Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 33

Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Ferðaskrifstofa í Peking hefur birt myndir af 105 hæða píramídalag- aðri hótelbyggingu sem kölluð hef- ur verið „Draugahótelið í Pjong- jang“. Bygging hótelsins hófst fyrir 25 árum, eða 1987, en framkvæmd- irnar stöðvuðust í sextán ár vegna fjárskorts og byggingin varð að tákni um efnahagslegu óstjórnina í landinu. Framkvæmdirnar hófust að nýju árið 2008 og ferðaskrif- stofan sem birti myndirnar segir að stefnt sé að því að hótelið verði opn- að eftir tvö til þrjú ár. Drauga- hótelið rís í Pjongjang AFP Mál gegn stúlku, sem lögreglumenn nauðguðu og handtóku síðan fyrir ósiðsemi, hefur vakið mikla reiði í Túnis. Boðað hefur verið til mót- mæla gegn ríkisstjórn landsins í dag vegna málsins. Íslamistar eru við völd í Túnis. Unnusti stúlkunnar segir að þrír lögregluþjónar hafi stöðvað bifreið þeirra í úthverfi höfuðborgarinnar, Túnis, kvöldið 3. september. Einn þeirra hafi handjárnað hann og kraf- ist þess að fá 300 dínara, sem svarar 27 þúsund krónum. Unnustinn, Ah- med, sem er 26 ára, kveðst hafa sagt lögreglumanninum að hann væri ekki með svo mikið fé á sér og þá mun lögregluþjónninn hafa tekið allt það fé sem Ahmed hafði á sér. Á meðan tóku hinir lögreglumennirnir unnustu hans, Miriam, og fóru með hana í aftursæti bifreiðarinnar þar sem þeir nauðguðu henni. Ahmed og Miriam hafa nú verið ákærð fyrir ósiðsemi á grundvelli íslamskra sjaría-laga. Var nauðgað og er nú ákærð fyrir ósiðsemi  Mikil reiði í Túnis vegna máls stúlku Nítján manns biðu bana í flugvél sem hrapaði skömmu eftir flugtak af Katmandú-flugvelli í Nepal í gær. Allir um borð í vélinni, sjö Nepalar, sjö Bretar og fimm Kínverjar, fórust í slysinu. Vélin var tveggja hreyfla, af gerð- inni Dornier Fairchild 228 og var á leið til bæjar nálægt Everest-fjalli. Skömmu eftir flugtak tóku flug- umferðarstjórar eftir því að eitthvað hafði komið upp á og þegar þeir spurðu flugstjórann hvað væri um að vera sagði hann að hrægammur hefði flogið á vélina, að sögn tals- manns flugmálayfirvalda í Nepal. Fréttaveitan AFP hafði þó eftir sérfræðingi í flugöryggismálum að ólíklegt væri að fugl hefði valdið slysinu og taldi að flugmaðurinn hefði reynt að nauðlenda vélinni vegna bilunar. Ef annar hreyflanna hefði skemmst í árekstri við fugl hefði verið hægt að fljúga henni með hinum hreyflinum. Nítján fórust í flugslysi Fuðraði upp Eldur kviknaði í vél- inni þegar hún hrapaði á árbakka.  Líklegt talið að or- sökin sé vélarbilun Tilkynnt var í gær að Peer Steinbrück yrði kanslaraefni þýskra jafn- aðarmanna í kosningum sem fram fara í sept- ember eða októ- ber á næsta ári. Steinbrück er fyrrverandi fjár- málaráðherra Þýskalands og starf- aði með Angelu Merkel á fyrsta kjörtímabili hennar sem kanslari. Ekki er búist við að hann ógni stöðu Merkel, en samkvæmt skoð- anakönnunum er hún með umtals- vert fylgi og ekkert bendir nú til annars en hún haldi kanslaraemb- ættinu eftir kosningarnar. Kannanir benda til þess að þýskir jafn- aðarmenn séu með níu prósentustig- um minna fylgi en Kristilegir demó- kratar, flokkur Merkel. Steinbrück valinn kanslaraefni Peer Steinbrück Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.