Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Ekki er horfið frá þeirri skerðingu
sem orðið hefur á sóknargjöldum til
Þjóðkirkjunnar, umfram annan nið-
urskurð í fjárlögum, að því er fram
kemur í fjárlaga-
frumvarpi fyrir
árið 2013. Í
skýrslu sem birt
var í vor kemur
fram að sókn-
argjöld hafi lækk-
að um 25% um-
fram framlög til
annarra sem sætt
hafa skerðingu til
samræmis við al-
mennan niðurskurð frá fjárlögum
ársins 2008. „Mér finnst þetta alveg
hrikalegt,“ segir sr. Gísli Jónasson,
prófastur og prestur í Breiðholts-
kirkju. Framundan sé enn meiri nið-
urskurður í sóknarstarfi í landinu
sem þegar hafi liðið mjög fyrir
skerðinguna.
Sóknargjöld sem renna til Þjóð-
kirkjunnar verða á næsta ári tæp-
lega 1,7 milljarðar sem er um 300
milljónum lægri fjárhæð, í krónum
talið, en í fjárlögum fyrir árið 2008.
Nú er reiknuð verðlagshækkun á
sóknargjöldin milli áranna 2012 og
2013 sem nema 63,1 milljón. Kirkj-
unni er á hinn bóginn ekki bætt sú
skerðing sem hefur orðið frá 2008.
Sama á við um aðra söfnuði og trú-
félög sem fá sóknargjöld.
Gísli Jónsson prófastur segir að
innanríkisráðherra og meðlimir í
fjárlaganefnd hafi talað um að rétta
þyrfti hlut kirkjunnar að þessu leyti,
enda lægi fyrir og væri óumdeilt að
kirkjan hefði orðið fyrir meiri skerð-
ingum en aðrir. Nú yrði að koma í
ljós hverjar efndirnar yrðu.
Altarið skemmt vegna leka
Verði frumvarpið samþykkt
óbreytt mun staða sókna versna enn
frekar, að sögn Gísla. Sóknir hafi frá
árinu 2008 þurft að draga mjög veru-
lega úr starfi sínu, segja upp starfs-
fólki og fresta viðhaldi á húseignum.
Breiðholtssókn hafi búið svo vel að
árið 2008 hafi verið búið að safna um
20 milljónum í sjóð til að setja lyftu á
milli hæða í safnaðarheimilinu en
„korteri fyrir hrun“ hafi sótt hrollur
að sóknarnefndarmönnum og því var
hætt við lyftukaupin. Á þessum sjóði
hafi rekstur sóknarinnar flotið því
tap hafi verið á rekstri sóknarinnar
undanfarin ár. Nú er sjóðurinn upp-
urinn. „Og þó er búið að fækka
starfsfólki gríðarlega, það er búið að
leggja niður starfsþætti og hagræða
í öllu,“ segir hann. Ekkert hafi verið
lagt í viðhald og nú sé svo komið að
kirkjan mígleki. „Við höfum lent í því
að þurfa að stilla upp 5-6 fötum í
kringum altarið í ákveðnum veðrum.
Og ofan á altarið. Það stórsér á alt-
arinu sem er úr timbri, það er hálf-
ónýtt, því það hefur lekið svo ofan á
það,“ segir hann.
Fólk þreytist og gefst upp
Staða Breiðholtssóknar og ástand
kirkjunnar er ekkert einsdæmi – og
víða er það verra eins og fram kemur
í fyrrnefndri skýrslu sem kom út lok
apríl á þessu ári. Gísli átti sæti í
nefndinni sem skrifaði skýrsluna.
Gísli segir samdráttinn í starfi
sókna vera gríðarlegan og hafi hann
í sumum tilvikum leitt til þess að
ekki sé hægt að framfylgja vinnu-
reglum sem kirkjan hafi sett sér. Í
siðareglum hafi t.d. verið kveðið á
um að í barna- og unglingastarfi
yrðu ávallt a.m.k. tveir fullorðnir.
„En það er ekki hægt að framfylgja
þessum reglum, það eru bara engir
peningar til þess. Það er verið að yf-
irkeyra fólk sem er smám saman að
þreytast og gefast upp,“ segir hann.
Þetta sé algjör öfugþróun því ein af
afleiðingum hrunsins sé sú að meiri
þörf sé fyrir þjónustu kirkjunnar.
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir að rekstrargjöld Þjóðkirkj-
unnar dragist saman um 28,7 millj-
ónir á næsta ári, að frátöldum verð-
lagshækkunum. Til þess að gera
þessar breytingar þarf að ná sam-
komulagi við kirkjuna, enda byggj-
ast greiðslurnar á samkomulagi ríkis
og kirkju frá árinu 1997. Kirkjuþing
þarf að samþykkja slíkar breytingar.
Gísli segir að innan kirkjunnar séu
uppi raddir um að hafna slíku sam-
komulagi við ríkið, til að setja þrýst-
ing á að skerðing sóknargjalda verði
leiðrétt.
Enn frekari
niðurskurður
í sóknarstarfi
Ekki horfið frá skertum sóknargjöldum
Gísli Jónasson
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012
Þau mistök voru gerð í fjárlaga-
frumvarpinu fyrir 2013 að ekki er
gert ráð fyrir fimm milljón króna
framlagi vegna viðgerða á Hall-
grímskirkjuturni. Þetta á að leið-
rétta við aðra umræðu frumvarps-
ins, samkvæmt upplýsingum frá
innanríkisráðuneytinu.
Forsagan er sú að þegar ráðist
var í endurbætur á Hallgríms-
kirkjuturni var gert ráð fyrir að
viðgerðin myndi kosta 250-300
milljónir. Miðað var við þá fjárhæð
þegar sóknarnefnd Hallgríms-
kirkju gerði árið 2007 samkomu-
lag við ríki og borg um fjárframlög
til viðgerðarinnar, skv. upplýs-
ingum frá kirkjunni. Samkvæmt
því skuldbatt ríkið sig til að greiða
12,4 milljónir króna á ári til ársins
2012. Fljótlega kom þó í ljós að
steypan var mun verr farinn en tal-
ið var og hljóp heildarkostnaður
upp í 550 milljónir króna. Því var
gert nýtt samkomulag árið 2009
og í hlut ríkisins kom að greiða 5
milljónir á ári frá árinu 2013-2018.
Í fjárlagafrumvarpinu er rétti-
lega tekið fram að hið tímabundna
framlag upp á 12,4 milljónir falli
niður. Á hinn bóginn varð hand-
vömm til þess að ekki er gert ráð
fyrir framlaginu upp á 5 milljónir í
fjárlagafrumvarpinu. Það verður
leiðrétt.
Kirkjuturninn varð útundan
MISTÖK Í FJÁRLAGAFRUMVARPI
Steinsteypa Turninn í viðgerð.
Athugasemd hefur borist frá Seðla-
bankanum vegna fréttar Morgun-
blaðsins í gær um að Deutsche Bank
og erlent fjárfestingafélag hafi feng-
ið heimild frá Seðlabankanum í sum-
ar til að skipta 18 milljörðum króna
yfir í gjaldeyri.
„Í ljósi þess sem fram kemur í for-
síðufrétt Morgunblaðsins í dag um
undanþágur frá lögum um gjaldeyr-
ismál vill Seðlabanki Íslands taka
fram eftirfarandi:
Fréttin á forsíðu Morgunblaðsins
um undanþágur frá lögum um gjald-
eyrismál er í flestum atriðum röng.
Engar undanþágur sem geta haft al-
varleg áhrif á stöðugleika krónunnar
hafa verið veittar til kaupa á gjald-
eyri fyrir krónur til að flytja úr landi
enda er það megintilgangur fjár-
magnshafta að varðveita gengisstöð-
ugleika. Þá hefur Seðlabankinn ekki
heldur notað gjaldeyrisforða sinn í
ofangreindu skyni. Þeir sem þekkja
til gjaldeyrismarkaðar vita að hefði
undanþága verið veitt með þeim
hætti sem lýst er í blaðinu hefði
gengi krónunnar fallið verulega.
Ekkert slíkt hefur gerst, enda engin
undanþága af þessu tagi verið veitt.
Það er heldur ekki nákvæmt sem
fram kemur á forsíðu Morgunblaðs-
ins að Seðlabankinn hafi ekki svarað
fyrirspurn blaðsins um það hverjar
væru verklagsreglur bankans þegar
beiðni berst um undanþágu frá fjár-
magnshöftum. Undanþágur eru
veittar til að draga úr neikvæðum
áhrifum fjármagnshafta. Seðlabank-
inn veitir einnig undanþágur til að
stuðla að úrlausn mála er varða fjár-
málakerfið ef lausn þeirra er talin
mikilvæg og til bóta fyrir kerfið í
heild. Í öllum tilfellum er þess gætt
að áhrifin á gengisstöðugleika séu
takmörkuð.
Eins og fram kemur í innsíðufrétt
benti Seðlabankinn á þau ákvæði
laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál
þar sem kveðið er á um að við mat á
beiðni um undanþágu skuli Seðla-
bankinn horfa til þess hvaða afleið-
ingar takmarkanir á fjármagns-
hreyfingum hafa fyrir umsækjanda,
hvaða markmið eru að baki takmörk-
unum og hvaða áhrif undanþága hef-
ur á stöðugleika í gengis- og pen-
ingamálum. Þannig er ákveðið með
lögum hvaða sjónarmið skulu lögð til
grundvallar afgreiðslu undanþágu-
beiðna og verklagsreglur bankans
breyta ekki þeim skilyrðum. Því var
einnig svarað að sérstakar verklags-
reglur hefðu ekki verið birtar opin-
berlega. Verklagsreglum bankans
vegna afgreiðslu undanþágubeiðna
er fyrst og fremst ætlað að tryggja
að við meðferð afgreiðslu undan-
þágubeiðna fái sambærilegar beiðnir
sambærilega meðferð. Verklags-
reglur bankans hafa verið yfirfarnar
af endurskoðendum bankans og
kynntar bankaráði, sem er hinn lög-
formlegi eftirlitsaðili með starfsemi
hans. Upplýsingar um einstakar
undanþágur er eðli málsins sam-
kvæmt ekki hægt að gera opinber-
ar.“
Aths. ritstj.
Í yfirlýsingu frá Seðlabankanum
sem birt er hér á undan er því haldið
fram að frétt Morgunblaðsins, um
að Deutsche Bank og erlent fjár-
festingafélag hafi í sumar fengið
heimild frá Seðlabankanum til að
skipta 18 milljörðum króna yfir í
gjaldeyri, sé „í flestum atriðum
röng“.
Í yfirlýsinguna vantar rökstuðn-
ing við þessa fullyrðingu, útskýring-
ar Seðlabankans eru óljósar og
ófullnægjandi og bankinn neitar að
veita upplýsingar um undanþágur
frá gjaldeyrishöftum. Slíkar upplýs-
ingar myndu auðvelda mjög umræð-
ur um þessi mál og draga úr þeirri
tortryggni sem ríkir í garð Seðla-
bankans vegna framkvæmdar gjald-
eyrishaftanna. Morgunblaðið telur
heimildir sínar áreiðanlegar og ekk-
ert í yfirlýsingu Seðlabankans gefur
ástæðu til að efast um þær.
Vegna orða Seðlabankans um að
þeir „sem þekkja til gjaldeyris-
markaðar“ viti að slík undanþága
hefði fellt gengi krónunnar verulega
er rétt að vekja athygli á því, að
gengi krónunnar hefur lækkað um
meira en 7% gagnvart evrunni – úr
149 krónum í 160 krónur – frá því að
Peningamál Seðlabankans voru
kynnt 22. ágúst síðastliðinn. Þetta
er verulegt fall á tæpum mánuði.
Á fundi með blaðamönnum, þegar
rit bankans var kynnt, taldi Már
Guðmundsson hins vegar ástæðu til
að ætla að veruleg gengisstyrking
krónunnar mánuðina á undan væri
ekki eingöngu tilkomin vegna árs-
tíðarsveiflna. Því væri ekki endilega
ástæða til að ætla að krónan myndi
gefa eftir á komandi misserum. Í
Peningamálum er gert ráð fyrir því
að gengi krónunnar gagnvart evru
verði að meðaltali 150 á næsta ári.
Athugasemd Seðlabankans
vegna fréttar um höftin
Morgunblaðið/Eggert
Seðlabankinn Vill ekki veita upp-
lýsingar um verklagsreglur.