Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Tón- og myndlistarmaðurinn Sig- tryggur Berg Sigmarsson mun koma fram í kvöld á tónleikum Und- iröldunnar, tónleikaraðar Hörpu, ásamt píanóleikaranum Jónasi Sen og hljómsveitinni Reptilicus. Á laug- ardaginn, 22. september kl. 20, opn- ar hann svo myndlistarsýningu í Kunstschlager á Rauðarárstíg 1 í Reykjavík sem ber yfirskriftina Ein Haufen Berg. Undiraldan er haldin í samstarfi við 12 Tóna og sett fram með það fyrir augum að kynna undirölduna í íslenskri tónlistarmenningu. Reptil- icus skipa Jóhann Eiríksson og Guð- mundur Ingi Markússon og telst hljómsveitin til brautryðjenda til- raunakenndrar raftónlistar hér á landi. Jónas Sen hefur komið víða við á sínum ferli, m.a. leikið á tón- leikum með Björk og mun hann í kvöld leika tölvutónlist sem hann samdi við fyrstu 30 mínútur gam- allar heimildarmyndar um vúdú og vúdúguði á Haítí. „Ég er búinn að þekkja Reptilicus heillengi og var að kynnast Jónasi Sen. Við spiluðum á hátíðinni Ext- reme Chill og það vildi svo til að þessi röð kom upp,“ segir Sig- tryggur, spurður um ástæðu þess að hann, Reptilicus og Jónas Sen koma fram saman en hver flytur þó eigin efnisskrá. Dagbókarteikningar Á sýningunni í Kunstschlager mun Sigtryggur m.a. sýna teikn- ingar sem hann gerði í Vínarborg. „Ég hef haldið utan um svona dag- bókarteikningar. Ég er aldrei með svona minnisbók eða filofax, það er alltaf fast í hausnum á mér hvað ég þarf að gera sem er bæði kostur og ókostur,“ segir Sigtryggur kíminn. Hann hafi fyrst komið til Vínar árið 2005 og farið þangað oft síðan, flakk- að mikið um borgina og teiknað tugi mynda. „Þetta er allt gert mjög spontant, svona snöggteikningar, ég er ekkert að pæla í því hvað fer á blaðið,“ segir Sigtryggur um teikn- ingarnar. Í Vín megi finna margar sýningar á teikningum, ólíkt því sem gerist á Íslandi. Sigtryggur kann vel að meta það. „Ég er svo „traditio- nal“, ef ég er að leita að innblæstri er það oft í verkum gömlu meist- aranna.“ Á sýningunni mun Sigtryggur einnig sýna teikningar sem hann vann undir áhrifum frá verki tón- skáldsins Johns Cage, Variations II og skúlptúr sem sýningin dregur nafn sitt af. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/RAX Öflugur Sigtryggur Berg sinnir tónlist og myndlist jöfnum höndum. Undiralda og snögg- teikningar frá Vín  Önnum kafinn Sigtryggur Berg Sinfóníuhljóm- sveit Íslands leik- ur í Hörpu í kvöld og Hofi á Akur- eyri annað kvöld kl. 19.30. Tónleikarnir eru undir stjórn Ilans Volkovs og einleikari er Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Á efnisskránni verða níunda sin- fónía Bruckners og Sellókonsert nr. 1 í C-dúr eftir Haydn. Á Eftirleik sem hefst kl. 22 í kvöld flytur Sinfóníuhljómsveitin Coptic Light eftir Morton Feldman, sem fyrst var frumflutt af Fílharmóníu- hljómsveitinni í New York 1985 en verkið hefur aldrei verið flutt hér- lendis áður. Sellókonsert eftir Haydn Ilan Volkov Í tilefni af útgáfu hljómplötunnar Retro Stefson með samnefndri hljómsveit verða haldnir útgáfu- tónleikar í Iðnó föstudaginn 5. október kl. 22. Auk Retro Stefson mun tónlistar- maðurinn Hermigervill stíga á svið. Miðasala á tónleikana hefst í dag á www.midi.is. Á plötunni verður að finna tíu ný lög með hljómsveitinni, þar á meðal „Qween“ og „Glow“ sem fengið hafa að hljóma á öldum ljósvakans síðastliðna mánuði. Retro með útgáfutónleika Tjáning Tíu lög verða á nýju plötunni sem Retro Stefson sendir frá sér. Gamli maðurinn og hafið frá upp- hafi til enda nefnist ljósmyndasýn- ing eftir Þorkel Þorkelsson sem opn- uð hefur verið í Kirkjuhvoli á Akranesi. Sýningin er skrásetning uppsetningar brúðuleiksýningar Bernds Ogrodniks á sögu Ernests Hemningways Gamli maðurinn og hafið, sem frumsýnd var á Listahá- tíð í Reykjavík í vor. Sýningin stend- ur til 9. október. Allar nánari upp- lýsingar eru á vefnum thorkell.com. Gamli maðurinn og hafið í myndum RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 2D Sýnd kl. 8 - 10 THE BOURNE LEGACY Sýnd kl. 7 - 10 THE EXPENDABLES 2 Sýnd kl. 10:20 ÁVAXTAKARFAN Sýnd kl. 6 INTOUCHABLES Sýnd kl. 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÍSL TEXTI 60.000 MANNS! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 12 L 16 16 16 HÖRKU SPENNUMYND Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst ALVÖRU MÓTTAKARAR MEÐ LINUX ÍSLENSK VALMYND Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 60 ÞÚSUND GESTIR TRYGGÐU Þ ÉR MIÐA Á SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS HEILNÆMT FJÖR FYRIR ÞAU YNGSTU -H.V.A., FBL RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 2D KL. 5.50 -8 -10.10 16 RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 3D KL. 10.20 ÓTEXTUÐ 16 THE BOURNE LEGACY KL. 8 - 10.45 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 4 - 6 L THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE EXPENDABLES 2 LÚXUS KL. 9 16 THE WATCH KL. 5.40 12 PARANORMAN 2D KL. 3.30 7 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 3D KL. 8 - 10.10 ÓTEXTUÐ 16 THE BOURNE LEGACY KL. 6 - 9 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 6 L THE EXPENDABLES 2 KL. 10.30 16 TO ROME WITH LOVE KL. 8 - 5.30 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 2D KL. 6 - 8 - 10 16 THE BOURNE LEGACY KL. 10 16 THE EXPENDABLES 2 KL. 8 12 ÁVAXTAKARFAN KL. 6 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.