Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 23
semi smálánafyrirtækja (Blóðpen- ingar.is, 17. mars sl.). Óðinn óttast að unga fólkið taki lán á mjög háum vöxtum og talar um fjárplógs- starfsemi í þessu samhengi. Nefnir dæmi um allt að 390% ársvexti af lánum sem fólk þarf að greiða við töku smálána. Óðinn skammar um- boðsmann skuldara fyrir sinnuleysi að því er virðist við vernd unga fólksins. Í grein sinni mælir Óðinn með því að ríkisvaldið beiti sér með virkari hætti gegn starfsemi smálánafyr- irtækja með lagasetningu og segir í því samhengi „[s]kítt með allar til- skipanir ESB og á ég þar við að hér þurfi að setja lög til að taka á starf- semi smálánafyrirtækja hvort sem slík lagasetning samrýmist skuld- bindingum Íslands samkvæmt EES- samningnum eða ekki“. Óðinn vill því hefta verulega starfsemi smá- lánafyrirtækja jafnvel þó slíkt brjóti gegn ákvæðum EES; alþjóðasamn- ings sem ákaflega erfitt er fyrir okk- ur að ganga í berhögg við. Ýmsir gætu einnig mótmælt grein Óðins í ljósi þess að boð, bönn og rík- isforsjá eru ekki merki dagsins nú þegar komið er fram á tuttugustu og fyrstu öld. Síðasta öld sýndi okkur takmarkanir hafta, boða og banna. Vissulega felur flókið þjóðfélag 21. aldar í sér ýmsar hættur fyrir unga fólkið. Við getum samt ekki verndað þau fyrir öllum ógnum. Ungling- arnir verða stundum að bjarga sér sjálfir. Kjarngóð, öflug almenn menntun felur í sér betri vörn. Fræðslurit um fjármálalæsi. Ýmis fræðslurit og leiðbeiningar um fjármál einstaklinga hafa komið út hér á landi. Hér má nefna ritið „Ferð til fjár – Leiðarvísir um fjármál fyrir ungt fólk“. Höfundur Breki Karlsson skil- greinir fjármálalæsi sem getuna til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjárhagslega þætti. Fjármálalæsi felur í sér hæfileika til að greina val- kosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum. Þá má nefna bók Ingólfs Ingólfssonar „Þú átt nóg af pen- ingum“. Íslandsbanki gaf út hér á árum áður ritið Verðbréf og áhætta og ýmislegt fleira mætti nefna. Þó skortir enn tilfinnanlega góða heildstæða kennslubók eða fræðslu- rit um fjármálalæsi. Staðfærða að ís- lenskum veruleika og með dæmum sem tengjast hremmingum und- anfarinna ára. Menntaskólanámskeið Menntaskólinn við Sund er skóli með bekkjakerfi. Valfrjálsir áfangar eru þó kenndir á þriðja og fjórða ári náms við skólann. Kosturinn við valáfangakerfi skólans er að allir nemendur skólans hafa frjálst val um áfanga líkt og fjármálæsi. Sama hvort þeir eru skráðir á náttúru- eða samfélagsbraut skólans. Í stuttu máli þá var nemum boðið upp á sér- stakt námskeið í fjármálalæsi og urðu undirtektir góðar. Kennsla hefst um áramót. Fjármálalæsi verður kennt með verkefnamiðuðu námi, auk þess verða viðfangsefni fjármála kennd og rædd með hefð- bundnu sniði. Erum við sek um sinnuleysi? Ásökunum um að við höfum sýnt sinnuleysi við að verja ungt fólk gegn fjárplógsstarfsemi þarf vissu- lega að svara. Svarið er aukið fram- boð fræðsluefnis og vönduð fræðsla í opinberum skólum. Einnig aukin fræðsla úti í atvinnulífi í formi sí- menntunarnámskeiða. Það er sér- staklega mikilvægt að ungt fólk hljóti innihaldsríka menntun á sviði fjármálalæsis. Ingvar er hagfræðikennari og Sigmar félagsfræðikennari. UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Barnaskór Þú færð SKECHERS barnaskó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Fjarðarskór, Hafnarfirði | OUTLET Fiskislóð 75, Reykjavík | Blómsturvellir, Hellisandi | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Versluninni Skógum, Egilstöðum | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum Smáralind | Hverafold 1-3 | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is Efnalaug - Þvottahús Leigjum gólfmottur, skipt út vikulega eða oftar eftir þörfum. Leigjum borðdúka hvort heldur sem er fyrir veisluna, brúðkaup, fermingar eða til veitingahúsa. SÆKJUMOGSENDUMPERSÓNULEGAN FATNAÐSTARFSMANNATILFYRIRTÆKJA OGSKILAFTUREFTIRHREINSUN. Komum til ykkar tvisvar í viku, sækjum óhreinann þvott og skilum hreinum. Hreinsum, þvoum og pressum allt eftir því hvað við á og hverjar óskirnar eru. Skilum honum síðan til baka á næsta komudegi okkar á skrifstofuna. ÞJÓNUSTUM FYRIRTÆKI STÓR OG SMÁ HVORTHELDUR ER FYRIR FYRIRTÆKIÐ SJÁLFT EÐASTARFSMENN ÞESS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.