Skinfaxi - 01.11.2012, Page 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA
Áfengisneysla hefur dregist verulega
saman meðal barna og ungmenna á síð-
ustu árum. Íslenskar rannsóknir sýna að
umskipti hafa orðið í umhverfi unglinga
þar sem þeir verja meiri tíma í skipulagt
tómstundastarf, verja meiri tíma með for-
eldrum sínum og einnig að foreldrar eru
virkari þátttakendur í lífi barna sinna en
áður. Mikið og árangursríkt forvarnastarf
hefur verið unnið í íslenskum grunnskól-
um. Ísland mælist nú með lægstu tíðni
áfengisneyslu og reykinga meðal ungl-
inga í Evrópu. Ljóst er þó að margir hefja
áfengisneyslu sumarið eftir 10. bekk og
á fyrstu mánuðum í framhaldsskóla sam-
kvæmt íslenskum rannsóknum.
Meiri hluti barna og ungmenna á Íslandi
stundar einhverja skipulagða hreyfingu.
Til að ná árangri í þjálfun er mikilvægt að
huga að góðu mataræði, hvíld og góðum
nætursvefni, auk reglusemi.
Áfengi hefur mikil áhrif á líkamann, en í
áfengi er alkóhól sem er vímuefni og hefur
áhrif á líkamlegar og andlegar breytingar
hjá þeim sem neytir þess. Áfengi hefur
slævandi áhrif á miðtaugakerfið og veldur
því að starfsemi tauga og heila raskast.
Áfengi raskar efnaskiptum líkamans,
hormónajafnvægi og eykur tap vítamína
og steinefna úr líkamanum. Þá, sem neyta
áfengis daginn fyrir æfingu eða mót, vant-
ar því hluta af þeim vítamínum og stein-
efnum sem eru nauðsynleg til uppbygg-
ingar vefja líkamans og þeir hafa því minna
úthald og getu.
Heilinn er einnig mjög viðkvæmur fyrir
alkóhóli og það truflar starfsemi hans og
þroska. Dómgreind minnkar með áfengis-
neyslu, síðar skerðist virkni sjón- og tal-
stöðva, og að lokum skerðist hreyfifærni
eftir því sem meira magn alkóhóls er í
líkamanum. Áfengi hefur líka áhrif á lifur
og hjarta- og æðakerfið. Alkóhól leiðir til
þykknunar á blóði og af því leiðir að blóðið
streymir verr til grennstu háræða, sem
veldur því að vefir líkamans fá minna súr-
efni. Þessi súrefnisskortur bitnar verst á
heilanum, en einnig þurfa vefir líkamans á
öllu sínu súrefni að halda þegar verið er að
byggja upp þol og þrek með íþróttaiðkun.
Því er ljóst að áfengisneysla og íþrótta-
iðkun eiga enga samleið. Þeir sem vilja ná
hámarksárangri í íþrótt sinni ættu að láta
áfengi, tóbak og önnur vímuefni eiga sig.
Það skemmir verulega fyrir árangri ein-
staklings í íþróttum að neyta einhverra
þessara fyrrnefndu efna.
Íþróttafélögin halda mörg hver uppi öfl-
ugu forvarnastarfi og stuðla að því að
íþróttaiðkendur neyti ekki áfengis, tóbaks
ÁFENGI OG ÍÞRÓTTIR
Jóhanna S.
Kristjánsdóttir
eða annarra vímuefna. Mikilvægt er að
íþróttafélögin setji sér forvarnastefnu sem
stuðli að heilbrigðum lífsháttum iðkenda
sinna sem og annarra sem starfa fyrir hreyf-
inguna. Fyrirmyndin er mjög sterk og því
ber íþróttahreyfingunni að stuðla að góð-
um fyrirmyndum á öllum vettvangi starfs
síns.
Forvarnanefnd UMFÍ vill hvetja aðildar-
félög sín til að fylgja landslögum í hví-
vetna þegar kemur að áfengi, tóbaki og
öðrum vímuefnum, ásamt því að virða
auglýsingabann á slíkum vörum. Jafn-
framt að taka einarða afstöðu gegn neyslu
áfengis, tóbaks og annarra vímuefna í
tengslum við íþróttastarfsemi og aðra
viðburði þar sem börn og ungmenni taka
þátt.
Stöndum saman að öflugu forvarna-
starfi, öllum til heilla.
F.h. forvarnanefndar UMFÍ
Jóhanna S. Kristjánsdóttir