Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 0. S E P T E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  220. tölublað  100. árgangur  ÞJÓÐIN GENGUR MEÐ STAF EFTIR VONDA BYLTU SVIGRÚM MEÐ GÓÐU ORÐSPORI EIGUM AÐ FAGNA BREYSKLEIKA OKKAR VIÐSKIPTABLAÐ NÝ PLATA SVAVARS KNÚTS 37NÝ LJÓÐ MATTHÍASAR 34 23 af 41 loforði svikin » Samkvæmt úttekt Morgun- blaðsins telja SA og ASÍ stjórn- völd hafa svikið eða dregið að efna samanlagt 23 af 41 fyrir- heiti vegna samninganna. » Samningarnir kváðu á um 4,25% hækkun launa í júní í fyrra, 3,5% hækkun í febrúar sl. og 3,25% hækkun í febrúar á næsta ári. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtök atvinnulífsins (SA) telja að stjórnvöld hafi ekki staðið við nokkr- ar veigamestu forsendur kjarasamn- inganna og ætla því að meta stöðu samninganna í janúar næstkomandi. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir það „ekki gefið“ að laun hækki 1. febrúar nk. „Við veltum því fyrir okkur hvaðan innistæðan fyrir launahækkun eigi að koma. Við höfum rétt til þess að opna samninginn í janúar. Það er gert ráð fyrir því að samningsaðilar hittist reglulega og ræði forsendur samn- inga. Þær standast ekki og því þurf- um við að íhuga viðbrögð.“ Þungar byrðar á fyrirtækin Meðal fyrirheita af hálfu ríkis- stjórnarinnar var að fjárfesting yrði ekki undir 350 milljörðum 2013. Vil- hjálmur segir þetta óraunhæft. „Það er deginum ljósara að skatta- hækkanir á fyrirtæki og einstaklinga upp á 22,5 milljarða á næsta ári munu þrengja mjög að fyrirtækjum og svigrúmi þeirra til fjárfestinga. Ríkisstjórnin ætlar að auka útgjöld og senda fyrirtækjum reikninginn. Með þessu eru stjórnvöld að falla frá fyrri stefnu í stöðugleikasáttmálan- um um að ná fram jöfnuði með blöndu af skattahækkunum og niðurskurði.“ Erfiðar viðræður framundan Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld ekki hafa staðið við forsendur samninga. „Framundan eru því erfiðari við- ræður um endurskoðun samninga en síðast. Það er hins vegar ekki komið að því að taka ákvörðun um hvort þeir verða opnaðir.“ MTelja stærstu loforðin »6 Launahækkanir í uppnámi  SA ætla að yfirfara kjarasamninga í ljósi svika stjórnvalda í atvinnumálum  Skattahækkanir ógni fjárfestingu  ASÍ átelur vanefndir ríkisstjórnarinnar „Ef þetta hefði komið strax þá hugsanlega hefði málið ekki orðið eins alvarlegt og raun ber vitni. En þegar líður hálfur mánuður og bæði ráðherra og forstjóri eru bún- ir að koma fram og réttlæta þessa aðgerð og færa fyrir henni rök í fjölmiðlum, þá er að mínu mati orð- ið of seint að bæta þann skaða sem orðið hefur. Trúnaðarbresturinn er staðreynd,“ segir Elsa B. Friðfinns- dóttir, formaður Félags hjúkrunar- fræðinga, um það samkomulag sem Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra og Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans, gerðu í gær um að boðuð launahækkun til handa Birni um næstu mánaðamót yrði dregin til baka. Elsa segir þessa ákvörðun koma of seint. Mánaðarlaun Björns áttu að hækka um nærri 450 þúsund krón- ur. Í yfirlýsingu frá velferðarráðu- neytinu segir að ákvörðun ráð- herrans sé gerð með hagsmuni Landspítalans að leiðarljósi. »2 „Trúnaðarbresturinn er staðreynd“ Vinkonurnar Ásdís Inga Bjarnadóttir, Karólína Hrönn Johnstone og Guðný Helga Garðarsdóttir héldu upp á sjö ára afmæli sín í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í gær og buðu vinum og bekkjarfélögum í Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Frekar en að þiggja afmælisgjafir báðu þær gestina að gefa pening í átakið „Á allra vörum“. Söfnuðust 30 þúsund krónur í veislunni sem þær vinkonur munu með hjálp foreldranna skila á réttan stað. Báðu gesti að gefa til góðs málefnis í stað afmælisgjafa Morgunblaðið/Ómar  Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyr- irtækja, segir að hærri fjársýslu- skattur á launagreiðslur fjármála- fyrirtækja þýði að verið sé að færa álögur af erlendum kröfuhöfum yf- ir á íslenska launamenn. Lagt er til í fjárlagafrumvarpinu að hækka fjársýsluskattinn um helming. Frið- bert segir þetta koma verst niður á minni fjármálafyrirtækjum. »4 Fjársýsluskattur leggst á launamenn –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG  „Það verður algjörlega séð til þess að Bjargráðasjóður uppfylli allt sem að honum snýr,“ segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- vegaráðherra eftir komu sína af þremur íbúafundum sem haldnir voru í Þingeyjarsýslu í gær um að- gerðir í þágu bænda og umfang þess skaða sem þeir hafa orðið fyrir vegna slæmrar tíðar. „Spurt var um marga aðra kostn- aðarliði sem ekki koma beint að Bjargráðasjóði. Sumt er ekki tryggt, auk þess sem ýmis kostn- aður fellur til. Hlutverk stjórnvalda á þessum fundi var að draga saman allar upplýsingar um kostnað og miðla þeim áfram til að átta sig á stærðargráðu tjónsins. Upplýs- ingar um það munu ekki liggja fyr- ir fyrr en lengra líður. Enn er margt fé týnt en auk þess eru ónýt- ar girðingar og annað. Sumt af því er hægt að bæta en annað er mats- kennt eftir tilvikum.“ »4 Bjargráðasjóður uppfyllir sitt Ljósmynd/Hermann Aðalsteinsson Fundir Sérfræðingar sátu fyrir svörum. Markarfljót Varnargarður skemmdist í miklu flóði í Markarfljóti árið 2010. Landeigendur í innri hluta Fljóts- hlíðar vilja skaðabætur vegna lands sem Markarfljót hefur eytt. Legu nýs varnargarðs var breytt eftir að hann var uppbyggður að nýju eftir að hann skemmdist í hamfara- hlaupi árið 2010. Breytingin var í óþökk Fljótshlíð- inga. Telja landeigendur að við hana hafi hundruð hektara af landi skemmst vegna vatns sem flæmist yfir gríðarstór landsvæði sem áður voru varin. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri telur að breytt rennsli fljóts- ins stafi af auknum framburði eftir flóðin árið 2010. »16 Landeigendur vilja skaðabætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.