Skinfaxi - 01.11.2012, Síða 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Fjölmörg íslensk ungmenni hafa í gegn-
um tíðina upplifað dvöl í dönskum lýðhá-
skólum. Skólarnir bjóða upp á skemmti-
legt og spennandi nám fyrir ungt fólk, á
átjánda ári og eldra. Skólarnir leggja áhersl-
ur á ýmsar íþróttagreinar en flestir bjóða
þeir upp á allt mögulegt. Námið er krefj-
andi og uppbyggjandi og hver dagur býð-
ur upp á ný ævintýri. UMFÍ hefur gert sam-
starfssamning við 10 lýðháskóla í Dan-
mörku. Skólarnir eru vítt og breitt um
landið og leggja áherslur á mismunandi
íþróttagreinar, listir, tónlist, hönnun og
annað. Allar nánari upplýsingar um skól-
ana er að finna á heimasíðu UMFÍ.
Hekla Kolka Hlöðversdóttir, 19 ára
gömul stúlka frá Neskaupstað, hefur frá
því í haust verið við nám í Íþróttalýðhá-
skólanum í Árósum ásamt kærasta sínum
Sævari Erni Harðarsyni. Skinfaxa lék
forvitni á að vita hvernig dvölin legðist í
hana.
– Hvað viltu segja mér um uppruna þinn,
íþróttir, skóla og annað?
„Ég heiti Hekla Kolka Hlöðversdóttir og
verð 19 ára í desember. Ég er frá Neskaup-
stað og útskrifaðist úr Verkmenntaskóla
Austurlands í maí síðastliðnum. Ég æfði
dans þegar ég var yngri og svo blak eftir
það en seinustu ár hef ég bara stundað
líkamsrækt. Eftir sumarið flutti ég til Dan-
merkur til að fara í Idrætshøjskolen i Århus
Dvölin í skólanum í
Árósum á eftir að
nýtast mér alla ævi
Hekla Kolka Hlöðversdóttir frá Neskaupstað:
Mynd efst til vinstri: Hekla Kolka, Hugrún og Íris Dóra í ráðshústurninum
með Árósa í baksýn.
Mynd neðst til vinstri: Íslensku stelpurnar, Íris, Hugrún, Hekla Kolka og
Hilma.
Mynd efst til hægri: Hekla Kolka Hlöðversdóttir.
Mynd neðst til hægri: Mathias, Hugrún, Hekla Kolka, og Sævar. Myndin er
úr ferð þeirra til Sletten þar sem hjólaðir voru 50 km hvora leið.