Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Styrmir Gunnarsson skrifar áEvrópuvakt:    Það kom engum á óvart aðSeðlabanki Íslands undir nú- verandi stjórn teldi evruna helzta kost- inn í gjaldmiðils- málum Íslendinga. Hitt kom áreiðan- lega flestum í opna skjöldu að þessi virðulega stofnun skyldi skv. blaða- fréttum komast að þeirri niðurstöðu að næstbezti kosturinn væri danska krónan. Það þarf mikið hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að leggja til við Íslendinga að taka upp á ný krónu hinna gömlu nýlenduherra.    En við nánari skoðun er þettakannski skiljanlegt. Það má nefnilega ekki gleyma því í þessu sambandi að Seðlabanki Íslands er nú undir stjórn gamalla marxista. Og hverjir voru það, sem treg- astir voru til að hvetja til stofn- unar lýðveldis á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar?    Það er söguleg staðreynd, aðþað voru vinstri menn og þarf ekki að lesa margar sögubækur til þess að finna þessari staðhæfingu stað.    Í því ljósi verður það mat hinnagömlu marxista sem nú stjórna Seðlabanka Íslands skiljanlegra að næstbezti kosturinn sé að taka upp gjaldmiðil hinnar gömlu herraþjóð- ar, sem vinstri mönnum á sínum tíma þótti svo mikil eftirsjá að. En þegar neyðin er stærst … o.s.frv. Það eru kosningar í nánd. Sam- kvæmt þeirri reglu, sem núverandi stjórnarflokkar hafa komið á er skipt um seðlabankastjóra, þegar nýir flokkar komast til valda.“ Seðlabanki Íslands Drottninguna líka? STAKSTEINAR www.xd.is Opinn fundur í Valhöll Laugardagur 22. september kl. 10:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpar fundinn og svarar fyrirspurnum um verkefnin í aðdraganda kosninga. Bein útsending á xd.is. Allir velkomnir - léttar veitingar. Horfum áfram - hefjum sókn Sjálfstæðisflokkurinn Veður víða um heim 19.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 heiðskírt Bolungarvík 8 heiðskírt Akureyri 6 skýjað Kirkjubæjarkl. 8 léttskýjað Vestmannaeyjar 8 heiðskírt Nuuk 7 skúrir Þórshöfn 8 skýjað Ósló 11 léttskýjað Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Stokkhólmur 11 léttskýjað Helsinki 11 skúrir Lúxemborg 13 heiðskírt Brussel 13 léttskýjað Dublin 12 skúrir Glasgow 12 léttskýjað London 16 heiðskírt París 17 heiðskírt Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 11 skúrir Berlín 15 heiðskírt Vín 12 skúrir Moskva 16 heiðskírt Algarve 25 léttskýjað Madríd 31 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 18 þrumuveður Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 12 skúrir Montreal 11 skýjað New York 20 heiðskírt Chicago 17 skýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:07 19:36 ÍSAFJÖRÐUR 7:11 19:42 SIGLUFJÖRÐUR 6:54 19:25 DJÚPIVOGUR 6:36 19:06 Skúli Hansen skulih@mbl.is „Ég botna ekki neitt í neinu og skil ekki neitt í málinu,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, blaðamaður, að- spurður hvort hann botni eitt- hvað í ummælum Páls Magnús- sonar útvarps- stjóra sem birtust í nýlegri grein hans í Morgun- blaðinu, en þar sagði Páll meðal annars að menn gætu af ýmsum ástæðum komist á leiðarenda á ein- hverjum vinnustað og haslað sér völl á nýjum. Grein Páls var svar hans við grein Guðna Ágústssonar, fyrrverandi for- manns Framsóknarflokksins, þar sem Guðni gagnrýndi harðlega uppsögn Magnúsar Hlyns hjá Ríkisútvarpinu. „Ekki kann ég nú við að fara að ræða hér mikið við Guðna um vistaskipti nafngreindra einstaklinga. Finnst það frekar ósmekklegt. Þó er það svo að menn geta af ýmsum ástæðum komist á leiðarenda á einhverjum vinnustað og hasla sér þá völl á nýjum. Þannig blómstraði Gissur Sigurðsson sem aldrei fyrr eftir að ég réð hann til Stöðvar 2/Bylgjunnar á sínum tíma – og gerir enn. Og sannarlega vona ég að sú verði líka raunin með Magnús Hlyn enda var ég ábyggilega í hópi þeirra fyrstu sem sendu honum vel- farnaðaróskir um daginn – með hans nýja far og nýja föruneyti,“ segir með- al annars í grein Páls. Fékk engar skýringar „Ég fékk aldrei neinar skýringar á því af hverju ég var látinn hætta,“ segir Magnús Hlynur. Að sögn Magn- úsar Hlyns má Páll þó eiga það að hann hafi sent sér smáskilaboð og óskað sér til hamingju með nýja starf- ið og góðrar lukku á nýjum vettvangi. Þess má geta að Magnús Hlynur starfar nú hjá Stöð 2. Botnar ekki neitt í neinu Magnús Hlynur Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.