Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar
Heilluð Jean Larson, ljósmyndari og listmálari, vonast til að festa kaup á húsi á Vestfjörðum.
myndavél. Þannig getur hún auð-
veldlega fest á filmu það sem fyrir
augu ber og málað eftir seinna.
Myndirnar frá Íslandi hafi hins
vegar komið út eins og málverk og
þannig sé myndavélin orðin nýr
miðill fyrir sér.
„Ég er ekki einn þeirra málara
sem mæta á staðinn og setja upp
trönurnar sínar. Ég lifi mig frekar
inn í andrúmsloftið og nota mynda-
vélina þannig að ég eigi myndir til
að mála eftir. Þegar ég kom til Ís-
lands var ég ekki með allt málning-
ardótið mitt með mér en hafði hins
vegar myndavélina og nægan tíma
til að skoða mig um og rölta um
Ísafjörð og umhverfi bæjarins. Ég
fór meðal annars nokkra daga á
Hornstrandir og tók myndir þótt
skissubókin fylgi mér alltaf,“ segir
Larson.
Hún segir að þeim hjónum hafi
líkað vel að búa á Ísafirði og hafi
heimafólk tekið þeim vel og þau
eignast góða vini sem nú séu eins
og önnur fjölskylda þeirra hjóna.
„Við kynntumst mun fleiri hér
á þessum stutta tíma en á þeim
tuttugu árum sem við höfum átt
hús í S-Frakklandi. Það verður
bara að segjast eins og er þótt við
kunnum vel við okkur á báðum
stöðum. Okkur finnst að vissu leyti
eins og við séum komin heim hér á
Íslandi. Ég hafði verið vöruð við
þrúgandi vetrarmyrkrinu en í raun
fannst mér það alls ekki erfitt. Það
var mun erfiðara að venjast sólar-
ljósinu allan sólarhringinn,“ segir
Larson.
Heimili á Íslandi
Larson hefur síður en svo lagt
penslana á hilluna en verk hennar
eru til sölu í galleríum víða um
Bandaríkin. Hér heima hélt hún
málverkasýningu á Listasafni Ísa-
fjarðar og sýnir nú ljósmyndir sín-
ar á Landsbókasafni Íslands – Há-
skólabókasafni. Kallast sú sýning
Eylenduhugsanir eða Eylenda
Musings og gefur þar að líta brot af
myndum Larson frá Vestfjörðum.
Hún segist spennt að sjá viðbrögð
Íslendinga við myndunum og von-
ast eftir að geta skoðað meira af Ís-
landi í náinni framtíð. Þau hjónin
vonast nú til að kaupa hús á Flat-
eyri og vonast til að geta deilt tíma
sínum á milli Íslands og Bandaríkj-
anna.
„Það var skemmtileg tilviljun
hvernig sýningin hér í bókasafninu
kom til. Ég var í flugvél og sat við
hliðina á íslenskri konu. Í spjalli
okkar kom fram að ég ætti bækur
með ljósmyndum mínum sem kon-
an sýndi áhuga. Þá var þetta Ingi-
björg hér á safninu og ég sendi
henni myndir og við hittumst síðan
yfir tebolla. Ég mun alltaf mála
þótt stundum sé auðveldara að hafa
myndavél. Nú er ég næst á leið til
Kongó í sex vikur og tek myndavél-
ina með mér þangað, það er aðeins
auðveldara. Hvert sem ég fer get
ég ekki að því gert að sjá myndefni
í flestöllu og taka myndir. Þetta er
eins og að anda fyrir mér og inn-
blásturinn er alls staðar. Maður sér
það ef maður opnar augun,“ segir
Larson.
Hún hefur sýnt myndir frá Ís-
landi á lítilli sýningu í Trevor City í
Michigan og vonast til að halda
fleiri slíkar í framtíðinni og hvetja
þannig Bandaríkjamenn til að
heimsækja Ísland. Nánari upplýs-
ingar um yfirstandandi sýningu
Larson í Landsbókasafni má nálg-
ast á vefsíðunni: http://lands-
bokasafn.is/index.php/news/423/15/
Eylenduhugsanir-Jean-Larson.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012
Ryðgaður stafn á gömlu skipi,
trosnuð reipi og fiskinet, járn-
klæddar byggingar, lemstraðar
af gnauðandi norðurskautsvind-
unum. Og allt um kring er lands-
lagið sem eilíflega er til staðar
og ber með stolti ör eftir öfl-
ugustu krafta jarðarinnar. Þetta
er ferðalag mitt um Ísland.
Hér í þessu íburðarlausa og
stórfenglega umhverfi hef ég
fundið lag eftir lag í sterkum lit-
um og áferðum, lög undurfag-
urra forma og margbrotinna
flata. Við könnun þessarar
óvenjulegu eyju leita ég ítrekað
í áhrifin sem náttúran hefur
haft á þau form og þau efni sem
tilheyra mannabyggðum.
Þetta er land sem bæði nærir
og ögrar sköpunarkrafti okkar
og hjálpar okkur að skilja veik-
leika okkar frammi fyrir víð-
ernum náttúrunnar.
Eylendu-
hugsanir
SÝNINGARSKRÁ
Vefsíðan lovefoodhatewaste.com er
stútfull af sniðugum ráðum til að
nýta matinn sem við kaupum betur.
Enda er ótrúlega miklu hent á degi
hverjum af mat sem í raun mætti al-
veg borða. Á vefsíðunni má meðal
annars lesa sér til um besta notkun
frystiskápsins. Það skiptir t.d. máli
hvernig við frystum matinn til að
gott sé að nota hann aftur. Epli, jarð-
arber og ýmsa aðra ávexti er t.d.
einna best að mauka áður en þeir
eru frystir. Þá ber að gæta að því að
pastasósur vilja þykkna við frystingu
svo best er að bæta svolitlu vatni út í
pottinn þegar þær eru hitaðar upp
aftur.
Til að geta skoðað síðuna þarf að
velja sér land og velji maður t.d. Eng-
land getur maður séð áhugaverðar
upplýsingar frá því landi hvað varðar
matareyðslu. Á lista má sjá að
80.000 tonnum af brauði er hent þar
árlega og 36.000 tonnum af mjólk
svo aðeins fátt eitt sé nefnt. En
brauð, epli og mjólkurvörur eru með-
al þeirra matvara sem hvað mest er
hent af þar. Forvitnileg vefsíða sem
hvetur mann til umhugsunar og til
að kaupa inn á þann hátt að sem
minnstu þurfi að henda í ruslið.
Vefsíðan www.lovefoodhatewaste.com
Ljósmynd/Norden.org
Rusl? Heilum hellingi af eplum er hent í ruslið árlega á Englandi.
Matar-ruslabingur heimsins
Fyrsti fundur haustins hjá FUJ eða
Félagi ungra jafnréttissinna verður
haldinn í kvöld, fimmtudaginn 20.
september, kl. 20 á fyrstu hæð
Hins hússins í Austurstræti. Yfir-
skrift fundarins er „Femínismi“ og
verður fundurinn í formi umræðna
en eftirfarandi spurningar verða
hafðar að leiðarljósi: Hvað er fem-
ínismi? Hvað lítum við á sem fem-
ínisma? Er hann pólitískur, eða
nær hugtakið lengra en það? Geng-
ur femínismi út á kvenréttindi eða
jafnan rétt kynjanna? Hver eru við-
horf okkar til femínisma? Eru þau
neikvæð eða jákvæð? Hvað er að
vera femínisti?
Á fundinum verða einnig bornar
undir kosningar tillögur að lógói
félagsins. Fundurinn er öllum opinn
og eru sem flestir hvattir til að
mæta og taka þátt í umræðum.
Endilega …
… sækið fund um femínisma
Morgunblaðið/Golli
FUJ Frá fundi Félags ungra jafnréttissinna, fyrsti fundur vetrarins er í kvöld.
www.selecta.is / s: 585 8585
VATNS- OG KAFFIVÉLAR
KAFFI, TE OG REKSTRARVÖRUR
HEILDARLAUSNIR FYRIR VINNUSTAÐI!
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.