Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fararstjórn erlendis Meðal námsefnis: • Mannleg samskipti. • Helstu áfangastaðir erlendis í máli og myndum. • Mismunandi trúarbrögð. • Saga landsins, menning og listir. • Frumbyggjar og saga staðarins. • Þjóðlegir siðir og hefðir. • Leiðsögutækni og ræðumennska. Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Afríka, Ameríka og Eyjaálfan. Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra í leiðsögn á erlendri grund. Kjartan Trausti Sigurðsson, fararstjóri, Pétur Björnsson, konsúll Ítalíu á Íslandi, Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður og fararstjóri, Höskuldur Frímannsson, viðskipta- fræðingur, Ómar Valdimarsson, blaðamaður, Magnús Björnsson, fararstjóri í Kína, Pétur Óli Pétursson, fararstjóri í Rússlandi, Bjarni Randver Sigurvinsson, kennari við Guðfræðideild HÍ., Sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur. Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • sími 567 1466 Þessir glæsilegu vaninhyrndu forystusauðir komu af Hrunamannaafrétti á dögunum. Glænefur, sá sem skartar bjöllu í horni, er í eigu Haraldar Sveinssonar á Hrafnkelsstöðum 1, en hinn heitir Villingur og er frá Eiríki Kristóferssyni á Grafar- bakka og hefur hann tapað koparbjöllu sinni á fjöllum í sumar. Áður fyrr var ómetanlegt að eiga gott forystufé sem vissi á sig veður en nú eru flest- ir með það til gamans og til að fegra hjörðina. Myndarlegir bjöllusauðir komnir af fjalli Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Villingur og Glænefur leiddu hjörðina í Hrunarétt Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, og Guðbjartur Hannesson, velferðar- ráðherra, hafa náð samkomulagi um að falla frá fyrirhugaðri launahækkun sem til stóð að Björn myndi fá um næstu mánaðamót. Guðbjartur hafði ákveðið að hækka mánaðarlaun forstjórans um nærri 450 þúsund krónur m.a. vegna starfs- tilboðs sem Björn fékk frá erlendum spítala fyrr á þessu ári. Samkomulag um að draga hækkunina til baka var að frumkvæði velferðarráðherra en Björn segist sjálfur hafa íhugað þann möguleika eftir hávær mótmæli heil- brigðisstétta í kjölfar fyrirhugaðrar hækkunar á launum hans. Þótt ekkert verði af launahækkun- inni segist Björn ekki vera á förum frá Landspítalanum þrátt fyrir boð frá erlendum spítölum. „Það er alltaf freisting í því að fara út en það er margt sem þarf að taka tillit til, þetta snýst ekki bara um launin. Mér hefur t.d. fundist gaman að vinna með öllu því frábæra fólki sem starfar á spít- alanum og því yrði það aldrei auðveld ákvörðun að fara eitthvað annað,“ segir Björn en hann mun ekki taka að sér jafnmargar aðgerðir og áætlað var í fyrra samkomulagi hans við vel- ferðarráðherra. „Það var hugsunin með fyrra samkomulaginu að ég myndi bæta við mig læknisfræðileg- um störfum, t.d. að tvöfalda aðgerðir sem ég geri og ég ætlaði að taka á móti fleiri sjúklingum.“ Björn segist ekki vera búinn að ákveða hvort læknisstörf hans minnki í kjölfar nýja samkomulagsins. „Ég er ekki búinn að gera það upp við mig hvort ég fækka móttökum sjúklinga en ég mun ekki taka á mig aukn- inguna sem samið var um í ágúst.“ Vonast eftir auknu fé í tæki Í fyrra samkomulaginu við Guð- bjart Hannesson, velferðarráðherra, þar sem samið var um hækkun á laun- um Björns, krafðist Björn þess einnig að aukið fé yrði lagt í hin ýmsu verk- efni Landspítalans, m.a. í tækja- kaup. „Það var ákveðið að styðja spítalann í tækjakaupum með því að setja fram ákveðna fjárfesting- aráætlun núna í ár og á næsta ár. Áætlunin færi svo til meðferðar í fjárlaganefnd Alþingis,“ segir Björn en spítalinn þarf að lág- marki 860 milljónir í ár en fær ekki nema 260 miljónir samkvæmt fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Launin verða ekki hækkuð  Hætt var við fyrirhugaða 450 þúsund kr. launahækkun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans  Björn mun þó starfa áfram hjá Landspítalanum sem forstjóri Sunnudagsblað Morgunblaðsins kemur út í nýrri og bættri mynd um helgina. Morgunblaðið á sunnudögum verður stærra en áður og nær yfir víðara svið. Fjölbreytt umfjöllun verður um hverja helgi um daglega tilveru og það sem hæst ber í þjóðlífinu. Lagt verður upp úr því að færa lesendum vandaða umfjöllun um bækur, menningu, heilsu, ferðalög, hönnun, listir, tækni, tísku og fjármál heimilanna, svo eitthvað sé nefnt. Blaðinu verður dreift með laugardagsblaði Morgun- blaðsins eins og verið hefur. Nýtt bílablað, útgáfu Finnur.is hætt Þá fylgir nýtt og glæsilegt bílablað Morgunblaðinu á þriðjudögum, en hætt verður útgáfu á Finnur.is á fimmtudögum. Barnablaðið fylgir aðalblaðinu á laugar- dögum. Atvinnu- og raðauglýsingablaðið fylgir Morgun- blaðinu á sunnudögum. Eyrún Magnúsdóttir hefur verið ráðin umsjónar- maður Morgunblaðsins á sunnudögum. Hún er hag- fræðimenntuð og hefur áður starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og stýrt umræðuþættinum Kastljósi á RÚV auk þess að starfa við ráðgjöf. Pétur Blöndal ritstjórnarfulltrúi er yfirmaður menn- ingardeildar, en undir þá deild heyra Morgunblaðið á sunnudögum, daglegar menningarsíður og blaðhlutinn Daglegt líf. Nýtt sunnudagsblað kemur út um helgina Morgunblaðið/Kristinn Sunnudagur Eyrún Magnúsdóttir stýrir breyttu sunnu- dagsblaði og Pétur Blöndal stýrir menningardeildinni.  Morgunblaðið á sunnudög- um í breyttri og bættri útgáfu „Okkar hlutverk núna er að leið- rétta vitleysur og ranghug- myndir sem menn hafa um stöðuna á Ís- landi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon um stöðu og hlut- verk stjórnvalda í makríldeilunni. Að sögn hans hef- ur verið sett saman samráðsteymi með fulltrúum úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og utanrík- isráðuneyti sem hefur það hlutverk að meta lögfræðigögn og koma sjónarmiðum Íslands á framfæri. „Oft á tíðum höfum við séð mjög einhliða og villandi málflutning frá þeim sem lengst ganga í um- ræðunni gegn okkur,“ segir Stein- grímur við Morgunblaðið. Samráðsteymi í makríldeilunni Steingrímur J. Sigfússon Maðurinn sem lést af sárum sínum í kjölfar sprengingar í íbúð í Ofan- leiti 17 í Reykjavík sl. sunnudag hét Jón Hilmar Hálfdánarson og var 39 ára að aldri. Hann var ógiftur. Jón Hilmar var fluttur lífshættulega slasaður á gjörgæsludeild Land- spítalans þar sem hann lést af sár- um sínum sl. mánudag. Lést í slysinu Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir málið ekki síst snúast um þann trúnaðarbrest sem varð milli for- stjórans og hjúkrunarfræðinga. „Það að launahækkunin gangi til baka lagar ekki þennan trún- aðarbrest,“ segir Elsa sem telur að ákvörðunin um að draga launahækkunina til baka sé of seint tilkomin. Hjúkrunarfræðingar afhentu samninga- nefndunum í fyrradag ályktun með kröfum um bætt kjör og segir Elsa að frá sínum bæjardyrum séð verði haldið striki við gerð stofnana- samnings. Eru enn tölu- vert ósáttir HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Elsa B. Friðfinnsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Læknir Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans, sinnir enn læknisstörfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.