Morgunblaðið - 29.09.2012, Side 35

Morgunblaðið - 29.09.2012, Side 35
35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Fagnað Skrúðganga var farin í mildu og fallegu haustveðri á milli starfsstöðva nýs Háaleitisskóla þegar sameiningarhátíð var haldin í gær. Nýr skólafáni var dreginn að húni, sungið og leikið. Ómar Á glæsilegri 75 ára af- mælisráðstefnu Icelandair Group sagði forseti Íslands að við ættum að gera þjóð- aráætlun um að taka vel á móti tveimur milljónum gesta fyrir lok yfirstand- andi áratugar. Það er sannarlega stórbrotin tala, en þó ekki mikið ósenni- legri en þegar því var spáð fyrir tíu árum að erlendir ferðamenn yrðu orðnir ein milljón árið 2015. Á þessu ári verða þeir líklega um 660 þúsund. Leiðakerfi Icelandair er líkast til ein besta viðskiptahugmynd sem framkvæmd hefur verið hér á landi. Keflavík- urflugvöllur hefur reynst miklu betur en flesta óraði fyrir sem miðstöð og skipti- stöð fyrir flug til, frá og um Ísland. Flug- leiðum milli Evrópu og Ameríku fjölgar ár frá ári og tíðni í ferðum eykst og það hefur sýnt sig að mikil fylgni er milli fjölgunar ferðamanna og aukins fram- boðs á ferðum til, frá og um landið af hálfu Icelandair og annarra flugfélaga. Nú stendur til að opna flugleiðir til Anchorage í Alaska og Sankti Péturs- borgar í Rússlandi og eru það sannarlega tíðindi sem skapa nýja möguleika. Mikilvægar ákvarðanir Icelandair Group er öflugt ferðaþjón- ustufyrirtæki sem mörgum finnst ærið fyrirferðarmikið í íslensku umhverfi. Þýðing þess er gríðarleg hvernig sem á málið er litið og mikilvægt að því sé stýrt af fyrirhyggju og víðsýni. Þess vegna er afar ánægjulegt að stjórn þess skuli á af- mælisrárinu hafa tekið afgerandi forystu í málum sem skipta þróun ferðaþjónust- unnar sem atvinnugreinar miklu. Þar á ég við ákvörðun um að efna til samvinnu við háskólana í landinu og Rann- sóknamiðstöð ferðamála um rannsóknir í þágu greinarinnar, ákvörðun um að öll fyrirtæki innan Icelandair Group skuli vera umhverfisvottuð árið 2016 og ákvörðun um að setja á stofn fjárfesting- arsjóð til þess að koma á fót nýjum áfangastöðum á Íslandi þar sem hægt er að bjóða miklum fjölda ferðafólks að upp- lifa einstaka hluti. Hér er um að ræða herhvöt til ferða- þjónustunnar að taka sjálf ábyrgð á umhverfinu og nátt- úrunni sem hún gerir út á. Auðvitað þarf slíkt að gerast í samvinnu við stjórnvöld en best er að ferðaþjónustan sjálf sé með frumkvæðið. Notendagjöld framtíðin Forstjóri Icelandair Group sagði það eindregna skoðun sína að notendagjöld væru framtíðarleiðin á Íslandi: Þeir borgi sem njóta. Það er skýr afstaða og náist um hana breið samstaða í greininni hljóta stjórn- völd að íhuga alvarlega að breyta um kúrs og móta nýja sýn á notendagjöld í ferðaþjónustu. Svo sannarlega þurfa margir ferðamannastaðir á landinu á því að halda að innviðir þeirra séu treystir og náttúra þeirra vernduð fyrir ókomna kynslóðir. Íslensk ferðaþjónusta er í harðri sam- keppni á alþjóðlegum mörkuðum og það er ekkert gefið að ferðamenn kjósi Ísland sem áfangastað. Á tímum internets og al- þjóðlegs samanburðar verður ferðafólk sífellt kröfuharðara á verð og gæði. Sam- fellt og vel heppnað markaðs- og sölu- starf og ánægja ferðamanna sem hingað koma með móttökur og atlæti eru skýr- ingarnar á velgengni síðustu ára. Og svo auðvitað skiptagengið á blessaðri krón- unni, sem hefur verið erlendum ferða- mönnum hagstætt. Stefnumótun í ferðaþjónustu verður að taka föstum tökum, veru- legra fjárfestinga verður þörf í uppbygg- ingu nýrra áfangastaða og í varðveislu þeirra náttúrustaða sem hafa dregið til sín flesta ferðamenn. Það er ánægjulegt að verða vitni að því að þessi mikilvægi atvinnuvegur er nú að taka málin í sínar hendur af miklum þrótti. Eftir Kristján L. Möller » Á tímum internets og al- þjóðlegs samanburðar verður ferðafólk sífellt kröfuharðara á verð og gæði. Kristján Möller Höfundur er alþingismaður í NA-kjördæmi og fyrrverandi samgönguráðherra. Mikil tíðindi á flugafmælisári Nú í vikunni var birt á vefsvæði Al- þingis kynning- arefni vegna ráð- gefandi þjóðaratkvæða- greiðslu um til- lögur stjórnlag- aráðs og fleira. Lagastofnun Há- skóla Íslands var fengin til að ganga frá efninu og virð- ist hafa tekist vel til í mörgum atriðum. Að minnsta kosti er full ástæða til að hvetja þá sem hyggjast taka þátt í atkvæða- greiðslunni til að kynna sér þetta efni, enda gefur það rétt- ari mynd af viðfangsefnum at- kvæðagreiðslunnar heldur en sá slagorðaflaumur, sem birst hefur á opinberum vettvangi að undanförnu frá nokkrum fyrrverandi fulltrúum í stjórn- lagaráði. Þrátt fyrir að kynning- arefnið sé að mestu gott er ástæða til að gera athugasemd- ir við tvennt í framsetningu þess. Fyrra atriðið er að á vef- svæðinu er ákvæðum núver- andi stjórnarskrár og ákvæð- unum í tillögum stjórnlagaráðs stillt upp eins og tveimur val- kostum, þannig að ætla má að aðeins sé um tvo kosti að ræða í sambandi við framtíð stjórn- arskrárinnar. Hið síðara er að þegar fjallað er um spurning- arnar fimm um einstök efnis- atriði er í skýringartexta sér- staklega vísað til tillagna stjórnlagaráðs um viðkomandi atriði, þrátt fyrir að spurning- arnar séu að orðalagi og inn- taki miklu víðtækari og al- mennari heldur en sá texti, sem frá stjórnlagaráði kom. Fyrra atriðið ætti að vera auðskilið. Í atkvæðagreiðsl- unni, sem tímasett hefur verið 20. október, verður ekki kosið á milli núverandi stjórn- arskrár annars vegar og tillagna stjórnlagaráðs hins vegar. Að gefa slíkt í skyn er beinlínis rangt. Það er auðvitað alls ekki svo að með því að segja nei við tillögum stjórnlagaráðs væru kjósendur að hafna öllum stjórnarskrárbreytingum í bráð og lengd. Möguleikarnir eru miklu fleiri. Þannig blasir við að hægt er að gera end- urbætur á tilteknum ákvæðum eða köflum núgildandi stjórn- arskrár án þess að endurskrifa hvert einasta ákvæði hennar frá a til ö og bæta 35 nýjum við. Raunar er slíkt endurbóta- starf í áföngum miklu líklegra til að skila bæði víðtækri sam- stöðu og raunverulegum stjórnarskrárbótum heldur en sú pakkaafgreiðsla, sem til- lögugerð stjórnlagaráðs felur í sér. Með því móti er líka hægt að sneiða hjá þeirri víðtæku og alvarlegu stjórnskipunar- og réttarfarsóvissu, sem óhjá- kvæmilega myndi fylgja sam- þykkt tillagna stjórnlagaráðs í heild. Síðara atriðið ætti líka að vera ljóst. Efnisspurningarnar fimm á kjörseðlinum, þ.e. um náttúruauðlindir, þjóðkirkju, jafnt vægi atkvæða, aukið per- sónukjör og þjóðaratkvæða- greiðslur, fela í sér mælingu á afstöðu fólks með miklu opnari hætti en tiltekin ákvæði sem varða sömu eða svipuð efni í tillögum stjórnlagaráðs. Það er augljóst, bæði af orðalagi spurninganna og tilurð þeirra, að ekki er ætlunin að spyrja um afstöðu til þeirrar útfærslu viðkomandi ákvæða, sem finna má í stjórnlagaráðstextanum. Það er því ekki heiðarlegt eða sannleikanum samkvæmt, þeg- ar einstakir fulltrúar úr stjórn- lagaráði halda því fram, að segi t.d. meirihluti kjósenda já við spurningunni um jafnt vægi at- kvæða eða aukið vægi persónu- kjörs sé verið að samþykkja útfærsluna í tilsvarandi til- lögum stjórnlagaráðs. Sama á raunar við um allar hinar spurningarnar. Þetta getur auðvitað verið ruglingslegt, en sá ruglingur er alfarið á ábyrgð þess meiri hluta alþing- is, sem samþykkti spurning- arnar á sínum tíma. Á þetta var ítrekað bent við umræður á Alþingi, en lítið hlustað af hálfu þingmanna ríkisstjórn- arflokkanna og Hreyfing- arinnar. Ég hef hér nefnt tvo villandi þætti í framsetningu kynning- arefnis vegna þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Ég geri þessi at- riði hér fyrst og fremst að umtalsefni, þar sem margt af því sem sagt hefur verið í fjöl- miðlaumræðu síðustu vikna hefur verið til þess fallið að villa um fyrir fólki með sama hætti. Vonandi verður hið ann- ars ágæta kynningarefni ekki til þess að ýta undir frekari misskilning í þeim efnum. Eftir Birgi Ármannsson » Það er alls ekki svo að með því að segja nei við tillögum stjórnlagaráðs væru kjósendur að hafna öllum stjórnarskrár- breytingum í bráð og lengd. Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Tvær ranghugmyndir varðandi atkvæða- greiðsluna 20. október

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.