Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 25
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í
Vesturbyggð, sótti fundinn á Patreks-
firði sem haldinn var með Héraðssam-
bandinu Hrafna-Flóka, UMFÍ og sveitar-
félögunum á svæðinu. Ásthildur sagði í
samtali við Skinfaxa að sér hefði litist vel
á þær hugmyndir sem fram hefðu komið
með aðilum á kynningarfundinum og
gott samstarf gæti orðið. Eflaust væri
hægt að vinna með ýmsar hugmyndir
sem fram hefðu komið á fundinum og
ættu eftir koma fram þegar aðilar ræddu
betur saman.
„Í litlum samfélögum eins og hér skipt-
ir miklu máli að félagslífið sé gott og það
sé gert mikið úr þeim hlutum sem eru
fyrir. Ég held að UMFÍ gæti verið í liði með
okkur að byggja upp öflugt líf en á þessu
svæði er að mínu mati ónumið land í
málefnum ungs fólks. Það er hægt að
gera góða hluti og byggja það upp frá
grunni eins og við viljum hafa það og
reyna að nýta þá þekkingu sem fyrir er
hjá UMFÍ og hér á svæðinu. Mér fyndist
það gríðarlegur fengur fyrir okkur og
ekki síður UMFÍ,“ sagði Ásthildur í sam-
tali við Skinfaxa.
– Má ekki segja að möguleikarnir séu fyrir
hendi til að virkja ungt fólk til góðra verka?
„Jú, og það þarf að gera en hér er starf-
andi útibú frá Fjölbrautaskóla Snæfell-
inga. Það vantar meira fyrir þessa krakka
að gera en það býr mikill auður í þeim.
Við verðum að byggja þá upp og efla í
því góða starfi sem UMFÍ stendur fyrir.
Ennfremur þurfum við að færa þeim
verkefni til að fást við, það hefur mikið
forvarnagildi,“ sagði Ásthildur Sturlu-
dóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð:
Hægt að gera góða hluti og hér
býr mikill auður
Ungt og upprennandi íþróttafólk. Hér eru krakkar
á körfuboltaæfingu í íþróttamiðstöðinni á Patreks-
firði en íþróttaáhugi þar um slóðir hefur alltaf
verið mikill.
Frá vinstri: Guðrún
Eggertsdóttir, bæjar-
fulltrúi, Ásthildur
Sturludóttir, bæjar-
stjóri, og Heiðar Ingi
Jóhannsson, for-
maður GBB.