Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2012, Side 29

Skinfaxi - 01.11.2012, Side 29
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 29 þar sem ég er núna,“ sagði Hekla Kolka Hlöðversdóttir í samtalinu við Skinfaxa. – Hver var ástæðan fyrir því að þú ákvaðst að fara í íþróttalýðháskóla? „Ég útskrifaðist úr framhaldsskóla í maí og vildi aðeins ná að lifa lífinu og upplifa eitthvað nýtt áður en ég færi í háskóla. Mig langaði að ferðast, gera eitthvað skemmtilegt og stunda íþróttir og svona íþróttalýðháskóli er fullkomin blanda af þessu þrennu. Þegar ég fór að skoða lýð- háskóla á netinu leit Idrætshøjskolen i Århus mjög vel út. Þessi skóli bauð upp á þær íþróttir sem ég hafði áhuga á og var á frábærum stað.“ – Hvað kom þér einna helst á óvart? „Það sem kom mér helst á óvart var það hvað allir hér eru vingjarnlegir og skemmti- legir. Bæði kennararnir og skólastjórinn eru góðir vinir nemendanna og eru alltaf til í að hjálpa með hvað sem er. Sambandið milli starfsfólksins í þessum skóla og nem- endanna er allt öðruvísi en í venjulegum skólum á Íslandi. Sá kennari sem er á vakt tekur þátt í þeim viðburðum sem eru á kvöldin og kemur einnig oft með fjöl- skylduna sína í kvöldmat hjá okkur.“ – Er þetta ekki þroskandi og hvetur þú ekki alla til að upplifa svona dvöl? „Þessi skóli leggur mikið upp úr því að þroska nemendur sína, bæði sem einstakl- inga og sem hóp. Mikil áhersla er lögð á hópavinnu, listrænu hliðina okkar og að við stígum út úr þægindahring okkar. Ég mæli eindregið með því að allir upplifi svona dvöl, þetta er ótrúlega gaman! Ég hef lært mjög mikið af dvöl minni hér, skól- inn og íþróttirnar eru ótrúlega skemmti- legar, ég hef kynnst helling af nýju frábæru fólki og kennararnir í þessum skóla eru æðislegir. Að þurfa að kynnast fólki og tjá sig á öðru tungumáli en þínu eigin er einnig eitthvað allir hafa gott af því að prófa.“ – Hefur þú ekki kynnst mörgum nýjum vinum í skólanum? „Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki og eignast marga nýja vini síðan ég byrj- aði í skólanum. Þessi skóli er frekar lítill og mikið er lagt upp úr félagslífinu hérna þannig að allir kynnist vel. Þegar aðeins leið á önnina voru allir farnir að þekkja alla.“ – Var ekki erfitt að komast inn í dönskuna? „Fyrir mig var það ekkert svo erfitt því að ég bjó í Danmörku þegar ég var yngri þannig að ég kunni dönskuna fyrir. En ég er búin að bæta orðaforða minn helling við það að vera hér og tala hana á hverjum degi. Flestir íslensku nemendurnir hér í skólanum eru farnir að geta talað dönsku daglega en bjarga sér annars á ensku ef rétta orðið kemur ekki á dönsku.“ – Hvernig er venjulegur skóladagur og hvað eruð þið að læra? „Venjulegur skóladagur byrjar á morgun- mat rúmlega sjö og svo er 2–3 tíma æfing í þeirri íþrótt sem við stundum hér. Síðan er hádegismatur og samverustund þar sem við fáum allar upplýsingar sem við þurfum fyrir vikuna. Tvisvar í viku erum við í íþrótta- vali á morgnana þar sem meðal annars er hægt að velja um pilates, multisport, powersport og parkour. Aðra tvo daga erum við svo í valfagi eftir hádegi þar sem við fáumst við eitthvað annað en íþróttir. Það er t.d. þjálfunarfræði, leiklist, söngur og lagaskrif, listasmiðja o.fl. Skólinn klár- ast yfirleitt um 3–4-leytið. Miðvikudagar eru ólíkir hinum dögunum því að þá æfum við ekki aðalíþróttina okkar. Á miðvikudög- um er íþróttaval og síðan einkaþjálfun ef aðalíþróttin er fitness. Það sem eftir er af deginum er síðan menningardagur þar sem við fáum fyrirlestra, förum á söfn eða tónleika og fleira.“ – Hvað ætlar þú að vera lengi í skólanum í vetur? „Þegar ég byrjaði í skólanum var ég ekki viss um hvort ég ætlaði bara að vera eina önn eða heilt ár. Eftir smátíma hér í skólan- um var ég viss um að ég vildi vera áfram aðra önn, þessi skóli er frábær! – Hafið þið farið í einhver ferðalög í vetur? „Já. Eftir fyrstu tvær vikurnar fórum við í þriggja daga ferð í sumarhús, klukkutíma frá Århus, til að kynnast betur. Nokkrum vikum seinna fórum við svo vikuferð á æðis- legan stað tveimur tímum frá Århus. Síðan var utanlandsferð til Club La Santa á Lanzarote í miðjum nóvember og fót- boltaferð til Liverpool í Bretlandi í enda nóvember.“ – Heldurðu að dvölin í skólanum eigi eftir að nýtast þér síðar? „Dvölin í þessum skóla er eitthvað sem ég á aldrei eftir að gleyma og á eftir að nýt- ast mér alla mína ævi. Ég hef lært svo mikið nýtt og kynnst fullt af nýju fólki,“ sagði Hekla Kolka Hlöðversdóttir í samtali við Skinfaxa. Ég mæli eindregið með því að allir upplifi svona dvöl, þetta er ótrúlega gaman! Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki og eignast marga nýja vini síðan ég byrjaði í skólanum. Efri mynd: Mathias, Hugrún, Hekla Kolka og Hilma. Myndin er úr ferð þeirra til Sletten. Neðri mynd: Íslenski hópurinn. Frá vinstri: Kari, Íris, Hilma, Hugrún, Hekla Kolka og Sævar. Á myndirnar vantar Jakob Fannar.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.