Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Brjóstahaldarar í öllum stærðum og á öllum verðum Næg bílastæði Ný sending http://www.lifstykkjabudin.is/ VERTU VINUR Á FACEBOOK Laugavegi 63 • S: 551 4422 SKOÐIÐ YFIRHAF NIR Á LAXDA L.IS VANDAÐAR HAUSTYFIRHAFNIR DÚNÚLPUR -VATTJAKKAR - ULLARKÁPUR Andri Karl Ásgeirsson Viðar Guðjónsson Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Teit Atlason af meiðyrðakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar vegna ummæla sem Teitur viðhafði á bloggsíðu sinni fyrr á þessu ári vegna svokallaðs Kögunar-máls. Málinu var vísað frá dómi og Teit- ur sýknaður samkvæmt dómsorði. Þá var Gunnlaugi og eiginkonu hans gert að greiða Teiti eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Sameiginlegri og óaðgreindri kröfu þeirra Gunnlaugs og eigin- konu hans Sigríðar G. Sigurbjörns- dóttur um ómerkingu ummæla, sem Teitur hafði birt á bloggsíðu sinni, var vísað frá dómi. Aðild hjónanna að kröfunni þótti fela í sér samlagsaðild að lögum um meðferð einkamála. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar væri ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir slíkri aðild að hver kröfuhafi gerði sjálfstæða aðgreinda kröfu og varðaði frávísun máls af sjálfsdáðum væri það ekki gert. Þar sem hin sameiginlega og óaðgreinda kröfugerð hjónanna þótti ekki upp- fylla framangreint skilyrði og þau hefðu ekki leiðrétt annmarkann, þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir Teits, þótti rétt að vísa kröfunni frá dómi af sjálfsdáðum. Þá var Teitur sýknaður af kröfu Gunnlaugs um ómerkingu ummæla, sem Teitur hafði birt á bloggsíðu sinni. Þóttu ummælin, sem fælu í sér myndlíkingu og gildisdóm, ekki fela í sér aðdróttun samkvæmt 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Þá var til stuðnings sýknu vís- að til tjáningarfrelsis Teits, sem væri varið af 73. gr. stjórnarskrár- innar. Vísað frá vegna formgalla Gunnlaugur og Sigríður sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins. Telja þau efnislega niðurstöðu ekki fengna þar sem dómari hafi vísað málinu frá vegna formgalla. „Með frávísun tekur dómurinn því ekki af- stöðu til þess hvort níð eins og það sem við höfum mátt þola sé heimilt lögum samkvæmt. Við teljum því mikilvægt að benda á að fram kom fyrir dóminum að ummælin sem stefnt var fyrir upp- haflega standast ekki skoðun og ljóst að atburðarás sú sem Teitur lýsti á vefsíðu sinni er fjarri sanni og því fullt tilefni til að leiðrétta málið,“ segir í yfirlýsingu. Í yfirlýsingu frá Erlu Skúladótt- ur, lögmanni Gunnlaugs og Sigríðar, kemur m.a. fram að það sé „mat stefnanda að dómurinn sé rangur í veigamiklum atriðum og fullt tilefni til þess að íhuga áfrýjun“, segir í yf- irlýsingu frá Erlu. Teitur sýknaður í meiðyrðamáli  Gunnlaugur og kona hans telja efnislega niðurstöðu vanta  Telja tilefni til að áfrýja dómnum Gunnlaugur M Sigmundsson Teitur Atlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.