Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is B æði Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafa að undanförnu viðrað hugmyndir sínar um hlut Ís- lendinga í leitar- og björgunarsam- starfi Norðurskautsríkjanna. Hug- myndirnar fela í sér að kannað verði hvort hér landi verði ein miðstöðva fyrir björgunarstarf á norður- slóðum. Í sunnudagsútgáfu Morgun- blaðsins bendir Ögmundur á að fjar- lægðir til Íslands séu mun minni frá austurströnd Grænlands en t.a.m. til höfuðborgarinnar Nuuk, Þórshafnar í Færeyjum og Bodö í Noregi. Þess má geta að loftlína frá miðri austur- strönd Grænlands til Nuuk er 1.500 km og siglingaleiðin 3.000 km. Til samanburðar er leiðin til Reykjavík- ur 900 km. Í grein sinni í Morgun- blaðinu í síðustu viku sagði utanrík- isráðherra að aðstæður á Kefla- víkurflugvelli væru „nánast eins og sniðnar“ fyrir áðurnefnda björg- unarmiðstöð. Sjá hag í auknu samstarfi Í síðustu viku fór fram fjöl- þjóðleg leitar- og björgunaræfing á austurströnd Grænlands sem er hluti af samkomulagi Norðurskauts- ráðsins frá því á síðasta ári um að efla björgunarstarf á norðurslóðum. Samkomulagið er fyrsta lagalega bindandi samkomulagið sem gert er á vegum Norðurskautsráðsins. Við sama tækifæri sammæltust fulltrúar ríkjanna um að samningurinn yrðu fordæmi fyrir alþjóðlegt sam- komulag heimskautsríkjanna um varnir gegn olíuslysum á norður- slóðum sem Íslendingar hafa lengi talið æskilegt að yrði gert. Svæðið sem um ræðir er mjög stórt, frekar fámennt og flugvellir og hafnir eru í grenndinni. Þó stór ríki eins og Rússar og Bandaríkja- menn geti hugsanlega verið með ákveðna getu á ákveðnum svæðum þá verður erfitt að koma því við að fullkominn geta á öllum svæðum sé fyrir hendi til að takast á við slys á siglingaleiðunum. Slíkt leiðir af sér það samkomulag sem ríkin hafa nú bundist, þau virðast sjá hag sinn í að geta unnið saman og kallað eftir að- stoð hverju sinni, fljótt og vel. „Innan ráðsins er ákveðin þró- un í gangi, ríkin eru að færa sam- starfið meira í átt að áþreifanlegum hagnýtum verkefnum og mæta þar með þessari þörf sem er að verða til með auknum siglingum og aukinni efnahagslegri starfsemi hvort sem það er námugröftur, olíuleit eða ann- að. Tilhneigingin virðist vera sú að ríkin séu að vinna nánar saman til þess að vera viðbúin þessari þróun sem nú þegar er byrjuð og mun sennilega aukast í framtíðinni,“ seg- ir Jónas Gunnar Allansson hjá utan- ríkisráðuneytinu. Innan norðurskautsráðsins eru Íslendingar og Bandaríkjamenn að vinna úttekt á innviðum samgangna á norðurslóðum t.d. hvar sé að finna flugvelli, djúpristar hafnir, fjar- lægðir og hver geta viðkomandi samfélags er til að taka á áföllum í norðurhöfum. „Samningurinn á síð- asta ári var sögulegt skref og það að nú hafi hafi verið haldin fyrsta æf- ingin með nokkuð góðri þátttöku er í raun mjög góður árangur á svo stuttum tíma,“ segir Jónas. „Það er ekki bara staðsetning landsins okk- ar sem gerir að verkum að hér gæti reynst heppilegt að hafa einhvers- konar viðbúnað. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og annað starfsfólk þar er vant að vinna í mjög erfiðum aðstæðum og ég hef heyrt af því að annarsstaðar sé tekið eftir þeirra þekkingu og innsæi,“ segir Jónas að lokum. Mikilvægur hlekkur í öryggi á norðurslóðum Ljósmynd/Danski flotinn Æfingar Varðskipið Þór við Grænland með dönskum varðskipum. Í áhöfn Þórs voru 18 manns auk þriggja frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nokkrirþingmennúr þremur flokkum hafa lagt fram frumvarp til laga um að miðstöð innanlandsflugs skuli vera starfrækt á Reykja- víkurflugvelli í Vatnsmýrinni. Samkvæmt frumvarpinu skal flugvöllurinn gegna hlutverki varaflugvallar fyrir innan- landsflug og millilandaflug og bent er á í greinargerð að verði innanlandsflug flutt til Kefla- víkurflugvallar verði enginn varaflugvöllur á þéttbýlasta svæði landsins. Reiknað sé með að við þær aðstæður yrði að gera varaflugvöll á Suðurlandi vegna öryggis í millilanda- og innanlandsflugi. Í greinargerðinni er enn- fremur bent á að sú óvissa sem ríkir um framtíð flugvallarins komi sér illa fyrir hags- munaaðila og brýnt sé að henni verði eytt svo fljótt sem verða megi. Nú er það að vísu svo – og það hefur kosning sem haldin var eftir mikinn áróður gegn flugvellinum meira að segja leitt í ljós – að íbúar Reykjavík- ur hafa ekki áhuga á að flug- völlurinn fari úr borginni. Þeir gera sér flestir grein fyrir því að flugvöllurinn er nauðsyn- legur til að hægt sé að halda uppi eðlilegum samgöngum við höfuðborgina og að höfuð- borgin hefur í því sambandi bæði hagsmuni að verja og skyldum að gegna. Í höfuðborginni, þar sem flestir búa, hefur eðli máls sam- kvæmt verið byggð upp ýmis þjónusta sem á að geta gagnast öllum íbúum landsins. Sú þjón- usta þarf vitaskuld að vera tengd við aðrar byggðir í land- inu með viðunandi hætti og það er ekki mögulegt nema með því að í borginni sé flugvöllur. Eftir miklar rannsóknir og vangaveltur um aðra staði en Vatnsmýrina má öllum vera ljóst að flutningur flugvallarins innan höfuðborgarsvæðisins er ekki raunhæfur kostur. Staðsetning flugvallarins snýst þó ekki aðeins um þjón- ustuhlutverk við landsbyggð- ina, þó að það væri út af fyrir sig fullnægjandi röksemd þeg- ar höfuðborgin er annars veg- ar. Staðsetningin snýst líka um hagsmuni Reykvíkinga sjálfra og sú röksemd væri einnig full- nægjandi ein og sér. Reykvík- ingar vilja geta ferðast um landið og Reykvíkingar vilja eins og aðrir landsmenn hafa aðgang að varaflugvelli á sunnanverðu landinu þegar þeir ferðast á milli landa. Fyrir Reykvíkinga snýst þetta þó um fleira, því að flug- vellinum fylgir mikill fjöldi starfa bæði beint og óbeint, ef til vill um eitt þúsund störf eins og segir í greinargerð fyrr- nefnds frumvarps. Þegar horft er til atvinnuástandsins í borg- inni má furðu sæta að þeir sem eiga að gæta hagsmuna Reyk- víkinga skuli enn mæla með því að flugvöllurinn og störfin sem honum fylgja hverfi úr Vatns- mýrinni. Miðað við þá umræðu sem fá- mennur hópur hefur haldið uppi gegn Reykjavíkurflugvelli kemur ekki á óvart að frum- varp á borð við það sem hér hefur verið nefnt sé lagt fram á Alþingi. Ef til vill verður frum- varpið til að eyða óvissunni og treysta þannig starfsemina við Reykjavíkurflugvöll. Full þörf er á því fremur en að leyfa henni að halda áfram að drabb- ast niður. Frumvarp um Reykjavíkurflugvöll verður vonandi til að eyða óvissunni} Hagsmunir og skyldur höfuðborgarinnar Björn Zoëga,forstjóri Rík- isspítalanna, hefur tilkynnt að hann hafi afþakkað þá launahækkun sem Guðbjartur Hann- esson velferðar- ráðherra hafði boðið honum. Þetta kemur fram í sameig- inlegri tilkynningu þeirra. „Björn segir að hann hafi af- þakkað kjarabreytinguna í ljósi þeirra miklu deilna sem sprottið hafi í kjölfarið.“ Þessi niðurstaða forstjórans er rétt, en dómgreindarleysi ráðherrans sem ákvörðunina tók blasir við eftir sem áður. Þegar öldur risu hátt eftir að launaákvörðuninni hafði verið lekið til fjölmiðla fullyrti Guðbjartur að hann einn hefði borið ábyrgð á henni. Það er einn- ig augljóslega rétt. En fráleitt er að ætla að ráð- herrann hafi ekki kynnt sína ákvörðun, svo óvenjuleg sem hún var, fyrir forsætisráð- herranum. Hafi hann ekki gert það er dómgreindarleysið yf- irþyrmandi. Hafi hann sinnt upplýsingaskyldu sinni, sem nær öruggt má telja, væri fróðlegt að fá skýringar á hver hafi verið afstaða forsætisráð- herrans. Enn er margt óljóst um aðdraganda sérstakrar launa- ákvörðunar velferð- arráðherrans} Óhjákvæmilegt undanhald E kki kemur á óvart að Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vilji útiloka samvinnu við Sjálfstæðisflokk- inn. Sennilega finnst honum sem sönnum vinstrimanni að of náið samneyti við hægrimenn sé bæði ógeðfellt og ósmekk- legt. Hægrimenn ættu reyndar einnig að vera lítt hrifnir af samstarfi við hreinan vinstri- flokk. Á tímabili, og kannski enn, voru samt furðumargir sjálfstæðismenn á þeirri skoðun að samstarf við vinstri græna væri fremur heppilegt, sérstaklega ef Framsóknarflokkur- inn næði ekki alþýðuhylli. Sumt í hugarheimi hægrimanna er manni óskiljanlegt, eins og það af hverju þeir telja að öfgasinnarnir í Vinstri grænum yrðu þægi- legri samstarfsflokkur en Samfylkingin. Mann grunar að þessir hægrimenn líti helst til þess að Vinstri grænir eru lítill flokkur og telji auðveldara að eiga við hann en Samfylkinguna. Það myndi örugglega ekki reynast svo því vinstri grænir eru sérfræðingar í að skapa vandræði og stunda stöðug uppþot, bæði innan eigin flokks og í samstarfi við aðra. Ríkisstjórnir eiga umfram allt að vera starfhæfar og það er því afar brýnt að halda þessum vandræðaflokki utan ríkisstjórnar. Get- ur ekki einhver vel ritfær maður útskýrt þetta fyrir sjálfstæðismönnum svo þeir fari ekki að gera sér hug- myndir um blómlegt og uppbyggilegt samstarf við villta vinstrimenn sem fylgja stífri forræðishyggju? Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, líst dável á þá hugmynd að halda Sjálfstæðis- flokknum utan ríkisstjórnar. Reyndar eru bæði Steingrímur og Jóhanna farin að tala eins og ríkisstjórnin njóti óskoraðs trausts og almennra vinsælda. Sennilega hafa þau lært þennan gorgeir af Ólafi Ragnari Gríms- syni sem talar alltaf eins og hann sé aðal- maðurinn í íslensku þjóðfélagi og vilji ekki koma þjóðinni í uppnám með því að draga sig í hlé. Jóhanna hlýtur þó að sjá að hún er búin að skila sínum verkum eins vel og hún getur og komið sé að því að kveðja. Næsti formað- ur Samfylkingar verður svo vonandi ein- staklingur sem talar ekki eins og hann hafi einungis tileinkað sér boðskap einnar bókar, Sölku Völku, þar sem atvinnurekendur eru vondir og heimskir karlar sem arðræna hinn göfuga verkalýð. Það er ekkert undarlegt við það að vinstri grænir tali gegn fjármagni og atvinnurekendum, með því eru þeir einungis að fylgja hugmyndafræði sinni. Það er hins vegar löngu tímabært að Samfylkingin láti af snakki sem á ekkert skylt við nútímajafnaðarstefnu. Samfylk- ingin ætti einnig að hætta að tala á þeim nótum að Sjálfstæðisflokkurinn sé varasamur og fylgi hættulegri hugmyndafræði. Það getur ekki annað en verið sitthvað gott við flokk sem stendur gegn forræðishyggju og trúir á einstaklingsfrelsið. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Ríkisstjórn án Vinstri grænna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Um 80-100 fulltrúar Íslands tóku með einum eða öðrum hætti þátt í leitar- og björg- unaræfingu sem haldin var á austurströnd Grænlands í síð- ustu viku á grunni sam- komulags norðurskautsríkjanna um öryggi á norðurslóðum. Um er að ræða Landhelgisgæsluna, varðskipið Þór og og eftirlits- flugvélina TF-SIF, alþjóðasveit slysavarnafélagsins Lands- bjargar og fulltrúa slökkviliðs- ins á höfuðborgarsvæðinu. „Það var mikil ánægja með okk- ar þátttöku og framlag. Við vissum fyrir að margt myndi takast vel en annað ekki eins vel og það var einmitt það sem við vildum fá út úr æfingunum og læra af. Það er alveg ljóst að við höfum heilmikið að leggja til,“ segir Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmda- stjóri aðgerða- sviðs Landhelg- isgæslunnar. Ánægja með Íslendinga BJÖRGUNARÆFINGIN Ásgrímur L. Ásgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.