Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 40
40 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands skilja varla hvert annað,“ segir Hafþór og brosir. Elísabet og Egill segja að átakið hafi verið mest í byrjun. „Fyrst rann þetta allt saman í einn graut,“ segir Elísabet. „Það gekk brösug- lega að rifja upp dönskuna sem reynt var að troða ofan í mann til fjölda ára,“ bætir Egill við og segir okkur sögu frá vandræðum sem hann lenti í við að panta sér McDonaldsborg- ara í byrjun ferðarinnar. „Stöðugt áreiti af skandinavísku kveikti þó á gömlum heila- svæðum,“ segir hann en hann kynnti hluta af niðurstöðum síns hóps á dönsku. Skandinav- ískan efldist einnig hjá Elísabetu. „Fyrst þurfti ég alltaf að láta þýða fyrir mig yfir á ensku eða íslensku en það kom smátt og smátt og gaman þegar aðrir byrjuðu að samgleðjast mér þegar ég skildi eitthvað!“ Kolbrún Lára Kjartansdóttir og Eygló Hrund Guðmundsdóttir frá Hvammstanga segja að dönskuverðlaun úr grunnskólanum hafi dug- að stutt þegar út í alvöruna var komið. Í dönskukennslunni virðist skorta talþjálfun. Þær segjast staðráðnar í að taka sig á í dönsk- unni fyrir næstu NSU-viku sem þær eru ákveðnar í að taka þátt í og hvetja fleiri til að leggja meiri rækt við tungumálanámið. Valdísi Ösp fannst ánægjulegt að sjá hvernig Íslendingarnir efldust þegar á leið helgina. „Það gekk mjög vel að vinna á skandinavísku og mér fannst íslenski hópurinn standa sig vel í því – allir komu með opnum hug og mörg hver voru farin að tjá sig þokkalega undir lok helgarinnar sem var virkilega skemmtilegt.“ Hópurinn kom því ánægður heim þótt ferðin hafi á köflum verið erfið. „Við fengum ekki mikinn frítíma og danskan gat vafist fyrir manni,“ segir Orri. Kolbrún og Eygló eru bún- ar að taka frá tíma fyrir ungmennaviku NSU sem UMFÍ heldur næsta sumar. „Við ætlum að senda tölvupóst í fyrramálið og skrá okk- ur,“ segja þær í rútunni á leið frá Leifsstöð þegar komið er miðnætti á þriðjudagskvöldi. Þakklæti er efst í huga Elísabetar. „Þetta er rosaleg lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma og nota það sem eftir er. Ég er svo þakklát yfir því að fá að kynnast svona skemmtilegu og gefandi fólki og að hafa eignast nýja vini.“ GG Farið yfir hugmyndirnar með stjórn NSU. Formaðurinn, Morten Meng, hefur orðið. Hvað er NSU? NSU eru regnhlífarsamtök með samtals ríflega eina milljón félaga úr hinu norr- æna samfélagi. Innan þeirra safnast saman íþrótta-, skáta-, menningar- og æskulýðsfélög auk samtaka ungra bænda með það að markmiði að nota styrkleika hvert annars til að þróa ein- staklinga og stofnanir. NSU stendur reglulega fyrir ungmennavikum, leið- togaskólum og fleiri viðburðum sem dreifast á milli aðildarfélaganna. Höfuð- stöðvarnar eru í Danmörku. Nánari upplýsingar um samtökin eru á www.nsu.is. Hópurinn sem fór út Valdís Ösp Árnadóttir, Keflavík (leiðtogi) Egill Gunnarsson, UÍA Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, UDN Eygló Hrund Guðmundsdóttir, USVH Gunnar Gunnarsson, UÍA Hafþór Vilberg Björnsson, HSK Kolbrún Lára Kjartansdóttir, USVH Orri Davíðsson, HSK Ár sjálfboðaliðans, dagur félagasamtaka Rauði hópurinn: Hafþór og Kolbrún Lára, Valdís leiðbeinandi. Verkefnið var í því fólgið að hverju landi var úthlutaður einn mánuður til að kynna ýmiss konar sjálfboðaliðasamtök og félagasamtök fyrir landsmönnum. Síðasta laugardag mán- aðarins áttu félögin að standa fyrir viðburði eða kynningu á starfseminni. Þau gátu farið í skóla eða á vinnustaði, verið með bása, sýnikennslu eða gjörninga. Með þessu vildum við ná til nýrra félaga. Í desember áttu fulltrúar allra landanna að hittast á einum stað þar sem yrði lokahátíð og jafnvel verð- launaafhending fyrir besta sjálfboðaliðann, áhugaverðustu kynninguna eða slíkt. Norræni rúnturinn/Rútan Blái hópurinn: Gunnar og Elísabet. Hugmyndin snerist um að ná til nýrra félaga, mennta væntan- lega leiðtoga og hrósa efnilegu fólki fyrir vel unnin störf. Í stað þess að ungmennin komi til samtakanna og segi hvað þau langi til að gera töldum við tíma vera kominn til að félögin fari til ungmennanna og sýni þeim hvað hægt sé að gera. Hug- myndin gengur út á að setja upp leiðtogaskóla á hjólum. Fólki, frá aðildarfélögum NSU, sem sýnt hafi áhuga og leiðtogahæfni, sé safnað saman í rútu ásamt leiðbeinendum sem ferðist um Norðurlöndin. Rútan stoppi í völdum borgum og bæjum. Þar standi nemendurnir fyrir viðburði þar sem þeir nýti sér það sem þeir hafi lært, auglýsi samtökin fyrir nýjum félögum og hvetji þá til að sýna frumkvæði í sinni heimabyggð. Ungdomsorganisationer.com Græni hópurinn: Egill, Eygló Hrund og Orri. Hugmyndin var að gera nýja heimasíðu fyrir öll félögin í NSU. Hún átti að vera notendavæn, gagnvirk og vera miðlægur gagnagrunnur um allt starfið. Notandi átti að geta farið inn á hana og valið land, svæði og áhugamál. Þannig átti hann að fá lista yfir öll félög sem sinntu áhugamálum hans á svæðinu. Að lokum gat notandi smellt á nafn félagsins og fengið nánari upplýsingar um það. Vefurinn átti að koma bæði notendum og félögum að gagni. Þarna fengu félögin að auglýsa sig á jafnréttisgrundvelli sem jafnframt auðveldar notanda að leita að upplýsingum um tómstundastarf. Vel má ímynda sér að þetta komi fólki til góða sem er nýflutt á óþekktar slóðir. „Helgin virkjaði ákveðnar heilastöðvar sem legið hafa í dvala í einhvern tíma.“ Velkomin á Selfoss Eigum góða daga á Selfossi 4.–7. júlí 2013

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.