Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2878 • praxis.is • Opið mán.- fös. kl. 11.00-18.00 Kíkið á praxis.is MIKIÐ ÚRVAL AF VINNUFATNAÐI TIL ÝMISSA STARFA Ótrúlegt en satt! Erum með fatnað sem þolir 95° þvott og þarf ekki að strauja Mikið úrval af bómullarbolum, buxum, útivistarfatnaði og skóm Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Hannyrðir, föndur og tómstundir föstudaginn 28.september. Þetta er tíminn til að huga að hannyrðum og föndri fyrir jólin SÉRBLAÐ Hannyrðir, föndur & tómstundir Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 24. september NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569-1105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur Hannyrðir af ýmsu tagi.• Skartgripagerð.• Jólakortagerð.• Útsaumur.• Prjón og hekl.• Vatnslita- og olíumálun.• Bútasaumur.• Módelsmíði.• Rætt við fólk sem kennir föndur.• Rætt við þá sem sauma og selja• föndurvörur. Föndur með börnunum og þeim• sem eldri eru. Ásamt fullt af öðru spennandi• efni um föndur og tómstundir. MEÐAL EFNIS: Hanny rðir, fö ndur & tómstu ndir Eftir að stjórnvöld útrýmdu okk- ur, um 200 matvörukaupmönnum í Reykjavík, með nauðungarvinnu fyrir vísitölufjölskylduna á síðustu öld, var ég svo heppinn að fá starf sem fulltrúi á skrifstofu borgarverk- fræðings og starfaði þar með ágætis fólki þar til ég lenti í úreldingu 70 ára gamall. Við þær hörmungar sem gengið hafa yfir á Norðurlandi rifjaðist upp fyrir mér verkefni sem mér var falið á tíunda áratugnum. Það var að reyna að greiða fyrir Magnúsi heitn- um Thorvaldssyni og útvega honum aðstöðu til að geta unnið að hug- myndum sínum. Magnús var mikill frumkvöðull og hafði unnið að ýms- um nýjungum, þar á meðal styrk- ingu á háspennustaurum. Prófanir sem hann lét gera sýndu að eftir að- gerðina margfaldaðist styrkleiki stauranna. Magnús hafði kynnt þessa hug- mynd þeim aðilum sem með þau mál fóru, en var ekki bjartsýnn og sagði mér að þeir gerðu sér grein fyrir að kæmist hugmynd hans í framkvæmd mundi það draga stórlega úr sölu á háspennustaurum og þar spiluðu inn í hagsmunir sterkra aðila sem ekki höfðu áhuga á þessu brölti hans. Ég trúi því ekki, að stjórnendur þessa veigamikla þáttar í þjóð- arbúskapnum líði einkahagsmunum einstakra manna eða fyrirtækja að hindra að reynt verði að færa þjóð- inni í nyt þessa merkilegu hugmynd sem í meira en 20 ár hefur verið komið í veg fyrir að gæti gagnast þjóðinni. Skýringar með lýsingu á staur- unum voru skráðar 6. febrúar 1994. Um staurana hans Magnúsar Eftir stórviðri á veturna sjáum við oft í blöðum og sjónvarpi langar rað- ir af háspennustaurum sem hafa brotnað eins og eldspýtur og valdið rafmagnsleysi í heilum byggðar- lögum, oft í langan tíma eða þar til starfsmenn hafa þrælað sólar- hringum saman við erfiðar aðstæður og lokið viðgerð. Einn þessara ár- vissu atburða get- ur kostað rafveit- urnar tugi, jafnvel hundruð milljóna króna auk orku- sölutapsins og valdið mikilli rösk- un á lífi og störfum fjölda fólks. Við vissar aðstæður hleðst óhemju- mikil ísing á lín- urnar. Álagið verður það mikið að línan slitnar og við höggið brotna næstu staurar og oft verður keðju- verkun, svo heila röðin hrynur niður, jafnvel tugir staura í einu. Sé tekið saman árlegt tap sem hefur orðið á landinu, t.d. síðastliðin tíu ár, mun koma í ljós að viðgerðir og orku- sölutap kostar rafveiturnar gíf- urlega háar fjárupphæðir, auk alls annars tjóns, eins og öryggisleysis sem veldur því að í sumum sveitum þarf að vera vararafstöð á hverjum bæ, til að hægt verði að mjólka kýrn- ar. Er hægt að fækka þessum slysum og minnka óþægindin og kostnaðinn um tugi eða hundruð milljóna króna? Fyrir nokkrum árum var greint frá einfaldri og merkilegri tilraun sem hugvitsmaðurinn Magnús Thor- valdsson gerði. Hún sýnir að hægt er að margfalda styrkleika venjulegra háspennutréstaura. Hann greypti fjóra hrjúfa steyputeina (kambstál) inn í staurinn, hvern á móti öðrum, límdi þá fasta, lokaði raufinni með lista svo teinarnir voru innan við yf- irborð staursins. Teinarnir voru að- eins lengri en staurinn og skrúfu- gangur gerður á endana. Settar voru stálplötur á enda staursins, með göt- um sem teinunum var stungið í gegnum og hert að með boltum. Það útilokaði að teinninn drægist til, þótt límingin gæfi sig. Tilraunir sem gerðar voru sýndu að brotþol staursins margfaldaðist. Sama er að sjálfsögðu hægt að gera við þverslárnar. Þegar haft er í huga hvað mikill skaði er af brotnum háspennustaurum, vil ég koma á framfæri eftirfar- andi hugmynd: Í samráði við Magnús Thorvalds- son verði endurteknar tilraunir með háspennustaurana. Reynist þær prófanir jákvæðar, verði sumarið notað til að meðhöndla stauralager- inn á þann hátt, að allir nýir staurar sem settir verði upp í sumar til end- urnýjunar og þeir sem setja þarf í stað brotinna staura næsta vetur verði styrktir. Athugandi væri einn- ig að vinna að því að endurnýja t.d. fimmta hvern staur á erfiðustu fjöll- unum. Ef ein lína slitnar eru mestar líkur á að hrun stauraraðarinnar stöðvist við styrkta staurinn, því hann hrekk- ur ekki í sundur, jafnvel þótt hann standist ekki álagið, því teinarnir bogna og tré flísast úr staurnum, en höggið sem annars mundi brjóta næsta staur verður lítið sem ekkert. Þetta var kafli úr umsögn minni um beiðni Magnúsar árið 1994, þeg- ar hann fékk afnot af húsnæði með öðrum hugvitsmönnum á Lind- argötu 46. Því niður féll hann frá, áður en margar af hans ágætu hugmyndum urðu að veruleika. Ég trúi því ekki að það þurfi enn meira til en þær hörmungar sem gengið hafa yfir Norðurland að und- anförnu, til að þeir menn sem treyst hefur verið til að stjórna þessu mikla hagsmunamáli þjóðarinnar taki þessa möguleika til alvarlegrar skoðunar. Hefðu staurarnir hans Magnúsar getað komið í veg fyrir hundraða milljóna tjón? Eftir Óskar Jóhannsson » Prófanir sem Magnús lét gera sýndu að eftir aðgerðina margfaldaðist styrkleiki stauranna. Óskar Jóhannsson Höfundur er fyrrverandi kaupmaður í Reykjavík. Stærsta ríkisfyr- irtæki okkar Íslend- inga, Landspítali - háskólasjúkrahús, varð til við samein- ingu Landspítala og Borgarspítala. Þegar spítalar líkt og önnur fyrirtæki með svip- aðan rekstur eru sameinuð er það oft- ast til að ná fram hagræði í rekstri og að efla þekk- ingu fyrirtækisins. Hagræðið fæst með því að koma í veg fyrir sóun á tækjabúnaði, húsnæði og mann- skap. Á fínu máli er talað um sam- legðaráhrif, samþjöppun þekk- ingar eða betri nýtingu aðstöðu. Til að ná ábata af rekstri spítala í kjölfar sameiningar er oft farin sú leið að sameina starfsemina undir eitt þak í nýrri byggingu. Það hefur verið bent á að sam- eining LSH hafi ekki skilað hag- ræði í rekstri þar sem starfsemin er „á 17 stöðum í meira en 100 húsum“ – bygging nýs Landspít- ala kemur til með að sameina starfsemina á einn stað. Ég hef spurt og verið spurð hvaða hús þetta eru. Í svarinu hefur mér verið bent á að kynna mér stað- reyndir sem liggja fyrir. Því tók ég mér það bessaleyfi að finna þessi 100 hús og staðina 17. Hver á byggingar LSH? Byggingar sem hýsa starfsemi LSH eru byggðar af fé almenn- ings og því bjóst ég við að þær væru taldar upp á vef fasteigna ríkissjóðs. Sjúkrahús landsbyggð- arinnar eru talin upp á vefnum, ásamt upplýsingum um viðhald þeirra. Byggingar LSH á þessum vef eru St. Jósefsspítali í Hafn- arfirði og Arnarholt á Kjalarnesi. Í ársreikningi LSH undir liðn- um Eignir utan efnahagsreiknings eru fasteignir til- greindar með þessum hætti: Hringbraut, Fossvogur, Landakot, Kópavogur, Kleppur, Vífilsstaðir, Grensás, Arnarholt, Tunguháls, Sogn, sumarhús starfsmanna og aðrar eignir. Það er erfitt að átta sig á hvort þetta eru 100 hús á 17 stöðum. Á vefnum landspit- ali.is er glugginn Hvað og hvar á Land- spítala? Þar eru upplýsingar um deildir LSH. Á kortum er listi yfir staðsetningu 187 innganga ýmissa deilda LSH, ég taldi 23 heim- ilisföng við 16 götur. Götufjöldinn gætu verið staðirnir 17 og mér hafi þá yfirsést ein gata, við nán- ari athugun er Heilsuvernd- arstöðin skráð við Barónsstíg og Egilsgötu, nánari athugun fækkaði götum frekar en hitt. Fækkar húsum með Nýjum Landspítala ohf. Á vef opinbera hlutafélagsins um Nýjan Landspítala var leitinni haldið áfram. Í skýrslu erlendra ráðgjafa spítalans sem oft er vísað í vegna rekstrarhagræðis vegna nýrra bygginga og er skrifuð á ensku finn ég upptalningu með 23 „rýmum“ LSH (e. Space usage) ásamt upplýsingum um hvaða „rými“ losna þegar fyrsti áfangi verður tekinn í notkun, það eru: Ármúli, Reynimelur, Fossvogur, Skólavörðustígur, St. Jósefsspítali, íbúðir, Barónsstígur (342 fm – ekki Heilsuverndarstöðin), Hátún, Snorrabraut, Skógarhlíð og Vest- LSH í „100 húsum á 17 stöðum“ – Hvar eru þau? Eftir Guðrúnu Bryndísi Karls- dóttur »Hagræðið fæst með því að koma í veg fyrir sóun á tækjabún- aði, húsnæði og mann- skap. Guðrún Bryndís Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.