Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2012, Síða 35

Skinfaxi - 01.11.2012, Síða 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 aftur tökum á þyngdinni. „Ég óttast frekar að verða ruglaður og fá þráhyggju af æfingunum.“ Kristian er víða virkur í félagsstarfi. Hann var formaður menningarsamtakanna Noregs Ungdomslag og tekur þátt í stjórn- málum af krafti. Hann segir tímaskort enga afsökun fyrir því að sleppa því að hreyfa sig. „Í guðanna bænum – Obama hreyfir sig á hverjum degi og ég er ekki önnum kafnari en hann!“ segir Kristian. „Þetta snýst um forgangsröðun. Þú verður að vakna tveimur tímum fyrr á morgnana og hreyfa þig ef ekki vill betur til.“ Offita karla alvarlegt vandamál sem lítið er rætt Í bókinni segir Kristian sögu sína á opin- skáan og hreinskilinn hátt. Hann segist hafa hafið umræðu sem þekktist ekki fyrr. „Þessi saga hefur verið sögð áður af kon- um en ekki körlum,“ segir hann. Líkamsímynd kvenna er rædd reglulega. Útlitsbreytingar, útlitsdýrkun, offita og lystarstol eru allt stef sem við þekkjum úr umræðunni. Hvernig fótósjoppaðar silíkon- bombur verða að fyrirmyndum ungra stúlkna – fyrirmyndir sem engin leið er að líkjast. Kristian vísar til norskrar rannsókn- ar sem gerð var meðal 15 ára stelpna. Helmingur þeirra áleit sig of feitar en rann- sóknir sýndu að aðeins um 15% þeirra voru raunverulega of feitar. En vandamálið er líka til staðar hjá körl- um. Vöðvastæltar nærbuxnafyrirsætur eru fyrirmyndirnar sem yngri karlarnir vilja líkj- ast. „Það eru fáir staðir sem karlmenn, sem eru ósáttir við líkama sinn, getað leitað til. Þetta er mikið einkamál. Vinir mínir sögðu ekkert þegar ég léttist um 60 kíló. Þeir byrj- uðu ekki að ræða við mig fyrr en ég skrif- aði bókina. Þetta er samt líka mjög opin- bert mál því það sjá allir líkama þinn. Hann er forsíðan þín.“ Og eins og Kristian orðar það: „Það vill enginn vera feitur. Viðhorfið til feitra er mjög neikvætt. Þegar þú sérð einhvern sem er mjög feitur hugsarðu með þér að það sé eitthvað að hjá honum. Hann hafi enga sjálfsstjórn, að hann sé óhreinn. Þeir sem eru feitir svitna vissulega meira. Feitt fólk er líka minna virði fyrir samfélagið. Það vinnur minna því það er líklegra til að veikjast. Offita karla er að verða eitt af stóru heilsufarsvandamálunum. Evrópa – og í raun heimurinn allur – er að þyngjast og á því höfum við ekki efni.“ Þegar öllu er á botninn hvolft er mikil- vægast að sættast við sjálfan sig. „Ég fæ aldrei líkama eins og David Beckham. Ég er ekki sáttur við mig í dag en ég verð það aldrei. Við sem fullorðið fólk verðum að taka á honum stóra okkar og viðurkenna að líkamar okkar eru mismunandi.“ Að mati Kristians þarf ólíkar lausnir eftir því hver á í hlut. „Það þarf að gera þetta af skynsemi, með virðingu fyrir körlum og konum á ólíkan hátt.“ GG „Ég var í hættu að fá hjartasjúkdóm og mig langaði til að sofa oftar hjá.“ „Það vill enginn vera feitur. Við- horfið til feitra er mjög neikvætt. Þegar þú sérð einhvern sem er mjög feitur hugsarðu með þér að það sé eitthvað að hjá honum.“

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.