsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVA ÚLFARSDÓTTIR LÍNDAL, sem lést á líknardeild Landspítala föstudaginn 7. september verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. september kl. 13.00. Þórhildur Líndal, Eiríkur Tómasson, Jón Úlfar Líndal, Björn Líndal, Sólveig Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BJÖRNSSON fræðiritahöfundur frá Bólstaðarhlíð, Vestmannaeyjum, Ægisíðu 92, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 4. september verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. september kl. 13.00. Bryndís Jónsdóttir, Halldóra Björk Jónsdóttir, Ingimar Haraldsson, Þorgerður Bryndísardóttir Jónsdóttir, Bogi Agnarsson, Birna Ólafía Jónsdóttir, Ásmundur Jón Þórarinsson, Björn Jón Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sonur minn og bróðir okkar, SVERRIR ÖRN ÓLAFSSON, Kleppsvegi 74, andaðist þriðjudaginn 28. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ari E. Jónsson, Anna Þórey Sigurðardóttir, Steinar Arason Ólafsson, Unnar Geirdal Arason. ✝ Elskulegur bróðir okkar og frændi, GUNNLAUGUR ELÍSSON efnafræðingur, Espigerði 10, Reykjavík, lést fimmtudaginn 6. september. Útförin fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 17. september kl. 15.00. Systkini og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.