Morgunblaðið - 15.09.2012, Síða 21

Morgunblaðið - 15.09.2012, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 „Aðgangur að öruggu íbúðar- húsnæði er mannréttindi en ekki forréttindi,“ segir í ályktun sem annað þing ASÍ-UNG sendi frá sér í gær en ASÍ-UNG er skipað ungum félagsmönnum aðildarfélaga Al- þýðusambands Íslands. Í álykt- uninni segir einnig að mikilvægt sé að ungt fólk hafi raunhæft val um búsetuform og fái húsnæðisstuðn- ing óháð því hvort það velji að leigja eða eiga húsnæði. „Þing ASÍ-UNG áréttar að íbúð- arhúsnæði á viðráðanlegum kjörum sé grundvallaratriði svo ungt fólk geti komið undir sig fótum og skap- að fjölskyldum sínum góð lífsskil- yrði,“ segir í ályktuninni. Þá segir að gera þurfi leigu að raunhæfum valkosti á húsnæð- ismarkaði en til þess þurfi m.a. að stuðla að stofnun stórra leigufélaga sem tryggi öruggt langtíma leigu- húsnæði fyrir ungt fólk á viðráð- anlegum kjörum. Einnig þurfi greiðslumat vegna íbúðarkaupa að vera raunhæft og taka aukið mið af stöðu hvers og eins. Mannrétt- indi ekki forréttindi  ASÍ-UNG ályktar um húsnæðismál Morgunblaðið/Ómar Fundur Annað þing ungra félags- manna ASÍ fór fram í gær. Í gær afhentu börn Kristjáns Eld- járns, fyrrverandi forseta og þjóð- minjavarðar, Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns minnis- og heið- urspeninga ásamt skyldum gögnum sem voru í eigu Kristjáns. Þá voru þrjátíu ár liðin frá dánardægri for- setans, sem lést 14. september 1982. Munirnir verða í eigu Þjóðminja- safns en varðveittir í Myntsafninu og verða til sýnis í anddyri Seðla- bankans alla virka daga næstu vik- ur milli kl. 13 og 16. Merkar minjar Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Afhending F.v. Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður og Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur gífurlegum vonbrigðum að mati Samtaka verslunar og þjón- ustu, SVÞ, þar sem frumvarpið fari í veigamiklum atriðum gegn helstu baráttumálum samtakanna. „Þau áform stjórnvalda að hækka tryggingagjaldið, nú þegar allar for- sendur eru til þess að lækka það um- talsvert, mega ekki ganga eftir. Fyr- irtæki í verslun og þjónustu bera flest hver hlutfallslega háan launa- kostnað og því er hlutur trygginga- gjaldsins mikill og torveldar fyrir- tækjum í þessum atvinnugreinum að standa undir þeim kjarasamningum sem gerðir voru, hvað þá að fjölga starfsfólki,“ segir m.a. í fréttabréf- inu. Þá eru áform um að afla 800 milljóna króna viðbótartekna af vörugjöldum sem lögð verða á mat- vöru sögð nokkuð sem engan óraði fyrir. Gagnrýna harðlega boð- aðar hækkanir ASÍ og BSRB hafa tekið höndum saman um sameiginlega fræðslu fyrir starfsfólk sitt og stjórnir með það fyrir augum að mæta breyttum tímum, nýjum áherslum og viða- meiri verkefnum. Í þessum tilgangi hefur verið bú- in til námsleiðin „Forystufræðsla fyrir stjórnir og starfsfólk stétt- arfélaga“ og er markmiðið með henni að miðla, ræða og þróa áfram þekkingu og aðferðir innan sam- takanna og efla um leið fag- mennsku og lýðræðisleg vinnu- brögð, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ASÍ í gær. Forystufræðslan er heildstæð námsleið sem skiptist í níu náms- þemu með 30 námskeiðum sem spanna alls 192 klukkustundir. Boð- ið verður upp á nokkur námskeið á hverju misseri, bæði á höfuðborg- arsvæðinu og á landsbyggðinni. Stefnt er að því að bjóða upp á fjar- nám. Stýrihópur stýrir verkefninu en umsjón er í höndum Félagsmála- skóla alþýðu og Fræðslusetursins Starfsmenntar. Hefja forystufræðslu í launþegasamtökum Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Falleg birta með ljósum frá Smith & Norland Þetta er vélin handa þér Við eldum með Siemens Sölusýning Í dagfrá kl. 10 til 16 Í dag efnum við til sölusýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið nýjasta sem við bjóðum, m.a. þráðlausa síma, eldunartæki, kæli- og frystitæki, uppþvotta- vélar, þvottavélar, þurrkara, ryk- sugur, smátæki og mikið úrval af alls kyns lömpum til heimilisnota. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður ríflegur staðgreiðsluafsláttur. Skoðið öll Tækifæristilboðin á www.sminor.is. Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.