Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Ferðaskrifstofa í Peking hefur birt myndir af 105 hæða píramídalag- aðri hótelbyggingu sem kölluð hef- ur verið „Draugahótelið í Pjong- jang“. Bygging hótelsins hófst fyrir 25 árum, eða 1987, en framkvæmd- irnar stöðvuðust í sextán ár vegna fjárskorts og byggingin varð að tákni um efnahagslegu óstjórnina í landinu. Framkvæmdirnar hófust að nýju árið 2008 og ferðaskrif- stofan sem birti myndirnar segir að stefnt sé að því að hótelið verði opn- að eftir tvö til þrjú ár. Drauga- hótelið rís í Pjongjang AFP Mál gegn stúlku, sem lögreglumenn nauðguðu og handtóku síðan fyrir ósiðsemi, hefur vakið mikla reiði í Túnis. Boðað hefur verið til mót- mæla gegn ríkisstjórn landsins í dag vegna málsins. Íslamistar eru við völd í Túnis. Unnusti stúlkunnar segir að þrír lögregluþjónar hafi stöðvað bifreið þeirra í úthverfi höfuðborgarinnar, Túnis, kvöldið 3. september. Einn þeirra hafi handjárnað hann og kraf- ist þess að fá 300 dínara, sem svarar 27 þúsund krónum. Unnustinn, Ah- med, sem er 26 ára, kveðst hafa sagt lögreglumanninum að hann væri ekki með svo mikið fé á sér og þá mun lögregluþjónninn hafa tekið allt það fé sem Ahmed hafði á sér. Á meðan tóku hinir lögreglumennirnir unnustu hans, Miriam, og fóru með hana í aftursæti bifreiðarinnar þar sem þeir nauðguðu henni. Ahmed og Miriam hafa nú verið ákærð fyrir ósiðsemi á grundvelli íslamskra sjaría-laga. Var nauðgað og er nú ákærð fyrir ósiðsemi  Mikil reiði í Túnis vegna máls stúlku Nítján manns biðu bana í flugvél sem hrapaði skömmu eftir flugtak af Katmandú-flugvelli í Nepal í gær. Allir um borð í vélinni, sjö Nepalar, sjö Bretar og fimm Kínverjar, fórust í slysinu. Vélin var tveggja hreyfla, af gerð- inni Dornier Fairchild 228 og var á leið til bæjar nálægt Everest-fjalli. Skömmu eftir flugtak tóku flug- umferðarstjórar eftir því að eitthvað hafði komið upp á og þegar þeir spurðu flugstjórann hvað væri um að vera sagði hann að hrægammur hefði flogið á vélina, að sögn tals- manns flugmálayfirvalda í Nepal. Fréttaveitan AFP hafði þó eftir sérfræðingi í flugöryggismálum að ólíklegt væri að fugl hefði valdið slysinu og taldi að flugmaðurinn hefði reynt að nauðlenda vélinni vegna bilunar. Ef annar hreyflanna hefði skemmst í árekstri við fugl hefði verið hægt að fljúga henni með hinum hreyflinum. Nítján fórust í flugslysi Fuðraði upp Eldur kviknaði í vél- inni þegar hún hrapaði á árbakka.  Líklegt talið að or- sökin sé vélarbilun Tilkynnt var í gær að Peer Steinbrück yrði kanslaraefni þýskra jafn- aðarmanna í kosningum sem fram fara í sept- ember eða októ- ber á næsta ári. Steinbrück er fyrrverandi fjár- málaráðherra Þýskalands og starf- aði með Angelu Merkel á fyrsta kjörtímabili hennar sem kanslari. Ekki er búist við að hann ógni stöðu Merkel, en samkvæmt skoð- anakönnunum er hún með umtals- vert fylgi og ekkert bendir nú til annars en hún haldi kanslaraemb- ættinu eftir kosningarnar. Kannanir benda til þess að þýskir jafn- aðarmenn séu með níu prósentustig- um minna fylgi en Kristilegir demó- kratar, flokkur Merkel. Steinbrück valinn kanslaraefni Peer Steinbrück Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.