Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 6
Aðgerðalisti ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga Loforð Staða að mati SA Staða að mati ASÍ Bókun um framkvæmd yfirlýsingar Hefur ekki gengið eftir Bókun ummálsmeðferð í sjávarútvegsmálum Gekk ekki eftir Bókanir Höfuðstóll gengistryggðra lána hefur verið færður niður í samræmi við dóma Hæstaréttar Fleiri dóma Hæstaréttar þarf til að eyða óvissu Hefur gengið eftir enmálið enn í lagal. óvissu eftir nýja dómaHæstar. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla til heimila sem greidd verður árin 2011 og 2012 sem áætlað er að muni kosta um 6 milljarða króna Hefur gengið eftir Hefur gengið eftir Húsnæðismál Stjórnvöld skipi starfshóp með fulltrúumASÍ, SA og fjármálaráðherra til að gera tillögur um útfærslu. Skili niðurstöðum fyrir lok september 2011 Nefnd skipuð Aðeins einn fundurog engin umræða Jöfnun áunninna lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins Hefur ekki gengið eftir Hefur ekki gengið eftir Lífeyrismál Framlög ríkisins og lífeyrissjóðanna til starfsendurhæfingar verði lögbundin Hefur gengið eftir Hefur gengið eftir Virk heilsuvernd á vinnustöðum sporni gegn ótímabæru brottfalli af vinnumarkaði, meðal annars með forvörnum Hefur gengið eftir Tilraunaverkefni um aukna þjónustu við atvinnuleitendur Gengið eftir að hluta Hefur gengið eftir Stofnaður verður þróunarsjóður til að efla starfstengt námá framhaldsskóla- og háskólastigi og þróa styttri námsbrautir Hefur gengið eftir Hefur gengið eftir Aukin framlög til LÍN Hefur ekki gengið eftir Starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur fjölgað um allt að 1.500 árið 2011 Nánast gengið eftir Hefur verið efnt Aðgengi atvinnuleitenda og fyrirtækja að starfstengdum úrræðum verði bætt og umsýslukerfi einfaldað Hefur verið efnt að hluta Hefur verið efnt að hluta Þeim sem eru 25 ára og eldri verður gefinn kostur á úrræðum í framhaldsfræðslu Hefur gengið eftir Hefur gengið eftir Öllumsemeftir leita verða tryggðnámstækifæri haustið 2011 Hefur gengið eftir Hefur gengið eftir Menntamál og vinnumarkaðsúrræði Átak til að fjölga erlendum ferðamönnum um 50.000 yfir vetrartímann og skapa þannig 1.000 störf Hefur gengið eftir Hefur gengið eftir Hindrunum í vegi erlendrar fjárfestingar verði rutt burt Hefur ekki gengið eftir Ísland verði kynnt fyrir erlendum fjárfestum sem fjárfestingarkostur með markvissum aðferðum og auknu fé til markaðssóknar Hefur ekki gengið eftir Íslandsstofa fékk auknarfjárveitingar Fjárfesting lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði aukin Hefur ekki gengið eftir Hefur ekki gengið eftir Stefnt að afgreiðslu samninga um tvö umtalsverð fjárfestingarverkefni, þar af annað á Norðausturlandi, og að framkvæmdir hefjist árið 2012 Ófrágengið Hefur ekki gengið eftir Stefnt að afgreiðslu rammaáætlunar haustið 2011 Hefur ekki gengið eftir Hefur ekki gengið eftir og útlitfyrir mikinn ágreining Sókn í orku- og iðnaðarmálum Hefur ekki gengið eftir Nýbygging fyrir stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Mjög hægur gangur Undirbúningur vegaframkvæmda á Suðvesturlandi Gekk ekki eftir Lítið samráð og enginnáhugi ráðherra Ofangreint feli í sér aukna fjárfestingu um 13 milljarða til loka árs 2012 Hefur ekki gengið eftir Aukið fé verði sett í vegaframkvæmdir á Vestfjörðum Hefur gengið eftir Um 5milljarða króna fjárfesting í nýjum hjúkrunarheimilum Komið í gang Hefur gengið eftir Gerð Vaðlaheiðarganga hefjist haustið 2011 Verksamningur ófrágenginn Hefur dregist og endaði meðábyrgð ríkisins 3,1 milljarður vegna byggingar nýs Landspítala Hefur ekki gengið eftir Hefur dregist Framkvæmdir á árinu 2011 og 2012 Fjárfesting verði ekki minni en 350 milljarðar á ári í lok samningstímans Hefur ekki gengið eftir Hefur ekki gengið eftir Atvinnuleysi verði ekki meira en 4-5% í lok samningstímans Stefnir í meira atvinnuleysi, verður líklega 5,5% í lok samningstímans Atvinnuleysi er að minnka, en ekki vegna fjölgunar starfa heldur fækkunar á bótaskrá, brottflutn- ings og fækkunar á vinnumarkaði Sókn í atvinnumálum Hefur ekki gengið eftir Hefur ekki gengið eftir Samráð um umbætur í skattamálum Gengið eftir að hluta Breytingar á lögum um tekjuskatt vegna atvinnulífsins Gengið eftir að hluta Embætti ríkisskattstjóra standi fyrir tímabundu átaki með fulltingi fjármálaráðuneytisins í samvinnu við SA og ASÍ ummeðal annars að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi Gekk eftir. Samvinna er í gangi Gott samstarf hefur verið um þessi mál Tryggingargjald skuli lækkað skapist svigrúm til þess vegna minnkandi atvinnuleysis Vanefndir áformaðar í fjárlagafrumvarpi 2013 Var efnt í ársbyrjun 2012 en áform um að efna þetta ekki 2013 Starfsskilyrði atvinnulífsins Stjórnvöld endurskoði bætur almannatrygginga með hliðsjón af niðurstöðum kjarasamninga milli ASÍ og SA þannig að lífeyrisþegar og atvinnulausir njóti hliðstæðra kjarabóta og um verður samið í kjarasamningunum Áform umminni tekjutengingar bæta hag lífeyrisþega Atvinnuleysisbætur ekki hækkaðar með sambærilegum hætti og laun. Bætur almanna- trygginga ekki hækkaðar með sambærilegum hætti, en samstaða í þverpólitískri nefnd um að draga verulega úr tekjutengingum sem skilar sama eða meiri ávinningi fyrir launafólk. Persónuafsláttur Efnt Persónuafsláttur hefur verið verðtryggður og neðri mörk hækkuð umfram verðlag. Bætur almannatrygginga og persónuafsláttur Afnám gjaldeyrishafta, höftin verði ekki lengur en brýna nauðsyn beri til Enn er stefnt að afnámi í árslok 2013 Hefur ekki gengið eftir Þátttaka í endurmati efnahagsáætlunar Hefur ekki gengið eftir Mótun nýrrar umgjarðar fyrir peningastefnuna Hefur gengið mjög hægt Hefur gengið mjög hægt og mikill ágreiningur um samhengi launa, gengis og veðlags Ríkisfjármálastefna Heildarafgangur 2013 næst ekki Efnahagsstefnan almennt Verðbólga, vextir og gengi ekkií samræmi við væntingar Efnahagsstefnan Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir verð á vörum og þjónustu hafa hækkað meira en gert var ráð fyrir við gerð samninga. Því stefni í for- sendubrest milli aðila vinnumark- aðarins og atvinnurekenda. Forsendubrestur við stjórnvöld „Það hefur líka orðið forsendu- brestur í samskiptum okkar við stjórnvöld. Þegar við gerðum kjara- samningana og lögðum upp með ákveðið samstarf milli okkar, at- vinnurekenda og stjórnvalda var lagður fram heildarpakki sem af- staða var tekin til við afgreiðslu samninganna. Þar hefur margt ekki gengið eftir. Framundan eru því erf- iðari viðræður um endurskoðun samninga en síðast. Það er hins veg- ar ekki komið að því að taka ákvörð- un um hvort þeir verða opnaðir. Það hefði haft mjög mikla þýð- ingu fyrir afkomu félagsmanna okk- ar ef atvinnutryggingar og atvinnuleysisbætur hefðu hækkað í samræmi við kjarasamninga, eins og til stóð. Svo eru það efnahagsmálin. Við teljum að það hefði breytt miklu ef þau tækifæri sem við Íslendingar höfum til að auka fjárfestingu og út- flutning hefðu verið nýtt. Það hefði haft umtalsverð áhrif til batnaðar, gagnvart bæði atvinnustiginu og tekjumyndun minna félagsmanna. Það hefði jafnframt gert þeim miklu auðveldara um vik að mæta skuldbindingum sínum og standa vörð um fjölskyldur sínar. Það er ekki nógu ofarlega á forgangslist- anum að skapa forsendur fyrir fjölg- un starfa og auknum tekjum. Ég hygg að það sé grundvöllur mikillar reiði gagnvart stjórnvöldum.“ Við gerð kjarasamninga skuldbatt ríkisstjórnin sig til að láta þessi áform ganga eftir Telja stærstu loforðin hafa verið svikin Vilhjálmur Egilsson Gylfi Arnbjörnsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar kjarasamningar voru undir- ritaðir 5. maí 2011 fylgdi með yfir- lýsing frá ríkisstjórninni um þær að- gerðir sem ráðast átti í samhliða kjarabótum til handa launafólki. Fyrirheitin eru útlistuð hér til hliðar og fylgir með afstaða Sam- taka atvinnulífsins og Alþýðu- sambands Íslands til þess hvort þau hafi verið efnd. Skal tekið fram að listinn er ekki tæmandi. Einhver at- riði standa út af en meginatriðin, svo sem í efnahagsmálum, eru tiltekin. Kjarasamningarnir giltu frá maí í fyrra og út næsta ár og fólu í sér 4,25% launahækkun 1. júní í fyrra- sumar, 3,5% launahækkun 1. febr- úar á þessu ári og 3,25% hækkun 1. febrúar á næsta ári, með fyrirvara um endurskoðun í janúar ár hvert. Ekki minni en 350 milljarðar Skýr markmið voru sett um fjár- festingu sem skyldi ekki vera minni en 350 milljarðar á ári í lok samn- ingstímans, það er í lok næsta árs. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, telur nær engar líkur á því að þetta markmið náist. „Ríkisstjórnin hefur að okkar mati nálgast þessi fyrirheit af ótrúlegri léttúð. Það var augljóslega ekki efst á forgangslista hennar að standa við þau. Reyndar hefur maður á tilfinn- ingunni að sumir stjórnarliðar telji sig með öllu óbundna af þeim. Launahækkanir voru m.a. byggð- ar á þeirri forsendu að fjárfesting myndi aukast, að hagvöxtur yrði 4-5% og að krónan myndi styrkjast samfara vexti í hagkerfinu. Þar hef- ur ekkert gengið eftir. Fjárfesting er áfram í sögulegri lægð. Við brjótum því heilann um hvað- an innistæðan fyrir frekari launa- hækkunum eigi að koma. Hér standa veigamikil atriði út af frá því sem lofað var. Við höfum rétt til þess að opna samninginn í janúar. Það er gert ráð fyrir því að samningsaðilar hittist reglulega og ræði forsendur samninga. Ef þær standast ekki þurfum við að íhuga viðbrögð.“ 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? VERÐI LJÓS Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum T5 Flúor lampi 2x28w 120cm 5.390 SHA-3902A T8 Loftljós flúor rakaþ. 2x36w 128x16,6cm 5.595 SHA-V5228 IP65 SHA-3901 T8 Loftljós flúor rakaþ. 1x18w 67,5x11,2cm 2.865 SHA-3901A T8 Loftljós flúor rakaþ. 2x18w 67,5x16,6cm 3.595 Gæðavara ! Margra ár a reynsla á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.