Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.2012, Qupperneq 24

Skinfaxi - 01.11.2012, Qupperneq 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Kynning á hugsan- legu samstarfi HHF við sveitarfélögin Starfsmenn Ungmennafélags Íslands áttu fund þann 15. nóvember á Patreks- firði með fulltrúum frá Héraðssamband- inu Hrafna-Flóka og sveitarstjórnarfólki úr sveitarstjórnum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar. Kynning á hugsanlegu samstarfi milli héraðssambandsins og sveitarfélaganna var til umræðu auk ýmissa annarra mála. Umræður voru gagnlegar og málefnalegar. Af hálfu UMFÍ sátu fundinn Sæmund- ur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, Ómar Bragi Stefánsson, landsfull- trúi UMFÍ, og Jón Kristján Sigurðsson, kynningarfulltrúi UMFÍ. Héraðssambandið Hrafna-Flóki, HHF, var í fyrstu stofnað í febrúar 1971 og stóðu að stofnuninni Íþróttafélagið Hörð- ur á Patreksfirði, stofnað 1908, Ung- mennafélag Barðstrendinga og Ung- mennafélagið Drengur í Tálknafirði. Ekki tókst að koma lífi að ráði í þetta samband, aðallega vegna þess að ekkert félag innan þess var virkt, nema Íþróttafélagið Hörður. Árið 1980 var héraðssambandið endur- reist formlega og hefur starfað af krafti eftir það. Sambandssvæði HHF er Vestur- Barðastrandarsýsla. Aðildarfélögin eru Íþróttafélagið Hörður, Ungmennafélag Tálknafjarðar, Íþróttafélag Bíldudals, Ungmennafélag Barðastrandar, Golf- klúbbur Patreksfjarðar, Golfklúbbur Bíldudals, Körfuknattleiksfélagið Patrekur og Skotfélag Vestfjarða. Lilja Sigurðardóttir, formaður Héraðssambandsins Hrafna-Flóka: Ég hlakka til að ræða enn frekara samstarf við sveitarfélögin Lilja Sigurðardóttir, formaður Héraðs- sambandsins Hrafna-Flóka, segir það mjög spennandi hugmynd að sam- bandið og sveitarfélögin, sem það nær yfir, fari í aukið samstarf. „Ég vona svo inni- lega að þetta verði að veruleika. Það er alveg nauðsynlegt að fá þessa aðila til að gera eitthvað meira og hleypa um leið öflugra lífi í sambandið. Það er margt sem má bæta og gera betur,“ sagði Lilja Sigurðardóttir í spjalli við Skinfaxa. – Hvernig gengur starfið í íþrótta- og æskulýðsmálum hér á svæðinu? „Það gengur ágætlega hér í Vestur- byggð og á Tálknafirði. Tímar í íþróttahús- inu eru fullbókaðir allan daginn og langt fram á kvöld og svo er íþróttafólk á okkar vegum oft í keppnisferðum til þátttöku í ýmsum mótum utan svæðisins. Á dögun- um tóku hátt í 30 krakkar frá okkur þátt í Silfurleikunum sem haldnir voru í Reykja- vík. Það var frábær ferð og þau stóðu sig með prýði. Starfið er samt erfiðara yfir há- veturinn en það eru nokkur lítið félög hér í kring, á Bíldudal og Barðaströnd, og fáir krakkar sem iðka íþróttir. Það er því nauð- synlegt að sameina starfið betur, fá krakka til að koma til okkar til að æfa og að við förum til þeirra þegar hægt er að koma því við,“ sagði Lilja. – Má ekki segja að aðstaðan sé til fyrirmyndar í ekki stærra bæjarfélagi? „Aðstaðan er frábær og hún hefur tek- ið stakkaskiptum hin síðustu ár. Við er- um með gott íþróttahús og góða frjáls- íþróttaaðstöðu en hana mætti samt bæta. Við erum með gerviefni á lang- stökksbraut og erum að reyna að koma gerviefni á hástökksbraut. Markmiðið og draumurinn er að leggja efni á hlaupa- braut. Á Bíldudal er ágæt frjálsíþrótta- aðstaða en það væri frábært ef hægt væri að leggja gerviefni á hlaupabrautir.“ – Nú hefur farið fram kynning á auknu samstarfi héraðssambandsins og sveitar- félaganna. Aðilar ætla að hittast og ræða enn frekar saman. Ertu ekki bjartsýn á framhaldið? „Jú, ég er það og mér sýndist allir taka mjög vel í hugmyndirnar. Ég hlakka til að setjast niður með fulltrúum sveitar- félaganna og ræða þetta samstarf enn frekar. Við þurfum að finna heppilega útfærslu á samstarfinu svo að allir geti nýtt sér viðkomandi starfsmann ef af verður,“ sagði Lilja Sigurðardóttir, for- maður Héraðssambandsins Hrafna- Flóka, í samtalinu við Skinfaxa. Á kynningarfund- inum með sveitar- félögum í Vestur- byggð. Lilja Sigurðar- dóttir, formaður Hrafna-Flóka, er lengst til hægri á myndinni. Frá kynningarfund- inum með sveitar- félögunum í Vestur- byggð.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.