Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 ✝ Óskar Jóhann-esson fæddist 24. ágúst 1920 á Brekkum í Mýrdal. Hann lést á hjúkr- unardeild 3-B á Hrafnistu í Hafn- arfirði 11. sept- ember 2012. Óskar var sonur hjónanna Jóhann- esar Stígssonar, f. 20. mars 1884, d. 18. apríl 1934, og Jónínu Helgu Hróbjartsdóttur, f. 18. okt. 1884, d. 26. júlí 1980. Hann var næstelstur tólf systkina, en þau eru: Jóhanna, f. 14. ágúst 1919, Elín Ágústa, f. 23. des. 1921, Guðjón, f. 30. nóv. 1922 (látinn), Steingrímur, f. 5. des. 1923 (lát- inn), Ásdís, f. 19. des. 1924 (lát- in), Halldór, f. 17. des. 1925, Guðlaugur, f. 17. apríl 1927 (lát- inn), Ólafur Ágúst, f. 5. júlí 1928, Sigurbjartur, f. 9. nóv. 1929, Sigurbjörg, f. 20. feb. 1932 og Jóhannes, f. 28. júlí 1933. Óskar kvæntist Jóhönnu Sig- ríði Unnarsdóttur, f. 28. ágúst 1929, d. 10. október 2008, 25. júní 1976. Henn- ar börn eru: Þröst- ur, Sigríður, Ólöf María, Kristín Gréta og Birna Fanney. Óskar ól upp Sigríði og Þröst frá því að þau voru 9 og 11 ára. Einnig ól hann upp systurson sinn Agnar Kolbeins- son frá því að hann var ung- barn. Óskar var bóndi á Ási í Mýrdal frá árinu 1947 til ársins 1984 er hann þurfti að bregða búi vegna heilsubrests. Flutti hann þá ásamt Jóhönnu til Reykjavíkur og vann hann hjá Olíufélaginu Esso þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Síð- ustu árin bjó Óskar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Óskars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 20. sept- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Óskar. Nú ertu loksins búinn að fá hvíldina. Hún var orðin kærkom- in því eftir að þú dast fyrir ári og brotnaðir þá varstu bundinn við hjólastól og það átti ekki við þig að geta ekki gert það sem þú vildir og vera upp á aðra kominn með að komast leiðar þinnar. Mig langar að þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman en þú komst inn í líf mitt þegar ég var 11 ára gömul þegar við fluttum í sveitina til þín í ágúst 1975 og mamma varð ráðskona hjá þér. Við ætluðum reyndar ekki að vera nema fram á vorið en það átti nú eftir að breytast því að þið mamma giftuð ykkur 25. júní 1976. Þú varst afi strákanna minna og þú fylgdist vel með því sem þeir tóku sér fyrir hendur og þú varst stoltur af þeim. Þú varst alltaf boðinn og búinn til að hjálpa okkur á meðan þú hafðir heilsu til að gera það og strák- arnir voru svo vanir því þegar þeir voru litlir að afi kæmi og lagaði allt að þeir voru meira að segja vissir um að þú gætir skipt um rennilás í úlpunni þegar hann bilaði. Við vorum nú ekki alltaf sammála um allt og stundum lenti okkur saman en það stóð nú aldrei lengi og alltaf náðum við sáttum innan stutts tíma. Þú varst stundum leiður yfir því að eiga engin börn en þú áttir sko okkur Þröst og við áttum þig. Við vorum börnin þín þó ekki væru blóðtengsl. Ég var svo glöð að geta verið hjá þér þar til yfir lauk og ég veit að mamma tók á móti þér og nú eruð þið saman. Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt. Þín dóttir, Sigríður (Sigga). Mig langar í örfáum orðum að minnast Óskars Jóhannessonar, sem lézt þriðjudaginn 11. sept- ember sl. Óskar var bróðir Guðjóns heitins tengdaföður míns og næstelztur í 12 systkina hópi. Þegar Óskar var 13 ára lézt faðir hans frá 12 börnum og eigin- konu. Alvara lífsins tók því snemma við hjá systkinunum. Lengst af var Óskar bóndi á Ási í Mýrdal, sem var nýbýli frá Brekkum, og lengi vel í sambýli með móður sinni, Helgu Jóhann- esdóttur og einnig Agnari syst- ursyni sínum. Hann sagði mér reyndar að hann hefði aldrei ætl- að sér að verða bóndi, atvikin hefðu bara orðið til þess. Við hjónin heimsóttum oft Óskar og Jóhönnu konu hans meðan þau bjuggu að Ási og eyddum þar heilu helgunum. Enda alltaf gaman að koma að Ási og vel tekið á móti gestum. Kynni okkar Óskars hafa nú varað í um 36 ár. Þau kynni voru um margt áhugaverð og mig og eiginkonu mína, Erlu Guðjóns- dóttur, langar að þakka honum góða viðkynningu og óska honum alls hins bezta á nýrri vegferð. Emil Örn Kristjánsson. Óskar Jóhannesson Elsku afi. Okkur systkinin langar í nokkrum orðum að þakka þér fyrir tímann sem við áttum með þér. Þú varst yndislegur afi og þegar þú komst til okkar til Húsavíkur hafðir þú alltaf tíma fyrir okkur og varst ekki spar á að leika þér eða spila við okkur og oft last þú fyrir okkur. Við biðum alltaf spennt, þegar þú hafðir boðað komu þína norður, vegna þess að þú komst alltaf með eitthvað handa okkur. Gott afakex og nammi, einhver leik- föng eða spil og alltaf góða skapið, bros og faðmlag áttir þú til handa okkur í ómældu magni. Okkur langar sérstaklega að þakka þér fyrir öll jólin sem við áttum með þér, spilastundirnar og allt sem þú gerðir fyrir okk- ur. Við reyndum stundum að kenna þér einhver ný spil, en alltaf enduðum við í ólsen-ólsen sem var og er náttúrlega skemmtilegast þegar allt kemur Magnús Einarsson ✝ Magnús Ein-arsson fæddist í Reykjavík 26. maí 1947. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 11. september 2012. Útför Magnúsar fór fram frá Akra- neskirkju 18. sept- ember 2012. til alls. Við vonum að þú sért nú á góðum stað hjá Guði og þér líði vel. Við hugsum til þín með söknuði og sorg í hjarta, en jafn- framt gleði yfir því að þrautum þínum er nú lokið. Við kveðjum þig með bæn sem þú fórst oft með fyrir okkur þegar þú varst fenginn til að hátta okkur, lesa og fara með bænir. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Bless afi. Þín ávallt afabörn, Stefán Júlíus, Guðbjörg Helga og Magnús Orri afastrákur. Í dag er lagður til hinstu hvíldar Magnús Einarsson, fyrrverandi mágur og kær vin- ur. Það var um mitt sumar sem ég frétti að hann væri orðinn veikur og það jafnvel alvarlega. Slík veikindi vekja ætíð ugg í brjósti en vonin vaknaði einnig, von um að hægt væri að ráða við meinið með guðs hjálp og okkar góðu og færu lækna. Þeg- ar ég heimsótti Magnús var hann aðeins hressari og hæfi- lega bjartsýnn, það væru góðir möguleikar ef forsendur breytt- ust ekki. Hann reifaði málin af sinni alkunnu rökvísi, þar réð skynsemin för eins og ætíð. Veikindin reyndust þó mun al- varlegri en fyrst var talið og ekki varð við neitt ráðið. Þegar Magnús kom í fjöl- skyldu okkar varð fljótt ljóst að þar var góður náungi á ferð. Hann prýddu til dæmis kostir sem voru nokkuð hátt skrifaðir í fjölskyldunni, hann hafði mjög gaman af því að ræða málin og hitti þar fyrir tengdaföður sinn sem hafði ekki síðri áhuga á samræðum. Það var ekki slæmt fyrir unglinginn að heyra hin ýmsu mál tekin fyrir s.s. þjóð- félagsmál, trúmál og heimspeki ýmiss konar en hinu var ekki að neita að stundum var orðið framorðið eins og sagt var þeg- ar umræðunni lauk. Síðan var róið á grásleppu daginn eftir og dregin björg í bú. Minningarnar eru sannarlega bjartar frá þess- um árum og það var ekki síst hin góða nærvera Magnúsar og glettin framkoma sem olli því að okkur fór fljótt að þykja mjög vænt um hann. Þegar ég var komin með mína fjölskyldu reyndist Magn- ús áfram sannur vinur sem gott var að leita til og voru ófáar stundirnar sem við töluðum um lífið og tilveruna. Hann var allt- af kærkominn gestur á okkar heimili og ekki var síður gaman að koma við á Akranesi í heim- sókn og enn lifir í hugum barna minna minningin þegar Magnús bauð þeim með sér í heildsöluna og þau fengu að velja sér góð- gæti. Þegar litið er yfir farinn veg og hugsað um þær minningar sem skipta mann máli í lífinu þá eru falleg og hlýleg orð, innileg bros og hlátur svo mikilvæg. Þessu deildi Magnús ríkulega með samferðamönnum sínum og ég var heppin að fá að vera einn af þeim. Elsku Gréta, Einar Snorri, Steinunn Birna og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og bið guð um að styrkja ykkur í sorginni. Aðalheiður Steinarsdóttir. Kæri Maggi. Það átti þá ekki fyrir okkur að liggja að hittast aftur. Frá því að þú komst sem „nýr“ í Réttó og við kynntumst fyrst, hefur þú verið stór partur í huga mínum og lífi. Eftir Réttó varð það Versló og allan tímann þar vorum við mikið saman í og utan skóla. Þegar ég fékk sumarvinnu í síldarverk- smiðjunni á Raufarhöfn, varst þú þar og þegar skóla lauk þá hélt sambandið áfram. Þú fórst að vinna í bænum og ég á Keflavíkurflugvelli ásamt flugnámi og þegar ég var búinn að læra nóg til að mega hafa farþega með mér, þá varst þú velþeginn förunautur. Árin liðu og ég flutti til Lúx- emborgar með mína fjölskyldu og þú fórst sjálfur með þína til Húsavíkur. Ég fann þig þar og átti góðar stundir með ykkur Helgu þar í bæ, en þegar þið fluttust til Ísafjarðar varð hlé á sambandinu. Þið komuð svo nær borginni þegar þið fluttuð á Skagann. Þá varð aftur auðveld- ara að hitta ykkur þegar við komum til landsins í sumarfrí. Við áttum aftur góðar stundir saman, fórum m.a. í veiðiferðir í vötn, ár og á sjóstöng. Ekki tókst mér að fá þig með í golf, þú hafðir meiri áhuga á að horfa á sport en að vera beinn þátt- takandi. Einhvern veginn æxl- aðist það svo að við misstum sambandið og það var aðeins í jólakortaformi í nokkur ár. Við vissum þó alltaf hvor af öðrum. Þegar Helga sendi mér línu um daginn og sagði að þú værir í slæmum málum gat ég ekki beðið lengur og hafði samband. Það gladdi mig að heyra rödd þína aftur og þegar þú sagðir mér að það stæði til að skera þig og nema burt hluta af líf- færi til að fjarlægja mein og síðan færir þú í læknismeðferð. Þá heyrði ég bjartsýni þína og ákafa að allt yrði í góðu aftur. Ég nefndi að ég kæmi til Ís- lands í nóvember og hlakkaði til að hitta þig og endurnýja það sem við höfðum átt, í yfir 50 ár. Helga hafði svo samband par dögum seinna og sagði að þú værir verr á þig kominn en við höfðum verið að vona. Örlög þín voru ráðin. Kæri Maggi, það verður ekki af endurfundum okkar í nóv- ember, en ég er viss um að við eigum eftir að hittast aftur og þá verður þú búinn að leggja drög að einhverju, sem við get- um skemmt okkur við saman. Við Dysta sendum börnum Magga og fjölskyldum samúðar- kveðjur okkar. Björn Finnbjörnsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARITAS JENSEN, Stóragerði 42, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 7. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar LSH, s. 543 1159. Steinunn Margrét Tómasdóttir, Aðalsteinn Karlsson, Þórunn Elín Tómasdóttir, Kjartan Jónsson, Bryndís María Tómasdóttir, Thomas Möller, Lára Anna Tómasdóttir, Hörður Jón Gærdbo, Óskar Már Tómasson, Auður Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BJÖRNSSON fræðiritahöfundur frá Bólstaðarhlíð, Vestmannaeyjum, Ægisíðu 92, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 4. september verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. september kl. 13.00. Bryndís Jónsdóttir, Halldóra Björk Jónsdóttir, Ingimar Haraldsson, Þorgerður Bryndísardóttir Jónsdóttir, Bogi Agnarsson, Birna Ólafía Jónsdóttir, Ásmundur Jón Þórarinsson, Björn Jón Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS MARTA MAGNÚSDÓTTIR, áður húsfreyja að Herjólfsstöðum í Álftaveri, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 17. september. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 24. september og hefst athöfnin kl. 13:00. Elín Hjartardóttir, Jón Björnsson, Hanna Hjartardóttir, Vigfús Ólafsson, Hannes Hjartarson, Ingibjörg Þórisdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARTEINN HERBERT KRATSCH járnsmiður, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 14. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. september kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð líknardeildar Landspítalans, s. 543 1159. Sigríður Marteinsdóttir, Guðjón Steinsson, Walter M. Marteinsson, Ingibjörg Ú. Sigurðardóttir, Gunnar Þór Marteinsson, Guðrún I. Gunnarsdóttir, Margrét B. Marteinsdóttir, Jóhann Rúnar Guðbjarnason, Árný Marteinsdóttir, Sæmundur Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðursystir okkar og stjúpmóðir, KRISTÍN S. KRISTJÁNSDÓTTIR frá Heynesi, Munkaþverárstræti 44, Akureyri, verður jarðsungin frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal laugardaginn 22. september kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heimahlynningu Akureyrar. Óskar Líndal, Þórður Gíslason, Sesselja Gísladóttir, Kristín Jónsdóttir, Rudolf Ágúst Jónsson, Hermann Jón Jónsson, Karl Friedrich Jónsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL SIGURÐSSON bifreiðarstjóri, Hvammstanga, lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga að kvöldi sunnudagsins 2. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhanna Birna Ágústsdóttir, Birgir Karlsson, Kolbrún Karlsdóttir, Ómar Karlsson, Harpa Vilbertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.