Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Í hvert skipti sem þjóðin verður fyrir óáran svo sem eld- gosum, snjóflóðum eða eins og nú hefur gerst, að norðanáhlaup veld- ur skaða á raf- orkukerfi landsins, er okkur tamt að gera kröfur sem ekki nokk- ur mannlegur máttur fær við ráðið. Það er aðdáunarvert hvernig starfsmönnum RARIK hef- ur tekist að koma á rafmagni til þeirra svæða sem urðu fyrir hvað mestu tjóni í áhlaupinu 10.-13. sept- ember sl. Frá því að fréttir berast af rafmagnstruflunum á mánudags- morgni í aftakaveðri á svæðinu frá Húnavatnssýslum og austur um land að Bakkafirði, þá líður ekki nema sólarhringur þar til byrjað var að tengja á ný, og á miðvikudags- kvöldi eru flestir notendur tengdir með bráðabirgðaaðgerðum. Starfs- stöðvar RARIK um allt land voru virkjaðar og voru varaaflstöðvar fluttar norður. Þessar aflstöðvar auk þeirra sem fyrir voru á Rauf- arhöfn, Þórshöfn og Bakkafirði önn- uðu brýnustu þörfinni þar til við- gerð Landsnets á línunni frá Laxárvirkjun til Kópaskers var lok- ið. Skjót viðbrögð RARIK byggjast á öflugum mannskap fyrirtækisins á starfsstöðvum víða um landið. Orkuöryggi er ekki sjálfsagður hlutur. Hverjir muna ekki eftir veð- uráhlaupinu á Skáni í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og sömuleiðis í Skot- landi? Þar tóku viðgerðir á kerfinu vikur, að ekki sé talað um áhlaupið á austurströnd Bandaríkjanna í fyrra. Málið er að okkar fólk í raforkugeira lætur sig hafa að vinna við verstu skilyrði sem hugsast getur og þess vegna er straumrof á Íslandi með minnsta móti sem um getur í heim- inum. RARIK er með um 8000 kíló- metra af háspennulínum í dreifbýli landsins. Frá árinu 1991 hefur verið kappkostað að koma eins miklu af kerfinu í jarðstrengi og fjárhagur fyrirtækisins hefur leyft. Nú er svo komið að um það bil helmingur þess er kominn í jarðstrengi. Það er öllum ljóst, að jarðstrengjavæðing dreifbýlisins skiptir sköpum í afhending- aröryggi hvað orku varðar. Megnið af flutningskerfi RARIK verður samkvæmt áætlunum komið í jarð- strengi 2035. Í áhlaupi á Norðurlandi 1991 varð gríðarlegt tjón á raforkukerfinu. Þá féllu 550 staurar í kerfi RARIK og 1995 kom annað áhlaup sem felldi á fjórða hundrað rafmagnsstaura. Ljóst er að ef jarðstrengjavæðing kerfisins hefði ekki verið eins langt komin og hún er nú, þá væri tjónið af völdum síðasta áhlaups mun stærra en raunin er. Nú er talið að um 150 staurastæður frá Skagafirði um Norðurland til Bakkafjarðar hafi brotnað. Þetta er augljóslega mikið áfall fyrir RARIK sem annast megnið af dreifingu orku um dreif- býlið í landinu, ásamt Orkubúi Vest- fjarða. Kostnaður RARIK vegna þessara hamfara verður umtals- verður. Þær hremmingar sem við höfum farið í gegnum nú, gefa tilefni til þess að vekja umræðu um það stóra mál sem kostnaður við dreifingu raf- magns í landinu er. Allir sem þekkja til eru sammála um að það er herfi- leg misskipting á sameiginlegum gæðum, að það skuli vera hlutskipti notenda á dreifiveitusvæði RARIK og Orkubús Vestfjarða að standa straum af þeim gríðarlega kostnaði sem felst í því að afhenda orku í hin- um dreifðu byggðum landsins. Í orði er löggjafinn sammála þessu, vegna þess að með nýrri skip- an raforkumála voru samþykkt sér- stök lög nr. 98/2004 um jöfnun kostnaðar við dreifingu á raforku. Markmið þeirra laga er að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu á raf- orku til almennra notenda. En eins og við vitum, þá er eitt í orði og ann- að á borði. Fjárveitingarvald Al- þingis hefur aldrei frá setningu lag- anna komið inn með þá fjármuni sem til þarf til þess að jafna þennan kostnað. Á fjárlögum fyrir 2013 þurfa þessar niðurgreiðslur að hækka um 800 milljónir króna. Annar handleggur er, að nið- urgreiðslur til húshitunar á köldum svæðum hafa staðið í stað um ára- raðir. Iðnaðarráðuneytið skipaði starfshóp til þess að gera úttekt á þeim málum. Skýrslu starfshópsins um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar var skilað í desember 2011. Þar kemur fram að nið- urgreiðslur til húshitunar þurfa að aukast um 500 milljónir króna. Traustir innviðir eru aðalsmerki hverrar þjóðar. Í nútímasamfélagi er dreifing og afhending raforku einn af stórum hornsteinum nauð- synlegra innviða. Landið verður ekki nýtt, það verður ekki um það farið og í því verður ekki lifað og starfað án þess að afhending á raf- orku sé örugg og í boði á viðráð- anlegu verði. Með breytingu á raf- orkulögum ákvað Alþingi að jöfnun á kostnaði við dreifingu á rafmagni í dreifbýlinu skuli gerð með fram- lögum í fjárlögum ár hvert. Við þessa ákvörðun verður að standa, þar til önnur eða betri leið verður fundin í þessum efnum. Alþingi hefur nú til umfjöllunar fjárlög ríkisins fyrir árið 2013. Að óreyndu verður ekki öðru trúað en að þingmenn taki þetta stóra mál dreifbýlisins til alvarlegrar umræðu og að viðunandi niðurstaða fáist hvað varðar á niðurgreiðslu til al- mennra nota á raforku í dreifbýlinu og jöfnunar á húshitunarkostnaði á köldum svæðum. Traustir innviðir eru gæfa hverrar þjóðar Eftir Árna Steinar Jóhannsson » Í nútímasamfélagi er dreifing og afhending raforku einn af stórum hornsteinum nauðsynlegra innviða. Árni Steinar Jóhannsson Höfundur er formaður stjórnar RARIK. Í þessari grein verður athyglinni beint að þörf fyrir frekari fræðslu um fjármál. Kennslu í svokölluðu fjár- málalæsi. Þekking- arleysi þorra almenn- ings á grundvallaratriðum fjármála kom því mið- ur í ljós er afleiðingar hrunsins 2008 voru skoðaðar. Ýmsir hafa enn- fremur sérstakar áhyggjur af varn- arleysi ungs fólks í fjármálaumróti nútímans. Sumir telja að boð og bönn í fjármálastarfsemi af ýmsu tagi geti veitt ungu fólk hér á landi vernd. Vilja ganga mjög langt í slíku. Ekki verður tekið undir þau sjónarmið hér og frekar bent á gildi fræðslu til að bregðast við vand- anum. Í því samhengi verður kynnt valnámskeið á sviði fjármálalæsis. Eftir hrunið; píramídaviðskipti Í kjölfar fjármálahrunsins hafa margir rætt um að þörf sé á að bæta almenna þekkingu Íslendinga á fjár- málum og hvernig meðhöndla skal peninga. Í skýrslu Rannsókn- arnefndar Alþingis eru ótrúlegar lýsingar á siðleysi og óheilindum í fjármálalífi. Einna verstar eru lýs- ingar á því hvernig bankabófar (hugtak Jónasar Kristjánssonar rit- stjóra) gerðu markvisst út á ákveðið þekkingarleysi sem virðist vera meðal þjóðarinnar á fjármála- viðskiptum. Barnalegar hugmyndir virtust ríkja fyrir hrun um einhvers- konar ofurgróða sem hver og einn gæti komist í. Niðurstaðan varð per- sónulegur harmleikur margra. En óheilindin virðast halda áfram. Svo undarlega sem það hljómar virðumst við lítið hafa lært. Eins og gorkúlur spretta gylliboðin áfram upp hvort sem þau nefnast píra- mídaviðskipti eða smálán. Kannski er þó best að byrja á að ræða vand- ann meðal þeirra þjóðfélagsþegna sem eru einna veikastir fyrir; unga fólkið. Smálánavandinn Mörgum er einmitt umhugað um að yngstu einstaklingarnir, ungling- arnir, lendi ekki í hít ofurvaxta og rangra lántökukosta. Má í því sam- hengi vísa í nýlega grein Óðins Sig- þórssonar í Fréttablaðinu, þar sem m.a. er fjallað sérstaklega um starf- Fjármálalæsi fyrir framhalds- skólanema Eftir Ingvar Frey Ingvarsson og Sigmar Þormar Ingvar Freyr Ingvarsson » Verulega skortir á almenna þekkingu á fjármálalæsi hér á landi. Höfundar kynna fræðslu sína á þessu sviði og hugmyndir um útgáfu á fræðsluefni. Sigmar Þormar Ég skal útskýra af hverju ég er á móti lögum um störf kvenna. Oftar en ekki heyrist: „… var metin hæf- ari“. Hæfni er ekki bara lesin af prófskírteini. Vit- ið þið hvað þið er- uð að bjóða upp á? Í mínum huga geta þessi lög leitt til lögbund- ins eineltis. Það er farið að flokka fólk, svona álíka og í gamla daga, er börnum var raðað í A-bekk og tossabekk. Hver ábyrgist að rétt og hlutlaust sé valið, hver hefur svo háa réttlætiskennd að vilja taka það starf að sér? Það kæmi mér ekki á óvart að á þennan máta komist margar til starfa vegna tengsla. Nú skulum við taka karlana með og gefum okkur að bæði kynin séu margbúin að sækja um stöður og fá alltaf höfnun, því hún/hann fellur ekki í kramið og allt- af er einhver hæfari, þá er þetta orð- ið lögbundið einelti. Elítan þarna úti getur notað þessi lög að vild, frá- bært tæki til þess að koma þeim út- völdu að. Annað eins tíðkast nú hér á þessu landi. Ég óska atvinnurek- endum góðs gengis er þessi jafnrétt- islög taka gildi. Og svo í lokin, þið konur sem jus- uð yfir mig drullu á DV-vefnum, far- ið á námskeið í mannasiðum og lærið að rökræða. Ég vona að þið séuð ekki framtíðarstjórnmálakonur landsins, því að þá erum við í vond- um málum. Til Írisar Erlingsdóttur sem fer mikinn á DV-vefnum, þakka þér göfuglyndi þitt að umbera mig og Snorra Óskarsson. Ég er ekkert fyrir að særa fólk svo að ég læt þetta duga til þín. Hin sem ætla að bíða eftir því að ég fari yfir móðuna miklu, – þá er ég í fullu fjöri, sorry. En með þessu bréfi kveð ég ykkur konur, mun ekki skrifa oftar beint til ykkar. En ég vona að þið sem látið svona, vaknið upp við að þarna úti eru líka drengir og karlar og það eru ekki þeir sem eru mótstaða og fyr- irstaða í ykkar lífi, heldur þið sjálfar. Svo ég noti lýsingu ungrar konu í út- varpi fyrir nokkru, þá vel ég að vera konan með viskustykkin um haus- inn. Verið þið svo sælar, og ég óska ykkur alls hins besta. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Konur – jafnréttislög, tvíeggjað vopn Frá Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir Bréf til blaðsins ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu Borðapantanir í síma 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is Besti kokteilbarinn 2012 að mati Reykjavík Grapevine Hvort sem þú vilt kalla drykkinn þinn hanastél eða kokteil þá er ljóst hvar best er að njóta hans. Reykjavík Grapevine komst að þeirri niðurstöðu í árlegri úttekt sinni að Kolabrautin hefði að bjóða besta kokteilbar borgarinnar árið 2012. Komdu og bragðaðu á ógleymanlegu kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.